Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 Fiskmarkaðarnir í Bretlandi og Þýzkalandi: 2.150 tonn af ferskum fiski seld þessa dagana ÍSLENZK fiskiskip selja rúmlega 2.100 tonn af fiski erlendis frá Þrírþingmenn til Guatemala ÞRÍR islenskir alþingismenn munu sitja þing Alþjóða þing- mannasambandsins sem haldið verður í Guatemala dagana 11.-16. apríl næstkomandi. Fyrir íslensku sendinefndinni fer t’-eir H. Haarde, formaður íslands- deildar þingmannasambandsins, en með honum í för verða þingmennim- ir Sighvatur Björgvinsson og Júlíus Sólnes. Alþjóða þingmannasambandið heldur þing sem þetta tvisvar á ári hveiju. íslenskir þingmenn hafa um árabil tekið þátt í starfi sambandsins. þvi um um helgina og til dagsins í dag fyrir samtals um 150 millj- ónir króna. Verð fyrir fiskinn hefur verið í lægri kantinum, en þó farið hækkandi eftir því, sem nær líður páskum. Gúðbjörg- ÍS seldi 254 tonn í Bremerhaven á laugardag og sunnudag. Heildarverð var 13,1 milljón króna, meðalverð 51,73. 40 tonn af blálöngu í afla skipsins drógu verðið nokkuð niður. Ólafur Jónsson GK seldi 158 tonn, mest karfa í Bremerhaven á sunnudag. Heildarverð var 8,8 milljónir króna, meðalverð 55,76. Hegranes SK seldi 192 tonn, mest karfa í Bremer- haven á sunnudag. Heildarverð var 10,4 milljónir króna, meðalyerð 53,79. Már SH seldi 197 tonn, mest karfa í Cuxhaven á sunnudag. Heildarverð var 11,7 milljónir króna, meðalverð 59,23. Ottó N. Þorláksson RE seldi 245 tonn í Bremerhaven á mánudag og þriðju- dag. Heildarverð var 15,7 milljónir króna, meðalverð 63,87. Runólfur SH seldi 141 tonn, mest þorsk og ýsu í Hull á mánu- dag. Heildarverð var 10,1 milljón króna, meðalverð 72,09. Hólma- tindur SU seldi á þriðjudag 148 tonn, mest þorsk í Hull. Heildarverð var 12,6 milljónir króna, meðalverð 85,58. A mánudag voru seld 154 tonn úr gámum héðan í Hull og Grimsby. Heildarverð var 19,4 millj- ónir króna, meðalverð 76,20. Þorsk- urinn fór að meðaltali á 79.86, kol_- inn á 68,91 og ýsan á 90,74. Á þriðjudag var selt úr 22 gáumum, um 280 tonn. Áætlað verðmæti rúmar 20 milljónir króna. Á morgun verða seld 320 tonn úr gámum og Óskar Halldórsson RE selur 93 tonn. VEÐURHORFUR í DAG, 30.3. 88 YFIRLIT í gær: Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1.032 mb hæð, en 990 mb lægð skammt vestur af Skotlandi hreyfist suðaustur. Hægfara lægðardrag á sunnanverðu Grænlandshafi. SPÁ: Norðan- og norðaustanátt, víðast kaldi, él á víð og dreif norö- anlands, en þurrt og bjart að mestu syöra. Hiti 0—4 stig á Suður- og Suðausturlandi, annars frost á bilinu 0—5 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SKÍRDAG: Norðaustanátt og él norðan- og vestan- lands en breytileg átt og skúrir suðaustanlands. Frostlaust meö suður- og suðausturströndinni en 2—6° frost annars staðar. HORFUR Á FÖSTUDAGINN LANGA: Norðaustanátt um allt land með éljum norðan- og austanlands en léttir til sunnan- og vestan- lands. Frost víðast hvar á bilinu 1—7 stig. -j o Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenrtingur jr Þrumuveður TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Afskýjað x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * Snjókoma * * * VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hftl 0 +1 veöur slydda snjókoma Björgvin 6 rígning Helsinki 1 alskýjaó Jan Mayen 0 þokumóða Kaupmannah. 