Morgunblaðið - 14.02.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.02.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1988 35 Austurrískt hástéttarþorrablót Vín. Frá Hrjóbjarti Darra, fréttaritara Mt Óperuballið er orðið árlegur viðburður hér { Vín. Fyrsta ballið var haldið 1935 en síðan eru þau orðin 38. Þetta er áreiðanlega með íburðarmestu böllum, sem haldin eru, og er ekkert til sparað til að auka á hátíðleikann og finiríið. í hlufalli við það eni svo gestirnir, aðgangseyririnn og verðið á kampavíninu. Undirbúningurinn hefur staðið í margar vikur en fyrst á þriðjudag var byijað að breyta óperuhúsinu í ballstað. Það var 2.000 manna verk að breyta húsinu á hálfum öðrum sólarhring. Breytingar, skreytingar, veitingar og allt annað tilstand kost- aði 60 milljónir ísl. kr. Öfugt við aðrar uppákomur í óperunni standa böllin yfírleitt undir sér. Gleðin hófst með því, að 180 ung pör gengu í salinn. Stelpumar í síðum, hvitum kjólum, strákamir í svörtu og dönsuðu pólenesíu. Þá kom ballettflokkur óperunnar og dansaði vals, sem að sjálfsögðu var eftir Strauss. Að lokum kom unga fólkið aftur og dansaði pólenesíu og polka og þar með byijaði ballið. Þótt mikið sé lagt í dansinn er hann ekki aðalatriðið á þessu balli. Að hittast og takast í hendur og brosa, styrkja gömul sambönd og ná sér í ný — til þess er leikurinn gerð- ur. Hér í Vín er þetta tilstand oft kallað af almúganum „kjötskoðun" í víðasta skilningi þess orðs. Það er að segja, menn klæða sig upp til að sýna sig og sjá aðra.- Hans hátign Hussein Jórdaníukon- ungur og drottning voru væntanleg á ballið en hættu við á síðustu stundu. Konunginum fannst það ekki viðeigandi að fara á svona ball á meðan þúsundir araba liðu hörmung- ar á Gaza-svæðinu og á vesturbakka Jórdanár. Þessi ákvörðun hans veltí þungri byrði af herðum lögreglunnar sem búin var að skipuleggja miklar varúðarráðstafanir vegna hans. Þó Hussein hafí hætt við á sein- ustu stundu era það sennilega fæstir sem leyfa sér slíkt. Margir panta miða með árs fyrirvara til að fá sæti við hæfí. Miðaverð fyrir tvo er frá 20—60 þúsund ísl. kr., matur og drykkur er að sjálfsögðu ekki innifa- lið í verðinu. Skyldi einhvem þyrsta eftir dansinn kostar vatnsglasið 210 ísl. kr. og kampavínsflaskan 1.260 ísl. kr. svona til viðmiðunar. Þegar líða tók á fímmtudaginn og blómaskreytingunum fór að fjölga í óperanni tók miðbærinn á sig an- kannalega mynd. Lögreglan var far- in að undirbúa átök kvöldsins. Sext- án félög og pólitískar hreyfíngar boðuðu til mótmæla fyrir framan Reuter Ung kona kemur á óperuballið. A höfðinu er hún með líkan af óperuhúsinu. óperana. „Þetta ball er tákn þess óréttlætis sem ríkir í okkar þjóð- félagi," sagði einn af þeim sem skipu- lögðu mótmælin. „Á meðan 300 þús- und manns era atvinnulausir, 20 þúsund húsnæðislausir og 800 þús- und lifa undir fátækramörkum, dansa þeir sem stjóma kerfínu á slíku óhófsballi." Lögreglan og mótmælendur gátu ekki komið sér saman um hvar mót- mælin áttu að fara fram og því vora þau bönnuð deginum fyrir baliið. Lögreglan bjó sig samt undir stórá- tök og kallaði út 1700 manna auka- lið, (kostnaður 7,5 millj. ísl. kr.) og búðareigendur urðu smeykir. Nicky Lauda lét byggja trévegg fyrir fram- an skrifstofu flugfélags síns, Lauda- Air. Mercedes Benz-bílabúðin tók alla bílana úr sýningarglugganum sínum og skartgripabúðaeigendur tæmdu sína glugga. Klukkan 18 lok- aði löggan öllum götum að óperunni og hleypti aðeins konum í sfðum kjól- um og körlum í svörtum fötum í gegn. Lögreglumennimir stóðu gráir fyrir jámum bak við vamarlínumar, vopnaðir kylfum og með hjálma og settu undarlegan svip á miðbæinn. Mótmælin vora haldin, þrátt fyrir bann yfírvalda, en fóra að mestu leyti ftiðsamlega fram. Menn hróp- uðu vígorð að stjóminni, ballgestum og að forsetanum Waldheim, sem var jafnframt vemdari samkomunnar. Mótmælendur héldu sfðan „anti- óperuball" nokkra fyrir utan mið- bæinn þar sem vatnsglasið var gef- ins, bjór á vægu verði og aðgangseyr- ir enginn. Electrolu x Ryksugu- úrvalið Engir vextir Eftirstöðvar á 4 mán. með Euro og Visa. GLEÐILEGT NMTAR > Nú kveðjum við ár kanínunnar og hefjum nýtt, - samkvæmt kínversku tímatali - ár drekans Við byrjum hátíðina að kínverskum sið-á litla gamlársdag, sem ber upp á mánudaginn 15. febrúar. Stóri gamlársdagur er á þriðjudaginn og á miðvikudag er komið að nýársdeginum sem haldinn er hátíðlegur í þrjá daga. Við í Sjanghæ fögnum nýja árinu og bjóðum að því tilefni sérstaka y hátíðarrétti á góðu verði. I Verið velkomin, þökkum viðskiptin á liðnu ári. Laugavegf 28 b. Símf 16513 wNÍo\A W*wM eewkwi'' wmr* Vorumarkaðurinntii. Kringlurmi. simi 685440 NÓATÚNI - ROFABÆ OG HAMRABORG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.