Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988
Afmæliskveðja:
Sr. Þorsteinn Jóhann-
esson fv. prófastur
Glæsimennið og höfðinginn, séra
Þorsteinn Jóhannesson, fv. prófast-
ur í Vatnsfirði við ísafjarðardjúp, á
í dag níræðisafmæli. Hann hélt
Vatnsfjarðarstað frá 1928 til 1955
en gegndi jafnframt Nauteyrar- og
Unaðsdalssóknum. Áður hafði hann
gegnt prestsembætti í Staðar-
prestakalli í Steingrímsfírði í 4 ár.
Séra Þorsteinn var prófastur í
Norður-ísafjarðarprófastsdæmi frá
1939 til 1955. Á árinu 1942 gegndi
hann einnig prestsstörfum í Isa-
fj arðarprestakalli.
Um Vatnsfjörð er mikil saga allt
frá Söguöld. Þar bjuggu frægir
höfðingjar, ekki allir jafnfriðsamir,
en margir mikilhæfir menn og
ágætir. Fyrsta prestsins er getið
þar um 1118 til 1143. Síðan munu
um eða yfir 30 prestar hafa setið
Vatnsfjarðarstað. Skal hér aðeins
getið séra Hjalta Þorsteinssonar,
er bjó þar þar árin 1692 til 1742,
hámenntaður og fjölhæfur lista-
maður. Málaði hann myndir af
mörgum samtíðarmönnum sínum,
auk þess sem hann prýddi kirkju
sína fagurlega. Er margt listaverka
hans nú varðveitt í þjóðminjasafn-
inu.
Við Vatnsfjörð eru einnig kennd-
ir þrír Vatnsfjarðarannálar, sem
allir eru skráðir af prestum staðar-
ins. En út í þá sálma verður ekki
farið hér.
— Þegar séra Þorsteinn Jóhann-
esson kemur í Vatnsfjörð tekur
hann við af séra Páli ólafssyni, sem
setið hafði staðinn í tæp 30 ár með
sæmd.
Djúpmenn tóku séra Þorsteini og
fjölskyldu hans frá upphafi mjög
vel. Hann þótti ágætur kennimað-
ur, allra manna fríðastur og ljúf-
menni í allri framkomu. Gerðist
hann ekki aðeins mikilhæfur prest-
ur heldur ágætur bóndi, sem sat
hið foma höfuðból af skörungsskap.
Séra Þorsteinn er ættaður úr
Norður-Þingeyjarsýslu af dugmikl-
um og gáfuðum bændaættum. Frú
Laufey Tryggvadóttir, kona hans,
er hinsvegar ættuð frá Seyðisfirði
eystra, mikilhæf ogglæsilega kona.
Þegar þessi ungu prestshjón
fluttu í Vatnsfjörð unnu þau sér
þegar miklar vinsældir og virðingu
héraðsbúa og allra er þeim kynnt-
ust.
Séra Þorsteinn tók mikmn þátt
í félagsmálum Djúpmanna. í Reykj-
arfjarðarhreppi gegndi hann mörg-
um trúnaðarstörfum og Norður-
ísfirðingar sýndu honum margvís-
legan sóma. Hann var þar m.a. lengi
f yfírkjörstjóm sýslunnar, ásamt
þeim Jóni Fjalldal á Melgraseyri og
Páli Pálssyni í Þúfum. Minnist ég
ágætrar og ábyrgrar samvinnu
þessara mætu manna, sem unnu
störf sín af sérstakri réttlætiskennd
og varfæmi, sem ekki er síst mikils-
ven3 í því vandasama starfi.
Öll framkoma séra Þorsteins
mótaðist jafnan af einstæðri prúð-
mennsku. Þessvegna treystu hon-
um allir. Ágætar gáfur og réttsýni
em höfuðeinkenni skapgerðar hans.
Náin og ástúðleg samvinna prests-
hjónanna í Vatnsfírði var öllum til
fyrirmyndar. Þau hjón em mikið
gæfufólk. Þau eignuðust 5 böm,
þrjá syni og tvær dætur. Em þau:
Tryggvi læknir í Reykjavík, Þuríður
húsfreyja í Reykjavík, Jóhannes
vélstjóri á ísafirði, Jónína húsfreyja
í Reykjavík og Haukur tannlæknir
í Reykjavík. 011 em þau glæsilegt
og vel gert fólk.
