Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 73 KNATTSPYRNA / BELGIA Amór var hetja Anderlecht ÍÞRÓmR FOLK Skoraði sigurmarkið, 1:0, gegn St. Truiden á elleftu stundu með skalla ARNÓR Guðjohnsen var hetja Anderlecht þegar félagið lagði St. T ruiden að velli, 1:0, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum belgísku bikarkeppninnar í gœrkvöldi. Arnór skoraði sigur- mark Anderlecht í Truiden með skalla, eftir sendingu frá danska leikmanninum Henrik Andersen, á síðustu sek. leiks- ins. Hann var á markteigslínu fyrir miðju marki - skallaði knöttinn ívinstra markhornið. Dómarinn flautaði til leiksloka rétt eftir að knötturinn hafnaði f netinu. Leikmenn Anderlecht byrjuðu leikinn á fullum krafti og átti Amór þrumuskot á áttundu mín., ■ sem markvörður Truiden rétt náði að vetja. Hann FráBjama missti knöttinn frá Markússyni sér til Jensen, sem iBelgiu skaut yfir. And- erlecht fékk víta- spymu á 37. mín., þegar hinn efni- legi 18 ára Brasilíumaður Olivera var felldur. Nilis lét vaija frá sér vítaspymuna. Rétt á eftir fékk leikmaður And- erlecht, Keshi, að sjá rauða spjaldið og sömuleiðis Kanen hjá St. Tmid- en. Seinni hálfleikurinn var dapur. Aðeins tíu leikmenn liðanna vom þreyttir á að leika á þungum vellin- um. Beveren og Mechelen gerðu jafn- tefli, 1:1. 2. deildarliðið Patro Eist- in og Standard Liege gerðu jafn- tefli, 2:2,-og 2. deildarliðið Lierse vann ömggan sigur, 3:0, á Kortrijk. Araór Quðjohnssn tryggði Anderlecht sigur í gærkvöldi. KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND Stórmeistarajafntefli í Miinchen Bayem Munchen og Köin gerðu jafntefli, 2:2, á Ólympíuleikvanginum í Munchen í gærkvöldi í mjög skemmtilegum sóknarleik. Hans Dorfner skoraði fyrst fyrir Bayem á 26. mín., eft- ir að hafa handleikið knöttinn og Mark Hughes bætti öðm marki við á 46. mín. Ralf Geilenkirchen skoraði bæði mörk Köln - á 57. og 75. mín. Stefan Kuntz skoraði tvö mörk fyrir Uerdingen, sem vann Karlsmhe - 4:2. Atli Eðvaldsson lék ekki með Uerdingen. Dieter Eckstein skoraði tvö mörk fyrir Numberg, en þeir Mölmann og Labbadia svömðu fyrir Hamburg- er, 2:2. Dortmund og Bremen gerðu jafn- tefli, 0:0, og jafntefli varð einnig hjá Mannheim og Frankfurt, 2:2. KNATTSPYRNA / LANDSLEIKIR Englendingar heppnir Hollendingar minntu á Cruyff og félaga Reuter Jan Bosman og Ruud Gullit, fyrirliði Hollands, sjást hér sækja að marki Englandinga. UNDIRBÚNINGUR landsliðanna átta, sem taka þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í sumar, er nú í fullum gangi. í gœrkvöldi láku fimm þeirra vin- áttulandsleiki, en mun fleiri leikir fylgja í kjölfarið á nœstu vikum. Sovétmenn léku í Aþenu og unnu Grikki 4:0 að viðstöddum 30 þúsund áhorfendum. Oleg Protasov skoraði þrívegis og Gennady Litovchenko setti eitt mark. Margir hafa spáð Spánvetjum góðu gengi í sumar, en þeir töpuðu 2:1 fyrir Frakklandi. Ramon Caldere skoraði strax á 6. mín., en Gerald Passi jafnaði fyrir Frakka þremur mín. síðar. Luis Femandez tryggði heimamönnum sigur um miðjan fyrri hálfleik, en leikurinn fór fram í Bordeaux að viðstöddum 36 þúsund áhorfendum. Gulltt lék Englendlnga grátt Ruud Gullit og Ronald Koeman léku frábærlega í skemmtilegu liði