Morgunblaðið - 24.03.1988, Page 75

Morgunblaðið - 24.03.1988, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 75 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Morgunblaðið/Bjami Oskar Ármannsson lék mjög vel með FH í gærkvöldi og skoraði 10 mörk. Hér sleppur hann framhjá Guðmundi V íkingsfyrirliða. FH-„hraðlestin“ heldur sínu striki „ÞAÐ verður rosalega gaman fyrir handbottaunnendur að fá úrsiitaleik um íslandsmeistara- titilinn. Ég held að lið FH og Vals séu svipuð að styrkleika, þó þau sóu ólík og dagsformið rœður úrslitum. Eg spái 21:19 fyrir FH í þeim leik," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari FH, eftir sigurinn á Víkingum í gœr- kvöldi — 31:25 — en nú er Ijóst að viðureignín að Hlíðarenda nœsta miðvikudag verður hreinn úrslitaleikur. FH hefur einu stigi meira en Valur fyrir þann leik. Leikurinn í gær var skemmtileg ur, hraðinn geysilegur og mikil stemmning í húsinu. Fyrri hálfleik- urinn var mjögjafn, FH-ingar alltaf á undan að skora Skaptí nema í lokin er Hallgrímsson Víkingar náðu eins skrífar marks forskoti, 14:13. FH-ingar komu svo mun ákveðnari til leiks eftir hlé, náðu fljótlega tveggja marka forskoti, sem þeir létu ekki af hendi heldur bættu við. Stjaman : Valur 19 : 21 fþróttahúsið Digranesi, ialands- mótið 1. deild, miðvikudaglnn 23. marz 1988. Gangur ieiksins: 0:1, 3:2, 4:3, 4:6, 6:7, 6:9, 9:10, 13:10, 14:11, 14:13, 16:14, 16:18, 17:20, 18:21, 19:21. MBrk Stjömunnar: Sigurður Bjama- son 7/8, Einar Einarsson 3, Gylfi Birg- isson 4, Skúli Gunnsteinsson 3, Haf- steinn Bragason 1, Hilmar Hjaltason 1. Varin skot: Sigmar Þ. Óskarsson 10. Utan vallar. 6 mínútur. MBrk Vals: Július Jónasson 10/6, Valdimar Grímason 6, J6n Kristjánsson 4, Jakob Sigurðsson 1, Þórður Sigurðs- son 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 14/1. Utan vallar: 6 mfnútur. Rautt spjald: Þórður Sigurðsson. Dómarar: Sigurður Baldursson og Bjöm Jóhannsson dœmdu erfiðan leik nokkuð vel. Áhorfendur: 173. Sigurinn var svo mjög öruggur er upp var staðið. Hvert glæsimarkið rak annað í síðari hálfleik eftir skemmtilega leikfléttur; þrumuskot frá Óskari Armannssyni, sem tekið hefur stórstígum framförum í vet- ur, og Guðjóni, eða svifmörk Þorg- ils Óttars af lfnunni, eftir frábærar sendingar. Héðinn Gilsson kom ekkert inn á í gærkvöldi hjá FH vegna meiðsla, er slæmur í baki og var hvfldur fyrir Valsleikinn. Það hefði ekki sýnilega áhrif á liðið, Guðjón lék vinstra megin í sókninni og Óskar Helgason hinum megin. Homin nýttust betur en að undanfömu og vamarleikurinn var oft nokkuð góð- ur en þyrfti þó að batna fyrir síðasta leikinn. En FH-hraðlestin lék vel í gær, Þorgils „lestarstjóri" stjómaði sínum mönnum af geysilegu öryggi sem fyrr og annað verður ekki sagt en þeir hafí látið vel að stjóm. Sigurður Gunnarsson var yfírburða- maður í Víkings-liðinu, átti frábær- an leik. Það er gaman að sjá hve Sigurður hefur komið gífurlega sterkur upp síðari hluta móts; þegar hann er í ham eru ekki margir sem ráða við hann. Skiptir ekki máll hver leikió er Viggó Sigurðsson, þjálfari FH, spá- ir því sem fyrr segir að FH vinni leikinn við Val. „Mér lýst vel á Valshúsið. Það er ekki ólfld okkar heimavelli og Valsmönnum hefur ekki gengið betur þar en úti, þann- ig að það skiptir ekki máli þegar á hólminn er komið hvar er leikið," sagði hann um þá ákvörðun Vals að leika að Hlíðarenda, en ekki í Laugardalshöll. „Ég var mjög án- ægður með mína menn í kvöld. Liðs- heildin var góð, hraðaupphlaupin gengu vél í sfðari hálfleik og sókn- arleikurinn reyndar yfír höfuð. Strákamir hafa verið á toppnum siðan í fyrstu umferðinni í haust og ég er ánægðastur með að þeir hafa aldrei slakað á — hafa alltaf verið ákveðnir í að taka titilinn," sagði Viggó. Morgunblaðiö/Bjami Spenntir FH-áhangendur flykktust inn í herbergi húsvarðar í íþróttahúsinu i Hafnarfirði eftir leikinn við Víking. Leik Stjömunnar og Vals lauk talsvert á eftir viðureigninni f Hafnarfirði og fólk sat spennt við útvarpstæki húsvarðar- ins og hlustaði á lýsingu