Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 43 Húsavík: Eyjólfm' Ein- arsson sýnir í Safnahúsinu EYJÓLFUR Einarsson opnar málverkasýningu fimmtudaginn 24. mars kl. 20 í Safnahúsinu á Húsavík. Á sýningunni verða 30 olíu- og vatnslitamyndir. Sýningin stendur yfír til 27. mars og verður opin daglega frá kl. 15 til 22. (Fréttatilkynning) Hljómsveitin Lost heldur tónleika í DAG, fimmtudaginn 24. mars, heldur norðlenska hljómsveitin Lost sina fyrstu tónleika sunnan heiða, nánar tiltekið í veitinga- staðnum Duus-húsi. Hljómsveit þessi hefur hlotið nokkra athygli þrátt fyrir að hún hafí eingöngu spilað í heimabæ sínum, Akureyri. T.d. spilaði hún með Sykurmolunum þar nyrðra og fyrir skömmu hélt hún tónleika í Borgarbíói. Hljómsveitimar Ham og Yesminis pestis spila ásamt Lost á tónleikunum í kvöld sem hefjast kl. 21. Morgunblaðið/Sverrir Eyjólfur Einarsson við eitt verka sinna í FÍM-salnum í Reykjavík þar sem hann sýndi fyrir skömmu. Úr hinni nýju verslun Sjónvarpsmiðstöðvarinnar við Laugaveg. Frá vinstri eru Hreinn Erlendsson, Ragnar Gunnarsson, Elísabet Páls- dóttir verslunarstjóri og Arthur Moon. Sjónvarps- miðstöð- in á tveimur stöðum Sjónvarpsmiðstöðin hf. í Síðumúla hefur nýlega fært út kvíarnar og opnað aðra verslun á Laugavegi 80. Markmið hinnar nýju verslunar er að auðvelda viðskiptavinum að skoða úrval bíltækja, sjónvarps- tækja og hljómtækja sem verslunin hefur upp á að bjóða. Eigendur Sjónvarpsmiðstöðvar- innar hf. eru Hreinn Erlendsson og Arthur Moon. Samband íslenzkra sveitarfélaga: Fulltrúaráðs- fundur hefst í dag ÁRLEGUR fulltrúaráðsfundur Sambands íslenzkra sveitarfé- laga verður haldinn dagana 24. og 25. mars í húsakynnum sam- bandsins á Háaleitisbraut 11, Reykjavik. Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, mun flytja ávarp í upphafí fundarins. Helstu mál fundarins verða verkaskipting ríkis og sveitarfé- laga, gjaldheimtur, endurskoðun tekjustofnalaga og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga og viðhorf í samein- ingarmálum sveitarfélaga. I fulltrúaráði sambandsins eiga sæti 34 fulltrúar úr öllum lands- hlutum. Auk þeirra sitja fundinn formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga. í fulltrúaráði sambandsins eiga sæti 34 fulltrúar úr öllum lands- hlutum. \uk þeirra sitja fundinn formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga. (Fréttatilkynning) Bridssambandið eignast húsnæðið við Sigtún að fullu REYKJAVÍKURBORG og Brids- samband íslands undirrituðu á' þriðjudag samning um að Brids- sambandið kaupi eignahlut borg- arinnar i húsinu númer 9 við Sigtún sem þessir aðilar festu sameiginlega kaup á fyrir um það bil 2 árum. „Það er stór áfangi í starfí Brids- sambandsins að eignast þetta hús- næði að öllu leyti og mikil lyftistöng fyrir starfsemi þess,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson forseti Brids- sambandsins. „Hér hýsum við eins mikið af reglulegum spilakvöldum í Reykjavík og við getum, og eins nýtum við húsið fyrir alla okkar starfsemi. Hér höfum við opna skrifstofu og höfum hér æfingaað- stöðu fyrir landsliðið. Það mun æfa hér fyrir Norðurlandamótið, sem verður haldið hér á landi í júní- mánuði," sagði Jón Steinar. Bridssambandið og Reykjavíkur- borg keyptu húsið saman fyrir tveimur ánim eftir að Guðmundur Kr. Sigurðsson, heiðursfélagi Brids- sambandsins, gaf sambandinu íbúð sína svo það gæti fest kaup á hús- næði. Jón Steinar Gunnlaugsson forseti Bridssambandsins og Davíð Odds- son borgarstjóri undirrita kaupsamninginn. Við hlið Jóns Steinars situr Guðmundur Kr. Sigurðsson. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Vélritunarkennsla Vélritunarskólinn. S. 28040. I.O.O.F. 5 = 1693248'/j = 5 h. □ Sindri 59883247 = 2 Rvik. I.O.O.F. 11 = 1693248'* = □MÍMIR 598824037 = 6. Frl. □ HELGAFELL 5988032407 VI-2 Keflavík Slysavarnadeild kvenna í Keflavík heldur sinn órlega köku- basar laugardaginn 26. 3. kl. 14.00 i Iðnsveinafélagshúsinu við Tjarnargötu. Fólagskonur munið að koma meö kökur milli kl. 11.00 og 12.00. Stjórnin. