Morgunblaðið - 14.02.1988, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1988
Steinbítseldi í Noregi
Tromso, frá Baldrí Sveinbjörnssyni, fréttaritara Morgnnbladsins.
Á ÞESSU ári er gert ráð fyr-
ir að steinbítur kunni að bæt-
ast í hóp þeirra fisktegunda
sem hentar vel í fiskeldi í
Noregi. Niðurstöður rann-
sókna á steinbítseldi sem
gerðar hafa verið við rann-
sóknarstöð ríkisins í Flödevig-
en í Suður-Noregi, benda ein?
dregið til þess að steinbíturinn
hafi flesta þá kosti sem fóður-
eldisfiskur þarf til að bera.
Rannsóknirnar hafa einkum
beinst að fóðurnýtingu, vexti,
hegðunarmynstri og dauðat-
íðni, en steinbíturinn er hafð-
ur í stórum eldiskörum uppi
á landi.
Komið hefur í ljós að árásar-
gimi steinbítsins er í lágmarki
og að hann liggur gjaman í þétt-
um hóp og hreyfír sig mjög lítið.
Fóðrið nýtist Jdví að stærstum
hluta í vöxt. I þessu sambandi
má nefna að í eldi búast menn
við að geta fengið fram fjögurra
kílóa físk á rúmlega tveimur
ámm en við náttúrulegar að-
stæður tekur sami vöxtur sjö til
átta ár. Steinbítur vex miklu
hægar eftir því sem hann verður
eldri og því þarf að stuðla að
sem mestum vexti fyrstu mán-
uðina.
Rétt samsetning og gerð á
fóðri virðist vera helsta vanda-
málið við upphaf fóðrunar en
rannsóknir og tilraunir á þessum
þætti eru nú í fullum gangi.
Stærri fískum er aðallega gefíð
votfóður, þ.e. hakkaður fískur,
krabbi, vítamín og bindiefni.
Mælingar sem gengu út á að
fínna hentugasta hitastig vatns-
ins í eldiskörunum hafa leitt í
ljós að þegar hitastig vatnsins
stígur yfír 10°C minnkar vöxtur
verulega, þannig að steinbítur-
inn virðist kunna best við sig í
tiltölulega köldu vatni.
Dauðatíðni er mjög lág og
alvarleg sjúkdómstilfelli hafa
ekki komið upp. Svolítið hefur
borið á sníkjudýrum á hreistri
físksins en þeim hefur verið auð-
velt að halda í skeQum með því
að meðhöndla hann með form-
alínblöndu, en sú aðferð er notuð
á aðrar eldisfísktegundir með
ágætum árangri.
Steinbítur virðist þola ein-
staklega vel hnjask við flutning,
sjúkdómsathuganir og aðrar
frekari meðferðir og þykir að
flestu leyti mjög svo viðráðan-
legur eldisfískur.
í hve miklum mæli steinbíts-
eldi kemur til með að verða
stundað mun þó að mestu leyti
ráðast af því hvemig markaður
fyrir steinbítinn þróast næstu
misseri, en í þeim efnum ríkir
aukin bjartsýni.
SAtTKIÖrOG
B/VUNIR
Fáðu þér góða baunasúpu á
Sprengidaginn. Veldu þér gott hráefni.
Whitworths baunir gefa rétta bragðið.
Whitworths baunir,
gular og fallegar, viðurkennd gæðavara.
SKRISTJÁN Ó.
SKAGFJÖRÐ HF.
Rangæingur slysatrygg-
ir félagsmenn sína
Verkalýðsfélagið Rangæingur
hefur samið við Brunabótafélag
íslands um slysatryggingar fyrir
félagsmenn í frítlma þeirra.
Þessar tryggingar ná til þeirra
15%
kynningarafsl.
BIO-ÍVA FUÓTANDI
TAUÞVOTTALÖGUR
Jk io-íva er nýr fljót-
EL0 andi tauþvottalögur
og fyrsti alhliða tauþvotta-
lögurinn á íslandi. Bio-íva
er notað á sama hátt og
þvottaduft. Bio-lva nær fyrr
fullri virkni en þvottaduft,
því það leysist strax upp í
þvottavatninu. Þvotturinn
er því sérlega vel þveginn
með bio-lva. Bio-lva inni-
heldur ensým en þau leysa
sérstaklega óhreinindi sem
innihalda eggjahvítu, s.s.
blóð, svita, súkkulaði o.þ.h.
Þú færð því ilmandi og vel
þveginn þvott með bio-lva.
wi
Rannsóknarstofa
FRIGG
Bio-lva er einnig tilvalið
W" í handþvottinn.
SÁPUGTRÐIN
Lyngási I Carðabæ, simi 651822
slysa, sem skyldutrygging at-
vinnurekenda bætir ekki.
Tryggingar þessar gilda í frítíma
verkafólks, þegar hin lögbundna og
samningsbundna trygging atvinnu-
rekenda tekur ekki til óhappa. Þá
slysatryggði Rangæingur einnig
böm fullgildra félagsmanna, 16 ára
og yngri. í þeirri tryggingu, sem
hér um ræðir, eru tekin mið af þeim
réttindum, sem tryggingar gildandi
kjarasamninga veita launþegum í
vinnutíma þeirra. Allar bótaupp-
hæðir eru endurskoðaðar tvisvar á
ári með hliðsjón af viðmiðunarvísi-
tölu. Tryggingin gildir einnig fyrir
atvinnulausa félagsmenn.
Fleiri verkalýðsfélög hafa tryggt
félagsmenn sína á sama hátt, þ.á
m. Dagsbrún í Reykjavík og verka-
lýðsfélögin á Selfossi og í Borgar-
nesi.
Bók Bron-
steinum
áskorenda-
mótið 1973
TÍMARITIÐ Skák hefur gefið
út síðara bindið af verki David
Bronstein um áskorendamótið í
skák í Zurich 1953 „Barátta á
borðinu“. Bragi Halldórsson
þýddi bókina.
í bókunum skýrir Bronstein hverja
umferð fyrir sig, skák fyrir skák,
samtals 210 skákir, því fímmtán
keppendur tefldu í Zurich tvöfalda
umferð. Smyslov varð efstur með
18 vinninga, síðan komu Bronstein,
Keres og Reshevsky, þá Petrosjan,
í 6. - 7. sæti urðu Geller og Najd-
orf, Kotov og Taimanov urðu í 8. -
9. sæti, Averbakh og Boleslavsky
komu næst jafnir með 13,5 vinn-
inga, tólfti varð Szabo, Gligoric
varð 13ndi, Euwe fjórtáni og Stal-
berg rak lestina með 8 vinning.
Bókin er 530 blaðsíður, unnin í
Skákprenti.
Skemmtun í
Kring’lunni
á öskudag
KRINGLAN stendur fyrir
skemmtun á öskudag, 17. febrú-
ar, á efra bílapalli.
Þátttakendur, sem eiga að „slá
köttinn úr sekknum" skulu mæta í
furðufatnaði og veitt verða verðlaun
fyrir Iokahöggið. Allir koma þó til
með að fá eitthvert lítilræði fyrir
sinn snúð.