Fólkið við ísafjaðardjúp á allar
minningar góðar og bjartar um séra
Þorstein og frú Laufeyju og böm
þeirra. Þeirra var saknað þegar þau
kvöddu Djúpið. Séra Þorsteinn
gerðist þá um skeið fulltrúi í Dóms-
og kirkjumálaráðuneytinu í
Reykjavík.
Nú njóta þau hjón friðsælla efri
ára við ástríki frænda og vina.
Ég leyfi mér að flytja þeim og
skylduliði þeirra hugheilar kveðjur
og heillaóskir að vestan. Vináttu
þeirra minnist ég með þakklæti og
virðingu.
Sigurður Bjamason
frá Vigur.
Í dag er vinur minn og tengda-
faðir, Þorsteinn Jóhannesson, fyrr-
um prófastur í Vatnsfirði, níutíu
ára. Langar mig af því tilefni að
senda honum dálitla afmæliskveðju.
Ég kom fyrst í Vatnsfjörð, sem
þá var heimili tilvonandi tengdafor-
eldra minna, um miðjan júní 1946.
Tilefni ferðarinnar var að kvæn-
ast dóttur þeirra, Þuríði, og fór
vígslan fram í Vatnsfjarðarkirkju
15. júní 1946.
Fýrstu orðaskipti, sem ég man
glögglega eftir þama fyrir vestan
voru, þegar frú Þuríður Þorsteins-
dóttir, móðir séra Þorsteins, spurði
mig „hvort enginn af mínu fólki
myndi verða við brúðkaupið". Ég
sagði, að svo yrði ekki og tilgreindi
gildar ástæður. Hún svaraði að
bragði og sagði: „Það kemur ekk-
ert að sök. Hér verða allir vinir
þínir."
Og stórmannlega og glæsilega
hvíthærða konan sem mér þótti
ákaflega vænt um frá þessari
stundu, hafði sannarlega rétt að
mæla. Allir tóku mér opnum örm-
um, ekki síst elskuleg tengdamóðir,
Laufey Tryggvadóttir, og Þorsteinn
tengdafaðir. Eg minnist einnig hvað
mér varð starsýnt á þau. Mér fannst
eins og skaparinn hefði vandað
hvem andlitsdrátt þeirra og ekkert
hugsað annað á meðan.
Sömu áhrifa og ég varð þama
fyrir virðist m.a. gæta í öðru erindi
brúðkaupskvæðis Gústafs A. Jónas-
sonar, ráðuneytisstjóra, er hann
orti til þeirra hjóna, en þar segir:
„Misjafnt drottinn mönnum velur,
misjafnt gæðin fram hann telur,
æðsta hnoss hann einum selur,
ystu myrkur hinum býr.
Vegum sumra í viilu ’ann snýr.
Einum fær hann ástarmeyna,
aðra dæmir hann piparsveina,
ég skil þig ekki, ó drottinn dýr.“
Það er þó ekki glæsimennskan
ein, sem mest hrífur hug þeirra, sem
kynni hafa af þessum hjónum, held-
ur nærfærinn hlýhugur og háttvísi,
sem birtist í öllum orðum þeirra og
gerðum.
Af alhug vaka þau yfir velferð
fjölskyldu sinnar og vina oggleyma
aldrei þegnum drengskap. A heim-
ili þeirra er gott og gaman að vera.
Hljómlist og söngur hafa ætíð
skipað þar veglegan sess, oftast
undir traustri forystu afmælis-
bamsins, sem ávallt er hrókur alls
fagnaðar.
Böm þeirra, Tryggvi, Þuríður,
Jóhannes, Jónína, Haukur og fóst-
urdætumar Elín Jónsdóttir og Sig-
urlína Helgadóttir em líka öll tón-
elsk og vel gefið fólk.
Ekki má gleyma að minnast og
þakka frábærar og myndríkar ræð-
ur, sem afmælisbamið hefir haldið
á hátíðastundum fjölskyldunnar.
