Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 fjaðrafoki olli, og hvað minnst bar á. Þó mun það mál manna að líkast til muni lengur verða munað, og eftir því tekið sem þetta fólk vann, heldur en margt annað sem fyrir augu og eyru bar á þessum opnu dögum Fjölbrautaskólans. Þeir nemendur, sem fylltu flokk þennan, létu sér fátt óviðkomandi, í og utan skóla, en sérstaklega var þó hús- næði heimavistarinnar ásamt kennsluhúsnæði skólans í byggingu Kaupfélagsins í brennidepli þessa dagana. Flest það sem betur mátti fara var fært til betri vegar, og sérstakt átak var gert í KS-húsinu, húsgögn smíðuð, málað og þessi hluti kennsluhúsnæðisins gerður hinn vistlegasti. Taldi Eva, formað- ur nemendafélagsins, að full þörf væri á, að herferðir sem þessi, væru famar, og einnig hugsanlegt hvort ekki þyrfti oftar að taka svo rækilega til höndunum. Sitt lítið af hverju Ekki verður svo um opnu daga Fjölbrautaskólans §allað, að ekki verði minnst á skemmtilega ný- breytni í mötuneyti heimavistarinn- ar. Þar var rekið tilraunaeldhús undir öruggri forsjá Svövu Hajgard matmóður skólans, og fengnir til ýmsir gestakokkar, og þeir ekki af verri endanum. Á fimmtudagskvöld bauð Snorri Bjöm Sigurðsson, bæj- arstjóri, nemendum og kennurum í grísasteik meðhöndlaða og mat- reidda á þann hátt, sem honum er einum lagið, og á fostudagskvöldið tilreiddi frú Estmat Paimaini, ljúf- fenga íranska rétti frá heimalandi sínu, rétti sem sannarlega sjást ekki á hveijum degi á borðum Skag- firðinga. Ýmsir fleiri lögðu hér hönd að þó ekki verði þeir tilgreindir hér og sú ákvörðun að bjóða bæjarbú- um, gegn mjög hóflegu gjaldi, að koma og bragða á veislukostinum í matsal heimavistarinnar, mæltist mjög vel fyrir. í verknámshúsi skólans vom sýnd ýmis myndverk nemenda, unn- in með allskonar tækni og einnig ljósmyndir. Að síðustu kvað Eva, lokapunkt opnu daganna vera árshátíð skól- ans, sem haldin var í félagsheimil- inu Bifröst á laugardagsköld, en þar fluttu nemendur og kennarar ýmis skemmtiatriði undir borðum, en síðan var dansað fram eftir nóttu. Nýjar hliðar á daglega lífinu Þórdís Magnúsdóttir kennari vann með umhverfishópnum. Hvaða ávinning sér hún í opnum dögum sem þessum? Tvímælalaust, segir Þórdís, það mesta ávinninginn að kennarar og nemendur kynnist nýrri hlið hver á öðmm. í hinu dag- lega námi og skólastarfi byggist mest á vinnu hvers einstaklings, þar vinni hver með sitt, að vísu séu í gangi í flestum greinum ýmiskon- ar hópvinna, en á miklu mun þrengra sviði. Hinsvegar þegar menn fari að velja sér hópa, eins og gert er á opnum dögum, hver eftir sínum áhuga, þá komi í ljós nýjar viðmiðanir og allt önnur við- horf. Þá taldi Þórdís ómetanlegt að kynnast nemendum undir öðmm kringumstæðum en í skólastofunni, geta sest niður með þeim og séð hlutina frá öðm sjónarhomi, séð þá og unnið með þeim að því að smíða og setja upp fatahengi og sauma gardínur, slíkt hljóti að breyta viðhorfum þessara aðila hvors til annars. Þá hefur tilbreytingin gildi í sjálfu sér, þar sem grár hvers- dagsleikinn er brotinn upp og feng- ist við einhver allt önnur og ný við- fangsefni, og þá getur, hversu und- arlegt sem það nú kann að virðast, verið gott að sigla inn í kvunndag- inn aftur, þar sem hver hlutur er á sínum stað. Nú sé hinsvegar framundan að meta niðurstöður þess sem gert hefur verið á opnu dögunum, kanna hvað betur hefði mátt fara og hvemig staðið verði enn betur að svipuðum dögum þó síðar verði, sagði Þórdís Magnúsdóttir að lok- um. -BB Dagskrárhópur bamaútvarps ásamt tæknimnnmim. Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Fjolbrautaskólinn á Sauðárkróki: Tæplega helmingur braut- skráðra nemenda búsett- ur á Norðurlandi vestra hans, þá er líka rætt við nokkra atvinnurekendur á Sauðárkróki, um tengsl skólans við atvinnulífið. Margt frumsaminna og þýddra greina er í blaðinu, sem er hið vand- aðasta í allri gerð, og er því dreift inn á hvert heimili í kjördæminu. Af annarri fjölmiðlun, þar sem einnig fer fram ýmiskonar kynning er Rás F. á S., en það er svæðisút- varp, sem stendur yfir opnu dag- ana, og er útsendingartími frá því klukkan 9 árdegis og misjafnlega langt fram eftir nóttu. Mikið er um tónlistarflutning af ýmsu tagi, en einnig má þar fínna bamaútvarp alla morgna, og viðtalsþætti, meðal annars við gesti á opnu dögunum og ýmsa þá aðra innan skóla og utan, sem standa nærri þeim dag- skráratriðum sem í gangi eru hveiju sinni. Á laugardag var umræðuþáttur sem bar yfírskriftina Fjölbrauta- skólinn á Sauðárkróki, en þar hitt- ust þrír nemendur ásamt þrem kennurum og skólameistara og ræddu stöðu skólans í nútíð og á komandi árum. Spuni, leikið af fingrum fram í boði menningarhópsins eru þeir Pétur Einarsson leikhússtjóri á Akureyri, en hann annast námskeið í ræðumennsku, framsögn og leik- rænni tjáningu, Sigtryggur Jónsson sálfræðingur, sem stýrir námskeið í hópefli og síðast en ekki síst, skáldin „Sjón“ og Einar Már Guð- mundsson, sem ásamt með Geir- laugi Magnússyni skáldi og kennara komu fram á Menningarkvöldi í félagsheimilinu Bifröst á fímmtu- dagskvöldi og lásu úr verkum sínum. Þar flutti einnig einn af Sauðárkróki. í Fjölbrautaskólanum á Sauð- árkróki var hefðbundið skóla- starf brotið upp dagana 16. til 19. mars sl. og haldnir „opnir dagar.“ Undanfarnar vikur hafa nokkrar nefndir nemenda og kennara starfað að undirbúningi þessara daga, en nú er bryddað upp á ýmsu þvi sem i engu likist hinu daglega lffi í þessum eina framhaldsskóla á Norðurlandi vestra. Mikið starf og vel af hendi leyst í viðtali við Jón F. Hjartarson skólameistara kom fram að mikið starf hefur verið leyst af hendi við undirbúning þessara opnu daga, enda væru ótal verkefni í gangi. Til að mynda hefðu nemendur sam- félags- og uppeldisbrauta ásamt kennurum sínum staðið að könnun á viðhorfum Skagfírðinga til skól- ans og menntunar almennt. Meðal annars er kannað hvort menn telja skólann standa jafnfætis öðrum skólum og sambærilegum menntastofnunum, og einnig um áhrif hans á það, hvort unglingar á Norðurlandi vestra haldi frekar áfram námi að loknu grunnskóla- prófí, heldur en ef þessi skóli væri ekki. Þá er kannað viðhorf manna varðandi tengsl skólans við atvinnu- líf á svæðinu og margt fleira. Einnig var gerð könnun á mat- vöruverði í helstu matvöruverslun- um á Sauðárkróki og Varmahlíð. Voru það nemendur í þjóðhagfræði 103 sem unnu þessa könnun, sem fram fór 9. mars síðastliðinn. Þá var gerð könnun á fjölmiðlanotkun bama og unglinga á aldrinum 6 til 16 ára. Þá nefndi skólameistari síðustu könnun á viðhorfí til starfsemi Fjöl- brautaskólans og stöðu braut- skráðra nemenda skólans 1980— 1987. Var leitað svara hjá þessum nemendum um stöðu þeirra nú, búsetu og starf og hvemig þeir teldu að nám það er þeir stunduðu við skólann hefði nýst