Morgunblaðið - 06.03.1988, Side 55

Morgunblaðið - 06.03.1988, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 55 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Notendaráðgjafi Laust er til umsóknar starf notendaráðgjafa á notendaráðgjafasviði SKÝRR. Notendaráðgjöfin beinist fyrst og fremst að vinnslu upplýsinga í gagnasöfnum og tölvu- neti SKÝRR. Þar með er talin notkun boð- og skjalaveitu, úrvinnsla úr gagnasöfnum, flutningur gagna milli tölva SKÝRR og ein- menningstölva og aðlögun gagna að vinnslu þar. Veigamikill þáttur í starfi notendaráðgjafa er að kynna og kenna notendum að beita fyrirspurnarmálum á gagnasöfn, sem þeir eiga eða hafa heimild til að nota. Þeir stuðla að því, að notandinn vinni á eigin spýtur úr og með upplýsingar sínar án milligöngu sér- fræðinga þegar það er hagkvæmt. Starfið felst meðal annars í: ★ Að aðstoða viðskiptavini við að nota þann hugbúnað sem SKÝRR bjóða. ★ Hafa frumkvæði í því að bjóða hugbúnað- inn fram til nýrra notenda. ★ Aðstoða viðskiptavini við úrvinnslu úr gagnasöfnum. ★ Að kenna og kynna undirstöðuatriði tölvuvinnslu og þess hugbúnaðar. sem boðinn er. SKÝRR leita að starfsmanni sem: ★ Kemur vel fyrir og á gott með mannleg samskipti. ★ Sýnir frumkvæði og sjálfstæði í starfi. ★ Hefur háskólamenntun eða menntun og starfsreynslu, sem meta má til jafns við háskólamenntun í þessu starfi. ★ Hefur reynslu og þekkingu á tölvum. Nánari upplýsingar veita Lilja Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri notendaráðgjafarsviðs og Jón Sigurgeirsson, yfirmaður notendaráð- gjafar. Umsóknareyðublöð eru afhent í afgreiðslu og hjá starfsmannastjóra. Umsóknir ásamt afriti prófskírteina skulu hafa borist SKÝRR fyrir 14. mars 1988. Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar, Háaleitisbraut 9. Framkvæmdastjóri óskast Framkvæmdastjóri óskast fyrir nýtt fram- leiðslufyrirtæki í Stór-Reykjavíkursvæðinu. Starfið: Framkvæmdastjórinn mun frá byrjun vera ábyrgur fyrir rekstri og uppbyggingu fyrirtækisins. Hann verður að hafa frum- kvæði í vöruþróun og markaðsmálum. Þar sem fyrirtækið er nýtt mun framkvæmda- stjórinn móta stefnu þess, skipulagningu og gera áætlanir um framtíðarfyrirkomulag. Umsækjandinn: Þess er vænst, að umsækj- endur hafi reynnslu í rekstri fyrirtækja og menntun á sviði viðskipta- eða tæknimála, eða aðra sambærilega reynslu og menntun. Leitað er að manni með góða stjórnunarhæfi- leika og áhuga á vöruþróun og markaðsmálum. Fyrirtækið: Fyrirtækið er nýstofnað og mun sérhæfa sig íframleiðslu fullbúinna matvæla. Reiknað er með að leitað verði eftir aðstoð erlendis frá í vöruþróun. Áætluð velta á fyrsta starfsári er um kr. 90 milljónir. Skriflegar umsóknir, sem tilgreini aldur, menntun og starfsreynslu, leggist inn á aug- lýsingadeild Mbl. merktar: „F - 6636“ fyrir 15. mars nk. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Umboðsmenn óskast Við erum að byggja upp umboðsmannakerfi í kringum landið og viljum því gjarnan kom- ast í samband við einstaklinga eða fyrirtæki staðsett á eftirtölum landsvæðum: 1. Akranes - Borgarnes - Snæfellsnes. 2. Vestfirðir. 3. Norð-Austurland. 