Morgunblaðið - 14.02.1988, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1988
\
Blóðbaðið
í Nanking
Sigurganga Japana um alþjóðlega hverfið í Shanghai i desember
1937: engin miskunn.
Fyrrverandi japanskir hermenn íyfirbótarferð
„Skemmtun“ Innrás Japana: Tíu milljónir Kínveija féllu.
Blóðbaðið í Nanking hófst daginn
eftir. Sextánda herfylkið, sem Az-
uma var í, lét hendur standa fram
úr ermum undir stjóm Kesago
Nakajima hershöfðingja, sem var
kunnur fyrir kvalalosta og var gæð-
ingur hirðarinnar. Eitt fyrsta verk
Azuma var að fara inn á „öryggis-
svæði" sem örfáir vestrænir menn,
sem enn voru í borginni, höfðu kom-
ið upp. Hann átti að flæma burt
kínverska hermenn, sem talið var
Azuma viðurkennir að þetta hafí.
verið fmmstæð aðferð. Hann og
menn hans völdu 7.000 menn með
þessu móti, fjötruðu þá og fóru með
þá til afskekktasta hluta borgarinn-
ar. „Ég framkvæmdi ekki aftökum-
ar sjálfur,“ segir hann. En hann
íylgdist með öðmm Japönum
skemmta sér við að losna við
Kínverja án þess að nota kúlur. „Ég
sá hermann stinga Kínverja ofan í
póstpoka og kveikja í pokanum,"
sagði hann.
Ónnur algeng aðferð Japana til
að losna við „óæðri mannvemr" af
kínverskum uppmna var að háls-
höggva þær. Nakajima hershöfðingi
naut þess að prófa bitið í hermann-
asverði sínu á ógæfusömum
föngum.
Hirohito:
„Refsaði engum.“
Shiro Azuma er einn úr hópi nokkurra fyirverandi japanskra her-
manna, sem hafa dvalizt í Nanking í Kina að undanförnu og beðizt
afsökunar á aðild þeirra að einhveiju mesta ódæði þessarar aldar.
Fyrir réttum 50 árum tóku þeir þátt í morðum japanska hersins á
a.m.k. 200.000 Kínveijum, þar af a.m.k. 50.000 saklausum borgurum,
í Nanking. Á hveijum degi í einn og hálfan mánuð voru framin 5.000
morð í borginni. Tuttugu þúsund konum var nauðgað. Enginn veit
um fjölda þeirra kínversku karla, kvenna og barna, sem sættu pynt-
ingum og misþyrmingum.
Japanir hafa þagað þunnu
hljóði yfír þessum glæp og
Azuma er einn fárra, sem
hafa leyst frá skjóðunni.
Hann var 25 ára gamall, óbreyttur
hermaður í 20. deild 16. herfylkisins
þegar Japanir sóttu til Nanking, sem
var höfuðborg þjóðernissinnastjórn-
ar Chiang Kai Sheks hershöfðingja.
Hann man glöggt það sem þá gerð-
ist og sér ennþá ljóslifandi fyrir sér
tíu kínverska hermenn, sem hann
hjó höfuðið af. Þeir voru hermenn,
ekki óbreyttir borgarar, og óvinaher-
menn eru drepnir í stríði, segir hann.
Japanir höfðu þá reglu að skjóta
óvopnaða stríðsfanga eftir að þeir
réðust inn í Kína 1931.
Jaþanir, sem lögðu fyrst undir sig
norðausturhluta Kína, heijuðu í
landinu í 14 ár og á þeim tíma féllu
10 milljónir Kínverja og 11 milljónir
særðust samkvæmt kínverskum
heimildum. Grimmd Japana náði
hámarki þegar þeir tóku Nanking
12. desember 1937, skömmu eftir
að þeir hófu allsherjarinnrás í Kína;
Hirohito keisari fól háttsettum
frænda sínum í hernum, Asaka
prins, að taka við stjóminni í Nank-
ing. Þegar japönsku hermennimir
sóttu inn í borgina barst þeim skipun
frá prinsinum um að „taka enga
fanga" og þeir sýndu engum í Nank-
ing nokkra miskunn, hvorki her-
mönnum né borgurum.
að hefðu leitað þar hælis og fleygt
einkennisbúningum sínum.
„Við þrifum í hendumar á þeim
og ef þær vom sigggrónar gengum
við út frá því að þeir væru land-
búnaðarverkamenn," sagði Azuma
fyrir skömmu við fréttaritara
brezka blaðsins Daily Telegraph í
Tókýó, Robert Whymant. „Annars
gerðum við ráð fyrir að þeir væru
hermenn."
„Að lokum var Yangtse-fljót svo
krökkt af líkum að litlir bátar gátu
ekki flutt japanska hermenn út i
skip, sem lá á miðju fljótinu. Við
urðum að stikla á fljótandi líkum
til þess að komast þangað.“ Milli
þess sem hermennimir myrtu
Kínveija höfðu þeir ofan af fyrir
sér með því að napðga ungum kon-
um í borginni.
Shiro Azuma: Dagbók frá 1937
um morð, nauðganir og rán í sex
vikur.
Dagbók
Azuma hélt dagbók þann sex
vikna tíma þegar ekkert lát var á
morðum, nauðgunum, ránum og
spellvirkjum. Nýlega var hann feng-
inn til að skrifa bók um reynslu
sína og aðgerðir herflokksins, sem
hann var í, bæði í Nanking og ann-
ars staðar í Kína. Hún kom út á
dögunum í tilefni af því að Kínveij-
ar minntust þessara hörmulegu
atburða, sem varpa enn skugga á
sambúð þeirra og Japana.
„Nú er 50 ára afmæli atburðanna
í Nanking og mér fínnst ég verða
að biðjast afsökunar á grimmúðlegu
framferði Japana," sagði Azuma í
viðtalinu við Whymant, sem bendir
á að hann vilji að sannleikurinn
komi fram í dagsljósið, þótt það
setji japönsk yfirvöld í mikinn
vanda.
Japanska stjómin hefur aldrei
viljað viðurkenna þá niðurstöðu al-
þjóðlegrar nefndar, sem rannsakaði
stríðsglæpi Japana, að Qöldamorðin
í Nanking hefðu verið í samræmi
við skýrt mótaða stefnu og framin
á skipulagsbundinn hátt undir
stjóm háttsettra manna. „Japanar
fylgdu þeirri stefnu að neyða
Kínveija til að gefast upp með
ódæðisverkum og eyðileggingar-
starfsemi. Þetta var því ekki verk
hermanna, sem gengu berserks-
•gang, eins og Japanir hafa reynt
að sannfæra heiminn um, þótt það
sé opinber kenning enn þann dag
í dag,“ skrifar Whymant.
Fyrir sex áram kom í ljós að jap-
anska menntamálaráðuneytið hafði
skipað höfimdum kennslubóka að
láta í veðri vaka að fjöldamorðin
hefðu verið „óskipulagður verknað-
ur, sem japanski herinn hefði staðið
fyrir vegna ríkjandi ringulreiðar".
Kínveijar bára fram harðorð mót-
mæli þegar þeir fréttu þetta og
Japönskum skólabömum var ennþá
einu sinni hlíft við grófum rang-
færslum", segir Whymant. „En
gengið var að kröfum öfgafullra
þjóðemissinna úr stjórnarflokknum,
sem hafa eftirlit með efni kennslu-
bóka, og reyna stöðugt að halda
Qöldamorðunum í Nanking og fleiri
hryðjuverkum vandlega leyndum