Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988
Kosningabaráttan
í Bandaríkjunum:
Dukakis
ervinsælli
en Bush
Washington, Reuter.
DEMÓKRATINN Michael Dukak-
is fengi fleiri atkvœði en repúblik-
aninn George Bush, varaforseti
Bandaríkjanna, ef forsetakosn-
ingarnar færu fram nú, sam-
kvæmt skoðanakönnun Washingt-
on Post og ABC, sem birtist í gær.
Þrátt fyrir þessa niðurstöðu sögð-
ust þrír af hveijum fímm sem spurð-
ir voru álíta að repúblikani bæri sig-
ur úr býtum i íorsetakosningunum.
Áður höfðu kannanir sem gerðar
voru í Michigan og New York gefíð
til kynna að Dukakis nyti meira fylg-
is en Bush.
Þessar þijár skoðanakannanir
benda til þess að verulegar breyting-
ar hafí orðið á tveimur vikum, því
samkvæmt skoðanakönnunum sem
gerðar voru þá naut Bush mests fylg-
is, eftir að hafa sigrað í forkosning-
um 16 ríkja af 17, þriðjudaginn 8.
mars.
I Washington Post segir að í nýju
könnuninni hafí 50 prósent þeirra
sem spurður voru stutt Dukakis og
45 prósent Bush. Áður hafði ABC
skýrt frá þvi að Dukakis hefði feng-
ið 49 prósent og Bush 48. Engin
skýring hefur verið gefín á því hvers
vegna Washington Post og ABC ber
ekki saman um sömu könnunina.
Reuter
Nístingskuldi
Vetur konungur lætur ekki
að sér hæða í Belgiu þessa
dagana og þar sjást þess eng-
in merki að vorið sé í nánd.
Hundurinn nýtur skjólsins í
kápu húsbónda síns í nísting-
skulda og hvassviðri í mið-
borg BrSsel, þar sem þessi
mynd var tekin f gær.
*
Irakar sakaðir um notkun efnavopna:
Fréttamenn vitni
að miklu mannfaJli
Halabjah, Reuter.
ERLENDIR fréttamenn voru í gær fluttir á írönskum þyrlum
að kanna verksummerki í íraska bænum Halabjah, þar sem írak-
ar eru sagðir hafa beitt efnavopnum. Við þeim blasti ófögur
sjón, lík lágu víðs vegar um bæinn, og fréttamennimir segja
að íranskir hermenn hafi þurft að halda kiútum fyrir vitunum
vegna nádauns frá mönnum og dýmm, auk þess sem hugsan-
legt hafi verið að eiturefni væm enn til staðar.
Iranskir embættismenn og íbú- ar hafí beitt efnavopnum sem hafi
ar Halabjah segja að íraski herinn
hafí ítrekað varpað sprengjum á
bæinn eftir að íranir hafí náð hon-
um á sitt vald í síðustu viku. írak-
orðið ijölmörgum íbúa bæjarins
að bana. Talsmaður íranska hers-
ins segir að fimm þúsund manns
hafi fallið. Ekki var hægt að fá
England:
Patrick Steptoe látiun
Canterbury, Reuter.
BRESKI læknirinn Patrick
Steptoe sem frægur varð fyrir
tólf ámm er hann framkvæmdi
fyrstu glasa-fijóvgunina, lést á
heimili sínu á mánudag, 74 ára
að aidri. Hann lést úr krabba-
meini.
Steptoe var fyrstur lækna til
að framkvæma aðgerð þar sem
egg er fijóvgað utan líkama konu
og síðar komið fyrir á ný í legi
hennar. Hann framkvæmdi fyrstu
slíku aðgerðina árið 1977. Steptoe
hefur undanfarin ár framkvæmt
Qölda slíkra aðgerða á einka-
sjúkrahúsi sínu, Boum Hall, í
grennd við Cambridge á Eng-
landi, þar sem fyrsta slíka aðgerð-
in á íslenskri konu var framkvæmd
á síðasta ári.
þessa tölu staðfesta, en frétta-
mennimir sáu fjöldann allan af
líkum í Halabjah og í nálægum
bæjum.
Lík lágu á víð og dreif, við rúst-
ir húsa og úti á götum. Sum héngu
út um bílglugga og virtist sem
fólkið hafí reynt að komast út eft-
ir árásina. Þá hjúfruðu dauð börn
sig að látnum mæðrum sínutn.
