Morgunblaðið - 14.02.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.02.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1988 29 fyrir nýjum kynslóðum japanskra skólabama." „Vegna framburðar Azuma og annarra fyrrverandi þátttakenda er ekki lengur hægt að taka trúanlega þá viðbáru japanskra yfirvalda að um „óskipulögð“ grimmdarverk hafí verjð að ræða,“ segir Why- mant. „I her keisarans gátu ein- stakir hermenn ekki gengið berserksgang og gert hvað sem þeim sýndist," sagði Azuma. „Þeir fengu skipanir um að drepa. Þetta var allt þaulskipulagt." Whymant vitnar í mergjaða frá- sögn sagnfræðingsins Davids Bergamini um hlutverk Hirohito keisara í stríðinu og segir að Japan- ir megi ekki heyra á það minnzt að keisarinn, sem var æðsti yfír- maður heraflans, hafði á hendi nákvæmt eftirlit með áðgerðunum í Nanking frá Tókýó; heiðraði glæpamennina síðar; refsaði engum og hélt áfram að spila golf með frænda sínum, Asaka prins, þegar hann kom aftur frá Nanking. „Tíu herfylki Japana í Nanking stóðu fúsiega að nauðgununum, morðun- um og ránunum, fullviss um að þau færu að vilja keisarans," segir Whymant. Hirohito, sem er 86 ára, var ekki leiddur fyrir rétt eftir stríðið. Skákar Hiroshima Nafnið Nanking hefur haft sér- stæð og sterk áhrif á tilfinningar Japana síðan þeir gáfust upp 1945 að sögn Whymants. Þeir notuðu ekki „hreinlega" gasklefa í Nanking eins og nazistar í Evrópu, segir hann, og beittu í staðinn fjölmennu herliði, 10 herfyllq'um alls, til að myrða óvopnaða kínverska her- menn og borgara á grimmilegan hátt með hermannasverðum og byssustingjum. Samkvæmt kínverskum heimildum féllu 340.000 manns á þessum sex vik- um, en jafnvel þótt aðeins sé miðað við varlega áætlun alþjóðanefndar lögfræðinga um að a.m.k. 200.000 hafí verið drepnir er ljóst að fleiri biðu bana í Nanking en í kjamorku- árásunum á Hiroshima og Naga- saki. Fyrrverandi japanskir hermenn telja Qöldamorðin smánarlegasta blettinn á ferli japanska hersins í stríðinu. Fæstir þeirra sem tóku þátt í morðunum fást til að tala um þau, nema með almennum orðum. „Nokkrum mánuðum áður var sér- hver hermaður góður faðir, góður bróðir og góður unnusti eða eigin- maður. Þremur mánuðum eftir að ég skráði mig í herinn var ég þama og drap fólk,“ sagði Azuma. Jafnvel hann hikaði þegar Why- mant bað hann að lýsa hlutdeild sinni í blóðbaðinu. í staðinn vitnaði hann í annan fyrrverandi hermann, áttræðan, lasburða mann, §em líður meiri samvizkukvalir en hann sjálf- ur. „Ég heimsótti hann í sjúkrahúsi fyrir skömmu. Hann sagði einungis að hann hefði verið í vélbyssusveit- inni. Hann þurfti ekki að segja meira. Starf hans var í því fólgið að drepa Kínveija með vélbyssum, 300 kúlum á mínútu. Hann bara drap og drap. Ég skil vel þær þján- ingar, sem hann hefur orðið að þola. Síðan em liðin 50 ár og þetta hefur áhrif á heilsu hans.“ Azuma segir að stríðinu ljúki ekki fyrr en Japanir segi sannleik- ann um ódæðisverkin og verði eins hreinskilnir og Þjóðveijar um helför gyðinga. Fórnarlamba minnzt Azuma fór til Nanking ásamt 12 japönskum fræðimönnum til að taka þátt í minningarathöfn um fjöldamorðin fyrir viku. Sérstakt safn hefur verið reist í borginni til minningar um atburðina og unnið er að gerð tveggja fyrstu kvikmynd- anna um þá. Að sögn Alþýðudag- blaðsins í Peking er tilgangurinn með stofnun safnsins að sýna heim- inum að 300.000 fómarlömb Japana í Nanking séu ekki gleymd. Alþýðudagblaðið hefur fordæmt þá Japani, sem geri lítið úr fjölda- morðunum. Það segir að því hafí verið haldið fram í japönskum blaðagreinum samkvæmt „veigalitl- um og hlægilegum" heimildum að fjöldamorð hafi ekki átt sér stað í Nanking, eða að tala látinna hafí verið lægri. Blaðið kveður þetta stangast á við framburð vitna og erlendra