3 rígning Narssarssuaq 0 slydda Nuuk +1 alskýjað Ósló 4 rigning Stokkhólmur 5 hálfskýjað Þórshöfn 7 skýjað Algarve 19 skýjað Amsterdam 8 skúr Aþena vantar Barcelona 14 mistur Berifn 7 skýjað Chicago 11 skúr Feneyjar 13 skýjað Frankfurt 9 skýjað Glasgow 8 skýjað Hamborg 9 rigning Las Palmas 20 þokumóða London 8 rlgning Los Angeles 16 heiðskfrt Lúxemborg 6 skur Madrfd 15 mistur Malaga 17 þokumóða Mallorca 16 skýjað Montreal +2 skýjaö New York 6 skýjað Parfs 10 skýjað Róm 16 hálfskýjað Vfn 9 hólfskýjað Washington 7 lóttskýjað Winnlpeg +6 snjókoma Valencia 18 mistur Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Stefania Steinþórsdóttir úr Reykjavík er í heimsókn á Orrastöðum um páskana. Hér heldur hún ásamt Siguijóni bónda á hinum ný- fæddu lömbum. Fyrstu lömbin fædd í A-Húnavatnssýslu Blönduósi. TVÆR ær á Orrastöðum i Torfa- lækjarhreppi báru um helgina og voru báðar tvílembdar. Sigur- jón Björnsson bóndi á Orrastöð- um sagði að þetta væri i þriðja skipti á sinni fjörutíu ára búskap- artíð sem ær bæru svo snemma hjá sér. Siguijón Bjömsson sagði að hann hefði tekið hrútana frá ánum 5. nóvember en þessar ær hafa fengið áður. Sem skýringu á því hvers vegna ærnar hefðu verið blæsma svo snemma á haustinu sagði Sigur- jón að ef gerði mikið kuldakast að haustinu þá beiðir allt féð mun fyrr eins og raunin varð á í haust. Af þessum íjórum lömbum sem fæddust á Orrastöðum um helgina eru þijár gimbrar og einn hrútur. Hvort hér séu einhver áhrif frá hinni miklu sókn kvenkynsins í dag skal ósagt látið en hjá þeirri ánni sem kynhlutfallið var jafnt voru bæði lömbin hvít, hin ærin átti svartar gimbrar. — Jón Sig. T "J n J“ <’um sem forstjóri KI DR. MED. G. Snorri Ingimarsson lætur af störfum sem forstjóri Krabbameinsfélags íslands nú um mánaðamótin mars og apríl 1988. Dr. G. Snorri mun áfram sinna verkefnum fyrir Krabbameinsfélag- ið. KÍ þakkar Snorra vel unnin störf í þágu félagsins á liðnum árum. Starfsemi félagsins hefur tekið mikl- um stakkaskiptum á þeim árum, sem hann hefur starfað sem forstjóri þess. Ýmis ný verkefni hafa bæst við svo sem skipuleg leit að bijósta- krabbameini og rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði hefur tekið til starfa. Ólafur Þorsteinsson, viðskipta- fræðingur, sem er sviðsstjóri fjár- mála- og stjómuriarsviðs félagsins og jafnframt staðgengill forstjóia, mun gegna störfum forstjóra KÍ fyrst um sinn. (Fréttatilkynning) Kristján Guðmunds son bóndilátinn LATINN er á sjötugasta aldursári Kristján Guðmundsson bóndi að Brekku á Ingjaldssandi. Kristján fæddist að Brekku, 27. september 1918, sonur hjónanna Guðmundar Einarssonar, bónda og refaskyttu og Guðrúnar Magnúsdóttur. Kristján var um áratugaskeið og allt til dauðadags formaður Búnaðar- félags Mýrahrepps. Hann sat lengi f stjóm Búnaðarsambands Vest- fjarða, átti sæti í hreppsnefnd Mýra- hrepps og stjóm Kaupfélags Önfirð- inga. Hann var um árabil formaður UMF Vorblóms. Kristján var um skeið fulltrúi á þingum Stéttarsam- bandB bænda. Fjölda annarra trúnað- arstarfa gegndi Kristján Guðmunds- son um ævina. Eftirlifandi konu sinni, Árelíu Jó- hannsdóttur, kvæntist Kristján 19. september 1948. Þau eignuðust 12 böm og lifa 10 þeirra föður sinn. Kristján Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.