Morgunblaðið - 24.03.1988, Qupperneq 63
rm
Ég og fjölskylda mín sendum þeim
öllum samúðarkveðjur.
Ragnari varð tíðrætt um nátt-
úrufegurðina í gamla, góða vestur-
bænum. Hvergi birtist honum betur
dýrð veraldarinnar er sólin seig eld-
rauð í ægi á björtum vorkvöldum
og Snæfellsjökul bar við himinn í
allri sinni fannhvítu tign.
Ragnar mun eiga góða heimvon
hjá því almætti er skóp þessa dýrð
sem hann dáði svo mjög.
Ingólfur A. Þorkelsson
Enginn veit sína ævi, fyrr en öll
er. Þessi alkunni orðskviður kemur
mörgum ósjálfrátt í hug, er þeir
spytja fráfall góðra vina sinna eða
skyldmenna. Þó fer svo stundum,
að dauðinn gerir á undan sér svo
ótvíræð boð, að ekki er um að ef-
ast, hvert stefnir.
Vel vissi frændi minn, Ragnar
Kristjánsson yfirtollvörður, að
hverju hlaut að draga um heilsu
sína og líf síðasta árið sem hann
lifði og ef til vill enn lengur. Þessi
hrausti drengur, sem aldrei hafði
orðið misdægurt um ævina, kenndi
fyrir um fjórum árum þess þung-
bæra sjúkdóms, sem smám saman
hefur margnazt jafnt og þétt, unz
yfir lauk sunnudaginn 13. marz
síðastliðinn. Var þá svo komið, að
viðskilnaðurinn, þótt sárari væri en
tárum tæki, varð hinum þjáða
manni líkn og hvfldin eilífa langþráð
lausn.
Ragnar Kristjánsson fæddist 1.
marz árið 1917 og var því nýlega
orðinn 71 árs, er kallið kom. Hann
var Reykvíkingur í móðurkyn, í
kvenlegg af svonefndri Hlíðarhúsa-
ætt, en móðurfaðir hans, Magnús
Vigfússon, fluttist ungur maður
suður hingað frá Grund í Skorradal
(Grundarætt). Gerðist hann hér at-
hafnasamur útvegsbóndi og reisti
sér vestur við sjó steinbæinn Mið-
sel, sem þótti víst með veglegri
híbýlum á sínum tíma. Það hús
hefur nú orðið að þoka fyrir bygg-
ingum við Seljaveg. Magnús eign-
aðist fímmtán böm með konu sinni,
Guðrúnu Jónsóttur frá Hlíðarhús-
um. Ein dætra þeirra, Björg, gekk
í fyllingu tímans að eiga vestfírzkan
bóndason, Kristján V. Guðmunds-
son frá Kirkjubóli í Dýrafírði, sem
þá var nýkominn aftur heim til
ættjarðarinnar frá búnaðamámi í
Danmörku. Bjuggu þau hjón, Björg
og Kristján, allan búskap sinn í
gamla bænum í Miðseli, og þar ólst
Ragnar heitinn upp á tímum sem
nú mundu þykja heldur fábreyttir
og um flest erfíðir, en jafnframt
þó að ýmsu leyti aðdragandi þess,
er koma skyldi. Hagur manna hafði
þá þrátt fyrir allt farið smám sam-
an batnandi, þótt kreppan mikla
áratuginn 1930—’40 yrði mörgum
þung í skauti.
En upp aðeins er ungum vegur
— hveiju heilbrigðu ungmenni eftir
áhuga og ytri aðstæðum. Sannaðist
það á Ragnari. Hann gekk í gamla
Miðbæjarskólann við tjömina eins
og nær öll Reykjavíkurböm á þeim
ámm. Svo lítill var bærinn. Að
loknu því skyldunámi hugði hann
þó ekki á lengri skólagöngu að
sinni, en vann um skeið ýmis störf,
er til féllu. Og er hann taldi sér
fært íjárhagslega, hóf hann nám í
Samvinnuskólanum. Lauk hann
þaðan brottfararprófí að tveimur
vetmm liðnum hjá hinum fræga
skólastjóra, Jónasi Jónssyni frá
Hriflu. Og þótt Jónas hefði skrifað
ýmislegt misjafnt um Reykvíkinga
fyrr á áram, minntist þessi nem-
andi hans skólastjóra síns æ síðan
með vinsemd fyrir skemmtilega og
stórfróðlega kennslu, en ekki að-
hylltist hann stjómmálaskoðanir
hans.
