Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 Matthildur Bjömsdóttir skrifar frá Ástralíu: Lífsins lotterí er mótmæli við yfirvöld Þrátt fyrir allt eiga íslendingar og Ástralíubúar margt sameiginlegt. Báðar þjóðir spila lottó mikið þó að hlutfall íslendinga sé áreiðanlega hærra enda færri og tiltölulega meiri möguleiki á milljón á mann en hér. En í Ástralíu er þó dregið tvisvar { viku, á miðvikudögum og laugardög- um, og var potturinn einn miðviku- dag sex milljónir dollara sem var tvöfaldur pottur. í Ástralíu eru fleiri tegundir hppdrætta sem dregið er í á sama hátt, en áðumefnt lottó er þjóðarlottóið. Ekki má /gleyma happaþrennum sem mikið eru seldar og em til sölu í flestum „Deli“ og í blaðatumum. En hér em einnig svo- kallaðir „Newsagency’s" sem selja dagblöðin, oft bækur, tímarit, póst- kort, stundum minjagripi og allt milli himins og jarðar nema matvöm. Það er ansi teygjanlegt hvað þeir selja. Þar fást lottómiðar oftast og líka aðrir happdrættismiðar. Að veita yfirvöldum aðhald Þegar ég hef sagt fólki hér frá matarskatti sem mikið er rætt um í íslenskum dagblöðum, heyrir maður undmnarraddir frá Áströlum sem trúa ekki að yfírvöld á íslandi kom- ist upp með slíkt. Segja þeir að ræddu yfirvöld hér slíkt tækju þjóðfélags- þegnamir til sinna ráða, sem þeir hafa oft gert og munu halda áfram að gera ef tillögur eða gerðir koma upp, sem skerða hagsmuni þjóðarinn- ar eða einstakra hópa. Þegar leggja átti sérstakan skatt á landbúnaðartæki og skattleggja hlunnindi þeirra sem unnu fyrir bændur tóku bændur sig til og los- uðu fjörtíu tonn af hveiti á tröppur þinghússins í Canberra. Einnig sturt- uðu þeir þar við hliðina þúsund lítrum af kúa- og kindaskít. Á þessum tíma vom þunga- vinnubílstjórár að mótmæla og neit- uðu algerlega að aðstoða við að hreinsa þetta upp. Það lenti því á lögreglunni að gera það, en til þess hafði hún aðeins skóflur og hjólbömr! Er kosið var um eitt þingsæti hér í Adelaide nýlega kom í ljós að flokk- ur Bons Hawks forsætisráðherra naut ekki þeirra vinsælda sem hann hafði reiknað með og var það vegna hugmyndar sem hann hafði viðrað nýlega um að setja skrefatalningu á símtöl. Var hann því fljótur að bregð- ast við og viðurkenna að tapið væri líklega vegna þeirrar hugmyndar og hætti við hana með það sama. Annað dæmi um viðbrögð fólks er að maður einn, sem lengi hafði átt í viðureign við yfirvöld hér í Adela- ide, safnaði saman miklu magni af pappír og fór inn í ráðhúsið með það og fleygði yfir þingsalinn. í fýrra mótmæltu eggjabændur í Nýja Suður-Wales kvóta sem átti að setja á egg og fluttu mörg þúsund egg á tröppur ráðhússins í Sydney. i Adelaide og Melboume mót- mæltu mjólkurbændur hótunum um afnám eða minnkun niðurgreiðslu á mjólk með því að fara að ráðhúsum þessara borga og hella niður tugum lítra af mjólk. Hér er mjólk greidd niður en mest er niðurgreiðsla á mjólk sem seld er til diykkjar. Mjólk til annarrar notk- unar er minna niðurgreidd. Eins er með egg. Þau egg sem fara til beinn- ar neyslu fá mest, en þau egg sem notuð eru til annars eins og iðnaðar eru mun minna niðurgreidd. Þann 25. febrúar síðastliðinn tóku starfsmenn sementverksmiðju í Voktoríu sig saman til að mótmæla því að yfirvöld höfðu flutt inn ódýr- ara sement en þeir framleiða. Reiði sina létu þeir í ljós með því að hella úr nokkrum sementspokum á tröppur ráðhússins í Melboume en sementið barst síðan inn um allt hús. Og ráða- menn þökkuðu guði fyrir að ekki rigndi! Ástralir, sem lesið hafa um kjötið sem hent var á ruslahaugana á ís- landi, em gáttaðir á því að íslensk yfirvöld geti leyft sér slíkt, segja að slíkt yrði aldrei gert og yrði svo mik- ið til af afgangskjöti yrði það alltaf gefið til einhverrar góðgerðarstarf- semi, til fátækra og þar fram eftir götunum. Fleiru er mótmælt hér í borg og hefur opnunartími verslana verið mikið til umræðu. Opnunartími verslana Stórmarkaðseigendur hafa viljað hafa opið alla laugardaga auk þess hefur verið opið á fimmtudögum til níu í úthverfúm og I miðbænum á föstudögum. þeir em sagðir bera mikla ábyrgð á atvinnuleysinu vegna þess að þeir hafi