Morgunblaðið - 24.03.1988, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 24.03.1988, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 75 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Morgunblaðið/Bjami Oskar Ármannsson lék mjög vel með FH í gærkvöldi og skoraði 10 mörk. Hér sleppur hann framhjá Guðmundi V íkingsfyrirliða. FH-„hraðlestin“ heldur sínu striki „ÞAÐ verður rosalega gaman fyrir handbottaunnendur að fá úrsiitaleik um íslandsmeistara- titilinn. Ég held að lið FH og Vals séu svipuð að styrkleika, þó þau sóu ólík og dagsformið rœður úrslitum. Eg spái 21:19 fyrir FH í þeim leik," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari FH, eftir sigurinn á Víkingum í gœr- kvöldi — 31:25 — en nú er Ijóst að viðureignín að Hlíðarenda nœsta miðvikudag verður hreinn úrslitaleikur. FH hefur einu stigi meira en Valur fyrir þann leik. Leikurinn í gær var skemmtileg ur, hraðinn geysilegur og mikil stemmning í húsinu. Fyrri hálfleik- urinn var mjögjafn, FH-ingar alltaf á undan að skora Skaptí nema í lokin er Hallgrímsson Víkingar náðu eins skrífar marks forskoti, 14:13. FH-ingar komu svo mun ákveðnari til leiks eftir hlé, náðu fljótlega tveggja marka forskoti, sem þeir létu ekki af hendi heldur bættu við. Stjaman : Valur 19 : 21 fþróttahúsið Digranesi, ialands- mótið 1. deild, miðvikudaglnn 23. marz 1988. Gangur ieiksins: 0:1, 3:2, 4:3, 4:6, 6:7, 6:9, 9:10, 13:10, 14:11, 14:13, 16:14, 16:18, 17:20, 18:21, 19:21. MBrk Stjömunnar: Sigurður Bjama- son 7/8, Einar Einarsson 3, Gylfi Birg- isson 4, Skúli Gunnsteinsson 3, Haf- steinn Bragason 1, Hilmar Hjaltason 1. Varin skot: Sigmar Þ. Óskarsson 10. Utan vallar. 6 mínútur. MBrk Vals: Július Jónasson 10/6, Valdimar Grímason 6, J6n Kristjánsson 4, Jakob Sigurðsson 1, Þórður Sigurðs- son 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 14/1. Utan vallar: 6 mfnútur. Rautt spjald: Þórður Sigurðsson. Dómarar: Sigurður Baldursson og Bjöm Jóhannsson dœmdu erfiðan leik nokkuð vel. Áhorfendur: 173. Sigurinn var svo mjög öruggur er upp var staðið. Hvert glæsimarkið rak annað í síðari hálfleik eftir skemmtilega leikfléttur; þrumuskot frá Óskari Armannssyni, sem tekið hefur stórstígum framförum í vet- ur, og Guðjóni, eða svifmörk Þorg- ils Óttars af lfnunni, eftir frábærar sendingar. Héðinn Gilsson kom ekkert inn á í gærkvöldi hjá FH vegna meiðsla, er slæmur í baki og var hvfldur fyrir Valsleikinn. Það hefði ekki sýnilega áhrif á liðið, Guðjón lék vinstra megin í sókninni og Óskar Helgason hinum megin. Homin nýttust betur en að undanfömu og vamarleikurinn var oft nokkuð góð- ur en þyrfti þó að batna fyrir síðasta leikinn. En FH-hraðlestin lék vel í gær, Þorgils „lestarstjóri" stjómaði sínum mönnum af geysilegu öryggi sem fyrr og annað verður ekki sagt en þeir hafí látið vel að stjóm. Sigurður Gunnarsson var yfírburða- maður í Víkings-liðinu, átti frábær- an leik. Það er gaman að sjá hve Sigurður hefur komið gífurlega sterkur upp síðari hluta móts; þegar hann er í ham eru ekki margir sem ráða við hann. Skiptir ekki máll hver leikió er Viggó Sigurðsson, þjálfari FH, spá- ir því sem fyrr segir að FH vinni leikinn við Val. „Mér lýst vel á Valshúsið. Það er ekki ólfld okkar heimavelli og Valsmönnum hefur ekki gengið betur þar en úti, þann- ig að það skiptir ekki máli þegar á hólminn er komið hvar er leikið," sagði hann um þá ákvörðun Vals að leika að Hlíðarenda, en ekki í Laugardalshöll. „Ég var mjög án- ægður með mína menn í kvöld. Liðs- heildin var góð, hraðaupphlaupin gengu vél í sfðari hálfleik og sókn- arleikurinn reyndar yfír höfuð. Strákamir hafa verið á toppnum siðan í fyrstu umferðinni í haust og ég er ánægðastur með að þeir hafa aldrei slakað á — hafa alltaf verið ákveðnir í að taka titilinn," sagði Viggó. Morgunblaðiö/Bjami Spenntir FH-áhangendur flykktust inn í herbergi húsvarðar í íþróttahúsinu i Hafnarfirði eftir leikinn við Víking. Leik Stjömunnar og Vals lauk talsvert á eftir viðureigninni f Hafnarfirði og fólk sat spennt við útvarpstæki húsvarðar- ins og