Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 63 HANDKNATTLEIKUR / VESTUR-ÞYSKALAND Kristián aftur í FH? * Tók Olympíuleikana fram yfir samning við Gummersbach „STJÓRN Gummersbach bauð mér samning ef ég sleppti Ölympíuleikunum, en það kom ekki til greina af minni hálfu og því hafnaði ég tilboðinu. Engin ákvörðun um næsta tíma- bil var samt tekin, en eins og málin standa nú eru meiri líkur á að ég komi heim eða leiki á Spáni næsta keppnistímabil en að ég verði áfram í Þýskalandi," sagði Kristján Arason, lands- liðsmaður í handknattleik, við Morgunblaðið seint í gærkvöldi nýkominn af fundi með stjórn félagsins. Kristján Arason {landsleik. Leikur hann með FH næsta keppnistímabil? Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu missir Kristján af átta fyrstu leikjum Gummersbach í haust vegna Ólympíuleikanna í Seoul — verði hann áfram hjá félaginu. „Stjórn- in sættir sig ekki við það og hefur augastað á öðrum leikmanni, en vill einnig halda mér. Hún vill því bíða lengur með að taka ákvörð- un, en ég ætla að kanna aðra möguleika. Tecca, sem er eitt af fimm bestu liðunum á Spáni hefur gert mér tilboð og ég ætla að ræða nánar við Spánverjana á næstunni,“ sagði Kristján. Þá hefur Kristján fengið tilboð frá liði, sem er á góðri leið með að vinna sér sæti í bundesligunni, en hann sagðist ekki fara til annars liðs í Þýskalandi. „Ef ég verð ekki áfram hjá Gummersbach fer ég til Spánar eða heim. Fari svo að ég leiki á íslandi næsta keppn- istímabil, sé ég mig ekki í öðrum búningi en mínum gamla hjá FH,“ sagði Kristján, sem skoraði sjö mörk í gærkvöldi og var markahæstur, er Gúmmersbach vann japanska landsliðið 27:21. KORFUBOLTI / BIKARKEPPNIN ísak bjargaði Njarðvíkingum ISAK Tómasson átti mjög góö- an leik meö UMFN í síöari bik- arleiknum gegn ÍR í Seljaskóla í gærkvöldi og bjargaði liði sínu frá því aö falla út úr keppn- inni. ÍR-ingar sigruðu 74:73 en það dugði þeim ekki því UMFN vann fyrri leikinn með sjö stiga mun og leikurtil úrslita við annað hvort KR eða Hauka. Njarðvíkingar skoruðu fyrsta stigið en síðan höfðu ÍR-ingar forystu allt þar til sex mínútur voru eftir. Þá komust Njarðvíkingar yfir, 58:59, en IR-ingar Skúli Unnar náði aftur forys- Sveinsson tunni og þegar tvær skrifar mínútur voru eftir var staðan 74:70 og ÍR með boltann. En ÍR-ingar misstu boltann út af og þar með var draum- urinn um að leika til úrslita í bikar- keppninni úti. Njarðvíkingar léku að yfírvegun það sem eftir var og skoruðu þijú síðustu stigin. Leikurinn í heild var afspyrnu léleg- ur sérstaklega hjá Njarðvikingum. ísak var besti leikmaður UMFN bæði í vöm og sókn. Hann skoraði 18 stig og stal boltanum fimm sinn- um frá Karli Guðlaugssyni. Teitur Orlygsson var einnig góður í síðari hálfleik. ÍR-ingar léku mun hægar en oft áður. Vöm þeirra var góð en sókn- arleikurinn ekki. Karl Guðlaugsson og Jón Öm voru bestu leikmenn þeirra og eins lék Jóhannes Sveins- son vel í sókninni. „Það er gaman að vera kominn í úrslit. Við vomm einstaklega léleg- ir. VömÍR-inga var góð og við höf- um átti í basli með þá í báðum bikar- leikjunum," sagði Valur Ingimund- arson, þjálfari og leikmaður UMFN. Stig ÍR:Karl Guðlaugsson 23, Jón Öm Guðmundsson 23, Bjöm Steffenscn 8, J6- hannes Sveinsson 8, Ragnar Torfason 6, Vignir Hilmarsson 4 og Bragi ReynÍBSon 2. Stig UMFN: fsak Tómasson 18, Teitur Örlygsson 13, Sturla Örlygsson 10, Valur Ingimundarson 9, Ámi Lámsson 7, Hreiðar Hreiðarsson 6, Friðrik Rúnarsson 5 og Helgi Rafnsson 5. HANDBOLTI Grótlaí 1. deild aðári Grótta tryggi sér sæti í 1. deild karla í gærkvöldi. Það má segja