staðið fyrir þessum langa opnunartíma stórverslana sem komast af með tiltölulega fátt starfs- fólk þegar litlu verslanimar með fleira starfsfólk hafa þar af leiðandi misst viðskipti og orðið að segja upp fólki. i Undanfamar vikur hefur þetta málefni mikið verið til umræðu í flöl- miðlum og undirskriftalistar legið frammi í búðum fyrir þá sem vilja styðja það verslunarfólk sem vill eiga frí á laugardögum. Það skal tekið fram að litlar mat- vömverslanir sem hér nefnast „De- likatessen" og selja mjólk, brauð, osta og nýlenduvömr ásamt sæl- gæti, sumar lottóseðla, selja blöð, tímarit og tækifæriskort ásamt fleim, hafa leyfi til að hafa opið frá átta á morgnana til tíu á kvöldin. Sama gildir um byggingavömversl- anir og bensínstöðvar, en þær fengu þetta leyfi seint á síðasta ári. Nú stendur yfir kennaraverkfall þar sem kennarar fara fram á fjög- urra prósenta launahækkun sem er lítil ( okkar augum, en telst meira í efnahagskerfi þar sem verðbólga er ekki nemaum sjö til átta prósent. Ástralir jafna metin í frídögum Svo em það frídagamir. Við höf- um lengi haldið að engin þjóð ætti eins marga frídaga og við, en Ástral- ir ná langt f að jafna þau met þegar allt er talið. Og þeir fá flögurra vikna sumarfrí þegar Bandaríkjamenn fara ekki nema stundum í mesta lagi ( tveggja vikna frí og þá eftir margra ára þjónustu á sama stað. Til dæmis fá margir Ástralir frí í einn dag þegar hin mikla landbúnað- arsýning stendur yfir, hið svonefnda „Royal Show“. En hún er á mismun- andi tímum í mismunandi borgum. Ástralir eiga aðeins einn löglegan frídag um jólin en það hefúr sums staðar verið siðvenja að gefa auka- dag sem er „Boxing day“ og einnig ef jóladaga ber upp á helgidag fær fólk aukafrídag út á það. A það við um fleiri frídaga en jólin. Þeir fá aðeins §óra frídaga um páska en við fimm, og hafa ekki aukafrídag um hvítasunnu né frí á uppstigningar- dag. Hins vegar halda þeir uppá mánaðardaginn þegar því var lýst yfir að stríðinu væri lokið, 25. jan- úar, og þjóðhátfðardaginn daginn eftir þann 26. janúar 25. apríl er „Anzac day“, minningardagur þeirra sem féllu í heimsstyijöldunum fyrri og sfðari, en hann er ekki bættur lendi hann á helgidegi. í maf er keppt um Adelaide-bikarinn í veðreiðum og þá fá allir frí þó þeir mæti ekki endilega á völlinn. Haldið er upp á afmæli Elísabetar Englandsdrottningar og fá þá allir frí. En sá dagur er ekki hinn sami f öllum fylkjum og er ekki í neinum tengslum við hinn raunverulega af- mælisdag drottningar. 10. október er „Labour day“ eins konar 1. maí hér í Ástralíu. Síðan er ekkert opin- bert frí fyrr en um jólin. Þar fyrir utan hefur hvert fylki sfna sérstöku frídaga og sfðan koma þeir sem samið hefur verið um í launasamningum. Þeir fara stundum eftir veðri og vindum. Víða hefur það verið f samningum að fólk þurfi ekki að vinna ef það er of heitt eða of kalt eða of blautt. Fjölmiöla- námskeió Fimmtudaginn 7. apríl hefst vandað og fjölbreytt námskeið í fjölmiðlun. Þátttakendur fá kennslu og leiðsögn í undir- stöðuatriðum Ijölmiðlunar. Að loknu sameigin- legu undirstöðunámi skiptast þátttakendur í þrjá hópa eftir áhugasviðum þ.e. útvarp, sjónvarp, blöð og tímarit. Ahersla er lögð á verklega kennslu undir stjóm hæfra fjölmiðlamanna. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa hug á að leggja Ijölmiðlun fyrir sig. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi gott vald á íslensku og vélritun. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 27. Námskeiðið stendur frá 7. apríl til 28. maí og er kennt þrjá daga í viku, laugardaga frá kl. 10-15 og þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 20-23. Námskeiðið er alls 104 kennslustundir. Innritun og frekari upplýsingar fást hjáTóm- stundaskólanum, Skólavörðustíg 28, virka dagakl. 10-16. Sigrún Stefánsdóttir. Stjórn og gerö sjón- varpsþátta. Sveinn Sveinsson. Upptaka og gerð sjónvarpsþátta. Stefán Jökulsson. Stjórn og gerð útvarps- þátta. Vilborg Harðardóttir. Námskeiðsstjórn. Blöð og tímarit. TOMSTUNDA SKOUNN Skólavörðustig 28 Sfani <81488
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.