Morgunblaðið - 24.03.1988, Síða 12

Morgunblaðið - 24.03.1988, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 Matvöruverslun í Hf. Vorum að fá til sölu matvöruverslun á góðum stað í Hafnarfirði. Mikil velta. Langtímaleigusamningur. Nánari upplýsingar veitir: FASTEIGNA m MARKAÐURINN Óðinsgötu 4, símar 11540 - 21700. Jón Guðmundsson sölustj., Leó E. Löve lögfr., Ólafur Stefánsson viðskiptafr. FASTEIGN ER FRAMTÍÐ Goðatún Til sölu ca 165 fm einbhús á einni hæð (timburhús). Bílsk. Verð 7,5 millj. Til greina kemur að taka upp í 3-4 herb. íb. Lækjarhvammur - Hf. Til sölu nýl. ca 260 fm endaraðhús. Bílsk. í húsinu eru m.a. 6 svefnherb., stofur o.fl. Falleg vönduð eign. Mikið útsýni. Atvinnuhúsnæði Verslunarpláss í Skeifunni Höfum til sölu um 1000 fm glæsilegt verslunarrými í| Skeifunni. Selst í einu lagi eða 200-300 fm einingum. | Hagstætt verð. Frábær staðsetning. Góð bílastæði. Skrifstofupláss - gott pláss Höfum til sölu 1700 fm skrifstofuhæð á góðum stað í| Skeifunni. Selst í einu lagi eða hlutum. Grensásvegur - skrifstofuhæð Til sölu 200 fm skrifstofuhæð sem afhendist tilbúin undir tréverk og málningu nú þegar. Góð bílastæði. Verð 7,5 millj. Húseign v/Skúlagötu Höfum fengið í einkasölu húsið nr. 30 við Skúlagötu. Hér er um að ræða eign sem hentar fyrir ýmiskonar- rekstur s.s. skrifstofur, heildverslun, Íéttan iðnað o.fl.. Húsið er samtals um 1300 fm. Allar nánari upplýsingar- | veittar á skrifstofu. Skrifstofur ímiðborginni Til sölu um 200 fm góð skrifstofuhæð (5. hæð) í mið- J borginni. Glæsilegt útsýni. Nú er rýminu skipt í 7 her- jbergi o.fl. auk þess fylgir 40 fm „penthouse" með svöl- um sem er byggt ofan á aðalhæðina. Stórglæsilegt [útsýni. Teikn. og uppl. á skrifst. EIGNAMIDLHNIIV 2 77 11 Þ~lNfí HQLTSSTRÆTI 3 Svcnir Kristinsson, sölustjóri - Þorleifur Guðmundsson, sölum. Þórólfur Halldórsson, lögfr.—Unnsíeinn Beck, hrl., sími 12320 Yfirbyggt Austurstræti: Kaupmenn hrifnir - en hafa áhyggjur af bílaumferð NÚ er í athugun ly'á borgaryfir- völdum að byggja yfir Austur- stræti, eins og skýrt hefur ver- ið frá í Morgunblaðinu. Engin ákvörðun liggur þó fyrir um málið, þar sem enn er eftir að kynna það fyrir nefndum og ráðum borgarinnar. Morgun- blaðið leitaði til nokkurra kaup- manna og forsvarsmanna versl- ana við Austurstræti og spurði þá álits á þessari hugmynd. Mjöggott „Mjög gott, ég er hrifínn af því,“ sagði Jóhann Kiesel rekstrarstjóri Týlis. „Ég vona bara að því verði lokað sem mest fyrir veðrum og vindum." Jóhann sagði ennfrem- ur, að úr því sem komið er, væri rétt að loka götunni alveg fyrir bílaumferð á daginn, en „...ef hægt er að opna fyrir bílaumferð eftir lokunartíma fínnst mér það * gott. Hér er orðið ófremdarástand vegna bíla, sem lagt er uppi á gangstéttum. Það er þó skiljan- legt, því að menn komast upp með það. Hvers vegna að borga 50 krónur í stöðumæli, ef menn geta legt hér átölulaust?" sagði Jóhann Kiesel. Viljum að þetta verði gert strax Guðlaugur Bergmann fram- kvæmdastjóri Kamabæjar og formaður miðbæjarsamtakanna Gamla Miðbæjarins: „Ég er mjög ánægður því að þessi tilraun til þess að breyta Austurstræti er runnin undan rifjum miðbæjar- samtakanna Gamla miðbæjarins. Guðni Pálsson arkitekt gerði það að okkar ósk í