Árið 1942 hóf Ragnar það starf,
sem átti eftir að endast honum nær
ævilangt, við tollvörzlu hjá tollgæzl-
unni í Reykjavík. Rækti hann það
allt fram yfír sjötugt, alls hálfan
fímmta áratug. Mun væntanlega
einhver samstarfsmanna hans, mér
kunnugri, rita um þennan mikla
þátt í lífí hans.
En ekki hafði Ragnar fyrr byijað
ævistarfíð en hann réðst í að reisa
tveggja hæða hús á lóð Miðsels,
rétt við suðurgafl gamla bæjarins.
Spáðu ekki allir vel fyrir því verki,
og ekki vissi ég til þess, að fé til
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988
þeirra framkvæmda lægi á lausu í
digmm sjóðum eða auðfengið í
lánastofnunum. En áfram mjakað-
ist verkið fyrir einstaka hagsýni og
með mikilli eigin vinnu hins lag-
henta húsbyggjanda, þar sem allt
efni og hver tómstund var nýtt út
í æsar. Hefur það orðið mörgum
bjartsýnismanninum mikill sigur,
er slíku verki lýkur, og þeim mun
meiri sem erfíðleikarnir hafa í
fyrstu virzt óviðráðanlegri.
Arið 1946 urðu þó mestu tíma-
mótin í lífí frænda míns, er hann
gekk að eiga unga og glæsilega
stúlku, Jóhönnu Jóhannsdóttur,
kaupmanns á Þórshöfn á Langa-
nesi. Hygg ég leitun á hjónum, sem
samhentari gætu verið um allt, er
verða má heimili til velferðar og
fegmnar. Hafa þau og átt miklu
bamaláni að fagna. Tvær dætur og
fjórir synir hafa þeim fæðzt í far-
sælu hjónabandi, og em þau systk-
inin öll búsett hér í bæ, góðir þegn-
ar fæðingarborgar sinnar og þjóðar.
Ragnar, frændi minn, var enginn
hávaðamaður um dagana. Heimili
sínu, ástvinum og starfí helgaði
hann alla krafta sína. Hann var
dulur nokkuð, jafnvel svo að sumum
þótti um of, og flíkaði lítt tilfinning-
um sínum, æðmlaus og jafnlyndur
hversdagslega, en gamansamur og
launkíminn á góðum stundum. Af
tillitssemi og eðlislægri hlédrægni
leyndi hann jafnvel fyrst í stað bezta
vin sinn, sjálfa eiginkonu sína, van-
líðan sinni, er hann tók að fínna
fyrir sjúkdómi sínum.
Nú við andlát hans leita á huga
minn ljúfar minningar um samvistir
okkar á löngu liðnum ámm. Mestur
ljómi leikur þar um ferðalög okkar.
A unglingsámm leyfðum við okkur
nokkmm sinnum þann munað, að
ýmsum þótti, að leggja land undir
fót og þramma á tveimur jafnfljót-
um bæði og byggðir, fjöll og öræfí.
Á þessum ferðum kynntumst við í
hásumarsdýrð nokkmm fegurstu
stöðum um landið hér sunnan- og
vestanvert, stöðum, sem þá vom
ótrúlega mörgum Reykvíkingum
lokaður heimur — og em sumir jafn-
vel enn. Hafði þessi reynsla á okkur
óafmáanleg áhrif. Var Ragnar þá
jafnan hinn traustasti ferðafélagi,
óþreytandi göngugarpur og ráða-
góður í hveijum vanda. Slíkan vil
ég muna hann, hinn góða dreng,
ungan, glaðan og hraustan.
