Morgunblaðið - 24.03.1988, Side 2

Morgunblaðið - 24.03.1988, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 Kartöflur lækka um 40%: Bændur fá 30% af kostnaðarverði Ágæti hf. og Þykkvabæjarkartöflur lækkuðu i gær heildsöluverð á kartöflum um nálægt 40%. Heildsöluverðið hefur verið 47,50 kr. en fer niður í um 30 kr. Smásöluverðið mun væntanlega lækka sam- svarandi svo og greiðslur til bænda. Þessi tvö fyrirtæki hafa greitt bændum um 26 krónur fyrir kílóið en það verð mun nú fara niður í um 10 krónur á kílóið. Til samanburðar má geta þess að framleiðslu- kostnaður samkvæmt útreikningi sexmannanefndar er talinn vera 35 krónur á kíló. Páll Guðbrandsson bóndi í Há- varðarkoti í Þykkvabæ, formaður Landssambands kartöfluframleið- enda, segir að Landssambandið hafi reynt í allan vetur að stuðla að hækkun kartöfluverðsins. Þeir hefðu óskað eftir að fá kartöflurnar verðlagðar af sexmannanefnd til framleiðenda og af fimmmanna- nefnd í heildsölu. Sexmannanefnd hefði verið komin með verðlagningu á lokastig, en ekki hefði náðst sam- 0 INNLENT staða í röðum þeirra sem dreifa kartöflum í heildsölu um að fela fimmmannanefnd að skrá heildsölu- verð. Sagði Páll að kartöflubændur hefðu reynslu fyrir því að ekki væri nóg að vera með skráð verð á kartöflum til framleiðenda og því hefði málið stöðvast á þessari af- stöðu meirihluta heildsala. Hann sagði að eftir þessa niður- stöðu hefðu undirboð og samkeppni á markaðnum aukist mjög og mark- aðshlutdeild stærri dreifíngarfyrir- tækjanna, Ágætis og Þykkvabæjar- kartaflna minnkað verulega. Þessi verðlækkun væri þeirra eina svar í þessari stöðu. Páll sagði að kartöflubændur væru ekki ánægðir með þessa þró- un, en þeir gætu lítið aðhafst fyrst heildsalamir viidu ekki vinna með þeim. Skrifstofa borgarstjóra; Frétt um hækkun ráð- hússins á sér ekki stoð í veruleikanum MORGUNBLAÐINU hefur borist fréttatilkynning frá skrifstofu borgarstjóra varðandi frétta- flutning Ríkisútvarpsins af ráð- húsmálum, svohljóðandi: „í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins þriðjudaginn 22. þ.m. og morgun- fréttum 23. þ.m. var ítrekað sagt frá því, að fyrir skipulagsstjóm lægi beiðni borgaryfírvalda um að bæta heilli hæð ofan á ráðhús- bygginguna, þannig að húsið yrði fjórar hæðir í stað þriggja. Fréttin á sér enga stoð í veruleikanum. Hið rétta er, að fyrir skipulags- stjóm lá erindi, sem nú hefur hlotið afgreiðslu, um að breyta lítilsháttar byggingarreit hússins, þ.e. fyrst og fremst að rétta af homskakka línu við austurmörkin. Við þetta stækk- ar reiturinn um 46 fermetra og nemur breytingin um 1,4%. Annað erindi varðandi ráðhúsið hefur ekki Skipulagsslj órn: Samþykkti stækkun á byggingar- reit ráðhúss SKIPULAGSSTJ ÓRN samþykkti á fundi sfnum í gær breytingar á deiliskipulagi gamla miðbæjarins, en samkvæmt þeim stækkar bygg- ingarreitur ráðhúss við Tjörnina um 46 fermetra. Þrír stjómar- manna greiddu atkvæði með breytingunni, einn var á móti og einn sat þjá. Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkis- ins, sagði í samtali við Morgunblaðið að hér hefði aðeins verið um að ræða samþykkt og staðfestingu á breyt- ingu á deiliskipulaginu með tilliti til byggingarreits. Hann sagði að skipu- lagsstjóm hefði með þessari sam- þykkt ekki tekið afstöðu til teikninga af sjálfu húsinu, sem fylgdu erindi borgarráðs. legið fyrir skipulagsstjóm. í verðlaunatillögu að ráðhúsinu var frá upphafi gert ráð fyrir tækni- rými undir þaki yfir 3. hæð. í báð- um byggingunum, skrifstofuhúsinu og fundarhúsinu, nemur þetta rými samtals 290 fermetrum. Tekið skal fram, að um frétta- flutninginn leitaði Ríkisútvarpið ekki eftir upplýsingum frá borgar- yfírvöldum." Morgunblaðið/BAR Frá stjómarfundi Iceland Seafood í gær. Fremstur tU vinstri er Sigurður Markússon, þá Gísli Jónatansson, fyrir miðju er Guðjón B. Ólafsson, þá Willian Boswell, Erlendur Einarsson og Mar- teinn Friðriksson. Sex tíma langrir stjórnarfundur Iceland Seafood: Agremingur um niðurstöður skýrslna var felldur niður STJÓRN Iceland Seafood Corporation samþykkti á 6 tíma löng- um stjórnarfundi í gærkvöldi að fella niður ágreining um niður- stöður i skýrslum Geirs Geirssonar löggilts endurskoðanda og Sigurðar Markússonar framkvæmdastjóra sjávarafurðadeildar Sambandsins um launamál Guðjóns B. Ólafssonar forstjóra, en ekki kom fram í fréttatilkynningu sem send var út að fundinum loknum hver ágreiningurinn er, eða um hve háar upphæðir er að ræða. Stjórnin lýsti sig samþykka þeim samningum sem Er- lendur Einarsson fyrrum stjórnarformaður Iceland Seafood gerði við Guðjón, en samþykkti að uppreikna sérstaka kostnaðar- Uði í launum Guðjóns, það eru uppbætur á laun eða bónus, vegna skattgreiðslna í Bandaríkjunum Á fundinum í gær voru lagðar fram og yfirfamar skýrslur varð- andi launamál Guðjóns B. Ólafs- sonar, gerðar af Geir Geirssyni, Guðjóni Eyjólfssyni löggiltum endurskoðanda og Sigurði Mar- kússyni. í lok fundarins var sam- þykkt eftirfarandi bókun: Stjóm Iceland Seafood Corporation, samankomin í Reykjavík þann 23. mars 1988, hefur farið yfir skýrslu Geirs Geirssonar löggilts endurskoðanda og Sigurðar Mar- kússonar framkvæmdastjóra varðandi launamál Guðjóns B. Ólafssonar á tímabilinu 1. janúar 1981 til starfsloka hans hjá Ice- land Seafood Corporation. Stjóm- in lýsir yfir fullu trausti á þá samninga um þetta efni sem fyrr- verandi stjómarformaður, Erlend- ur Einarsson, gerði fyrir hennar hönd. Með tilvísan til greiðslu á sérstökum kostnaðarliðum (bón- usum) þá samþykkir stjómin upp- reiknaða kostnaðarliði um stað- greiðslu skatta til þess að tiyggja að móttakandi fengi þá bætta að skaðlausu. Geir Geirsson endur- skoðandi telur í sinni skýrslu að ekki hafi ennþá verið lögð fram nægilega skýr gögn varðandi hina greiddu bónusa. Sigurður Mar- kússon hefur í sinni greinargerð fjallað um þann mismun sem hér er um að ræða. Stjómin sam- þykkir að fella niður ágreining um niðurstöður í þessum skýrslum og lýsir því yfir að máli þessu sé lokið frá hennar hendi. Samþykkt þessi var gerð með atkvæðum allra fundarmanna nema Guðjóns B. Ólafssonar, en hann lýsti því yfir að hann sæti hjá við atkvæðagreiðslu um málið. Erlendur Einarsson sagði við Morgunblaðið eftir fundinn að hann væri ánægður með að stjóm- in hefði lýst yfir fullu trausti á þá samninga sem hann gerði við fyrrverandi framkvæmdastjóra Iceland Seafood fyrir hennar hönd, en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Ekki náðist í Guðjón B. Ólafsson í gærkvöldi. Utaiiríkisráðherra hitti fulltrúa PLO í Svíþjóð Rætt um gagnkvæmar heimsóknir á fundinum STEINGRÍMUR Hermannsson utanrikisráðherra hitti Dr. Eugene Makhlouf, fulltrúa PLO í Svíþjóð, að máli í gærmorgun og var þar spurður hvort hann vildi ræða við utanríkisráðherra PLO á íslandi og heimsækja höfuðstöðvar PLO í Túnis. Steingrímur segir að eng- in ákvörðun hefði verið tekin á fundinum en hann hefði lofað að tsiUa þetta til athugunar. f fréttatilkynningu, sem Makhlouf sendi frá sér i gær, sagði hinsvegar að á fundinum hefði verið samþykkt að senda boð til fulltrúa PLO um að koma til íslands og að Steingrímur muni endurgjalda heimboðið með heimsókn til Túnis. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra hefur óskað eftir því við starf- andi utanríkisráðherra að fá skýrslu um það sem gerðist á fundinum. hann hefði sagt að íslenska ríkis- stjómin viðurkenndi sjálfsákvörð- unarrétt Palestínumanna og þeir gætu valið sér þá foiystu sem þeir kysu. Hann hefði síðan lýst þeirri skoðun sinni að ef Palestínumenn veldu PLO til forystu þá yrðu menn að þola það eins og annað. Hann hefði einnig lýst þeirri skoðun sinni að ef lausn á þessum málum eftir ráðstefnu yrði sú að Palestínumenn kysu að stofna eigið ríki þá yrði það mjög til athugunar. Steingrím- ur sagði að honum heyrðist þetta vera skoðun annarra utanríkisráð- herra Norðurlanda en hann var staddur á fundi þeirra í Tromsö i Noregi. Þorsteinn Pálsson sagði við Morgunblaðið að það sem segði í skeyti dr. Makhloufs væri í engum tengslum við afstöðu íslensku ríkis- stjómarinnar enda væm það al- þekkt vinnubrögð svona samtaka að fara rangt með það sem sagt væri og rangtúlka yfirlýsingar. Steingrímur Hermannsson sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að dr. Makhlouf hefði nefnt hvort hann vildi tala við utanríkisráðherra PLO ef hann kæmi til íslands og hann hefði sömuleiðis neftit að hann vildi gjaman bjóða Steingrími að heimsælga höfuðstöðvar PLO í Tún- is. Steingrímur sagðist hafa lofað að taka þetta til athugunar en eng- in ákvörðun hefði verið tekin á þess- um fundi. Steingrímur sagðist myndu ræða þetta mál í ríkisstjórninni þegar heim kæmi og gera henni grein fyrir þessum viðræðum. Hann tók það síðan fram að hann teldi gagn- legt að heyra sem flest sjónarmið til að fá betri yfirsýn yfír flókin mál og enginn gæti sett á sig neitt ferðabann og sagt sér hvert hann ætti að fara. Þegar Morgunblaðið bar þetta undir Þorstein Pálsson sagðist hann hafa óskað eftir því við starfandi utanríkisráðherra að fá skýrslu um það sem gerðist á fundi Steingríms og dr. Makhlouf og hún og málið í heild yrði rætt í ríkisstjóm áður en eitthvað meira yrði um það sagt. í fréttatilkynningu dr. Makhloufs sagði að Steingrífnur hefði ítrekað að íslenska ríkisstjómin hefði viður- kennt PLO sem réttmætan fulltrúa Palestínumanna og að hún styddi rétt þeirra til að stofna sjálfstætt ríki undir stjóm PLO. Steingrímur sagði þetta mjög ónákvæmt orðað; Úrslitin ljós í stjórnarkjöri í FB ÚRSLIT f stjórnarkjöri Félags bókagerðarmanna urðu þau að Svanur Jóhannesson, Bjarni Jónsson og Baldur H. Aspar voru kosnir í aðalstjóm og Arnkell Guðmundsson, Auður Atladóttir og Emil Ingólfsson voru kosin í varastjóm. Kosning var óhlutbundin en nöfn frambjóðenda vom lögð fram á tveimur listum. Allir þeir sem kosn- ir vom, nema Auður Atladóttir, komu af öðmm listanum. Alls greiddu 648 manns atkvæði í kosn- ingunum og vom atkvæði talin í erærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.