Ekki heldur þeim fjömgu og
skemmtilegu viðræðum, sem_ hann
er meistari í að halda uppi. í gleði
er hann hófsamur, í starfi farsæll,
enda mildur og þroskaður víðsýnis-
og gáfumaður.
Að lokum vil ég, elskulegi
tengdafaðir, þakka þér hveija
stund, sem við höfum átt saman,
og óska þér hjartanlega til ham-
ingju með níræðisafmælið.
Þín minnist égjafnan, er ég heyri
góðs manns getið.
Barði Friðriksson
Níræður er í dag sr. Þorsteinn
Jóhannesson, þjóðkunnur maður og
mikilhæfur í prestastétt.
Sr. Þorsteinn Jóhannesson er
fæddur 24. mars 1898 í Ytri-Tungu
á Ijömesi. Foreldrar hans Jóhannes
Jóhannesson bóndi og sýsluskrifari,
Ytri-Tungu síðar bóndi á Ytra-Lóni
á Langanesi og kona hans Þuríður
Þorsteinsdóttir prests á Þórodds-
stað, Jónssonar, prests Þorsteins-
sonar sem Reykjahlíðarætt er kom-
in frá.
Þorsteinn Jóhannesson hóf nám
á Akureyri og útskrifaðist úr Gagn-
ULTRA
GLOSS
\\ Ekkert venjulegt bílabón
uÖrg£|heldur glerhörð lakkbrynja!
Bíft\ VEIST
iBÓHl þQ
MUNINN?
„Glerungur", ekki vax.
ULTRA GLOSS er hvorki vax, harp-
is né silikon. Það flokkast undir
bóngljáa, sem ,á ensku kallast
„paint sealant". í bókstaflegri þýö-
ingu merkir orðið „lakk þéttiT',
sem við höfum íslenskað I „lakk-
brynju". Yf irborð lakksins er hrein-
lega innsiglað gegn utanaðkom-
andi veðrunaráhrifum og óþrifum.
Þó tilgangurinn sé augljós, þá er
þettameiraspurning um endingu.
Til eru 3 tegundir af „paint seal-
ants", þ.e. grunnefniö geturverið:
plast, teflon eða gler. í ULTRA
GLOSSerglergrunnur, sem trygg-
ir bæði styrkleika og endingu.
Sterkasta handbóniö
á markaðnum.
Grunnefniö i ULTRA GLOSS heitir
„Siloxine", en þaö eru örþunnar
glerflögur (micro-chips), sem að-
eins verða greindar i smásjá. Með
flókinni aöferö, sem byggist á
blöndunarröð og breytilegu hita-
stigi, er siloxini blandað saman
öðrum efnum, sem tryggja sterka
bindingu gljáans við allar gerðir
lakks. Eftir að bill hefur verið bón-
aöur með ULTRA GLOSS, verður
efnahvarf, svipað þvl þegar
tveggja þátta viögeröarefnum er
blandað saman. Samruninn við
lakkið tekur 12-36 tíma, allt eftir
umhverfishita. Þannig . myndar
ULTRA GLOSS nlðsterkan „gler-
ung“ I yfirbor Ji lakksins, sem ver
það fýrir salti, tjöru, útblásturs
sóti og öðrum óhreinindum.
Ending langt umfram
heföbundnar bóntegundir.
Erlendis ábyrgist framleiðandi, að
ULTRA GLOSS veiti 18 mánaða
veðrunarvörn. Hérlendis hafa ver-
iðgerðarmargartilraunirvarðandi
þetta atriöi. Niðurstöður sýna, aó
I rigningu perlar vel á vélarhlff og
þaki, 8 mánuöum eftir að bónað
var. Einnig eráberandi hve auðvelt
er að þrlfa bllinn, sem einnig er
sönnun þess, að varnarlagiö er
enn fyrir hendi.
Þetta er I rauninni afar eðlilegt
þegar haft er I huga hvernig vörn
ULTRA GLOSS er. Ef yfirboró
lakks er skoöað I smásjá, þá er
áferð þess svipuö hraunhellu.