Megi hann nú hvfla í friði eftir
farsælan ævidag.
Jón S. Guðmundsson
í dag er kvaddur Ragnar Krist-
jánsson fyrrverandi yfírtollvörður
við tollgæsluna í Reykjavík.
Ragnar fæddist í Reykjavík 1.
mars 1917, sonur hjónanna Krist-
jáns V. Guðmundssonar og Bjargar
Magnúsdóttur. Kristján var frá
Kirkjubóli í Dýrafírði en Björg frá
Miðseli í Reykjavík. Þau hjón
bjuggu í Miðseli, sem var nr. 19
við Seljaveg. Ragnar ólst upp hjá
foreldram sínum í Miðseli. Kunnug-
ir nefndu hann gjarnan Ragnar í
Seli.
Ragnar stundaði nám við Sam-
vinnuskólann og lauk þaðan prófi
vorið 1939. Ungur vann hann ýmis
störf, sem til féllu. Hann var til
sjós, m.a. á sfldveiðum við Norður-
land. Einnig vann hann um skeið í
Slippnum.
Þann 1. nóvember 1942 réðst
Ragnar til starfa hjá tollgæslunni.
Þar með hófst nærfellt hálfs fimmta
áratugar starfsferill Ragnars. Hann
starfaði lengst í þeirri deild toll-
gæslunnar, sem annast um tollaf-
greiðslu skipa og flugvéla, sem
koma til Reykjavíkur. Margvísleg
og stundum óvænt vandamál mæta
mönnum, sem sinna tollafgreiðslu
en langt er síðan æðmleysi og ör-
yggi hins starfsreynda tollvarðar
settu mark sitt á störf Ragnars í
þágu tollgæslunnar. Þegar hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir 1. júní
1987 hafði Ragnar starfað sem yfir-
tollvörður í nokkur ár. Síðast var
hann við störf í Tollvörageymslunni
í Laugamesi.
Ragnar var vinsæll á meðal
starfsfélaga, jafnt yngri sem eldri.
Létt innskot á réttum stað í umræð-
unni eða hressileg athugasemd við
viðmælanda þannig fram sögð, að
hún létti lund allra viðstaddra, var
einkennandi í fari Ragnars. Hann
var félagslyndur og naut góðs fagn-
aðar á mannfundum. Hnyttinn í
orðavali tók hann stundum
skemmtilegan þátt í fundum toll-
varða. Ragnar sinnti einnig öðm
félagsstarfi, m.a. var hann félagi í
Akoges.
Þann 16. nóvember 1946 kvænt-
ist Ragnar eftirlifandi konu sinni,
Jóhönnu Jóhannsdóttur. Hún er
dóttir hjónanna Jóhanns Tryggva-
sonar frá Þórshöfn og Jónínu Krist-
jánsdóttur, sem var ættuð frá Seyð-
isfirði.
Með hjónabandi þeirra Ragnars
og Jóhönnu réðst mikil framtíð
þeirra. 1948 settust þau að í húsi
sínu á Seljavegi 21, en það var
byggt nær götunni framan við
Miðsel. Þar bjuggu þau síðan.
Ragnar og Jóhanna eignuðust 6
mannvænleg böm, sem nú hafa
stofnað sín eigin heimili. Barna-
bömin em orðin 10.
Þessi fáu fátæklegu orð segja
lítið frá lífsstarfi þeirra Ragnars
og Jóhönnu, hamingju þeirra og
umhyggju hvors fyrir öðm og böm-
um sínum.
Ragnar lést á Landakotsspítala
að morgni sunnudagsins 13. mars
sl.
Með Ragnari Kristjánssyni er
horfínn af sjónarsviði góður vinur
og starfsfélagi, sem við tollverðir
munum minnast með söknuði og
þakklátum hug. Við biðjum þess
að Jóhanna öðlist styrk í sorg sinni
og harðri raun.