þeim í áfram- haldandi námi og störfum. Sagði Jón Hjartarson að af svörunum mætti sjá að skólinn væri á réttri braut. Mestu skipti að það vega- nesti sem skólinn veitti nemendum sínum dygði þeim til áframhaldandi náms og starfa. Afdrif þeirra yrðu hinar endanlegu mælistikur skóla- haldsins. Skólameistari benti á það sem Keppt í „afbrigðilegum“ iþróttum - hér er það bjórdrykkja. Motyunbiaðiö/Bjöm Bjömsson fram kemur í skólablaðinu Mold- uxa, í niðurlagsorðum Magnúsar Einarssonar, þar sem hann ræðir niðurstöður könnunarinnar um gildi skólans, en þar segir: „Könnun af þessu tagi sem hér hefur verið kjmnt í stórum dráttum hefur án efa mikið gildi fyrir alla þá sem huga að hlutverki skólans fyrir kjör- dæmið. Afgerandi meirihluti braut- skráðra nemenda 1980—87 eru ánægðir með dvöl sína í skólanum. Tæpur helmingur brautskráðra nemenda eru búsettir á Norðurlandi vestra og stunda þar sína atvinnu. Framhaldsmenntun sína verða menn aðallega að sækja til Reykjavíkur eða útlanda." Niðurstöður allra þessara kann- ana voru síðan birtar í útvarpi skól- ans, sem starfaði opnu dagana, en í þeim þáttum sem um þetta fyöll- uðu voru niðustöður kynntar, skýrð- ar og ræddar af viðkomandi aðilum. Skemmtilegir dagar en erfiðir Eva Hjörtína Ólafsdóttir er for- maður nemendafélags F. á S. þetta skólaár. Hún sagði, sem aðrir, að þessir opnu dagar væru ánægjuleg tilbreyting frá annarskonar önnum við nám og skólastarf. Nemendur skiptust í nokkra stóra hópa sem afmörkuðu sér verkefni, en út frá hveijum hópi væru angar í allar áttir þar sem hver ynni að sínu. Kynning á starf- semi skólans Eitt af því veigamesta sem nem- endur hefðu gert núna til kynningar á skólanum og skólastarfínu sagði Eva vera útgáfu blaðsins Molduxa, og er þetta 1. tölublað 7. árgangs, sem nú kemur fyrir augu lesenda. í blaðinu eru viðtöl við skólameist- ara Jón F. Hjartarson, þar sem hann fjallar um innra starf skólans og stöðu hans svo og þær hugmynd- ir sem uppi eru um áframhaldandi uppbyggingu skólamannvirkja. Þá er í blaðinu rætt við ýmsa nemendur, bæði þá sem stunda nám samkvæmt hefðbundinni leið, svo og aðra sem eru að taka upp þráð- inn að nýju eftir margra ára hlé. Viðtal er við formann skóla- nefndar, Þorbjöm Ámason, sem fjallar meðal annars um sérstöðu Fjölbrautaskólans, vegna þess hve mörg sveitarfélög standa að rekstri nemendum skólans, Kjartan Grét- arsson frumsamin ljóð við undirleik Hauks FY. Þorsteinssonar. Á Menningarkvöldinu söng einn- ig blandaður kór skólans við stjóm og undirleik Rögnvalds Valbergs- sonar, og nokkrir þátttakendur leik- listamámskeiðs sýndu spuna, einn- ig var lesið úr verkum nokkurra höfunda. Var Menningarkvöldi þetta hið ágætasta í alla staði, og hefðu vissulega fleiri bæjarbúar mátt koma og njóta þess sem þama var fram borið. Hraust sál í heil- brigðum líkama, — eða öfugt. I nýja íþróttahúsinu fór íþrótta- hópurinn á kostum. Klukkan 8.30 árdegis drifu hópar sig í morgun- leikfími, en síðan voru kynntar bæði hefðbundnar og afbrigðilegar íþróttir, komið á fírmakeppni í margskonar greinum, keppt í inn- anhússfótbolta og blaki svo eitthvað sé nefnt. Þá var á laugardaginn sveitakeppni í skák, fundinn sterk- asti maður Fjölbrautaskólans, og haldin námskeið í líkamsrækt. Umhverfið kemur öllum við Umhverfíshópurinn var ef til vill sá hópurinn sem hvað minnstu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.