hlustaði á lýsingu af leiknum í Kópavogi. HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Lelldr u J T Mörk U J T Mörk Mörk Stlg FH 17 7 2 0 261:200 7 1 0 223:177 484: 377 31 Valur 17 7 1 0 182:139 6 3 0 201:151 383: 290 30 Vikingur 17 5 0 3 197: 176 5 0 4 233:217 430:393 20 UBK 17 5 0 3 177: 180 4 1 4 198: 207 375:387 19 Stjaman 17 2 1 6 209: 233 5 1 2 188:182 397:415 16 Fram 17 4 1 3 181: 187 3 0 6 221:229 402:416 15 KR 17 3 1 5 206: 222 4 0 4 169:182 375:404 15 KA 17 3 3 2 182: 166 2 1 6 185: 204 367:370 14 ÍR 17 3 0 6 193: 211 1 2 5 166: 190 359:401 10 Þór 17 0 0 9 175: 227 0 0 8 157: 224 332:451 0 Þorgils Óttar um lokaleikinn: Taugastríð! ér fínnst afskaplega leiðin- legt, fyrir íslenskan hand- bolta að Valsmenn treysti sér ekki til að mæta okkur í Laugardalshöll í siðasta leik íslandsmótsins. En það er kannski skiljanlegt því okkar stuðningsmenn myndu yfirgnæfa þeirra menn þar,“ sagði Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði FH, í gærkvöldi. „Annars líst mér vel á sfðasta leikinn. Við ætlum að bæta vömina hjá okkur. Aðall okkar er sóknarleikurinn en vamarleikurinn er sterkasta hlið Vals-liðsins. Ann- ars held ég að þetta verði mikið taugastríð. Þeir sem verða sterkari á taugum vinna — og það kemur Valsmönnum vissulega til góða að vera á heimavelli," sagði Þorgils Óttar. Reynsla Valsara gerði gæfumuninn í lokin Við vissum að þessi leikur yrði erfíður, en ég var samt alltaf viss um að við hefðum það af í lok- in. Við höfum nú náð þeim ár- angri, sem við sett- ValurB. um okkur í byijun Jónatansson móts — að spila um skrífar íslandsmeistaratitil- inn. Leikurinn gegn FH leggst mjög vel í mig og hann verður án efa mjög spennandi. Heimavöllurinn er mjög mikilvægur og hann getur ráðið úrslitum," sagði Geir Sveinsson, fyrirliði Vals, við Morgunblaðið eftir sigurinn gegn Stjömunni í gærkvöldi. Fýrri hálfleikur, sem var mjög jafn, einkenndist af góðum vamarleik beggja liða og ömggri markvörslu. Bæði lið léku 6-0 vöm sem hentar þeim vel enda stórir og stæðilegir menn í liðunum. Leikaðferð Stjöm- unnar virtist engu að síður koma Valsmönnum á óvart og skoruðu þeir ekki af línu. Gestimir voru marki yfír í hálfleik, en heimamenn komu ákveðnir til leiks eftir hlé og settu fjögur mörk í röð — staðan 13:10. Valsmenn minnkuðu muninn í tvö mörk, en þá varði Einar víti frá Sigurði Bjamasyni, Valsmenn brunuðu upp og skoruðu. Skúli svaraði að bragði, en gestimir gerðu út um leikinn á næstu níu mlnútum — gerðu þá fjögur mörk gegn engu, sigurinn í höfn og leikur þeirra yfírvegaður til loka. Garðbæingar léku einn sinn besta leik f vetur, en herslumuninn vant- aði. Þeir þurfa samt engu að kvíða, liðið er skipað ungum og efnilegum strákum, sem verða erfiðir viður- eignar í framtíðinni ef heldur sem horfir. Sigurður Bjamason og Sigmar Þröstur voru bestir að þessu sinni, en Skúli, Einar, Hilmar og Hafsteinn vom einnig góðir í vöm- inni. Valsmenn vanmátu andstæðingana greinilega í bjnjun, en áttuðu sig á mótstöðunni og reynslan gerði gæfumuninn í lokin. Einar og Júlíus voru bestir, Valdimar og Jón náðu sér á strik eftir hlé og Geir var sterkur í vöminni. FH - Víkingur 31 : 25 fþróttahúsið I Hafnarfírði, 1. deild, miðvikudaginn 23. mars 1988. Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 5:2, 8:6, 9:9, 11:11, 13:13, 13:14, 16:15, 18:16, 19:18, 21:19, 23:20, 25:20, 28:22, 29:24, 31:25. MBrk FH: Óskar Ármannsson 10/2, Þorgils Óttar Mathiesen 6, Guðjón Amason 6, Gunnar Beinteinsson 4, Pétur Petersen 4, Óskar Helgason J. Varin skot: Magnús Ámason 8, Berg- sveinn Bergsveinsson 2. Utan vallar: Enginn brottrekstur. MBrk Vikings: Sigurður Gunnarsson 13/4, Guðmundur Guðmundsson 5, Sireeir Magnússon 2, Karl Þráinsson 1, Ami Friðleifsson 1, Einar Jóhannes- son 1, Bjarki Sigurðsson 1 og Hilmar Sigurgfslason 1. Varin skot: Sigurður Jensson 5. Utan vallar: 6 minútur. Áhorfendur: Tæplega 1.000. Dómarar: Gunnar Kj'artansson og Rögnvald Erlingsson og skiluðu þeir hlutverki sínu miög vel.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.