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍRIAR11796 og 19533. Páskaferðir Ferðafélagsins: 1) Snœfellsnes - Snœfells- jökull (4 dagar). Gist í svefnpokaplássi i gisti- húsinu Langholti. Staöar- sveit. Gengiö ó Snæfells- jökul. Skoðunarferöir á lág- lendi eins og tími leyfir. 2) Landmannalaugar - skiða- gönguferð (5 dagar). Gist í sæluhúsi F.l. f Laugum, en það er upphitaö og i eld- húsi er gas til eldunar og áhöld. Ekið að Sigöldu og gengið þaðan á skíðum til Lauga (25 km). Feröafélagið annast flutning á farangri. Þrir dagar um kyrrt I Laugum og tíminn notaður til skíöa- gönguferöa um nágrennið. 3) Þórsmörk, 31. mars-2. aprfl (3 dagar). 4) Þórsmörk, 2. aprfl-4. aprfl (3 dagar). 5) Þórsmörk, 31. mars-4. aprfl (5 dagar). í Þórsmörk er gist i Skagfjörðs- skála/Langadal. Hann er upphit- aður, svefnloft stúkuð, tvö eld- hús með öllum óhöldum og rúm- góð setustofa. ' Upplýsingar og farmiðasala á skrífstofu Ferðafélagsins, öldu- götu 3. Brottför f allar ferðimar er kl. 08 að morgni. Til athugunar: Ferðafélagið hef- ur tvo gæslumenn i Landmanna- laugum i mars og april. Nú er kjörið tækifæri fyrir þá sem eiga vetrarfri að dvelja i Laugum og hafa skíðin meö. Þarna er nægur snjór til skiöagönguferða. Sælu- húsið er upphitaö. Eldhús með öllum áhöldum. Heitur lækur ekki langt frá húsinu. Gæslu- menn F.L annast flutning á far- angri til og frá Sigöldu, en þang- að er auövelt að komast á bíl. Leitið upplýsinga á skrifstofu Ferðafélagsins, Öldugötu 3 eða hjá húsvörðum í Laugum gegn- um Gufunesradió. Ferðafélag íslands. i kvöld kl. 20.30 verður almenn samkoma i Þríbúðum, Hverfis- götu 42. Fjölbreytt dagskrá með miklum söng. Kórinn tekur lagið. Samhjálparvinir gefa vitnisburð mánaðarins. Allir velkomnir. Samkoman sem vera átti í Þríbúðum á sunnudag kl. 16.00 færist til og veröur ( Fíladelfiu- kirkjunni kl. 20.00 sama dag. Samhjálp. Almenn samkoma Almenn lofgjörðar- og vakning- arsamkoma verður i Grensás- kirkju i kvöld kl 20.30. Prédikun: Séra Guömundur Örn Ragnars- son. Allir velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SIMAR11798 og 19533. Dagsferðir sunnudag- inn 27. mars: 1) Kl. 10.30 Bláfjöll - Kleifar- vatn / skíðaganga. Ekið að þjónustumiðstöðinni i Blá- flöllum og gengið þaöan. Þeir sem ætla í skíðagönguferðina til Land- mannalauga ættu að nota þessa ferð til undirbúnings. Verð kr. 800. 2) Kl. 13.00 Fjallið eina - Sand- fellsklofi - Sveifluháls. Ekið um Krýsuvikurveg að Hraunhól, gengiö þaðan á Fjallið eina, siðan um Sandfellsklofa á Sveifluháls. Létt og þægileg gönguleið. Verð kr. 600. Brottför frá Umferöarmiðstööinni, austanmegin. Farmiðar við bil. Frítt fyrir böm i fylgd fulloröinna. Komiö með i dagsferöir Ferðafé- lagsins, hæfileg áreynsla - skemmtilegur félagsskapur. Ferðafélag islands. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almennur bibliulestur í kvöld kl. 20.30. Atlir hjartanlega velkomnir. VEGURINN Kristið samfélag Þarabakki 3 Bibliulestur og bænastund i kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. m Útivist, Páskar í Þórsmörk 3 og 5 dagar. Góð gisting í Úti- vistarskálunum Básum. Páskar á Snæfellsnes Snæfellsjökul 3 og 5 dagar. Gist ó Lýsuhóli. Sundlaug. Páskará Fimmvörðuhálsi og Suöurjöklunum. Góð 5 daga skíðagönguferð. Brottför 31. mars kl. 9 og i Þorsmörk 2. april. Það leiðist engum i Útivist- arferö. Athl Það borgar sig að gerast Útivistarfélagi, þvi félagar fá afslátt af ferðum. Fjallaferð f Noregi 20. ágúst, 9 dagar. Sætum fækkar ört. Sjá nánar í frétta- bréfi. Uppl. og farm. á skrifst., Grófinni 1, simar: 14606 og 23732. Sjáumstl Útivist, ferðafélag. Orð lífsins Samkoma verður i kvöld kl. 20.30 á Smiðjuvegi 1, Kópavogi (sama hús og Útvegsbankinn). Allir velkomnir! Aðalfundur AD-KFUM og skógarmanna. Athugið að fundurinn hefst kl. 20.00 á Amtmannsstíg 2b. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir karlar velkomnir. §Hjálpræðis- herinn *) Kirkjustræti 2 I kvöld kl. 20.30. Almenn sam- koma. Major Gilbert Ellis æsku- lýðsleiðtogi og fru Reidun frá Noregi syngja og tala. Föstudag kl. 20.00. Bæn og lof- gjörð (hjá Sigríöi) i Höröalandi 4. Allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.