Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 „O íyrir Parwn Durorv • E fyrir Elv/í5. A fyrir Abba. K -fiyrír RoUirg Síoj'uk.' > að bera hana á höndum sér. TM Reg U.S. Pat. Off.-all rights rcserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Já, það er Ungfrú alheim- ur sem talar ... HÖGNI HREKKVÍSI Þessir hringdu .. Ekkert f lug á f östu- daginn langa Loks hringdi reið ung kona og sagðist ekkert botna í því hvemig á því stæði að Flugleiðir gætu tekið upp á því að fella niður allt flug út á land á föstudaginn langa. „Persónulega fínnst mér þetta vera mikil hneisa fyrir Flugleiðir," sagði konan og bætti því við að svona lagað eyðilegði fríið fyrir fjölmörgum sem vinna í Reykjavík en ætla sér að vera hjá ættingjum og vinum úti á landi yfir hátíðirn- ar. Meira um tóbaksþræla á skautum Hingað hringdi yngismær norð- an af Akureyri og var eiginlega allt annað en hrifin af grein í Velvakanda á fímmtudaginn, 17. mars, þar sem varað var við því að lækkun á tollum á skautum gæti haft í för með sér að ný reykingaralda hvolfdist yfír æsku- lýðinn. Bréfritari tjáði lesendum að margir af „tóbaksþrælum" dagsins í dag hefðu einmitt ánetj- ast er þeir voru að fíkta við reykingamar í skjóli skautaiðkun- ar. Yngismærin vildi mótmæla þessu og taldi röksemdafærsluna út í hött. Barnalæsingar Jóhann hringdi og var í vand- ræðum. Hann á hálfs þriðja árs gamla litla skottu sem sækir endalaust í ísskápinn, foreldrum sínum til hrellingar. Jóhann vildi vita hvort einhver vissi til þess að einhvers staðar mætti fá keypt- ar bamalæsingar á ísskápa. Sýn- ist slíkur gripur vera hið mesta þarfaþing. Yfirhafnir hverfa í Lækjartungli I annað skiptið á skömmum tíma hringdi ung kona í Velvak- anda og saknaði yfírhafnar sinnar eftir að hafa skemmt sér í Lækjar- tungli. Unga konan var þama á laugardagskvöldi fyrir viku og þegar hún ætlaði að fá græna kápu sína, reyndist hún horfin og einhver væntanlega fengið hana í misgripum. Vill hinn rétti eig- andi að sá sem kápuna hefur undir höndum hringi í síma 77336 og láti vita, eða skili flíkinni í Lækjartungl. Er þetta löglegt? Kæri Velvakandi. Eg vil koma fyrirspum á fram- færi við dýravemdunarsamtök og aðra sem málið kann að varða um viðtal í DV 15. þessa mánaðar. Þar var sagt frá manni sem smyglað hafði slöngu inn í landið og næst á dagskrá hjá honum var að smygla risakóngulóm líka. Þessi dýr lifa á smádýrum t.d. músum og fuglum og vilja víst fá bráðina lifandi. Þetta er það ómannúðlegasta sem ég hef séð. Bráðin er látin lifandi í búrin þar sem hún má oft dúsa í margar klukkustundir skjálfandi af hræðslu áður en ófreskjunni þóknast að éta hana. Þessi náungi ræktar mýsnar sjálfur (hagkvæmt) og mér skilst að hann eigi líka fugla sem hann er orðinn leiður á. Hans aðal- skemmtun eftir því sem hann sagði í viðtalinu, er að horfa á slöngurnar éta. Er ekki eitthvað að hjá svona tilfínningalausu fólki. Vonandi verður eitthvað gert í þessu máli. GK. P.s. Svona eftir á að hyggja. Er það ekki lögreglumál ef menn eru að smygla slöngum eða risakóng- ulóm inn í landið? Hvað um lands- lög varðandi meðferð á lifandi dýr- um? Og þannig mætti halda áfram... Víkverji skrifar Víkverji hefur oftar en einu sinni íjaliað um það hryllilega fyrir- brigði stofnanamálið. Mörg dæmi þess berast á borð Víkveija í skýrsl- um alls konar svo ekki sé minnzt á sumar fréttatilkynningamar, sem frá stjómkerfinu koma. Oft er það hreinasta pína að beijast fram úr þessum textum og þýða þá yfír