Morgunblaðið - 30.03.1988, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 30.03.1988, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 27 Atlantik 10 ára: F erðastraumurinn liggnr til Mallorca segir Böðvar Valgeirsson forstjóri Úr hótelg-arðinum á Royal Playa de Palma, þar sem Atlantik hefur hafa aðstöðu fyrir gesti sína frá því Mallorcaferðir ferðaskrifstof- unnar hófust árið 1981. „ÚTLITIÐ er mjög gott og allt sem bendir til að þáttakan í ferð- um okkur í sumar verði jafnvel enn betri en i fyrra, sem var metár,“ sagði Böðvar Valgeirs- son, forstjóri Ferðaskrifstofunn- ar Atlantik, er Morgunblaðið ræddi við hann um eftirspurn í sumarferðir ferðaskrifstofunnar í ár, sem er tíunda starfsár fyrir- tækisins. „Straumurinn liggur til Mallorca að þessu sinni enda virðast sólarlandaferðir hafa fest sig í sessi og sú aukning sem er í ferðalögum almennt, beinist að mestu til sólarlanda, ekki bara meðal Islendinga heldur einnig frá öðrum löndum í Evrópu,“ sagði Böðvar ennfremur. Ferðaskrifstofan Atlantik hóf starfsemi sína í janúar 1978 og í upphafi voru þrír starfsmenn á skrifstofunni í 70 fermetra hús- næði. Nú eru starfsmenn skrifstof- unnar tíu og stærð húsnæðisins hefur þrefaldsast. Rekstur Atlantik byggist á þjónustu við ferðamenn á leið til landsins og frá og sagði Böðvar að frá upphafi hefði verið lögð höfuðáhersla á góða þjónustu og ferðir í háum gæðaflokki. Hann sagði að Atlantik væri aðili að al- þjóðlegu sambandi ferðaskrifstofa, væri löggiltur IATA söluaðili og hefði haft einkaumboð fyrir greiðslukortafyrirtækið Diners Club í nokkur ár. Auk þess væri Atlant- ik þjónustuaðili fyrir nokkrar stórar erlendar ferðaskrifstofur og annað- ist fyrir þær skipulagningu ferða um ísland. Árið 1986 hefði Atlantik svo gerst stofnaðili að fyrirtækinu „Island Tours“ í Hamborg, fyrstu íslensku ferðaskrifstofunni á er- lendri grund. Um sumarferðir Atlantik á þessu tíunda starfsári fyrirtækisins sagði Böðvar að eftirspumin væri mest eftir sólarlandaferðum, einkum til Mallorca. „Þar bjóðum við upp á dvöl á fjórum ströndum, í Santa Ponsa, á Magaluf, Playa de Palma og Cala Millor ströndinni, en sú síðastnefnda er nýr áfangastaður í sumaráætlun Atlantik." Böðvar sagði að þessar strendur væru að mörgu leyti ólíkar, enda mismjafnt hvað fólk leitaði eftir í sumarleyf- inu. Á þessum fjórum ströndum ættu hins vegar allir að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi. Hinn nýi áfangastaður Atlantik á Mallorca, Cala Millor ströndin, er á eyjunni austanverðri rétt norð- an við Porto Cristo og Drekahell- ana. Hótelið sem Atlantik býður gestum sínum á þessum stað heitir Marina Park, sem að sögn Böðvars er glæsileg nýbygging við strönd- ina. Hann sagði að hótelið væri í rólegu umhverfi, en aðeins 400 metra frá miðbæ Cala Millor. Öll aðstaða til útivistar væri einstök, til dæmis hvað varðar gönguferðir, skógarferðir, sund og fleira. íbúð- imar væru rúmgóðar, allar með setustofu, tveim svefnherbergjum, baðherbergi og eldhúskrók með öll- um nauðsynlegustu áhöldum. Á hótelinu er veitingasalur, kaffi- teríka og skyndibitastaður. Þar er einnig sjónvarpsherbergi, hár- snyrtistofa, minjagripaverslun, matvörubúð og þvottahús. Að sögn Böðvars er glæsileg sundlaug við hótelið og góð sólbaðsaðstaða. Dansleikir væru haldnir á hótelinu tvisvar í viku. Böðvar sagði að þessi lýsing ætti raunar við flest hótelin sem Atlantik byði upp á á Mall- orca, enda væri lögð áhersla á bestu fáanlegu aðstöðu sem völ væri á. í flestum tilfellum væri um að ræða sömu hótelin og Atlantik hefði skipt við frá því ferðaskrifstofan hóf ferð- ir til Mallorca árið 1981. Auk Mallorcaferðanna býður Atl- antik upp á beint flug til Orlando í Florida í Bandaríkjunum og sagði Böðvar að þessar ferðir nytu vax- andi vinsælda, enda væri nú tiltölu- lega ódýrara að ferðast til Banda- ríkjanna en undanfarin ár vegna stöðu dollarans. Auk þess býður Atlantik upp á ferðamátann „flug og bíl“ og sumarhús í nágrenni við margar helstu borgir Evrópu. Böðvar sagði að eitt af því sem greindi Atlantik frá öðrum íslensk- um ferðaskrifstofum væru sigling- ar, en skrifstofan væri stærsti um- boðsaðili erlendra skemmtiferða- skipa hérlendis og hefði umboð fyr- ir skipafélagið Royal Caribbean. Það gerði Atlantik kleift að bjóða Islendingum ferðir með glæsilegum skipum, m.a. um Karíbahafið, þar sem finna mætti flest það er hugur- inn gimtist, hvort heldur sem væri í fjölbreyttu samkvæmislífi, íþrótta- iðkun eða slökun og hvíld. Atlantik skipuleggur einstaklings- og hóp- ferðir með skipum skipafélagsins allt árið og sagði Böðvar að það færðist sífellt í vöxt að íslendingar notfærðu sér þessa þjónustu. I / -A I J I /$ HINNSTERKI HÖRPUTÓNN á eldhúsið, baðið, forstofuna og ganginn.. • lyktarlaus • auðþrífanleg • slitsterk ..með gljáa sem helst. GLJÁSTIG 25% < cn I HARPA lífinu lit. t I t I - ÍÉi AUK hf. 3.216/SlA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.