Morgunblaðið - 14.02.1988, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1988
%
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
REYKJKIÍKURBORG
Aeuuan. Stödun
Gatnamálastjórinn
í Reykjavík
auglýsir til umsóknar störf stöðuvarðar.
í starfinu felst eftirlit með stöðumælum borg-
arinnar og umferðarafbrotum sem varða
stöðu bifreiða. Þeir umsækjendur sem ráðn-
ir verða munu sækja námskeið hjá lögregl-
unni í Reykjavík. Bent skal á að starfið
hentar jafnt konum sem körlum. Um launa-
kjör fer eftir kjarasamningi St. Rv. og
Reykjavíkurborgar.
Umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum
skal skila til starfsmannastjóra borgarverk-
fræðings, Skúlatúni 2, sem jafnframt veitir
upplýsingar um starfið.
Ræstingastjóri
Starf ræstingastjóra hjá Sambandinu er laust
til umsóknar. Starfið felur í sér m.a. umsjón
með ræstingu á hinum ýmsu vinnustöðum
Sambandsins, uppmælingu og gerð verklýs-
inga, innkaupum og ráðningu starfsfólks.
Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfs-
mannahaldi sem veitir nánari upplýsingar.
SAMBAND ÍSL. SAM VINNUFÉLAGA
STARFSMANNAHALD
Fjölbrautaskóli Suðumesja
Ksflavik
Pbethótf 100 Sfmi 92-3100
Sálfræðikennari
Vegna forfalla vantar sálfræðikennara að
Fjölbrautaskóla Suðurnesja næstu tvo mán-
uði. Um er að ræða 26 stundir á viku og
dreifast þær á þrjá daga.
Upplýsingar veitir undirritaður í símum
92-13100 og 92-14160.
Skólameistari.
Vélstjóra
vantar starf
Þrítugur vélstjóri með full réttindi (VF2) og
mikla reynslu til sjós og lands óskar eftir að
komast í gott skipsrúm.
Upplýsingar í síma 79765.
Viljum ráða starfs-
kraft sem fyrst
Reynsla nauðsynleg í bókhaldi, tollskjölum
og erlendum bréfaviðskiptum. Góð laun í
boði fyrir vel unnin störf.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „B - 2604“ fyrir 16. febrúar.
Verkstjóri
Verktakafyrirtæki óskar að ráða verkstjóra
til jarðvinnuframkvæmda.
Tilboð er greini frá aldri, menntun og fyrri
störfum leggist inn á auglýsingadeild Mbl.
merkt: „Verkstjóri - 6311 “ fyrir 22. febrúar.
Ewos hf. óskar að
ráða í eftirtalin
störf:
Afgreiðslustjóri. Afgreiðslustjóra er ætl-
að að annast skipulag og nýtingu vöru-
geymslu og sjá um afgreiðslu pantana og
afhendingu fóðurs af lager. Hann skal hafa
eftirlit með vörubirgðum, stjórna vörutaln-
ingu og sjá um vörumóttöku.
Vélagæslumann. Starfið felst í viðhaldi
véla og tækja og stjórnun framleiðslulínu
fyrir fiskeldisfóður. Leitað er að manni með
vélvirkjapróf eða sambærilega menntun og
reynslu. Tungumálakunnátta nauðsynleg og
þekking á tölvum æskileg. Viðkomandi þarf
að vera tilbúinn að fara utan til þjálfunar í
stuttan tíma.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf sendist Ewos hf. pósthólf 4114, 124
Reykjavík, fyrir 22. febrúar nk.
Húsvörður
Stórt fjölbýlishús í Grafarvogi leitar eftir mið-
aldra manni til húsvarðarstarfa.
Leitað er að starfsmanni sem:
★ Er laghentur og snyrtilegur í umgengni.
★ Er reglusamur og traustur.
★ Hefur gaman að vinna með fólki á öllum
aldri.
★ Getur hafið störf sem fyrst.
Stöðunni fylgir lítil íbúð. Um er að ræða fullt
starf.
Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf
sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. febrú-
ar, merktar: „Húsvörður - 6626“.