af leiknum í Kópavogi. HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Lelldr u J T Mörk U J T Mörk Mörk Stlg FH 17 7 2 0 261:200 7 1 0 223:177 484: 377 31 Valur 17 7 1 0 182:139 6 3 0 201:151 383: 290 30 Vikingur 17 5 0 3 197: 176 5 0 4 233:217 430:393 20 UBK 17 5 0 3 177: 180 4 1 4 198: 207 375:387 19 Stjaman 17 2 1 6 209: 233 5 1 2 188:182 397:415 16 Fram 17 4 1 3 181: 187 3 0 6 221:229 402:416 15 KR 17 3 1 5 206: 222 4 0 4 169:182 375:404 15 KA 17 3 3 2 182: 166 2 1 6 185: 204 367:370 14 ÍR 17 3 0 6 193: 211 1 2 5 166: 190 359:401 10 Þór 17 0 0 9 175: 227 0 0 8 157: 224 332:451 0 Þorgils Óttar um lokaleikinn: Taugastríð! ér fínnst afskaplega leiðin- legt, fyrir íslenskan hand- bolta að Valsmenn treysti sér ekki til að mæta okkur í Laugardalshöll í siðasta leik íslandsmótsins. En það er kannski skiljanlegt því okkar stuðningsmenn myndu yfirgnæfa þeirra menn þar,“ sagði Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði FH, í gærkvöldi. „Annars líst mér vel á sfðasta leikinn. Við ætlum að bæta vömina hjá okkur. Aðall okkar er sóknarleikurinn en vamarleikurinn er sterkasta hlið Vals-liðsins. Ann- ars held ég að þetta verði mikið taugastríð. Þeir sem verða sterkari á taugum vinna — og það kemur Valsmönnum vissulega til góða að vera á heimavelli," sagði Þorgils Óttar. Reynsla Valsara gerði gæfumuninn í lokin Við vissum að þessi leikur yrði erfíður, en ég var samt alltaf viss um að við hefðum það af í lok- in. Við höfum nú náð þeim ár- angri, sem við sett- ValurB. um okkur í byijun Jónatansson móts — að spila um skrífar íslandsmeistaratitil- inn. Leikurinn gegn FH leggst mjög vel í mig og hann verður án efa mjög spennandi. Heimavöllurinn er mjög mikilvægur og hann getur ráðið úrslitum," sagði Geir Sveinsson, fyrirliði Vals, við Morgunblaðið eftir sigurinn gegn Stjömunni í gærkvöldi. Fýrri hálfleikur, sem var mjög jafn, einkenndist af góðum vamarleik beggja liða og ömggri markvörslu. Bæði lið léku 6-0 vöm sem hentar þeim vel enda stórir og stæðilegir menn í liðunum. Leikaðferð Stjöm- unnar virtist engu að síður koma Valsmönnum á óvart og skoruðu þeir ekki af línu. Gestimir voru marki yfír í hálfleik, en heimamenn komu ákveðnir til leiks eftir hlé og settu fjögur mörk í röð — staðan 13:10. Valsmenn minnkuðu muninn í tvö mörk, en þá varði Einar víti frá Sigurði Bjamasyni, Valsmenn brunuðu upp og skoruðu. Skúli svaraði að bragði, en gestimir gerðu út um leikinn á næstu níu mlnútum — gerðu þá fjögur mörk gegn engu, sigurinn í höfn og leikur þeirra yfírvegaður til loka. Garðbæingar léku einn sinn besta leik f vetur, en herslumuninn vant- aði. Þeir þurfa samt engu að kvíða, liðið er skipað ungum og efnilegum strákum, sem verða erfiðir viður- eignar í framtíðinni ef heldur sem horfir. Sigurður Bjamason og Sigmar Þröstur voru bestir að þessu sinni, en Skúli, Einar, Hilmar og Hafsteinn vom einnig góðir í vöm- inni. Valsmenn vanmátu andstæðingana greinilega í bjnjun, en áttuðu sig á mótstöðunni og reynslan gerði gæfumuninn í lokin. Einar og Júlíus voru bestir, Valdimar og Jón náðu sér á strik eftir hlé og Geir var sterkur í vöminni. FH - Víkingur 31 : 25 fþróttahúsið I Hafnarfírði, 1. deild, miðvikudaginn 23. mars 1988. Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 5:2, 8:6, 9:9, 11:11, 13:13, 13:14, 16:15, 18:16, 19:18, 21:19, 23:20, 25:20, 28:22, 29:24, 31:25. MBrk FH: Óskar Ármannsson 10/2, Þorgils Óttar Mathiesen 6, Guðjón Amason 6, Gunnar Beinteinsson 4, Pétur Petersen 4, Óskar Helgason J. Varin skot: Magnús Ámason 8, Berg- sveinn Bergsveinsson 2. Utan vallar: Enginn brottrekstur. MBrk Vikings: Sigurður Gunnarsson 13/4, Guðmundur Guðmundsson 5, Sireeir Magnússon 2, Karl Þráinsson 1, Ami Friðleifsson 1, Einar Jóhannes- son 1, Bjarki Sigurðsson 1 og Hilmar Sigurgfslason 1. Varin skot: Sigurður Jensson 5. Utan vallar: 6 minútur. Áhorfendur: Tæplega 1.000. Dómarar: Gunnar Kj'artansson og Rögnvald Erlingsson og skiluðu þeir hlutverki sínu miög vel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.