Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 41 Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gerir grein fyrir atkvæði sinu um bjórmálið á Alþingi i gær. Bjórfrumvarpið: 21 með - 17 á móti Eftir eru þrjár umræður og þrennar atkvæðagreiðslur í efri deild Bjórfrumvarpið var samþykkt eftir aðra umræðu i neðri deild, að viðhöfðu nafnakalli, með 21 atkvæði gegn 17, en 4 þingmenn vóru fjarverandi. Níels Árni Lund (F/Rn), sem mun vera andvígur bjórnum, vék úr atkvæðagreiðslu vegna fjarveru Sighvatar Björgvinssonar (A/Vf), sem mun vera með bjórnum. Anna Ólafsdóttir Björnsson (Kvl/Rvk), sem sögð er fylgjandi bjórnum, vék úr atkvæðagreiðslu vegna fjar- veru Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur (B/Rvk), sem mun andvíg frum- varpinu. Efri deild eftir Frumvarp allsheijamefndar neðri deildar til breytinga á áfengis- lögum, sem heimilar framleiðslu, innflutning og sölu áfengs öls (í útsölum ATVR og veitingahúsum með vínveitingaleyfi) var samþykkt eftir aðra umræðu í þingdeildinni í gær. Fjölmenni fylgdist með, enda úrslit atkvæðagreiðslunnar tvísýn fyrirfram að flestra dómi. Frumvarpið gengur nú til þriðju umræðu. Fari atkvæðagreiðsla að henni lokinni á sama hátt gengur frumvarpið til efri deildar. Þar á frumvarpið eftir þijár umræður og þijár atkvæðagreiðslur áður en lyktir málsins liggja fyrir. Nafnakallið (F/Af), Birgir ísl. Gunnarsson (S/Rvk), Eggert Haukdal (S/Sl), Friðrik Sophusson (S/Rvk), Geir Haarde (S/Rvk), Guðmundur Bjamason (F/Ne), Guðmundur G. Þórarinsson (F/Rvk), Guðni Ágústsson (F/Sl), Guðrún Helga- dóttir (Abl/Rvk), Hjörleifur Gutt- ormsson (Abl/Af), Ingi Björn Al- bertsson (B/Rvk), Jóhanna Sigurð- ardóttir (A/Rvk), Jón Baldvin Hannibalsson (A/Rvk), Jón Sæ- mundur Siguijónsson (A/Nv), Kjartan Jóhannsson (A/Rn), Matt- hías Bjamason (S/Vf), Ellert Eiríksson (S/Rn), Ólafur G. Einars- son (S/Rn), Pálmi Jónsson (S/Nv), Ragnar Ámalds (Abl/Nv), Þor- steinn Pálsson (S/Sl). Nei sögðu: Albert Guðmundsson (B/Rvk;, Alexander Stefánsson (F/Vl), Ámi Gunnarsson (A/Ne), Friðjón Þórðarson (S/Vl), Geir Gunnarsson (Abl/Rn), Hreggviður Jónsson (B/Rn), Jón Sigurðsson (A/Rvk), Guðrún Halldórsdóttir (Kvl/Rvk), Málmfríður Sigurðar- dóttir (Kvl/Ne), Ólafur Þ. Þórðar- son (F/Vf), Ragnhildur Helgadóttir (S/Rvk), Stefán Valgeirsson (SJF/Ne), Steingrímur J. Sigfússon (Abl/Ne), Sverrir Hermannsson (S/Af) og Þórhildur Þorleifsdóttir (Kvl/Rvk). Atkvæðagreiðsla i fór sem hér segir: Já sögðu: Jón þingdeildinni Kristjánsson Tvö frumvörp menntamálaráðherra: Veigamiklar breyt- ingar á starfssviði Kennaraháskólans Afstaða tveggja heilbrigðisráðherra til bjórs: Guðmundur með bjórn- um - Ragnhildur á móti Ýmsír þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu við atkvæða- greiðslu um bjórfrumvarpið, eftir aðra umræðu, í neðri deild Al- þingis í gær. Hér fara á eftir sýnishorn af þessum greinargerðum tveggja þingmanna er studdu frumvarpið og tveggja er mæltu gegn því. Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra Það er hlutverk heilbrigðisyfir- valda að halda uppi öflugu fræðslu- og forvamarstarfi um hvers konar heilsusamlegt líferni sem dregið getur úr sjúkdómum og slysum. Það eiga yfirvöld m.a. að gera með því að efla ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu með markvjssu upplýs- inga- og fræðslustarfi. Ég tel mark- visst forvamarstarf ekki felast í því að banna einstakar neyzluvörur, sem þó kunna að vera minna skað- legar en aðrar sem neyzla er leyfð á. í slíkri afstöðu fínnst mér felast tvískinnungur. Ég mun leggja þunga áherzlu á aukið fræðslu- og upplýsingastarf um skaðleg áhrif áfengis og tóbaks á heilsufar fólks og mun í því sam- bandi styðjast við markmið Alþjóða- heilbrigðisráðsins og íslenzkrar heilbrigðisáætlunar. Eg tel frum- varp það sem hér um ræðir ekki bijóta í bága við þá stefnu og segi já. Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi heil- brigðisráðherra Ragnhildur tfundaði fímm ástæð- ur fyrir því hún væri andvíg bjór- frumvarpinu. í fyrsta lagi hefðu vísindalegar rannsóknir margra landa leitt í ljós að ný gerð áfeng- is, til viðbótar öðrum sem fyrir væru, auki heildameyzlu áfengis. Aukinni heildameyzlu fylgir aukið heilsutjón og annar vandi af völdum ofneyzlu. í annan stað hefðu aðeins tvær af fimmtán bókuðum umsögn- um til allsheijamefndar mælt með frumvarpinu. í þriðja lagi byggðist andstaða hennar á aðvömnum frá 138 læknum, þar á meðal áfengis- meðferðariæknum og heilsugæzlu- Iæknum, sem bárust Alþingi í gær, og vömðu við samþykkt fmmvarps- ins. í fímmta lagi byggðist andstaða hennar á markmiðum íslenzkrar heilbrigðisáætlunar, sem m.a. legði línur um að draga úr áfengisvanda með því að minnka heildameyzlu áfengis. Af þessum sökum segi ég nei, sagði þingmaðurinn. Guðrún Helgadóttir, alþingismaður Sú er óbifanleg skoðun mín að gott og heilbrigt þjóðfélag eigi að byggjast á því að sérhver heilbrigð- ur einstaklingur beri ábyrgð á eigin lífi; að hann verði að axla þá ábyrgð að velja og hafna. Þann bikar hvorki vil ég né tel rétt að taka frá öðm fólki. Enn síður get ég tekið Fmmvarp iðnaðarráðherra var samþykkt, að lokinni annarri um- ræðu í síðari þingdeild, með 26 at- kvæðum gegn 12, að viðhöfðu þátt í því að einungis forréttinda- hópar eigi aðgang að lífsgæðum, sem allur þorri manna á engan aðgang að. Vinni háttvirtir alþingis- menn að því að byggja hollt og heilbrigt samfélag af alvöm og ein- lægni, svo að þetta land verði góður vemstaður, treysti ég landsmönn- um til að fara með áfengt öl af meira viti en þeir fara með sterkara áfengi nú. Það væri verðugra verk- efni alþingismönnum að vinna að þessu samfélagi en að taka af lands- mönnum ábyrgð á eigin lífi með boðum og bönnum. Ég segi já. Óli Þ. Guðbjartsson, alþingismaður „Þetta lagafmmvarp mun að minni hyggju auka á óreglu og vanda, einkum ungs fólks. Auka kostnað við heilsugæzlu og heil- brigðisþjónustu, og trúlega fjölga umferðarslysum. Samþykkt þess stuðlar því ekki að auknu frelsi eða almannaheill heldur hin gagnstæða — því segi ég nei. nafnakalli, einn þingmaður sat hjá, þrír vóm íjarverandi. Gegn frumvarpinu greiddu at- kvæði viðstaddir þingmenn Al- Birgir Ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, lagði fram tvö stj órnarfrumvörp á Alþingi í gær: 1) Frumvarp um Kennara- háskóla íslands. 