að HK hafi fært Gróttu 1. deildarsætið á sijfur- fati með því að tapa fyrir ÍBV, 20:21, í Digranesi í gærkvöldi. HK var eina liðið sem gat náð Gróttu að stigum fyrir leikinn í gærkvöldi. Grótta hafði einu stigi meira og leikur gegn Hauk- um í kvöld. Það verður því formsatriði að spila í kvöid þar sem fyrstu deiidarsætið er höfn. Það verða því ÍBV og Grótta sem taka sæti Þórs og ÍR í 1. deitdinni á næsta keppnistíma- bili. Afturelding fékk Selfyssinga í heimsókn og mátti þola stórtap, 28:38. Síðustu leikimir í 2. deiid fara fram í kvöld. Tveir leikir fóru fram í 1. deild kvenna í gærkvöldi. FH sigraði íslandsmeistara Fram, 21:20 og Víkingur vann KR, 28:20. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐ Tveir nýliðar í ísienska liðinir Leikið í Eyjum á annan í páskum ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik leikur þrjá leiki gegn Japan í næstu viku. Fyrsti leik- urinn er í Vestmannaeyjum, á annan í páskum og svo eru tveir leikir í Laugardalshölllinni á þriðjudag og miðvikudag. Islenska landsliðið hefur fjórum sinnum leikið gegn Japan. Hvor þjóð hefur sigrað í tveimur leikjum. Fýrsti leikurinn var í heimsmeist- arakeppninni í París 1970 og þá sigraði Japan 18:19 og einnig í næsta leik á Ólympfuleikunum í Munchen, 19:20. íslendingar sigr- uðu á Ólympíuleikunum í Los Ange- les 1984, 21:17 og í síðustu viður- eign liðanna í Seoul í fyrra, 22:21. Japanir leika svipaðan handknatt- leik og Suður-Kóreumenn, en eru þó heldur slakari. Liðið hefur þó ávallt komist á ólympíuleikana og alltaf sigrað í Asíu-keppninni, nema í tvö síðustu skipti, en þá hefur Suður-Kórea sigrað. íslendingar leika án atvinnumann- anna og í þeirra stað koma leik- menn sem ekki hafa fengið mörg tækifæri með landsliðinu. Bogdan Kowalczyk hefur valið 20 manna hóp fyrir leikina og hann skipa eftir- taldir leikmenn: Markverðin Einar Þorvarðarson, Val...............171 Guðmundur Hrafnkelsson, UBK.............47 Hrafn Margeirsson, ÍR....................0 Gísli Felix Bjarnason, KR..............21 Aðrir leikmenn: Þorgils Óttar Mathiesen, FH............169 Geir Sveinsson, Val....................116 Birgir Sigurðsson, Fram..................7 Guðmundur Guðmundsson, Víkingi.........165 Jakob Sigurðsson, Val..................127 Valdimar Grímsson, Val..................45 Karl Þráinsson, Víkingi.................52 Bjarki Sigurðsson, Víkingi...............3 Atli Hilmarsson, Fram..................113 Hvaða viska er nú þetta, Viggó? eftirJónH. Karisson jr IMbl. 29. mars kveður Viggó Sigurðsson, þjálfari hjá FH, sér hljóðs enn einu sinni á síðum blað- anna. Þegar ég las greinina komu mér í hug orð Karls Benediktssonar, fyrrum landsliðsþjálfara. Kalli var með fund með leikmönn- um landsliðsins fyrir leik gegn Norðmönnum. Viggó var þá í hópnum og lét í ljós skoðun sína eða álit á ákveðnu atriði og fannst Karli lítið til koma. Þegar Viggó hafði lokið máli sínu, hváði Karl þjálfari: „Hvaða viska er nú þetta, Viggó?“ Já, samkvæmt tilsvörum Viggós í Mbl. má ætla að ekki sé minni vindur á milli eymanna á honum en áður. En það er kannski eðli- legt að hann sé eilítið viðutan' þessa dagana fyrir úrslitaleikinn við Val. Fullyrðing Viggós um samnings- rof Valsmanna vegna aðgöngu- miðafjölda og sjónvarpsútsend- ingar er út í bláinn. Staðreynd mála er sú að FH skammtaði Val 50 aðgöngumiða á sinn heimaleik fyrr í vetur en með eftirgangsmunum tókst að heija út úr þeim 20 miða til við- bótareðaalls 70 miða (ekki 75). Þá var gert munnlegt samkomu- lag milli félaganna (þótt ekki sé vitað með vissu hverjir að því stóðu) um að FH fengi