Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 Aburðar- verksmiðjan: Tillit tekið til óska borg- aryfirvalda STJÓRNARMENN I Áburðar- verksmiðju ríkisins telja nauð- synlegt að taka tillit til óska borgaryfirvalda vegna geymslu á ammoníaki og fleira. Gunnar Guðbjartsson stjórnarformaður sagði að endanleg ákvörðun yrði þó ekki tekin fyrr en að loknum viðræðum við fulltrúa almanna- varnarnefndar borgarinnar og borgaryfirvalda. Gunnar sagði að erfitt væri að stöðva ammoníaksinnflutninginn fyrirvaralaust því búið væri að gera samninga um innflutning á næst- unni. Þá væru stjómvöld ekki búin að skipa nefnd til að gera úttekt á þjóðhagslegri hagkvæmni verk- smiðjunnar og illt að þurfa að bíða mjög lengi í óvissu um skipan henn- ar og störf með að he§a fram- kvæmdir við nýja geyminn. VEÐUR Snæfellsnes: Vertíðin hefur al- gerlega brugðist Ekkert bólar á árlegri marsgöngu þorsksins AFLABRÖGÐ hafa verið með eindæmum slæm í Ólafsvík það sem af er vertíðar og sömu sögu er að segja af öðrum útgerðarstöðum við sunnanverðan Breiðafjörð. Ekkert bólar enn á þeirri sterku þorskgöngu, sem venjulega er komin um miðjan marsmánuð. Afli báta fer sjaldan yfir 7-8 tonn í róðri, algengt er að þeir landi 2-3 tonnum. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Nýi skuttogarinn, Haraldur Kristjánsson HF 2, við komuna tíl lands- Hafnarfjörður: í fyrradag komu um 20 bátar að landi með alls 93 tonn í Ólafsvík og sagði Helgi Kristjánsson frétta- Nýr skuttogari í höfn NÝR skuttogari, Haraldur Kristjánsson HF 2, kom til Iands- ins í gær. Eigandi er Sjólastöðin hf. í Hafnarfirði, en skipið er byggt þjá Flekkefjord Slip í Nor- egi og er það 25. skipið sem þar er byggt fyrir íslendinga. Þetta skip kemur i stað togarans Karls- efni, sem er 22 ára gamall, stór skuttogari og fiskveiðileyfi hans flyst yfir á nýja skipið. Skipið er byggt samkvæmt regl- ÍDAGkl. 12.00: Heimild: Veóuretofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 24.3. 88 YFIRUT í gær: Skammt suövestur af Vestmannaeyjum er 988 mb lægðarmiöja sem þokast vestur og liggur frá henni lægðardrag í átt til Skotlands. SPÁ: Noröaustanátt sumstaðar allhvöss vestan- og norövestan- lands en hægari kaldi eða stinningskaldi í öörum landshlutum. Noröan- og austanlands veröur él eöa slydduél en úrkomulaust suðvestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Noröaustan- og norðan- átt, líklega allhvöss um vestanvert landiö en heldur hægari austan til. Él eða slydduól verða á Noröur- og Austuriandi en bjartviöri sunnanlands. TÁKN: Heiftskírt a Léttskýjaö & Hálfskýjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * / * / Slydda Alskýj.ð # * * # * # # Snjókoma # # # 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir * x V E' — Þoka — Þokumóða ’, ’ Súld oo Mistur -j. Skafrenningur [T Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma hltt veður Akurayri 2 skýjað Reykjavlk 6 tkýjað Borgen E léttakýjað Helsinki 1 snjókoma Jan Mayen 4« (skom Kaupmannah. 3 lóttskýjað Narasarssuaq E skýjað Nuuk +7 skýjað Osló 2 snjókoma Stokkhóimur 1 þokumóða Þórshöfn 6 rignlng Aigarve 21 léttskýjað Amsterdam 9 akýjað Aþena vantar Barcelona 17 léttskýjað Berlfn 3 þokumóða Chicago 13 skýjað Feneyjar 14 léttskýjað Frankfurt 9 rlgning Glasgow 8 skýjað Hamborg 4 súld Las Palmas 20 léttskýjað London 10 skúr Loa Angeles 12 þokumóða Lúxemborg 7 skúr Madrld 17 léttskýjað Malaga 21 helöskfrt Mallorca 21 léttskýjað Montreal +7 alskýjað New York 1 skýjað Parfa 12 skýjað Róm 17 skýjað Vln 11 skúr Waahlngton 1 (éttskýjað Winnlpeg 46 légþokubl. Valencla 23 helöskfrt um Siglingamálastofnunar ríkisins og er sérstaklega styrkt fyrir sigl- ingar í ís. Mesta lengd nýja skipsins er 56,86 metrar og breidd er 12,62 metrar. Það er 883 brúttólestir og fiskilestar 'eru 600 rúmmetrar. Ganghraði skipsis í reynsluferð var 15 mílur á klukkustund. Skipið hefur tvær frystilestar sem eru einnig útbúnar