Morgunblaðið - 14.02.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.02.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1988 25 Ljósi varpað á höfundar- rétt myndlistarmanna Myndlistarþingi 1988 lauk á föstudaginn . Þingið bar að þessu sinni yfirskriftina „Höfundar- réttur í myndlist." Að sögn Guðnýjar Magnúsdóttur, form- anns Sambands íslenskra mynd- listarmanna, hefur það oft vafist fyrir myndlistarmönnum hver sé réttur þeirra og er þvi þing sem þetta mjög nauðsynlegt til að varpa þar skýrara Ijósi á. „A þinginu var flallað um ýmis mál, en þar bar hæst umræður um starfslaunasjóð, listskreytingasjóð og leigugjöld fyrir sýningu mynd- listarverka," sagði Guðný. „Starfs- launasjóðurinn, sem sett vortHög um síðastliðið vor, var skref í rétta átt, en myndlistarmenn telja að framlag til sjóðsins sé heldur rýrt og þurfi að fá fé annars staðar frá en með gjaldi, sem tekið er við endursölu verka. Þingið lagði fram nokkrar tillögur um eflingu sjóðs- ins, til dæmis að hugsanlegir tekju- stofnar gætu verið greiðslur vegna þóknunar til SÍM sem yrðu af þátt- töku í Fjölís og þóknun af inn- heimtu á greiðslum vegna mynd- birtinga listaverka." Guðný sagði að það væri brýnt að fá leigugjald fyrir sýnd myndlist- arverk, í eigu myndlistarmanna eða höfundarrétthafa. „Slíkt fyrirkomu- lag er á öðrum Norðurlöndum og má líkja þessu við STEF. Við mun- um beita okkur fyrir að svo verði hér og þá mun SÍM taka við þessum greiðslum og sjá um að koma þeim til listamannanna eða höfundarrétt- hafanna," sagði Guðný. „Þá álykt- aði þingið að stefna bæri að því að SÍM komi sér upp gjaldskrá vegna myndskreytinga í bækur, tímarit og til annarrar fjölföldunar. Við álítum réttlætismál að greitt verði Atviraiuleysi með minnsta móti í janúar Atvinnuleysisdagar í janúar- mánuði voru skráðir 24.000. Þetta jafngildir þvi að rösklega eitt þúsund manns haf i að meðal- tali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum, en það svarar til 0,9% af áætluðum mannafla sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Samkvæmt þessu hefur skráðum atvinnuleysisdögum fjölgað um rösklega átta þúsund frá því í des- ember 1987 eða um 60%, en þá er þess að gæta að atvinnuleysisdagar voru óvenjufáir í desember og hafa ekki skráðst færri í þeim mánuði á jrfirstandandi áratug. Miðað við jan- úarmánuð í fyrra er hins vegar um meira en helmings fækkun að ræða, en þá skráðust 51 þúsund atvinnu- leysisdagar. Hafa ber í huga að fyrri hluta janúarmánaðar 1987 stóð yfir verkfall fiskimanna, sem að sjálfsögðu olli vinnslustöðvun hjá fiskvinnslunni. AS-TENGI Allar gerðir. Tengið aldrei stál í stál. Slteartffiiuigwr .Jl&iniæfflsxn) & VESTURGÖTU 16 - SIMAR 14680 - 21480. Morgunblaðið/Júlíus Forsvarsmenn Myndlistarþings 1988. Sitjandi eru þau Guðrún Gunnarsdóttir, blaðafulltrúi, Guðný Magn- úsdóttir, formaður SÍM, og Knútur Bruun, ráðgefandi lögfræðingur SÍM. Standandi frá vinstri eru umræðustjórarnir Edda Óskarsdóttir, Jónína Guðnadóttir, Rúri, Þorgeir Ólafsson, blaðafulltrúi og Valgerður Bergsdóttir. fyrir hvers konar fjölföldun mynd- listarverka, svo sem gerð skyggna, videomynda og korta og að greiðsl- ur komi til myndlistarmanna fyrir birtingu listaverka í fjölmiðlum." Þingið samdi sérstaka ályktun um Listskréytingasjóð ríkisins. Sjóði þessum var komið á fót árið 1982 og þá ákveðið að 1% af bygg- ingarkostnaði bygginga á vegum ríkisins rynni til sjóðsins. „Þessi sjóður hefur verið mikil lyftistöng fyrir myndlistarmenn," sagði Guðný. „Sjóðurinn hefur án efa blásið lífí í menningarlíf okkar og ég get nefnt sem dæmi að efnt hefur verið til samkeppna gegnum sjóðinn um skreytingar á opinberum stöðum, en slíkt þekktist vart áður. Lögbundið framlag til sjóðsins hef- ur ævinlega verið skert, en aldrei sem nú, því fjárveitingarvaldið leggur aðeins til 5 milljónir á þessu ári, en í raun hefði sjóðurinn átt að fá 19 milljónir. Þetta er hneisa og við höfum mótmælt þessu harð- lega. Eftir því sem fjármálaráð- herra segir okkur getum við ekki átt von á leiðréttingu á þessu ári, en við munum beita okkur fyrir því að slíkur niðurskurður verði ekki endurtekinn. Nú er unnið að endur- skoðun laganna um sjóðinn og við viljum gjarnan að sama gildi um sveitarfélög og ríki, það er að þau leggi fram 1% af kostnaði við bygg- ingar á þeirra vegurn," sagði Guðný Magnúsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna. DAIHATSU CHARADE VERÐ FRÁ SCR> 396.900.- FLESTAR GERÐIRTIL AFGREIÐSLU STRAX — . '■ .■'■■■"' ■ ; DAIHA TSUUMBOÐIÐ, Ármúla 23, simar 685870 - 681733.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.