Læknar segja að líkin hafi verið
líkust vaxbomum brúðum, og það
gefí til kynna að þau af orðið fyr-
ir eitrun.
Talsmenn íranska hersins gáfu
enga skýringu á árásum íraka á
þessa írösku borg, en einn þeirra
sagði að á síðasta ári hefðu verið
mótmæli gegn stjóminni í bænum
og herinn hefði bælt þau niður. í
kjölfar þess hefði um helmingur
bæjarbúa yfírgefið bæinn.
Iranir segja að flestir þeirra sem
lifðu af árásir íraka hafí verið
fluttir til írans. Bæjarbúar segja
hins vegar að margir þeirra hafi
flúið á til nærliggjandi hæða. Sam-
einuðu þjóðimar hafa þegar sakað
íraka um að hafa beitt bönnuðum
vopnum.
Fjölskylda ungs krabbameinssjúkl-
ings er að drukkna í póstkortum
í VELVAKANDA, lesendadálki Morgunblaðsins, birtist i gær,
miðvikudag, klausa undir yfirskriftinni „Látum draum dauðvona
barns rætast“. Þar var mælst til þess að íslendingar sendu 7 ára
gömlum snáða í Englandi póstkort. Hann væri dauðvona vegna
krabbameins og ætti þann draum heitastan að komast í Heims-
metabók Guinness fyrir að fá sem flest póstkort. Var beiðninni
komið á framfæri við Morgimblaðið fyrir milligöngu TNT Skyp-
ak. stærsta hraðsendingarfyrirtækis í Bretlandi.
I dagblaðinu International Herald Tribune frá 16. mars er
sagt frá litla drengnum. í greininni sem hér birtist þýdd og endur-
sögð koma fram þau gleðilegu tíðindi að ungi snáðinn sé á bata-
vegi. Einnig segir i blaðinu að fjölskylda piltsins sé búin að fá
meira en nóg af póstkortum og
hætt sé að senda þau.
Þegar Mario Morby, 13 ára
gömlum krabbameinssjúklingi, er
færður póstur þá þarf flutninga-
bíla til. Að sögn póstskrifstofunn-
ar í bænum Sutton Coldfíeld í
Englandi fær hann 40 poka í þess-
ari viku úttroðna af póstkortum.
Alls hefur honum borist ríflega
hálf milljón póstkorta. Hans verð-
ur getið í Heimsmetabók Guinness
á þessu ári fyrir að hafa fengið
fleiri póstkort en nokkur annar
og verður það í fyrsta skipti sem
slíkt met er skráð.
Mario segist ekki vita nákvæm-
lega hversu mörg kort hann hefur
fengið. „Ég er búinn að missa
töluna; þau geta verið farin að
nálgast eina milljón," segir Mario.
Hann þjáist af sjaldgæfri tegund
krabbameins en veikindin hafa
rénað, þökk sé umfangsmikilli
læknismeðferð síðan í desember
árið 1985.
Undanfamar tvær vikur hafa
honum borist rúmlega 250.000
póstkort hvaðanæva að úr heimin-
um, frá Tókýó, New York og
Nýja Sjálandi svo dæmi séu tekin.
„Þetta verður að
stoppa“
„Þetta fer að líkjast martröð;
póstkortin eru farin að stjóma lífí
okkar," segir Anna Morby, móðir
Marios. „Póstkortin eru falleg en
list hún eindregið til þess að
þetta verður að stoppa."
David, faðir Marios, hristir höf-
uðið angistarfullur þegar hann
horfír á úttroðna póstpoka í
bílskúmum hjá sér: „I tvö ár höf-
um við barist við hlið Marios. Fyr-
ir tveimur mánuðum virtist byija
að draga úr sjúkdómnum og við
verðum lífsnauðsynlega að hverfa
aftur til eðlilegs lífs."
Faðir Marios er steinsmiður en
síðan sonurinn veiktist hefur hann
unnið hlutastarf hjá alifuglasala í
bænum til þess að geta varið
meiri tíma með Mario. Feðgamir
vaka oft frameftir við að flokka
póstinn og tína til þau kort sem
gætu selst á uppboði sem haldið
verður í maí.