2) Frumvarp um rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála. Kennaraháskólinn Fmmvarpið um Kennaraháskól- ann felur í sér nokkrai- veigamiklar breytingar á starfssviði Kennarahá- skólans og stjóm hans. Þessar em helztar: * 1) Skýrar er tilgreint hlutverk skólans sem miðstöðvar kennara- menntunar í landinu. Frumvarpið kveður á um að setja skuli f reglu- gerð ákvæði um samstarf Kennara- háskólans við Háskóla íslands og aðrar stofnanir á sviði kennara- og uppeldismenntunar. * 2) Kennaraháskólinn öðlast heimild til að annast framhalds- menntun, einkum á sviði uppeldis- og kennslufræði, til æðri prófgráðu en B.Ed. eða BÁ-gráðu. * 3) Aukin áherzla er lögð á end- urmenntun kennara. * 4) Almennt kennaranám er lengt úr þremur ámm í fjögur, tek- ið er upp námseiningakerfi og kveð- ið er á um meginþætti kennaranáms á gmndvelli þess. * 5) Kennaraháskólanum er form- lega heimilað að annast uppeldis- og kennslufræðimenntun fyrir framhaldsskólakennara. * 6) Stjómkerfi stofnunarinnar er endurskoðað með tilliti til nýrra starfssviða. Skýrari ákvæði em um þýðubandalags og Samtaka um kvennalista, að viðbættum Páli Pét- urssyni (F/Nv) og Ólafí Þ. Þórðar- syni (F/Vf). Með frumvarpinu greiddu at- kvæði viðstaddir þingmenn stjóm- arflokkanna þriggja, utan þeir tveir framsóknarþingmenn sem fyrr em nefndir. Viðstaddir þingmenn Borg- araflokks greiddu því einnig at- kvæði, utan einn, Ingi Bjöm Al- bertsson, sem sat hjá. framkvæmdastjóm einstakra starfsþátta. * 7) Hlutverk Kennaraháskólans sem vísindalegrar rannsóknarstofn- unar er skýrt. Vísindaleg rannsóknarstofnun „Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála skal vera sjálfstæð vísindaleg stofnun og starfsvett- vangur.aðila er sinna rannsóknum á því sviði." Þannig hljóðar fyrsta grein frumvarps sem menntamála- ráðherra lagði fram á Alþingi í gær. Hlutverk stofnunarinnar er fy'ór- þætt: 1) að vinna að rannsóknum á sviði uppeldis- og menntamála, 2) að veita faglega ráðgjöf um rann- sóknir og þróunarverkefni á sviði uppeldis- og menntamála, 3) að veita kennumm, kennaraefnum og háskólastúdentum í framhaldsnámi á sviði uppeldis- og menntamála þjálfun og ráðgjöf í fræðilegum vinnubrögum, 4) að kynna íslenzkar og erlendar rannsóknir. Fóstureyðingar: Þrengri ákvæði Guðmundur Ágústsson (B/Rvk) mælti í efri deild í gær fyrir frumvarpi, sem hann flytur ásamt Kolbrúnu Jónsdóttur (B/Rn) um þreng- ingu núgildandi heimUda til fóstureyðingar. Samkvæmt fmmvarpinu má aðeins fara fram á fóstureyð- ingu þegar eftirfarandi ástæður em fyrir hendi: 1) Þegar lífi konu stafar hætta af áfram- haldandi meðgöngu. 2) Þegar sterkar líkur standa til þess að bam, sem kona gengur með, eigi á hættu að fæðast vanskap- að eða haldið alvarlegum sjúk- dómi. 3) Þegar ætla má að þung- un og tilkoma bams verði stúlku allt að 16 ára aldri of erfið vegna óviðráðanlegra félagslegra ástæðna. 4) Ef konu hefur verið nauðgað eða hún orðið þunguð sem af- leiðing af öðm refsiverðu at- hæfi. Fmmvarpið byggir á því að „líf, sem kviknað hefur í móð- urlífi, er friðheilagt". Frumvarp að breyttum iðnaðarlögum: Mótatkvæði tveggja framsóknarmanna Tveir framsóknarþingmenn, Ólafur Þ. Þórðarson og Páll Péturs- son, greiddu atkvæði gegn frumvarpi iðnaðarráðherra um breytingu á iðnaðarlögum. Frumvarpið heimilar ráðherra, ef samþykkt verður sem lög, að veita undanþágu frá ákvæðum gildandi iðnaðarlaga, þess efnis, að helmingur hlutafjár í iðnfyrirtækjum hér á landi skuli vera eign manna búsettra hér á landi. Talsmenn frumvarpsins telja eðlilegt að opna leið til þess að erlent áhættufé leysi — í ákveðnum tilfellum — erlendar lántökur af hólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.