4. Austfirðir til og með Höfn. 5. Suðurnes. Hér er um að ræða sölu og dreifingu á eftirt- öldum umboðum, sem flokkast undir ræst- ingar og/eða rekstarvörur fyrirtækja: 1. ARROW: Ýmis sérhæfð hreinsiefni og efnablöndur. 2. DARENAS: Efni, tæki og áhöld til hrein- gerninga og þrifa. 3. HOLMEN: Katrin vc-pappír og pappírs- handþurrkur í misrriunandi stærðum og gerðum, ásamt statífum fyrir þær. 4. VERIPLAST: Allar gerðir af einnota plast-, pappírsmálum og bökkum, t.d. kaffimál. 5. PAPER MATE: Allar gerðir af pennum. Nánari upplýsingar veitir Sveinbjörn Péturs- son í síma 681555. Globusp Lágmúla 5 128 Reykjavík R^ÐGJÖF OG RftÐNINGAR Viðskiptafræðingur Framleiðslufyrirtæki á Akureyri óskar að ráða viðskiptafræðing eða starfsmann með hlið- stæða menntun. Starfssvið: Lánamál, markaðsmál, verðút- reikningar, hráefniskaup, kjarasamningar og áætlanagerð. Æskilegt er að umsækjandi •hafi reynslu af ofangreindum þáttum og nauðsynlegt er að hann hafi vald á ensku og einu Norðurlandamáli. Hann þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. Nánari upplýsingar á skrifstofunni á Brekku- götu 1, Ákureyri, sími 96-27577 milli kl. 13.00 og 17.00. Stefanía Arnórsdóttir, Valgerður Magnúsdóttir. Starfskraftur óskast nú þegar á skrifstofu í Reykjavík hálfan dag- inn eftir hádegi. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „K - 6637“. Trésmiðir Viljum ráða trésmiði til starfa á Reykjavíkur- svæðinu. Upplýsingar í síma 622700. ístak hf., Skúlatúni 4. J_______________________________ Fasteignasala Sölumaður óskast. Upplýsingar hjá fasteignasölunni Hús og eignir, Bankastræti 6. Ritari Útflutningsfyrirtæki í miðborginni óskar að ráða sem fyrst ritara til almennra skrifstofu- starfa. Framtíðarstarf. Góð laun í boði fyrir hæfan starfskraft. Umsækjandi þarf að hafa lokið prófi frá Verzlunarskóla, Samvinnu- skóla, viðskiptasviði í Fjölbrautaskóla eða hafa sambærilega menntun. Handskrifaðar umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Framtíð - 4493“. Höfn Hornafirði Forstöðumaður leikskóla - fóstrur Hafnarhreppur auglýsir eftir forstöðumanni leikskóla og fóstrum til starfa. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um launakjör, yfirvinnu og hlunn- indi er störfunum fylgja gefur skrifstofa Hafn- arhrepps, Hafnarbraut 27, Höfn Hornafirði, sími 97-81222. Höfn 4. mars 1988, Sveitastjórinn Höfn Hornafirði. Sunnuhlíð Kópavogsbraut 1 Sími 45550 Afleysingar Starfsmaður óskast til að leysa af dag og dag á barnaheimili. Upplýsingar hjá Sigurlínu í síma 45550 virka daga. Tæknifræðingur - mælingamaður Eftirfarandi stöður á tæknideild Kópavogs- kaupstaðar eru lausar til umsóknar. A. Tæknifræðingur. B. Mælingamaður. Umsóknarfrestur er til 20. mars nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu bæjarverkfræðings Kópa- vogs, Fannborg 2. Bæjarverkfræðingur. Starfsfólk óskast Óskum eftir fólki nú þegar til flökunar og roðflettingar á síld í Kópavogi, Vesturbæ. Góð aðstaða í nýju húsnæði. Upplýsingar í síma 41455. BORGARSPÍTALINN Meinatæknar Meinatækna vantar í sumarafleysingar á Rannsóknadeild. Upplýsingar gefur yfirmeinatæknir í síma 696405.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.