Laus staða
Staða ritara í sjávarútvegsráðuneytinu er
laus til umsóknar. Um er að ræða heils-
dagsstarf. Æskilegt er að umsækjandi hafi
einhverja reynslu í almennum skrifstofustörf-
um, svo sem vélritun og ritvinnslu. Laun
samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir skulu sendar sjávarútvegsráðu-
neytinu, Lindargötu 9, 101 Reykjavík, fyrir
20. febrúar nk.
Sjávarútvegsráðuneytið,
10. febrúar 1988.
Fóstrur! - fóstrur!
Skemmtilegt starf á Selfossi
Forstöðumann vantar sem fyrst að Ásheimum
sem er 2ja deilda leikskóli og ein dagheimilis-
deild.
Fóstrur á hverri deild!
Stöðugleiki í starfsmannahaldi.
Nánari upplýsingar á félagsmálastofnun,
sími 99-1408.
Félagsmálastofnun Selfoss.
Afgreiðsla
- íslenskar bækur
Óskum eftir að ráða sem fyrst röskan starfs-
kraft í íslensku bókadeildina.
Umsóknir berist skrifstofu vérslunarinnar
fyrir föstudaginn 19. febrúar.
BÓKAVERZLUN
SIGFÚSAR EYHUNDSSONAR
Austurstrœti 18 - P.O. Box 868 - 101 Reykjavik -
Kópavogshæli
Deildarsjúkraþjálfari óskast við Kópavogs-
hæli. í gangi er mikil uppbygging sjúkraþjálf-
unar á staðnum. Fullt starf eða hlutastarf
kemur til greina.
Upplýsingar veitir yfirlæknir eða yfirsjúkra-
þjálfari í síma 41500.
Yfirfélagsráðgjafi óskast til starfa við Kópa-
vogshæli. Umsóknir er greini menntun og fyrri
störf sendist Kópavogshæli fyrir 1. mars nk.
Upplýsingar veitir yfirlæknir eða fram-
kvæmdastjóri í síma 41500.
Deildarþroskaþjálfar óskast á vinnustofur í
hæfingu og þjálfun, og til að skipuleggja tóm-
stundir vistmanna. Einnig óskast deildar-
þroskaþjálfar og þroskaþjálfar til starfa á
deildum og á sambýliseiningum.
Sjúkraliðar óskast til starfa á deildum. Vakta-
vinna. Hlutastarf kemur til greina.
Starfsmenn óskast til vinnu á deildum í
vaktavinnu. Starfið er fólgið í umönnun og
þátttöku íþjálfun og meðferð heimilismanna.
Upplýsingar um ofangreind störf veitir fram-
kvæmdastjóri eða yfirþroskaþjálfi Kópavogs-
hælis í síma 41500.
Ríkisspítalar, 14. febrúar 1988.
SIGLINGAMÁLASTOFNUN RÍKISINS
HRINGBRAUT 121, 107 REYKJAVÍK. SÍMI 25844
Laus staða
Staða fulltrúa* hjá Siglingamálastofnun ríkis-
ins er laus til umsóknar. Æskilegt er að
umsækjendur hafi menntun á viðskiptasviði
og einhverja þekkingu á tölvuvinnslu. Laun
samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist samgöngu-
ráðuneytinu fyrir 3. mars 1988.
Siglingamálastofnun ríkisins.
Rafvirkjar
og línumenn
Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að
ráða rafvirkja og línumenn til lóftlínustarfa.
Bónusvinna. Mötuneyti á staðnum.
Upplýsingar gefur starfsmannastjóri alla
vinnudaga og yfirverkstjóri milli kl. 12.30-
13.30.
^NRARIK
Mk. > RAFMAGNSVEITUR RlKISINS
Óskum að ráða
laghentan mann til framtíðarstarfa á
verkstæði.
Upplýsingar í síma 651422.
Stoð hf., Stoðtækjasmíði.
Skipstjóri
Skipstjóra vantar á góðan 80 tonna vertíðar-
bát sem fer síðan á humar.
Upplýsingar í símum 99-3559 og 99-3787.
Verslunarstjóri
óskast í eina stærstu fataverslunina í Kringl-
unni sem fyrst. Góð vinnuaðstaða. Góð laun.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf ósk-
ast sendar auglýsingadeild Mbl. merktar:
„Stundvísi - reglusemi" fyrir 19. febrúar.