Hollendinga, sem minnti á Cruyff og félaga á síðasta áratug. Liðið var nálægt því að sigra Englendinga á Wembley, en varð að sætta sig við 2:2 jafntefli. Gullit fór lítillega meiddur af velli eftir 62 mín., leikur gestanna riðlaðist, heimamenn gengu á lagið og Tony Adams jafnaði á næstu mín. Það gerði hann reyndar einnig um miðjan fyrri hálfleik — en í eigið mark eftir að Gary Lineker hafði náð forystu fyrir England. John Bosman gerði annað mark Hollendinga með skalla á 25. mín. Áhorfendur voru tæplega 75 þúsund. Kelly hatja íra David Kelly hjá Walsall hefur heldur betur gert það gott með írska landsliðinu. Hann setti þijú mörk í sínum fyrsta landsleik — gegn ísra- el í nóvember — og í Dublin í gærkvöldi réðu Rúmenar alls ekki við hann. Kelly skapaði ótal markfæri fyrir samheija sína, sem reyndar misnotuðu þau, og innsiglaði 2:0 sigur íra með skalla á siðustu mínútu eftir sendingu frá Ke- vin Sheedy. Kevin Moran gerði fyrra markið á 30. mínútu. Þetta var sjöundi landsleikur íra í röð án taps, en lið Rúmena var annað en fyrirhugað var. 10 leikmenn Steaua Búkarest voru ekki með — mótmæltu þannig framkomu Graemes Souness í Evrópuleik Rangers og Steaua í síðustu viku, sem braut þá illa á Ian Rotaru og fékk aðeins að sjá gula spjaldið, sem þótti vægur dómur. Þá vann Júgóslavía Wales 2:1 í Swansea og Norður-írland og Pólland gerðu 1:1 jafntefli í Belfast. ■ GEORGE Graham, fram- kvæmdastjóri Arsenal, keypti í gær útheijann Brian Marwood frá Sheffield Wednesday á 450 þús. sterlingspund. „Ég er mjög ánægð- ur að fá tækifæri til að enda knatt- spymuferil minn hjá Arsenal," sagði þessi 28 ára leikmaður. ■ ESSEN mætir Nettelstedt á í 16-liða úrslitum v-þýsku bikar- keppninnar (handknattleik. Alfreð og félagar leika á útivelli. Páli Olafsson og félagar hans hjá Dtisseldorf leika gegn Rhein- hausen á heimavelli. Milberts- hofen leikur gegn GrosswaUstadt og Massenheim mætir Göppingen. ■ MARTIN Schwalb, landsliðs- maður V-Þýskalands í handknatt- leik, leikur ekki meira með Gross- wallstadt í vetur. Hann var fluttur á sjúkrahús á mánudagskvöldið, eftir að hafa fengið mikinn maga- verk. Við skoðun kom í ljós að göm við magann var sprungin. ■ DORTMUND-Iiðið í hand- knattleik er fallið úr Bundeslig- unni. Ljóst er að liðið leysist upp, því að flestir leikmennimir em á fömm. Ungveijinn Peter Kovacs fer til Wanne-Eickel og leikur þar með Bjarna Guðmundssyni. Einn- ig fer markvörðurinn Hans Kold- ziek þangað með Kovacs. I ÁRNI Indriðason, þjálfari Víkings í handknattkleik, hefur ekki átt í viðræðum við Valsmenn, eins orðrómur var uppi um á dögun- um. „Ég hef hvorki rætt við Vals- menn eða Víkinga um þjálfun næsta vetur," segir Árni. ■ SIGURÐUR Grétarsson og félagar hans hjá Luzern gerðu jafntefli, 0:0, við Aarau í úrslita- keppninni ( Sviss í gærkvöldi. ■ HAUKAR lögðu Njarðvík- inga að velli, 30:21, í 2. deildar- keppni karla ( handknattleik - í Njarðvík í gærkvöldi. ■ JANET Evans setti heimsmet f 800 m skriðsundi á bandarfska innanhússmeistaramótinu í Or- lando í gær. Evans synti á 8:17.12 mín. Gamla metið átti Anke Mo- hring frá A-Þýskalandi, 8:19.53 mín. BLAK Sigur hjá Stúdentum Þróttarar áttu í miklum erfið- ieikum með uppgjafír þeirra Sigurðar