Morgunblaðið - 24.03.1988, Síða 61

Morgunblaðið - 24.03.1988, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 61 Eyjólfur Bjarna- son — Minning Fæddur 23. nóvember 1906 Dáinn 18. mars 1988 Hann Eyvi er dáinn. Hann var búinn að liggja á Borgarspítalanum í þrár vikur og við bjuggumst við þessu, en erum við nokkurn tíma viðbúin þeigar dauðinn kemur í heimsókn? Osjálfrátt streyma minn- ingamar fram í hugann og bregða upp ótal myndum frá liðnum árum. Mamma okkar fluttist á Langholts- veginn með okkur systkinin fyrir hartnær tuttugu árum. Það hlýtur að hafa verið mikil breyting fyrir Eyva, sem hafði búið einn í róleg- heitum fram að því. Strákamir vom eldri og orðnir mótaðir en við syst- umar vomm held ég ansi fyrirferð- armiklar og alltaf mikið að gerast. Síminn stoppaði varla, vinir og kunningjar löbbuðu út og inn, músíkin alltaf á fullu og oft tæmd- ist ísskápurinn á augabragði. Eyvi tók þessu öllu með jafnaðargeði og ég held að hann hafi haft lúmskt gaman af okkur, þessum skvettum sem við sannarlega vomm. Það var alltaf skemmtilegt heima hjá okk- ur, mikið um gestagang og aldrei var amast við krökkunum sem við drógum heim með okkur og þeir vom ekki fáir. Eyvi vann hjá ATVR fram yfir sjötugt og ég held að honum hafí hálfleiðst fyrst eftir að hann hætti að vinna, enda var hann af aldamótakynslóðinni og hafði lif- að tímana tvenna. En Eyvi átti mörg áhugamál og tók mikinn þátt í allskonar félagslífi. Ég held að ég halli ekki á neinn þegar ég nefni að kirkjan hans hafí átt hug hans allan. Hann starfaði í Langholts- söfnuði af lífí og sál og var hringj- ari hjá kirkjunni meðan kraftar hans entust. Það var þakklátt starf eins og sást best á áttræðisafmæli hans þegar honum vom færðar gjafír frá sóknarbörnum, fallegur áletraður heiðursskjöldur og bjalla sem hann hengdi strax upp í stof- unni heima. Það var yndisleg stund sem við áttum í safnaðarheimilinu og við munum alltaf minnast með ánægju. Þar vom líka afastrákarnir hans og þeir tala oft um það hvað það var gaman að sjá afa og ömmu dansa. Eyvi tók strákunum okkar systra eins og hann væri þeirra raunvemlegi afí og það var virki- lega gaman að fylgjast með því hvað hann gat látið þá dunda með sér við hin ýmsu störf. Hann spil- aði líka við þá og það var allt í lagi þó einhver þeirra þekkti ekki spilin nægilega vel, þá var það bara leið- rétt í rólegheitum. Daginn áður en hann dó þá spurði einn guttinn hvort afí væri nokkuð ennþá á þess- um spítala. Þeim fannst hann nefni- lega ekki gamall maður, hann var þeim svo mikill félagi. Eins er okk- ur farið, ungur eða gamall, það er bara hugtak því þótt fólk eldist þá getur andinn verið ungur. Þannig var Eyvi. Við þökkum elsku Eyva fyrir okkur og bömin okkar og biðj- um algóðan Guð að geyma hann. ína og Dóra Kveðja frá afastrákum Okkur langar að kveðja góðan afa sem Guð hefur nú tekið til sín. Það var svo gott að koma til afa og ömmu á Langholtsveginn og fá jafnvel að gista þegar við vildum. Það var regla að skreppa á Lang- holtsveginn í sunnudagskaffi og það verður skrítið að koma þangað og fínna ekki afa. En við vitum að nú líður honum vel og hann er kominn til ættingja sinna hinum megin, þangað sem við förum öll einhvem tíma. Við hugsum um öll jólin sem við