fyrir ísfisk. Vindur eru allar lágþrýsti vökva- vindur. Þá er þriggja tonna löndun- arkrani á skipinu. íbúðir eru fyrir 28 menn í eins og tveggjamanna klefum, hefur hver klefi eigið snyrtiherbergi með salemi, sturtu og vask. Einnig er saunaklefi í skip- inu. Rúmgóður borðsalur er með setustofu, einnig er sérstök setu- stofa og sjónvarpsherbergi. Allar íbúðarþiljur em úr eldtraustu efni. Siglinga- og fiskileitartæki eru af nýjustu gerðum. Skipstjóri á nýja skipinu er Helgi Krisfjánsson, 1. stýrimaður er Páll Eyjólfsson og yfirvélstjóri Þorberg- ur Þórhallsson. ritari Morgunblaðsins það vera dæmigerðan afla á þessari vertíð. Hann sagði vera afskaplega dauft yfir vertíðinni nú, bátamir hafí far- ið upp f 7-8 tonn á þriðjudaginn og þætti ekki merkilegur afli. Eng- ar spumir em af neinu sem getur breytt þessu dæmi, engin loðna er í fískinum, hún virðist ekki hafa gengið vesturfyrir og þar af leið- andi ekki þorskur heldur. Helgi sagði að það hafi ekki bmgðist að í kringum miðjan mars hafí komið aflahrota og staðið í þrjár til fjórar vikur. Fyrstu tvær vikurnar mjög góðar og síðan hefði smá dregið úr. „Við sjáum engin merki þess núna. Síðan skellur á veiðibann um páskana, viku bann, og við óttumst að missa þá af fiskinum. Venjulega er mjög Iítið hér að hafa eftir 10. apríl," sagði Helgi Kristjánsson í Ólafsvík. Frá Stykkishólmi er sömu sögu að segja. Ámi Helgason fréttaritari blaðsins sagði hafa verið ördeyðu fram til þessa, en þó væri lítillega að glæðast afli bátanna nú, en óvíst væri hvort það merkti eitthvað. Hann sagði fískinn, það litla sem aflast, vera mjög sæmilegan, mest þorsk. Á þriðjudag var mesti afli á bát 5,5 tonn, flestir með 2-3 tonn og trillur með 600-700 kg. Afla- hæstu bátar í Stykkishólmi frá ára- mótum era Þórsnes með 241 tonn í 36 róðram, Andey með 237 tonn í 42' róðram og Ársæll með 193 tonn í 39 róðram. Gjaldskrá leigubíla: Rúmlega 64% hækk- un frá ársbyrjun 1986 GJALDSKRÁ leigubíla hefur hækkað um 64,5% frá því í árs- byrjun 1986. Á sama tima hefur framfærsluvísitala hækkað um Homafjörður: Lóan er komin Höfn, Horaafirði. INGÓLFUR Björnsson bóndi i Grænahrauni í Nesjum varð fyrstur fslendinga til að koma auga á „Vorboðann yúfa“, lóuna, þetta árið. Ing- ólfur ók fram á fjórar lóur á þriðjudagsmorgun og virt- ust þær mjög dasaðar enda nýbúnar að Ijúka löngu flugi sinu yfir hafið. „Ég hafði að gamni samband við Utvarpið vegna þess að Seltimingar hafa undanfarið verið fyrstir manna að tilkynna komu lóunnar. Mig minnir þeir hafí séð lóur þar í febrúar fyrir einum þremur, fjóram áram. En gæsir hafa líka verið að flögra um hér síðustu dagana," sagði Ingólfur. Ekki vildi hann ábyrgjast að vorið væri komið og kvað al- gengt að hret skyllu á eftir að lóan kæmi. En hún er komin i HomaQörðinn, þriðjudaginn 22. mars, þá er einmánuður byijar. - JGG 44,8%, lánskjaravísitala um 44,3% og launavísitala um 68,1%. Samkvæmt upplýsingum frá Verðlagsstofnun hækkaði gjaldskrá leigubíla um 6% i febrúar 1986, um 3,3% í október sama ár, um 7,5% í febrúar 1987, um 10% í maí, 6% í september og 8% í desember 1987, en þessar hækkanir á árinu 1987 vora samfara leiðréttingum sem gerðar vora á rekstrarviðmiðun leigubíla. Síðasta hækkun á gjald- skrá leigubíla var 11%, fyrr í þess- um mánuði. í upphafi árs 1986 var startgjald leigubíla 115 krónur, hækkaði í 120 krónur í febrúar það ár, en er nú 175 krónur eftir síðustu hækkun. Borgarráð: Samþykkt 10% gjaldskrár- hækkun raf- magnsveitu BORGARRÁÐ hefur samþykkt 10% hækkun á gjaldskrá Raf- magnsveitu Reykjavikur. Enn- fremur var samþykkt breyting á uppbyggingu taxtans, vegna kerfisbreytingar á verðlagningu Landsvirkjunar. Ekki er gert ráð fyrir að sú breyting leiði til sérs- takrar hækkunar á raforku til viðbótar þeirri 10% hækkun sem verður vegna gjaldskrárbreyt- ingarinnar. Breytingar þessar taka gildi 1. april næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.