Þórarinssonar og Marteins Guðgeirssonar hjá Stúdentum, sem náðu góðum sigri, 3:1, í úrslita- keppninni í blaki í gærkvöldi. Leik- urinn stóð yfir í 106 mín. - 13:15, 15:10, 15:7 og 17:15. Síðasta hrin- an stóð yfir í 33. mínútur. HANDKNATTLEIKUR KVENNA / 1 .DEILD Eria með á nýog skoraði 9 rír leikir fóru fram í l.deild kvenna í gærkvöldi. Valur vann stóran sigur á Þrótti 30:13. Þá sigraði Stjaman KR örugglega 28:23. Loks léku FH Katrín og Haukar og end- Friðriksen aði leikurinn 23:15 skrifar. fyrir FH. Leikur Vals og Þróttar var jafn framan af. Um miðjan fyrri hálfleik skiptu Vals- stúlkur um gír og náðu góðu for- skoti. Staðan í leikhléi var 15:6 fyrir Val. Leikurinn endaði sem fyir segir 30:13 fyrir Val. Mörk Vals: Guðrún Kriatjánsdóttir 12/4, Ema Lúövfkadóttir 6/8, Lilja Sturludóttir, Magnea Friðriksdóttir, Diane Harwood og Katrin Friðriksen 8 mörk hver. Mörk Þróttar: Kristín Pétursdöttir 4/2, Ema ReynÍBdöttir 8, Ágústa Sigurðardóttir og íris Ingvadóttir 2 mörk hvor, Sigurlln Óskarsdóttir og Drifa Helgadöttir eitt mark hvor. Stjaman-Klt 28:23 Erla Rafnsdóttir lék með Stjömunni á ný eftir nokkurt hlé vegna meiðsla. Sijömustúlkumar vom betri aðilinn allan tfmann og unnu verðskuldaðan sigur á KR sem vermir næstneðsta sæti deildarinn- ar. Leiknum lauk 28:23 fyrir Stjöm- unni eftir að staðan í leikhléi hafði verið 16:11. MBrk Stjömunnar:Erla Rafnsdóttir 9/1, Ragnheiður Stephensen 6/1, Hrund Grét- arsdóttir 4/1, Helga Sigmundsdöttir 4, Ásta Kristj&nsdöttir 2, Herdis Sigurbergsdöttir, Ingibjörg Andrésdöttir og Guðný Gunn- steinsdóttir eitt mark hver. Mörk KR: Birthe Bitch 9/3, Karólina Jóns- dóttir 6/1, Bryndís Harðardóttir og Nellý Pálsdóttir 2 mörk hvor, Snjólaug Bery- amfnsdóttir og Jóhanna eitt mark hvor. FH-HMikar 23:16 Frískar FH-stúlkur unnu ömggan sigur á Haukum. Staðan í leikhléi var 10:6 fyrir FH og lauk leiknum sem fyrr segir með sigri FH 28:15. Mörk FH:Heiða Einarsdóttir 7, Eva Bald- ursdóttir 6/1, Bergljót Pétursdóttir 8/1, Inga Einarsdóttir 8, Kristin Pétursdóttir 8, Björk Siguijónsdóttir og Heiga Sigurðar- dóttir eitt mark hvor. MBrk Hauka:Margrét Theódórsdóttír 10/8, Brynhildur Magnúsdóttir, Steinunn Þor- steinsdóttir, Hrafnhildur Pálsdóttir, Bjtírk Hauksdóttir og Inga Kristjánsdóttir eitt mark hver. HANDBOLTI íslendingur landsliðs- þjálfari íriands Andrés Eiríksson sfjómaði frska landsliðinu f hand- knattleik f Bretlandseyjarkeppn- inni, sem fór fram f Glasgow um 8l. helgi. Andrés stundar nám í sögu við háskólann Dublin. „Eg var beðinn um að stjóma lið- inu f Glasgom, ásamt íranum Dunley. Ég verð ekki áfram með liðið - tel að reyndari maður eigi að stjóma liðinu,“ sagði Andrés, sem lék einnig tvo landsleiki með írlandi. „íraka liðið er mjög ungt. Margir leikmannana em aðeins nftján ára. Handknattleikur er á uppleið í írlandi. Það var ekki byijað að leika hann fyrr en fyrir fimm ámm. Hann er orðinn vinsæll í bamaskólum í Dublin og eftir þetta tíu ár verður komin mynd á handknattleik hér." írland tapaði, 20:80, fyrir Wales. Andrés skoraði sjö mörk í leiknum og þá skoraði hann sex mörk gn Englandi, sem vann, 38:18. and tapaði, 19:32, fyrir Skotl- andi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.