höfum átt saman og afi las allt- af á jólapakkana. Það breytist margt þegar afí er farinn en við gleymum honum aldrei. Róbert, Ingi, Kjartan, Einar og Stefán. María Jónsdótt- ir - Minning Fædd 12. júlí 1914 Dáin 16. mars 1988 María Jónsdóttir var fædd í Reykjavík 12. júlí 1914. Hún missti móður sína ung, en faðir hennar, Jón E. Jónsson, kvæntist seinna ömmu minni, Þómnni Jónsdóttur. Mæja eins og við kölluðum hana alltaf kom á heimili foreldra minna 23 ára gömul, þá búin að fá sinn skammt af lífsreynslu. Barnung fékk hún lömunarveiki og bar þess merki æ síðan. Þegar hún kom til foreldra minna var hún nýbúin að eignast bam sem hún varð að gefa frá sér. Ég var þá 2ja ára en bróð- ir minn nýfæddur. Það gaf því augaleið að bróðir minn varð sólar- geislinn hennar, en reyndar „ætt- leiddi" hún okkur öll. Henni þótti innilega vænt um pabba og mömmu og umgekkst þau alltaf af elsku og virðingu. Á þessum tíma voru atvinnutæki- færi ungra stúlkna fá. Það þótti gott að komast á góð heimili og þótti liður í menntun ungra stúlkna. Mæja var á heimili foreldra minna allt þar til faðir minn dó árið 1950. Hún fór þó að vinna annað, vann um tíma í sælgætis- verksmiðjunni Víkingi og nokkur sumur fór hún ndrður á Ingólfsijörð í síld og minntist hún þeirra sumra með ánægju. Seinna fór hún að vinna á Hressingarskálanum og þar vann hún meðan kraftar hennar entust. Á Skálanum eignaðist Mæja marga góða vini og talaði oft um „kokkana sína“ sem henni þótti mikið til um. Mæja sleppti þó ekki hendinni af okkur. Hún var alltaf boðin og búin til hjálpar og móður minni reyndist hún besti vinur. Árið 1955 eignaðist ég son og stóð frammi fyrir því að ala hann upp ein. Þá bauð Mæja fram alla sína hjálp. 011 árin sem sonur minn var á dag- heimili sótti Mæja hann annan hvom dag. Felix sonur minn varð augasteinninn hennar og hún varði öllum sínum frítíma og peningum í að gleðja hann. Öll aðfangadags- kvöld var hún með okkur og þá var beðið með tilhlökkun eftir pökkun- um frá Mæju. Seinna, þegar bróðir minn, Bergur, og kona hans, Ingi- björg, eignuðust heimili og börn varð Mæja hluti af því heimili, og nú voru aðfangadagskvöldin haldin með þeim og Mæja eignaðist fleiri böm. Mæju þótti innilega vænt um þau öll og í erfíðum veikindum sótti hún styrk og huggun til Ingibjarg- ar, konu Bergs. Síðustu árin dvaldist hún á elli- heimilinu Grund farin að heilsu og þar dó hún 16. mars sl. Ég bið Guð að blessa Mæju okk- ur og færi henni þökk fyrir allt og allt. Sonur minn, sem nú dvelst erlendis í framhaldsnámi, færir henni hjartans þakkir. Guð launi henni trúmennskuna. Þónmn H. Felixdóttir Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. reyndu FKKI AÐ KYNNAST SIEMENS Fjölhæf hrærivél frá Blandari og grænrfietiskvörn fylgja með! lAllt á einum armi. MHrærir, hnoðar, þeytir, blandar, brytjar, rífur, og sker — bæði fljótt og vel. Mtarlegur leiðarvísir á íslensku. Smith & Norland Nóatúni 4 — s. 28300 Fermingarúriu Yfir 500 gerðir af úrum K ARL. LAGERFELD ygj-Q fcj- ^.000. P pierre cardin paris Kaupin eru best, þar sem þjónustan er mést dcn c| Csksp Laugavegi 70 - Sími: 2 49 30 Delma - Seiko - Citizen - Orient - Casio - Pierpoint OÍTIROn AFGREIÐSL UKASSAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.