Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988
STUTTAR FERÐIR LANGAR FERÐIR
ÞÉTTAR FERÐIR STRJÁLAR FERÐIR
SKEMMTIFERÐIR VIÐSKIPTAFERÐIR
TUNGLFERÐIR....
TÖSKUR í ALLAR FERDiR
Landakort, ferðahandbækur, vasaorðabækur, stórkostlegt úrvai.
Hallarmúla 2, sími 83211
Austurstræti 10, sími 27211
PÍANÓLEIKARINN
TONYKAY
TonyKay leikurfyrir
matargesti og skemmtir
á Hateigi,
bar á 4. hæð hótelsins.
Sigtún 38, 105 Reykjavík Sími 689000
Hermenn bera kistur tveggja brezkra hermanna, sem myrtir voru með hrottafengnum hætti í
Belfast sl. laugardag, út úr flugvél í Northolt-flugstöðinni í Englandi. Á innfelldu myndinni fylgj-
ast Margaret Thatcher, forsætisráðherra, og mágur og systir annars hermannanna með.
Réuter
Lík hermanna flutt heim
Norðursjór:
Fiskur sem veiðist nédægt
olíuborpöllum mengaður
FISKUR sem veiddur er í allt að
1.000 metra fjarlægð frá olíu-
borpöllum á Stat-fjord olíusvæð-
inu í Norðursjó inniheldur 10 til
100 sinnum meiri olíu en eðlilegt
má teljast í fiski. Enn hefur ekk-
Finnland:
Ottastað
hundaæði
breiðist út
Helsinki, Reuter.
TALSMAÐUR finnska dýralækni-
sembættisins sagði á þriðjudag að
Finnar óttuðust nýög að hundaæði
bærist til landsins frá Sovétríkjun-
um. Finnska landbúnaðarráðu-
neytið hefur látið setja eftirlit á
svæðum sem eru talin vera í
mestri hættu.
Sovésk yfirvöld hafa tilkynnt að
hundaæði, sem ekki hefur orðið vart
við l Finnlandi sfðan 1958, hafi fund-
ist f dýrum í grennd við Leníngrad
og víðar. Hundaæði er banvænn
veirusjúkdómur í taugakerfi manna
og dýra, hann berst milli með munn-
vatni við bit sýktra dýra og verður
að sprauta fólk með mótefni strax
eftir að það er bitið. Óttast Finnar
að sjúkdómurinn berist yfir landa-
mærin frá Sovétríkjunum með villt-
um dýrum.
Finnska landbúnaðarráðuneytið
hefur beðið gæludýraeigendur að
gæta vel að heimilisdýrum og passa
að þau fari ekki á flakk. í undirbún-
ingi er bólusetning á hundum í stór-
um stíl. Villt dýr sem talinn eru sýkt
verða skotin.
ert komið í ljós sem bendir til
þess að hættulegt sé að neyta
fisks sem veiddur er á svæðinu.
Fyrir nokkrum vikum lauk rann-
sóknum Hollustuvemdar ríkisins í
Noregi (SFT) þar sem kom í ljós
að ef við borun er notuð leðja, sem
inniheldur olíu, leiðir það til þess
að mengun fer fram yfir leyfíleg
mörk. Olía fannst í lifur þorsks,
löngu og keilu. „Skammtfmalausn
á þessu vandamáli felst í því að
stækka svæðið umhverfis olíubor-
pallana þar sem veiðar eru bannað-
ar,“ sagði Gunnar Kjonnoy yfirmað-
ur norsku veiðimálastofnunarinnar
í samtali við norska blaðið Aften-
posten fyrr f vikunni.
„Nauðsynlegt er að fínna langt-
ímalausn á þessu vandamáli," sagði
Kjennoy, „því hefur verið farið fram
á það við Hollustuvemd ríkisins að
hún kanni ástand í grennd við bor-
pallaög athugi m.a. hvort mögulegt
væri að safna saman borleðjunni."
Fyrirhugaðar eru víðtækar rann-
sóknarveiðar til að kanna hversu
mikið af fiski inniheldur olíu. Auk
þess sem upplýsingum um ferðir
hinna ýmsu fisktegunda verður
safnað. Olíu-innihald fisksins verð-
ur mælt og rannsakað hversu lang-
an tíma olían er að brotna niður.
Einnig verða gerðar athuganir sem
miða að því að kanna hvort neysla
á olíu-menguðum fiski er hættuleg
mönnum, en að sögn Kjannoy er
ekki vitað til þess að svo sé.
Ungverskir komm-
únistar þinga
Budapest, Reuter.
FUNDUR miðstjómar ungverska
kommúnistaflokksins hófst i gær.'
Búist er við að hlutverk flokksins
í þ'ósi efnahagslegra umbóta verði
helsta umræðuefnið.
í fréttum ungverska ríkisútvarps-
ins í gær sagði að fundarmenn
myndu ræða stjómunarhlutverk
kommúnistaflokksins auk breytinga
á starfsháttum opinberrra stofnana.
í ríkjunum austan jámtjaldsins
hafa ráðamenn að undanfömu rætt
og jafnvel deilt um hvort fráhvarf
frá miðstýringu efnahagslífins geti
grafíð undan valdi komúnistaflokk-
anna í viðkomandi ríkjum. Ungveijar
hafa lengi beitt sér fyrir efnahags-
umbótum og hafa gengið einnig
lengst þeirrar ríkja sem lúta stjóm
kommúnista. Hafa þær raddir gerst
sífellt háværari þar í landi að breyta
þurfi því hlutverki sem flokkurinn
gegnir er teknar eru mikilvægar
ákvarðanir á sviði efnahags- og fé-
lagsmála. Líklegt er talið að alls-
heijarþing ungverska kommúnista-
flokksins verði haldið i maimánuði
og er búist að umræður á þessum
nótum komi til með að setja mark
sitt á það.
Janos Lukacs, ritari miðstjómar-
innar, sagði i siðasta mánuði að
flokksmenn væru allir sammála um
nauðsyn róttækra breytinga og þyrfti
i því sambandi að flalla sérstaklega
um forystuhlutverk kommúnista-
fiokksins.