Mest er eftirspumin eftir fom-
legum kortum en í Bretlandi er
algengt að þeim sé safnað. Listi-
lega gerð japönsk póstkort em líka
vinsæl.
Fyrir hálfu ári þegar Mario lá
á sjúkrahúsi í Birmingham kom
til hans kona frá Félagi foreldra
baraa með krabbamein. Læknar
töldu um þær mundir að Mario
hefði helmingsmöguleika á því að
lifa sjúkdóminn af. Konan spurði
drenginn hvort hann væri ekki til
í að ýta úr vör átaki til að gera
hann að mesta póstkortaþega sög-
unnar og komast þarmeð í heims-
metabókina.
Fjölskylda Marios sló til og
Marío Morby fær koss á kinn frá litlu systur á meðan hann flokk-
ar póstkortin sin.
OAH Y 0 U H B L P,
Ho money or giíto requlred Juot a
atamp
}
& pocjtaard
avid ia 7 yeara old and he íb dying fröa oenoe^. íjBia ■ drea
8' to get into the "Guincsa book ot roöord&y'r'forforeoieÝlti
he greateet nuabor of postcarda. You oanhia nako hitfj
reea ooae true niaply by eonding hia e poatoard•* The addroBB
o write to ið : ! > 'j !J.
DAVID
o/o MISS HoWILLIAMB
St MARTINS DE INFANTB 8CH00L
P0RRET WAY
LUTON
ÖED.FORDSIIIKK
I
4.4 •:..U
I
THAHKY0U
l*r.
If you know of anyono tluit would be proparedl to oiroulate
thia poator thon please ikiob e copy on, fíononbpr for only the
prioe . ot a etaap á poetcard you oould help thíe young boyja
drean oone true. 1
Hérna sjást tilmælin sem bárust Morgunblaðinu um að drengur
haldinn banvænu krabbameini óskaði þess að fá sem flest póstkort.
hugsaði sem svo að þetta gæti líka
verið góð leið til að safna fé fyrir
sjúkrahúsið og „sýna þannig þeim
sem björguðu lífí Marios örlítinn
þakklætisvott," eins og faðir Mari-
os orðar það.
Úr bæjarblaði í heims-
frétt
Herferðin byijaði með grein í
bæjarblaðinu um Mario. Hún vatt
upp á sig og sagan af Mario barst
út um allan heim. I upphaflegu
greininni stóð að 12 ára gamall
drengur, sem ekki var nafngreind-
ur, vildi komast í heimsmetabók
Guinnes fyrir að fá fleiri póstkort
en nokkur annar og að hann vildi
einnig safna fé til krabbameins-
rannsókna. Ekki var minnst orði
á að drengurinn þjáðist sjálfur af
krabbameini.
I desember höfðu Mario borist
um það bil 150.000 póstkort, flest
frá Bretlandi. Met hans fékkst
staðfest af Heimsmetabók Guin-
nes og takmarkinu virtist náð.
Svo gerðist það fyrir tveimur
vikum að ný holskefía póstkorta
reið yfír. Næstum þurfti að loka
skóla í Luton vegna þess að nem-
endur í skólanum höfðu boðist til
að taka þátt í mettilraun Marios.
Allt fylltist af póstkortum til
drengsins.
Einhvers staðar á leiðinni til
flarlægra landa bættust þær upp-
lýsingar við upphaflegu tilmælin
að drengurinn ungi héti „Davíð“
og að hann væri „dauðvona vegna
krabbameins" og ætti „einungis
einn mánuð eftir ólifaðan". Þessi
falsboð bárust eftir ýmsum leiðum,
með flarritum fjölþjóðlegra fyrir-
tækja, með tölvuboðkerfum milli
heimsálfa og auk þess birtust aug-
lýsingar í dagblöðum.
Þráir eðilegt líf
Mario á sér nú þá ósk heitasta
að lifa eðlilegu lífi og fást við það
sama og jafnaldrar sínir: diskó-
dans, sund og að hjálpa litlu syst-
ur með heimalærdóminn. í síðustu
viku synti hann tuttugu ferðir í
sundlaug heimabæjar stns í sund-
keppni sem haldin var til styrktar
góðu málefni. Eina langtímamark-
mið hans þessa stundina er að
heimsækja Disneyland.