Hugsumokkurað við hellumeftir-
farandi efnum — I fljótandi formi,
á 3 slíkar hellur: Vaxi, plasti og
gleri. Við storknun fá yfirborðin á
sig sléttaog fallegaáferö. En hvaö
með endingu? Við hita bráðnar
vaxið og gufar upp, rétt eins og öll
vaxbón I sólskini. Vaxiö þvæst
auk þess auóveldlega af með ollu-
eyði. Plastið þolir hitann mun bet-
ur, en þvæst af með ollueyði auk
þess að plast sem sllkt er ekki slit-
sterkt efni. Glerið (ULTRA GLOSS)
þolir hitann fullkomlega, auk þess
sem það endurkastar útfjolublá-
um sólargeislum, en þeir eru meg-
in orsök þess að lakk upplitast.
Tjörueyðlr vinnur ekki á glerinu,
enda er ULTRA GLOSS eini bón-
gljáinn, fáanlegur á íslenskum
bersínsölum, sem þolir þvott
með tjörueyði. Þar með rætist
draumur bónara, um að glans og
glæsilegt útlit geti enst mánuð-
um saman.
Létt í notkun.
í Islenskum leióbeiningum meö
bóninu kemur fram hve létt er að
bóna með ULTRA GLOSS. Bónið
er einfaldlega borið á, látið þorna
og slöan þurrkað af með hreinum
klút. Hinsvegar eru tvö atriöi, sem
hafa ber I huga þegar bónað er. í
fyrsta lagi að hitastig sé ekki und-
ir 5 gráöum. Bónið myndi hrein:
lega ekki þorna við þann hita. í
öðru lagi, að ekki hellirigni á bll-
inn næstu 6-12 tlma. Tlminn mið-
ast við hitastig milli 15-5 stig. Mik-
ill vatnsagi þennan tlma hefur
áhrif á endinguna. Hinsvegar skal
bent á, að hægt er að bóna með
ULTRA GLOSS, t.d. með stuttu
millibili þegar aðstæður eru hag-
stæðar, og byggja þannig upp
sterka varnarskel, sem auk þess
styrkir lakkið verulega gegn stein-
kasti. Nýtt lag bætist ofan á gam-
alt, ef bóninu er nuddað létt á bll-
inn. í þessu sambandi skal aftur
vakin athygli á, að bónlagið sem
fyrirerþvæstekki af þótt bllinn sé
þveginn áður með tjörueyöi. Þetta
er ekki mögulegt með neinu ööru
handbóni, og gagnast þeim vel,
sem nýta sér þjónustu þvotta-
stööva reglulega.
Reynsla.
Eftir 3ja ára reynslu af ULTRA
GLOSS hérlendis er Ijóst, að þeir
sem notaö hafa bónið, kaupa það
aftur og aftur. Þeir sem til þekkja,
vita að helsti ókostur vaxbóns er
að tjara sest auðveldlega I vaxið.
Og til að ná tjörunni af þarf slðan
tjörueyði, sem jaf nf ramt þvær vax-
ið af. (vetrarakstri eráberandi hve
litii tjara sest IULTRA GLOSS, auk
þess sem mjög auðvelt er að ná
henni af.
Miðað við endingu er ULTRA
GLOSS með ódýrustu bilabónum
á markaðnum.
Otsölustaðir:
£sso) stöövarnar.
fræðideildinni 1917. Settist síðan í
Menntaskólann í Reykjavík. Er
hann því 68 ára stúdent í vordög-
um, en af 24 þeirra er útskrifuðust
1920 eru á lífi tveir, Sveinbjöm
Sigurjónsson fyrrv. skólastjóri og
Þorsteinn. — Þorsteinn hóf nú nám
í guðfræði er honum féll vel í geð
og lauk prófi 1924.
Þá bauðst honum Staður f
Steingrímsfírði í Strandasýslu og
vígðist hann þangað 1924. Sr. Þor-
steinn hafði nú kvænst 23. júní
1923 Laufeyju Tryggvadóttur
kaupmanns á Seyðisfirði. Þess má
geta að Laufey og Nína Tryggva-
dóttir listmálari vom hálfsystur.
Laufey er myndarkona og listræn,
fríð sínum og mikil húsmóðir, góð
búkona var hún, því oft þarf mikils
við á stóm heimili og búi.
