Morgunblaðið - 14.02.1988, Side 56

Morgunblaðið - 14.02.1988, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1988 93 Current 93 boðar imperium in imperio. Ljósmynd/BS 93, sem kom þar fram hinsta sinn, ef marka má yfirlýsingu höfuðpaursins Tíbet 93. Þeir Himar og Guölaugur stigu aftur á svið sem hljómesveitarmeðlim- ir, Guðlaugur lék á gítar og Hilm- ar sá um hljómborðsleik og leik- hljóð. Rose McDowell kom einnig fram öðru sinni þetta kvöld og nú sem söngkona og gítarleikari. Tónlist Current 93 er torlýst, en greina má á henni að sveitin vill ná fram dulrænum og allt að djöfuilegum blæ í tónlist og text- um. Textar Tíbets kafa gjarnan í djúpin og fjalla um hnignun og rotnun; sagga og fúkka og það sem kemur á eftir hnignuninni; Imperium, hið algera vald. Hljóm- ur hjá sveitinni var góður; hefði kannski helst mátt vera beittari. Guðlaugur og Hilmar áttu einna drýgstan skerf í tónlistargrunnin- um og Guölaugur fór á kostum og sýndi á gítarnum ýmsar hliðar sem ekki eru öllum kunnar. Rose er með einkar fagra og hreina rödd sem heyrðist hvað best þegar hún söng texta Tíbets við lag Grúbers við Heims um ból, en í þeim texta var fjallað um f lest annað en helg jól. Sem gítarleik- ari er hún enginn virtúós en þokkalegur í því samhengi sem tónlist Current 93 er. Hún notaði gítarinn mikið sem ásláttarhljóð- færi og ekki gat óg betur séð en fingur á ásláttarhendinni væru alblóðugir í lok tónleikanna. í fáum orðum sagt voru þetta vel heppnaðir og áhugaverðir tónleikar og gaman yrði að sjá fleiri slíka í Hótel fslandi sem verður að teljast einn besti tón- leikastaður á landinu. Texti: Árni Matthíasson ÚR De profundis; Annie Anglst Bandez Ljósmynd/BS DJÚPUNUM Síðastliðinn fimmtudag héldu breska hljómsveitin 93 Current 93 og söng- konan Annie Anxiety Bandez tónleika í Hótel íslandi. Auk þeirra komu fram íslenska hljómsveitin S.h. draumur, Megas og skáldið Jóhamar. Hótel ísland verður að telj- ast einn glæsilegasti tón- leikastaður í Vestur- Evr- ópu og flestir þeirra á fimmta hundrað áheyrenda sem keyptu sig inn á tónleikana fengju líkleg- ast ekki að komast þar inn alla jafna, enda margir pönkarar þeirra á meðal. Tónleikasviðið var vel staðsett á dansgólfinu og var vel nýtt þetta kvöld og hljómþurður var með því besta sem þekkist, enda er hljóðkerfið um 16 Kw að styrkleika. Forleikur Jóhamar var fyrstur á svið og flutti Ijóð sín með hæfilegum til- buröum. Því var fleygt að hann hefði lödd sem stöðvað gæti hraunflæði og ekki efast ég um það. Gaman hefði verið að fá Hið afleita þríhjól á svið til flutn- ings á Ást, þú meinar andlega, en Hilmar Örn og Jóhamar, 2/3 þríhjólsins, voru á staðnum. Von- andi gefur Smekkleysa það út á plötu fyrr en síöar. S.h. draumur var næst á svið og lék að mestu lög af plötunni Goð, s.s. Mónakó, Helmút á motorhjóli og Sýrubælið brennur, en einnig heyrðust ný lög, og eitt þeirra sem sagði frá geim- ferðum dýra á vegum risaveld- anna var á meðal þess besta sem ég hef heyrt með Draumnum. Á eftir Draumnum kom á svið Megas meö þeim Hilmari Erni Hilamrssyni og Guðlaugi Óttars- syni og söngkonunum Ingu og Björk Guðmundsdætrum og Rose McDowell. Líklega hafa margir komið á tónleikana til að hlýða á Megas, því skýrt hafði verið frá því að hann myndi kynna lög af væntanlegri plötu. Ekki fékkst þó meira en forsmekkur- inn að þessu sinni því ekki lék hann nema tvö lög, Borðið þér orma frú Norma? og Drukknuð börn sækja í brunninn en fólk vildi meira og gerði heiðarlega tilraun til að klappa hann upp. Angist Er íslensku flytjendurnir höfðu lokið sér af leið nokkur stund þar til Annie Anxiety Bandez kom á svið. Hún söng með snjalla klippi- tónlist Adrians Sherwood í bak- Ljósmynd/BS Jóhamar stöðvar hraunrennsli grunninum, en textarnir eru hálf- gerð prósaljóð sem nærallirfjalla um ást og aðskilnað og óttann við að vera hafnað. Annie, sem tekið hefur sér millinafnið Anx- iety eða Kvíði eða Angist, sýndi og mikla angist í flutningi sínum á textunum og var á köflum yfir- spennt og langt niðri þegar hún kafaði hvað lengst niður í sálar- djúpin; í angistina. Ekki má síðan pleyma hlut Ijósameistara Hótels Islands sem gaf lagaflutningnum nýja vídd með snjöllu samspili lasergeisla og þurrísvéla sem dældu reyk inn á sviðið. Lokaatriði tónleikanna var breska hljómsveitin 93 Current S.h. draumur; sýrubælið brennur. Ljósmynd/BS Svart hvftur draumur Ljósmynd/BS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.