á boðlegt mál. Satt bezt að segja hefur Víkveija oft dottið í hug að láta það hreinlega ógert og henda frekar þessum ófögnuði í ruslakörf- una eða senda hann aftur til föður- húsanna. í nýjasta hefti Úlfljóts, sem laga- nemar við háskólann gefa út, er grein, sem Víkveija fínnst rétt að gera að umfjöllunarefni þessa pist- ils. Greinin er eftir Sigurð Líndal, prófessor, og fjallar um málfar og stjómarfar. Sigurður segir, að í stjómsýslunni sem annars staðar þurfí að vanda til allra texta þann- ig að tyrfíð málfar verði ekki til trafala. Ef vel tekst til, segir Sig- urður Líndal, er stjómsýslumálið nákvæmt og rökvíslegt, í því er skipulegt samhengi og glöggur munur gerður á aðalatriðum og aukaatriðum; það er formfast, skýrt, einfalt og tilgerðarlaust; stíllinn er gagnorður. xxx Sigurður víkur svo að ágöllum stofnanamálsins. Hann nefnir til íhaldssemi og hefðartryggð, sem geri málið oft tilbreytingarsnautt og sviplítið. Stjómsýslutextar séu óskýrir og orðalagið oft óþarflega snúið og margbrotið. Einnig getur Sigurður þess, að í nefndum og ráðum sé oft reynt að miðla málum og ná samstöðu með því að fella saman ólíkar skoðanir í óljóst orða- lag. Það er sérstakt einkenni á sýndarsamkomulagi, að það birtist í mglingslegum textum, segir Sig- urður. Nafnorðasýkin segir Sigurður að sé einhver algengasti ágalli stjóm- sýslutexta. Nefnir hann m.a. dæmi um það, hvemig nafnorðasjúkur höfundur fer með einfalda setningu eins og „læknirinn rannsakar sjúkl- inginn“. Hjá þeim sjúka verður setningin: „Læknirinn framkvæmdi rannsókn á sjúklingnum." Loks getur Sigurður tízkuorðanna, eins og ársgrundvöllur, hönnun, tíðni og umfang. Og lýkur þeim kafla grein- arinnar svo: „Hér mætti nálega æra óstöðugan." xxx Síðasti hluti greinar Sigurðar heitir „Úrbætur“ og fjallar hann þar m.a. um það sem hann nefnir skynsamlega hreintungu- stefnu og svo auðvitað umbótavilja. En Sigurður víkur líka að skólun- um. Hann fellir ekki dóm um íslenzkukennsluna, en vekur at- hygli á því, að íslenzkan er sérstök námsgrein og varpar fram þeirri hugmynd að þeirri skipan fylgi sú hætta, að litið verði á íslenzkukunn- áttu sem einangrað fyrirbæri, sem ekki skipti máli utan kennslu- stunda. Segir hann það ýta undir þessa skoðun, að kennarar í öðrum greinum hirði sumir hveijir lítið um málfar og rífí þannig niður það sem íslenzkukennarar reyni að byggja upp. Hér þarf að verða sú breyting, að allt nám sé öðrum þræði ís- lenzkunám. Síðan vekur Sigurður athygli á því, að nú tíðkist endurmenntun og endurhæfíng í flestum greinum, en þess muni aftur engin dæmi, að stjómsýslumenn hafí gengizt undir endurhæfíngu í íslenzku. Einnig vinni menn oft til launahækkunar með því að auka við þekkingu sína og þjálfun og spyr Sigurður, hvort fráleitt sé að hækka laun eftir því sem starfsmaður bæti íslenzku- kunnáttu sína. Loks segir Sigurður að kveðja ætti til málfarsráðunauta til starfa í stjómsýslunni. XXX Greininni lýkur Sigurður svo: „Enginn skilji það sem hér hefur verið sagt þannig að bætt málfar leysi allan vanda í stjóm- sýslu. Hins vegar leysir það margan vanda — svo margan að til mikils er að vinna.“ Bætt málfar í kerfinu myndi ekki aðeins leysa vanda á þeim bæ, held- ur einnig hjá öllum öðrum: fólkinu í landinu, en þess vegna og fyrir það er nú stjómsýslan til. Og loks myndi það létta Víkveija hans starf, ef þetta bætta málfar kæmist nú alla leið inn í fréttatilkynningar stjómsýslunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.