Sr. Þorsteinn sótti heim sr. Guð-
laug Guðmundsson föður Jónasar
skálds, sem áður hafði þjónað Stað
í Steingrímsfirði en var nú blindur
og rúmfastur. Guðlaugi hafði vegn-
að vel á Stað. Hann fræddi nú sr.
Þorstein um brauðið og prestsetrið
og bað honum gæfu og velfamaðar
í starfi hans. — Staður var þá með
betri brauðum á Vestflörðum, jörðin
góð er gaf tækifæri til stórbúskap-
ar, grösugar lendur, æðarvarp og
reki. Þess má geta að margt góðra
presta hafa setið þetta brauð svo
sem sr. Jón Ámason síðar biskup
í Skálholti sem þótti mikilhæfur í
starfí og sr. Magnús Hákonarson
er þótti mikill atgervismaður og
málsnjall.
Ári síðar en þau komu í presta-
kallið fluttu þau að Stað en þá var
reist myndar prestsetur í steini á
staðnum. En í millitíð vom þau á
Hólmavík. Sr. Þorsteinn kom fljót-
lega upp góðu búi, kunni vel við
sig á Ströndinni, landgæðin og fólk-
ið.
1928 losnaði eitt besta brauð
landsins sem var í tölu þeirra er
konungsveiting var á, en þau vom
fimm að tölu. Það var Vatnsfjörð-
ur, ríkur staður og höfðingjasetur
um aldaraðir. Þar vom landgæði
mikil til lands og sjávar svo gott
var þar undir bú og veðursæld inni
í Djúpinu. — í Vatnsfirði hefur
margt sögulegt gerst á liðnum öld-
um og oft setið þar höfðingjar á
veraldarvísu og vildisklerkar, skáld
og listamenn. — Frá síðustu öld
verður manni minnisstæður sr. Þór-
arinn Böðvarsson er var þar prest-
ur, stórbóndi til lands og sjávar og
heppinn læknir. Hann varð síðar
prestur og útvegsbóndi í Görðum á
Álftanesi. í Vatnsfirði lifði hann
sitt blómaskeið og mælti oft er
hann hugsaði vestur: „Þegar ég var
kóngur í Vatnsfirði."
Sr. Þorsteinn hlaut kosningu í
Vatnsfirði og flutti með sér bú-
smala sinn á hið auðsæla prestset-
ur. Búskapurinn rann fljótt upp hjá
honum í Vatnsfirði. Búnaðist hon-
um ágætlega svo hann hafði eitt
stærsta ijárbú á Vestfjörðum. Þá
var þar fískisælt oft, og gagnsöm
hin stora varpey Borgarey, gróður-
sæl með miklu æðarvarpi og lunda-
tekju. Sr. Þorsteinn var góður
sláttumaður, kona hans mikil bú-
kona og stjómsöm. Allt þetta var
til góðs á veraldarvísu til auðsæld-
ar. En prestskapnum gleymdi sr.
Þorsteinn eigi, né hempunni. Hann
var reglusamur embættismaður,
mikilhæfur prestur, ræðumaður
góður og söngmaður. Hann spilaði
á orgel og kenndi sumu fólki.
Sr. Þorsteinn er fyrirmannlegur
og fríður sínum, snyrtimenni og
hinn prestlegasti. Hann var prestur
á stéttunum og tók þátt í hinu dag-
lega lífi sinna sóknarbama. Gest-
risni var mikil á heimili þeirra hjóna.
Gestum og gangandi var vel tekið.
Þá voru oft mikil ferðalög hjá sr.
Þorsteini, sérstaklega er hann þjón-
aði nærliggjandi prestaköllum og
fór hann þá oft sjóveg, en hann
átti jafnan góðan skipakost.
Sr. Þorsteinn varð prófastur í
Norður-ísafjarðarsýslu frá 1939—
1955. Prófastsdæmið var víðlent
og oft erfitt yfírferðar. Sr. Þor-
steinn var formaður prestafélags
Vestfjarða 1939—1944 er stóð um
skeið með miklum blóma. Það gaf
út tímaritið Lindina.
Þeim hjónum sr. Þorsteini og
Laufeyju vegnaði vel í Vatnsfirði
enda er þar fagurt og gróðursælt