Morgunblaðið - 24.03.1988, Síða 43

Morgunblaðið - 24.03.1988, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 43 Húsavík: Eyjólfm' Ein- arsson sýnir í Safnahúsinu EYJÓLFUR Einarsson opnar málverkasýningu fimmtudaginn 24. mars kl. 20 í Safnahúsinu á Húsavík. Á sýningunni verða 30 olíu- og vatnslitamyndir. Sýningin stendur yfír til 27. mars og verður opin daglega frá kl. 15 til 22. (Fréttatilkynning) Hljómsveitin Lost heldur tónleika í DAG, fimmtudaginn 24. mars, heldur norðlenska hljómsveitin Lost sina fyrstu tónleika sunnan heiða, nánar tiltekið í veitinga- staðnum Duus-húsi. Hljómsveit þessi hefur hlotið nokkra athygli þrátt fyrir að hún hafí eingöngu spilað í heimabæ sínum, Akureyri. T.d. spilaði hún með Sykurmolunum þar nyrðra og fyrir skömmu hélt hún tónleika í Borgarbíói. Hljómsveitimar Ham og Yesminis pestis spila ásamt Lost á tónleikunum í kvöld sem hefjast kl. 21. Morgunblaðið/Sverrir Eyjólfur Einarsson við eitt verka sinna í FÍM-salnum í Reykjavík þar sem hann sýndi fyrir skömmu. Úr hinni nýju verslun Sjónvarpsmiðstöðvarinnar við Laugaveg. Frá vinstri eru Hreinn Erlendsson, Ragnar Gunnarsson, Elísabet Páls- dóttir verslunarstjóri og Arthur Moon. Sjónvarps- miðstöð- in á tveimur stöðum Sjónvarpsmiðstöðin hf. í Síðumúla hefur nýlega fært út kvíarnar og opnað aðra verslun á Laugavegi 80. Markmið hinnar nýju verslunar er að auðvelda viðskiptavinum að skoða úrval bíltækja, sjónvarps- tækja og hljómtækja sem verslunin hefur upp á að bjóða. Eigendur Sjónvarpsmiðstöðvar- innar hf. eru Hreinn Erlendsson og Arthur Moon. Samband íslenzkra sveitarfélaga: Fulltrúaráðs- fundur hefst í dag ÁRLEGUR fulltrúaráðsfundur Sambands íslenzkra sveitarfé- laga verður haldinn dagana 24. og 25. mars í húsakynnum sam- bandsins á Háaleitisbraut 11, Reykjavik. Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, mun flytja ávarp í upphafí fundarins. Helstu mál fundarins verða verkaskipting ríkis og sveitarfé- laga, gjaldheimtur, endurskoðun tekjustofnalaga og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga og viðhorf í samein- ingarmálum sveitarfélaga. I fulltrúaráði sambandsins eiga sæti 34 fulltrúar úr öllum lands- hlutum. Auk þeirra sitja fundinn formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga. í fulltrúaráði sambandsins eiga sæti 34 fulltrúar úr öllum lands- hlutum. \uk þeirra sitja fundinn formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga. (Fréttatilkynning) Bridssambandið eignast húsnæðið við Sigtún að fullu REYKJAVÍKURBORG og Brids- samband íslands undirrituðu á' þriðjudag samning um að Brids- sambandið kaupi eignahlut borg- arinnar i húsinu númer 9 við Sigtún sem þessir aðilar festu sameiginlega kaup á fyrir um það bil 2 árum. „Það er stór áfangi í starfí Brids- sambandsins að eignast þetta hús- næði að öllu leyti og mikil lyftistöng fyrir starfsemi þess,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson forseti Brids- sambandsins. „Hér hýsum við eins mikið af reglulegum spilakvöldum í Reykjavík og við getum, og eins nýtum við húsið fyrir alla okkar starfsemi. Hér höfum við opna skrifstofu og höfum hér æfingaað- stöðu fyrir landsliðið. Það mun æfa hér fyrir Norðurlandamótið, sem verður haldið hér á landi í júní- mánuði," sagði Jón Steinar. Bridssambandið og Reykjavíkur- borg keyptu húsið saman fyrir tveimur ánim eftir að Guðmundur Kr. Sigurðsson, heiðursfélagi Brids- sambandsins, gaf sambandinu íbúð sína svo það gæti fest kaup á hús- næði. Jón Steinar Gunnlaugsson forseti Bridssambandsins og Davíð Odds- son borgarstjóri undirrita kaupsamninginn. Við hlið Jóns Steinars situr Guðmundur Kr. Sigurðsson. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Vélritunarkennsla Vélritunarskólinn. S. 28040. I.O.O.F. 5 = 1693248'/j = 5 h. □ Sindri 59883247 = 2 Rvik. I.O.O.F. 11 = 1693248'* = □MÍMIR 598824037 = 6. Frl. □ HELGAFELL 5988032407 VI-2 Keflavík Slysavarnadeild kvenna í Keflavík heldur sinn órlega köku- basar laugardaginn 26. 3. kl. 14.00 i Iðnsveinafélagshúsinu við Tjarnargötu. Fólagskonur munið að koma meö kökur milli kl. 11.00 og 12.00. Stjórnin. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍRIAR11796 og 19533. Páskaferðir Ferðafélagsins: 1) Snœfellsnes - Snœfells- jökull (4 dagar). Gist í svefnpokaplássi i gisti- húsinu Langholti. Staöar- sveit. Gengiö ó Snæfells- jökul. Skoðunarferöir á lág- lendi eins og tími leyfir. 2) Landmannalaugar - skiða- gönguferð (5 dagar). Gist í sæluhúsi F.l. f Laugum, en það er upphitaö og i eld- húsi er gas til eldunar og áhöld. Ekið að Sigöldu og gengið þaðan á skíðum til Lauga (25 km). Feröafélagið annast flutning á farangri. Þrir dagar um kyrrt I Laugum og tíminn notaður til skíöa- gönguferöa um nágrennið. 3) Þórsmörk, 31. mars-2. aprfl (3 dagar). 4) Þórsmörk, 2. aprfl-4. aprfl (3 dagar). 5) Þórsmörk, 31. mars-4. aprfl (5 dagar). í Þórsmörk er gist i Skagfjörðs- skála/Langadal. Hann er upphit- aður, svefnloft stúkuð, tvö eld- hús með öllum óhöldum og rúm- góð setustofa. ' Upplýsingar og farmiðasala á skrífstofu Ferðafélagsins, öldu- götu 3. Brottför f allar ferðimar er kl. 08 að morgni. Til athugunar: Ferðafélagið hef- ur tvo gæslumenn i Landmanna- laugum i mars og april. Nú er kjörið tækifæri fyrir þá sem eiga vetrarfri að dvelja i Laugum og hafa skíðin meö. Þarna er nægur snjór til skiöagönguferða. Sælu- húsið er upphitaö. Eldhús með öllum áhöldum. Heitur lækur ekki langt frá húsinu. Gæslu- menn F.L annast flutning á far- angri til og frá Sigöldu, en þang- að er auövelt að komast á bíl. Leitið upplýsinga á skrifstofu Ferðafélagsins, Öldugötu 3 eða hjá húsvörðum í Laugum gegn- um Gufunesradió. Ferðafélag íslands. i kvöld kl. 20.30 verður almenn samkoma i Þríbúðum, Hverfis- götu 42. Fjölbreytt dagskrá með miklum söng. Kórinn tekur lagið. Samhjálparvinir gefa vitnisburð mánaðarins. Allir velkomnir. Samkoman sem vera átti í Þríbúðum á sunnudag kl. 16.00 færist til og veröur ( Fíladelfiu- kirkjunni kl. 20.00 sama dag. Samhjálp. Almenn samkoma Almenn lofgjörðar- og vakning- arsamkoma verður i Grensás- kirkju i kvöld kl 20.30. Prédikun: Séra Guömundur Örn Ragnars- son. Allir velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SIMAR11798 og 19533. Dagsferðir sunnudag- inn 27. mars: 1) Kl. 10.30 Bláfjöll - Kleifar- vatn / skíðaganga. Ekið að þjónustumiðstöðinni i Blá- flöllum og gengið þaöan. Þeir sem ætla í skíðagönguferðina til Land- mannalauga ættu að nota þessa ferð til undirbúnings. Verð kr. 800. 2) Kl. 13.00 Fjallið eina - Sand- fellsklofi - Sveifluháls. Ekið um Krýsuvikurveg að Hraunhól, gengiö þaðan á Fjallið eina, siðan um Sandfellsklofa á Sveifluháls. Létt og þægileg gönguleið. Verð kr. 600. Brottför frá Umferöarmiðstööinni, austanmegin. Farmiðar við bil. Frítt fyrir böm i fylgd fulloröinna. Komiö með i dagsferöir Ferðafé- lagsins, hæfileg áreynsla - skemmtilegur félagsskapur. Ferðafélag islands. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almennur bibliulestur í kvöld kl. 20.30. Atlir hjartanlega velkomnir. VEGURINN Kristið samfélag Þarabakki 3 Bibliulestur og bænastund i kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. m Útivist, Páskar í Þórsmörk 3 og 5 dagar. Góð gisting í Úti- vistarskálunum Básum. Páskar á Snæfellsnes Snæfellsjökul 3 og 5 dagar. Gist ó Lýsuhóli. Sundlaug. Páskará Fimmvörðuhálsi og Suöurjöklunum. Góð 5 daga skíðagönguferð. Brottför 31. mars kl. 9 og i Þorsmörk 2. april. Það leiðist engum i Útivist- arferö. Athl Það borgar sig að gerast Útivistarfélagi, þvi félagar fá afslátt af ferðum. Fjallaferð f Noregi 20. ágúst, 9 dagar. Sætum fækkar ört. Sjá nánar í frétta- bréfi. Uppl. og farm. á skrifst., Grófinni 1, simar: 14606 og 23732. Sjáumstl Útivist, ferðafélag. Orð lífsins Samkoma verður i kvöld kl. 20.30 á Smiðjuvegi 1, Kópavogi (sama hús og Útvegsbankinn). Allir velkomnir! Aðalfundur AD-KFUM og skógarmanna. Athugið að fundurinn hefst kl. 20.00 á Amtmannsstíg 2b. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir karlar velkomnir. §Hjálpræðis- herinn *) Kirkjustræti 2 I kvöld kl. 20.30. Almenn sam- koma. Major Gilbert Ellis æsku- lýðsleiðtogi og fru Reidun frá Noregi syngja og tala. Föstudag kl. 20.00. Bæn og lof- gjörð (hjá Sigríöi) i Höröalandi 4. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.