Dýpstu samúð vottum við henni
og bömum þeirra Ragnars, Jóhanni
Kristjáni, Nínu Björgu, Gunnari,
Auði, Ragnari og Jóni, svo og öðm
skýld- og venslafólki.
Jón Mýrdal
„En þó að þagni hver kliður
og þó að draumró og friður
leggist um allt og alla,
ber hjarta manns svip af sænum
sem sefur framundan bænum
með öldur sem óralangt falia.
Því særinn er veraldarsærinn
og sjálfur er vesturbærinn
heimur sem kynslóðir hlóðu,
með sálir sem syrgja og gleðjast
og sálir sem hittast og kveðjast
á strönd hinnar miklu móðu.“
(Tómas Guðmundsson)
I dag kveðjum við Ragnar Krist-
jánsson fv. yfirtollvörð, sem lést á
Landakotsspítala ,þ. 13. mars sl.
Hann hafði háð langa og stranga
baráttu við sjúkdóm þann sem að
lokum náði að sigra.
Ragnar var fæddur á Miðseli,
sonur hjónanna Kristjáns Guð-
mundssonar og Bjargar Magnús-
dóttur. Miðsel var rétt ofan við
fjömkambinn við Ánanaust, vestast
í vesturbænum, og þar ólst hann
upp. Það hefur eflaust verið mikill
ævintýraheimur fyrir ungan dreng
að leika sér í fjömnni, við höfnina,
og láta hugann reika um framandi
lönd og mikla sigra. En alvara
lífsins tók við fyrr en varði og eftir
að Ragnar lauk prófí frá Samvinnu-
skólanum hóf hann störf hjá Toll-
gæslunni í Reykjavík og starfaði
þar alla ævi.
Árið 1946 kvæntist hann móður-
systur minni, Jóhönnu Jóhanns-
dóttur, og af miklum dugnaði
byggðu þau stórt og reisulegt hús
á Seljavegi 21, á lóð gamla Miðsels.
í sameiningu sköpuðu þau þar
sérstaklega fallegt og hlýlegt heim-
ili. Bömin urðu alls sex og þar af
fæddust fímm á sjö ámm.
Það var því mikið að gera við
að framfleyta stórri fjölskyldu, en
þó að nóg væri að gera með stóran
bamahóp var litli frændi alltaf vel-
kominn á Seljaveginn. Ragnar og
Bíbí tóku mér sem eigin syni. Það
var alltaf tilhlökkunarefni að koma
þangað og í minningunni lifa ótal
gleðistundir frá Seljaveginum. Þau
réðust í að byggja fallegt sumarhús
í Mosfellssveit og dvaldi fjölskyldan
þar sumarlangt í nokkur ár og var
ekki talið eftir að bjóða frænda að
vera.
Ragnar háði hetjulega baráttu
við sjúkdóm sinn en aldrei heyrðist
hann kvarta. Ég er þakklátur að
hafa fengið að kynnast Ragnari,
þó að samvemstundimar hefðu
mátt verða fleiri. En hann er nú
horfinn á braut, þangað sem við
öll að lokum föram. Ég bið Guð að
styrkja elsku frænku, sem þrátt
fyrir eigin veikindi stóð eins og
klettur við hlið Ragnars í hans veik-
indum, hennar missir er mikill.
Hjónaband þeirra var einstakt og
kærleikurinn og umhyggjan fyrir
hvom öðm ógleymanleg. Ég bið
góðan Guð að blessa minningu
Ragnars og votta Bíbí frænku,
bömum þeirra, tengdabömum og
bamabömum, mína dýpstu samúð.
Skúli J. Bjömsson
„Endurminningin merlar æ
í mánasilfri hvað, sem var,
yfir hið liðna bregður blæ
blikandi fjarlægðar;
gleðina jafnar, sefar sorg;
svipþyrping
sækir þing
í sinnis hljóðri borg.“
(Gr. Thomsen)
Fregnin um andlát Ragnars vinar
míns kom mér ekki á óvart, því svo
lengi hafði hann barist við ban-
vænan sjúkdóm. Þar var engin
vægð. Að lokum sigraði hinn slyngi
sláttumaður. — En dauðinn er alltaf
samur við sig.