fréttamanna og vitnar í frétt í japanska blaðinu Mainichi Shimbun, þar sem því var lýst hvemig hermennimir hefðu keppzt um að myrða sem flesta Kínvetja.' „Undirforingi nokkur myrti 106, annar 105, hvorugur vann og þeir ákváðu að halda morðkeppninni áfram,“ sagði í greininni. „Andar tugþúsunda framliðinna geta ekki hvílt í friði og þjóðir Kína og Jaþ- ans geta ekki unnið saman í sátt og samlyndi fyrr en Japanir hætta rangfærslum sínum," sagði Al- þýðudagblaðið, en tók fram: „Japanska þjóðin mun aldrei taka í mál að hemaðarsinnar komist til valda á ný og gleymir aldrei þeim harmleik, sem innrásin hafði í för með sér.“ Sambúð Kínveija og Japana hef- ur batnað síðan þeir tóku aftur upp stjómmálasamband 1972, þótt hún sé ekki hnökralaus. Síðan Kínveijar opnuðu landið fyrir erlendum fyrir- tækjum 1979 hafa japönsk fyrir- tæki komið á fót skrifstofum víðs vegar í Kína og bifreiðir, sjónvarps- tæki, stál og vinnuvélar hafa streymt þangað frá Japan. Fjárfest- ingar Japana í Kína hafa hins vegar verið minni en Bandaríkjamanna og Hong Kong-búa, því að ekki hefur verið nógu mikið stjómmála- jafnvægi í landinu að þeirra dómi, „kerfíð" ekki verið nógu traust, framleiðni of lítil og aðgangur að mörkuðum ónógur. Kínveijar em ekki ails kostar ánægðir með samskiptin, einkum vegna þess að þeir telja að fjárfest- ingar Japana séu of litlar og að þeir kaupi of lítið frá Kína. Halli hefur verið á viðskiptum Kínveija við Japani á hveiju ári síðan 1972, nema 1982, og h'ann hefur alls numið 21,3 milljörðum Bandaríkja- dala. Kínveijar vilja m.a. að Japanir aflétti hömlum á innflutningi á silki og matvælum frá Kína. Hataður Azuma telur að vinfengi stór- þjóðanna í Austur-Asíu risti gmnnt. Aður en hann fór frá Japan sagði hann: „Við heyram mikið talað um vináttu Japana og Kínveija um' þessar mundir. En hún einskorðast við ríkisstjómir landanna. Einstakl- ingar hafa ekki gleymt því að dætmm þeirra var nauðgað, að feð- ur þeirra vom myrtir. Eg veit ekki hvemig tekið verður á móti mér. Ef til vill stofnum við okkur í nokkra hættu, því að ef alls er gætt frömd- um við illvirki." í Nanking var Azuma nokkurs konar fulltrúi japanskrar þjóðar- samvizku. Hann bað þá sem lifðu af hryðjuverkin afsökunar, gaf þeim eintök af bók sinni og hét því að vinna að friði. Hann sagði þeim Kínveijum, sem hann hitti: „Við Japanir getum forðazt sömu mis- tök, ef við viðurkennum misgjörðir okkar hreinskilnislega." Þegar Azuma ákvað að gefa út Nanking-dagbók sína fékk hann hótanir frá japönskum hægrimönn- um og ferðin til Nanking mun fjölga óvinum hans í Japan. Whymant segir að í sumar hafi það gerzt í fyrsta skipti að Azuma var ekki boðið í árlegt hóf herdeildarinnar, „þar sem slátraramir og nauðgar- amir, sem em allir komnir yfír sjötugt, lyfta sér upp og segja hver öðmm skuggaleg leyndarmál sín yfír hrísgijónavíni (saki) í krá í Kýótó." „Þeir hata mig fyrir að láta opin- berlega í ljós álit mitt á grimmdar- verkunum," segir Azuma um fyrrverandi félaga sína. „Til er jap- anskur málsháttur, sem segir Lokaðu því sem lyktar illa.“ GH 4.. rM* & Mitsubishi L300 4.W.D. Bíllinn sem sló strax í gegn —• í öllum hlutverkum — til allra verka. — Til fólksflutninga eöa vöruflutninga. VERD FRA KR. 967.000. Mitsubishi Lancer 4.w.d. Mitsubishi Pajero ungui eta stittui — Meö sítengt aldrif. — Feröabíll sem fer á kostum. VERD FRA KR. 698.000.- — Fjölhæfasta farartækiö á 'landi. — A vegi eöa vegleysu. VERÐ FRÁ KR. 998.000.- ÞRJÁR STJÖRNUR FRA □ Allir meö aldrif. □ Allir meö aflstýri. □ Allir meö snertulausa kveikju. □ Allir meö rúliubílbelti. □ Allir meö litaöar rúöur. □ Allir meö tregöulæsingu á afturdrifi. □ Allir meö dagljósabúnaö. (samkvæmt rtýju umferðarlögunum). PRISMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.