Morgunblaðið - 14.02.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.02.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1988 Steinbítseldi í Noregi Tromso, frá Baldrí Sveinbjörnssyni, fréttaritara Morgnnbladsins. Á ÞESSU ári er gert ráð fyr- ir að steinbítur kunni að bæt- ast í hóp þeirra fisktegunda sem hentar vel í fiskeldi í Noregi. Niðurstöður rann- sókna á steinbítseldi sem gerðar hafa verið við rann- sóknarstöð ríkisins í Flödevig- en í Suður-Noregi, benda ein? dregið til þess að steinbíturinn hafi flesta þá kosti sem fóður- eldisfiskur þarf til að bera. Rannsóknirnar hafa einkum beinst að fóðurnýtingu, vexti, hegðunarmynstri og dauðat- íðni, en steinbíturinn er hafð- ur í stórum eldiskörum uppi á landi. Komið hefur í ljós að árásar- gimi steinbítsins er í lágmarki og að hann liggur gjaman í þétt- um hóp og hreyfír sig mjög lítið. Fóðrið nýtist Jdví að stærstum hluta í vöxt. I þessu sambandi má nefna að í eldi búast menn við að geta fengið fram fjögurra kílóa físk á rúmlega tveimur ámm en við náttúrulegar að- stæður tekur sami vöxtur sjö til átta ár. Steinbítur vex miklu hægar eftir því sem hann verður eldri og því þarf að stuðla að sem mestum vexti fyrstu mán- uðina. Rétt samsetning og gerð á fóðri virðist vera helsta vanda- málið við upphaf fóðrunar en rannsóknir og tilraunir á þessum þætti eru nú í fullum gangi. Stærri fískum er aðallega gefíð votfóður, þ.e. hakkaður fískur, krabbi, vítamín og bindiefni. Mælingar sem gengu út á að fínna hentugasta hitastig vatns- ins í eldiskörunum hafa leitt í ljós að þegar hitastig vatnsins stígur yfír 10°C minnkar vöxtur verulega, þannig að steinbítur- inn virðist kunna best við sig í tiltölulega köldu vatni. Dauðatíðni er mjög lág og alvarleg sjúkdómstilfelli hafa ekki komið upp. Svolítið hefur borið á sníkjudýrum á hreistri físksins en þeim hefur verið auð- velt að halda í skeQum með því að meðhöndla hann með form- alínblöndu, en sú aðferð er notuð á aðrar eldisfísktegundir með ágætum árangri. Steinbítur virðist þola ein- staklega vel hnjask við flutning, sjúkdómsathuganir og aðrar frekari meðferðir og þykir að flestu leyti mjög svo viðráðan- legur eldisfískur. í hve miklum mæli steinbíts- eldi kemur til með að verða stundað mun þó að mestu leyti ráðast af því hvemig markaður fyrir steinbítinn þróast næstu misseri, en í þeim efnum ríkir aukin bjartsýni. SAtTKIÖrOG B/VUNIR Fáðu þér góða baunasúpu á Sprengidaginn. Veldu þér gott hráefni. Whitworths baunir gefa rétta bragðið. Whitworths baunir, gular og fallegar, viðurkennd gæðavara. SKRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ HF. Rangæingur slysatrygg- ir félagsmenn sína Verkalýðsfélagið Rangæingur hefur samið við Brunabótafélag íslands um slysatryggingar fyrir félagsmenn í frítlma þeirra. Þessar tryggingar ná til þeirra 15% kynningarafsl. BIO-ÍVA FUÓTANDI TAUÞVOTTALÖGUR Jk io-íva er nýr fljót- EL0 andi tauþvottalögur og fyrsti alhliða tauþvotta- lögurinn á íslandi. Bio-íva er notað á sama hátt og þvottaduft. Bio-lva nær fyrr fullri virkni en þvottaduft, því það leysist strax upp í þvottavatninu. Þvotturinn er því sérlega vel þveginn með bio-lva. Bio-lva inni- heldur ensým en þau leysa sérstaklega óhreinindi sem innihalda eggjahvítu, s.s. blóð, svita, súkkulaði o.þ.h. Þú færð því ilmandi og vel þveginn þvott með bio-lva. wi Rannsóknarstofa FRIGG Bio-lva er einnig tilvalið W" í handþvottinn. SÁPUGTRÐIN Lyngási I Carðabæ, simi 651822 slysa, sem skyldutrygging at- vinnurekenda bætir ekki. Tryggingar þessar gilda í frítíma verkafólks, þegar hin lögbundna og samningsbundna trygging atvinnu- rekenda tekur ekki til óhappa. Þá slysatryggði Rangæingur einnig böm fullgildra félagsmanna, 16 ára og yngri. í þeirri tryggingu, sem hér um ræðir, eru tekin mið af þeim réttindum, sem tryggingar gildandi kjarasamninga veita launþegum í vinnutíma þeirra. Allar bótaupp- hæðir eru endurskoðaðar tvisvar á ári með hliðsjón af viðmiðunarvísi- tölu. Tryggingin gildir einnig fyrir atvinnulausa félagsmenn. Fleiri verkalýðsfélög hafa tryggt félagsmenn sína á sama hátt, þ.á m. Dagsbrún í Reykjavík og verka- lýðsfélögin á Selfossi og í Borgar- nesi. Bók Bron- steinum áskorenda- mótið 1973 TÍMARITIÐ Skák hefur gefið út síðara bindið af verki David Bronstein um áskorendamótið í skák í Zurich 1953 „Barátta á borðinu“. Bragi Halldórsson þýddi bókina. í bókunum skýrir Bronstein hverja umferð fyrir sig, skák fyrir skák, samtals 210 skákir, því fímmtán keppendur tefldu í Zurich tvöfalda umferð. Smyslov varð efstur með 18 vinninga, síðan komu Bronstein, Keres og Reshevsky, þá Petrosjan, í 6. - 7. sæti urðu Geller og Najd- orf, Kotov og Taimanov urðu í 8. - 9. sæti, Averbakh og Boleslavsky komu næst jafnir með 13,5 vinn- inga, tólfti varð Szabo, Gligoric varð 13ndi, Euwe fjórtáni og Stal- berg rak lestina með 8 vinning. Bókin er 530 blaðsíður, unnin í Skákprenti. Skemmtun í Kring’lunni á öskudag KRINGLAN stendur fyrir skemmtun á öskudag, 17. febrú- ar, á efra bílapalli. Þátttakendur, sem eiga að „slá köttinn úr sekknum" skulu mæta í furðufatnaði og veitt verða verðlaun fyrir Iokahöggið. Allir koma þó til með að fá eitthvert lítilræði fyrir sinn snúð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.