Kynni okkar Ragnars hófust þeg-
ar hann kynntist æskuvinkonu
minni, Bíbí. Það má segja að þar
varð ást við fyrstu sýn. Þau giftu
sig 16. nóvember 1946. Glæsilegra
par sást ekki. Þau eignuðust sex
böm hvort öðm efnilegra.
Ragnar var einstakur fjölskyldu-
faðir, ekkert var nógu gott handa
kónu og bömum. Vinnudagurinn
langur og marga munna að metta.
Unni hann konu sinni heitt og mik-^
ið, gaf henni fagrar gjafir, sem
komu svo sannarlega frá hjartanu.
Ragnar reyndist foreldram sínum
góður sonur. Vom þau í skjóli þeirra
hjóna á Seljavegi. Eftir lát Bjargar,
móður Ragnars, fluttist Kristján,
faðir hans, til þeirra. Þá réjmdi
mest á hina góðu konu Ragnars sem
endranær. Gleymist engum sem til
þekkja, hversu góð Bíbí var gamla
manninum. Kristján mátti ekki af
henni sjá. Dó hann í hárri elli.
Að íeiðarlokum er margs að
minnast. Ég minnist afmælis- og'
fermingarveislna á Seljavegi, yndis-
legra sumardaga og kvölda sem við
Ásgeir áttum með þeim hjónum í
sumarbústað þeirra í Mosfellssveit.
Þá var sungið, kveðið, dansað og
skemmt sér, en þá vomm við ung,
enginn kveið næsta degi.
En nú er deginum hans Ragnars
lokið, þessa mikilhæfa ljúflings sem
öllum vildi gott gera og hvers
manns vanda leysa. Aldrei vékst
hann undan merlqum, hvorki á
heimili eða í starfí. Það sem honum
var trúað fyrir brást aldrei.
Elsku Bíbí. Orð em svo fánýt og
fátækleg þegar Ragnar er kvaddur.
En það er huggun harmi gegn, að
það er margs að minnast, sem aldr-
ei verður frá þér tekið.
Bömum og öðmm vandamönnum
sendi ég hugheilar samúðarkveðjur
frá mér og bömum mínum.
Blessuð sé minning góðs drengs.
Oddný Ingimarsdóttir
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR GEIRLAUGAR KRISTINSDÓTTUR
húsmóður,
Gnoðarvogi 20.
Sigríður K. Davíðsdóttir,
Grfmur Davíösson,
Jóhann Þ. Davíðsson,
Hjördfs Davfðsdóttir,
Ósk Davfösdóttir,
Hólmfrfður Davfðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Gylfi Traustason,
Svanhildur H. Sigurfinnsdóttir,
Laufey Ósk Guðmundsdóttir,
Rúnar Guðmundsson,
Guðmundur I. Kristófersson,
Sigurður Eiríksson,
t
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför sonar okkar, bróður, mágs, sonarsonar og frænda,
SÆVARS BERG HERMANNSSONAR,
Ljósheimum 6,
Reykjavfk.
Hermann Sæberg Ágústsson,
Sólveig Inga Gunnlaugsdóttir,
Svava María Hermannsdóttir, Guðmundur Þórður Ragnarsson,
Sverrir Örn Hermannsson, Anna Marfa Agnarsdóttir,
Svava Luthersdóttir
og systkinasynir.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR,
Suðurgötu 49,
Siglufirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki sjúkrahúss Siglufjarðar
fyrir góða umönnun í veikindum hennar.
Guðrún Kristjánsdóttir,
Haukur Kristjánsson,
Ólöf Kristjánsdóttir,
Ásgrfmur Kristjánsson,
Guðbjörg Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
STEFÁNS JÓNS KARLSSONAR,
Brekastfg 31,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Sjúkrahúss Vest-
mannaeyja. Einnig þakkir til starfsfólks Hraunbúða.
Petra Júlíusdóttir,
Þórunn Karlsdóttir
og aðrir vandamenn.