samráði við Davíð Oddsson að koma með þessa til- lögu. Ef hún yrði góð ætlaði Davíð að styðja hana í borgarkerfinu. Samtökin Gamli miðbærinn hafa skoðað þetta líkan og samþykkt það. Borgarstjóra var sýnt líkanið og hann var það ánægður að hann sýndi það í borgarráði daginn eft- ir. Við viljum að þetta verði gert strax í vor og við höfum einnig lýst því yfír frá upphafí að við viljum að strætið verði opnað fyr- ir bílaumferð eftir lokun verslana. Það er ekkert því til fyrirstöðu, að keyrt verði hér í gegn. Ef þetta tekst vel munum við leggja áherslu á að þetta verði kynnt fyrir Laugavegsmönnum líka,“ sagði Guðiaugur Bergmann. Ekki glerhús í miðri götu „Ætli séu ekki allir hrifnir af því,“ sagði Pálína^ Eggertsdóttir versl- unarstjóri í ísafold, eða „Stella í ísafold" eins og hún er kölluð. Hún sagðist ekki þekkja tillöguna til hlítar, en sér litist ekki á að byggja að hálfu yfír götuna, eins og virðist vera hugmyndin eftir mynd í Morgunblaðinu að dæma. „Mér fínnst að annaðhvort eigi að byggja yfír götuna húsa á milli, eða þá að setja heilt þak yfír glerhúsin. Mér líst ekki á að hafa glerhús í miðri götu og göng inn í verslanimar, ég held að eng- inn væri meðmæltur því. Þá yrði hluti götunnar opinn fyrir snjó og regni. Gatan er ekki það breið, að það ætti að vera hægt að byggja yfír hana alla. Svo verður að hugsa fyrir bílaumferð, hingað sýnist fólk ekki getað komið, því að það fær ekki að vera í friði. Fólk kinokar sér við að koma hér niður í bæ af því að það vantar stæði. Það er ekki nauðsynlegt að hægt sé að aka hért í gegn, ef næg stæði eru í grenndinni. Það er synd ef miðbærinn á að fara í einhveija upplausn, hingað vill fólk koma, til dæmis í jólaö- sinni. Þessi hugmynd gæti kannski bjargað," sagði Pálína Eggertsdóttir. Vona að þetta verði gert sem fyrst „Mér líst vel á þessa hugmynd, að byggja yfír Austurstræti, og vona að það verði bara gert sem fyrst, í einum áfanga," sagði Gunnar Dungal forstjóri Pennans. „Menn hafa verið að tala um að þessi rúðubrot myndu minnka, ef bílaumferð væri um götuna, það er spuming hvort hægt er að hafa opið á kvöldin og um helg- ar, en ég held að það væri best, að sleppa umferðinni á verslun- artíma." Jóhann Kiesel Guðlaugur Bergmann Pálina Eggertsdóttir Gunnar Dungal Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Kristinn Sigmundsson munu ásamt fleiri einsöngvurum, kynna „Don Giovanni“ f fyrirtækjum. Óperur kynntar í fyrirtækjum EINSÖNGVARAR íslensku ópe- runnar munu á næstunni kynna óperuna „Don Giovanni“ í fyrir- tækjum. Þegar hefur verið ákveðið að kynna hana í Álverinu í Straumsvík og fleiri stöðum, sé áhugi fyrir hendi. Þá mun Jón Stefánsson orgelleikari fylgja einsöngvurunum eftir og kynna foreldrum efni bamaóperunnar „Litla sótarans" eftir Benjamin Britten. í frétt frá íslensku ópemnni seg- ir að „Don Giovanni" hafí hlotið frábærar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda og hafí Qölmargir gestir séð sýninguna. Býður Is- lenska óperan hópum, sem í em yfír 30 manns, 300 króna afslátt af miðaverði en almennt verð er 1800 krónur. Sýningum á „Litla sótarann" fer nú fækkandi en hún var fmmsýnd á Akranesi þann 30. janúar síðast- liðinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.