Morgunblaðið - 24.03.1988, Side 37

Morgunblaðið - 24.03.1988, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 37 Hagvöxtur minnkaði í A ustantj al d srí kj um Genf. Reuter. HAGVÖXTUR var minni í ríkjum Austur-Evrópu í fyrra en árið 1986, að sögn hagfræð- inga Sameinuðu þjóðanna (Sþ). Ástæðan er einkum samdráttur í landbúnaðarframleiðslu, minni eftirspurn eftir útflutningsvör- um og léleg framleiðni. Að sögn fulltrúa Sþ var 2,3% hagvöxtur í Sovétríkjunum í fyrra miðað við 4,1% árið 1986. Að meðaltali var hagvöxturinn í fylg- iríkjum Sovétríkjanna í Austur- Evrópu, Búlgaríu, Tékkóslóvakíu, Austur-Þýzkalandi, Ungverjal- andi, Póllandi og Rúmeníu, 3,2% í fyrra, en var 4,6% í hitteðfyrra. Samkvæmt áætlunum viðkom- andi ríkja átti hagvöxturinn að vera meiri. Slæmu tíðarfari er kennt um uppskerubrest í fyrra og dróst landbúnaðarframleiðslan saman um 0,6% í Austantjaldsríkj- unum. Um litilsháttar aukningu var hins vegar að ræða í Sovétríkj- unum. Þá varð enginn árangur af tilraunum til að auka framleiðni og eftirspum eftir austur-evrópsk- um útflutningsvörum minnkaði. Ennfremur hefur árangur af til- raunum til að draga úr orku- og hráefnisnotkun á hveija fram- leiðslueiningu ekki verið sá sami og áætlað var. Einnig hefur mis- tekizt að innleiða nýja tækni til að auka framleiðni. Að sögn hagfræðinga Sþ má búast við að hagvöxtur í Austan- tjaldsríkjunum verði um 3% í ár. Ríkin verða að taka sig verulega á til þess að vinna upp það sem hefur tapazt, ef fimm ára áætlanir fyrir árabilið 1986-1990 á að standast. Talið er að nú þegar sé útilokað að áætlanimar standist í veigamiklum atriðum. Rómantískur undirfatnaður í úrvali r —i--—— Opið virka daga frá kl. 10-6, föstudaga kl. 10-7 og laugardaga kl. 10-4. Snyrtivöruverslunin Tarý, Rofabæ 39, sími 673240. !?' 8* i TECHNICS X-800 HÁÞRÓUÐ HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐA MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJAR- STÝRINGU Hann leynir sér ekki glæsileikinn þegar TECHNICS eiga í hlut. En útlitið eitt segir ekki nema hálfa söguna, það er innihaldið, endingin og hljómgæðin sem skipta öllu máh, þá koma yfirburðir TECHNICS hljómtækjanna í ljós. Það er engin tilviljun að TECHNICS eru mestu hljómtækjaframleiðendur heims, þeim árangri nær aðeins sá sem getur boðið upp á framúrskar- andi vöru í öllum verðflokkum. Takið ekki óþarfa áhættu, þið eruð örugg með tækin frá TECHNICS. Verð 39.860,- Stgr. 37.870,- Með fjarstýrðum geislaspilara Verð 58.810,- Stgr. 55.850,- FRAMTÍÐAREIGN Á GÓÐU VERÐI. JAPISS BRAUTARHOLT2 • KRINGLAN • SÍMI 27133 i: ■2,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.