hiutfalls- lega jafnmarga miða á leikinn að Hlíðarenda. Þegar þetta var reiknað út töldu menn að 1.200 manns kæmust í hús FH en einungis 700 í hús Vals eða 58,33% af áhorfenda- fjölda { Firðinum. Samkvæmt því bæri FH að fá 40 miða. Þessu mótmæltu FH-ingar og túlkuðu samkomulagið svo að þeim bæru 70 miðar (eins og Val). í Ijós kom aö FH vildi í raun ekki 70 mlóa Valur ákvað að freista þess að' leika úrslitaleikinn kl. 20.00 en ekki kl. 18.00 eins og upphaflega var ákveðið (því miður var ekki leitað samráðs þar um við FH eins og sjálfsagt átti að vera). Með því að leika kl. 20.00 töldu Valsmenn að fleiri áhorfendur ættu heimangengt á leikinn og að fleiri áhorfendur gætu séð leik- inn í sjónvarpi, Sá tími væri og fýsilegri fyrir sjón- varpsauglýsendur og gengi því betur að selja auglýsingar í út- sendingarhléi. Í stærilæti sínu og fáfræði hafn- aði Viggó Sigurðsson sem er á launum hjá handknattleiksdeild FH þessum leiktíma og því hlýddi stjóm handknattleiksdeildar FH. Þetta leiddi til þess að í stað þess að bjóða FH 70 miða á kr. 250 stk. buðum við þeim og þeir fengu 55 miða á 250 kr/stk. (ekki engan eins og Viggó segir). Auk þess veit ég að FH-ingum hefur staðið til boða að kaupa frá fyrsta degi forsölu Vals miða á sama verði og auglýst er. Hitt er ljóst að Valsmönnum er (og var) í sjálfsvald sett hvert miðaverð væri og hvort eða hve marga miða FH fengi. Haft var samráð við formann HSÍ og hann spurður álits á miða- verði. Kvað hann Val fijálst að ákveða það. Gallinn er sá að reglur vantar frá HSÍ um §ölda og verð miða til útiliðs, sem og um hámarksverð miða á leiki hvers tímabils. Það er ekkert launungarmál að Valsmönnum er mikið í mun að úrslitaleikurinn gefí sem mestar tekjur. Það verður svo' að koma í ljós hvort við höfum farið rétt að með því að leika að Hlíðarenda Jón H. Karlsson (annað kom varla til greina) og selja miðana dýru verði. Mikið þarf til að ná endum saman í rekstri handknattleiksdeilda, m.a. eru þjálfarar dýrir á fóðrum, eins og Viggó veit eflaust, það er því helvíti hart ef þjálfarar handknattleiksliða ætla að fara að draga úr möguleikum stjóma handknattleiksdeilda til að há- marka tekjur deildanna til að hægt sé að greiða m.a. fjárfrekum þjálfurum launin. Eg vona að áhorfendur láti áróð- ur, sem Viggós, sem vind um eyru þjóta og fjölmenni á góðan úrslitaleik. Megi betra liðið vinna. Höfundur er stjórnarmaður í handknattleiksdeild Vals Júlíus Jónasson, Val Héðinn Gilsson, FH Sigurður Gunnarsson, Víkingi 87 23 132 Ami Friðleifsson, Víkingi 17 Bjöm Jónsson, UBK 10 Aðalsteinn Jónsson, UBK 11 Stefán Kristjánsson, KR 0 i ENGLAND Wimbledon náði jöfnu gegn Everton Þrír leikir fóru fram í 1. deild ensku knattspymunnar í gær- kvöldi. Þar bar helst til tíðinda að Wimbledon náði jafntefli gegn Everton. Vinny Jones var rekinn af leikvelli fyrir gróft brot á Peter Reid á 73. mínútu. Laurie Cunning-^ s ham og Dennis Wise skomðu mörK^ Wimbledon en fyrir Everton skor- uðu Trevor Steven og Neil Poin- ton.Urslit vom sem hér segir: Chelsea — Watford 1:1 Everton — Wimbledon 2:2 Luton — Portsmouth 4:1 Ikvöld Síðasta umferð íslandsmóts- ins í handknattleik fer fram í kvöld. 1. deild karla: Valur-FH..............kl. 18.00 KA-KR.................kl. 20.00 Víkingur — Þór........kl. 20.00 UBK-ÍR................kl. 20.15 Fram — Stjaman........kl. 21:15 1. deild kvenna: Haukar —Valur.........kl. 21.30 Þróttur — Stjaman.....kl. 21.80 2. deild karla: Reynir — Fylkir......kl. 20.00 Armann — UMFN........kl. 20.15 Haukar — Grótta......kl. 20:15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.