Morgunblaðið - 30.03.1988, Page 27

Morgunblaðið - 30.03.1988, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 27 Atlantik 10 ára: F erðastraumurinn liggnr til Mallorca segir Böðvar Valgeirsson forstjóri Úr hótelg-arðinum á Royal Playa de Palma, þar sem Atlantik hefur hafa aðstöðu fyrir gesti sína frá því Mallorcaferðir ferðaskrifstof- unnar hófust árið 1981. „ÚTLITIÐ er mjög gott og allt sem bendir til að þáttakan í ferð- um okkur í sumar verði jafnvel enn betri en i fyrra, sem var metár,“ sagði Böðvar Valgeirs- son, forstjóri Ferðaskrifstofunn- ar Atlantik, er Morgunblaðið ræddi við hann um eftirspurn í sumarferðir ferðaskrifstofunnar í ár, sem er tíunda starfsár fyrir- tækisins. „Straumurinn liggur til Mallorca að þessu sinni enda virðast sólarlandaferðir hafa fest sig í sessi og sú aukning sem er í ferðalögum almennt, beinist að mestu til sólarlanda, ekki bara meðal Islendinga heldur einnig frá öðrum löndum í Evrópu,“ sagði Böðvar ennfremur. Ferðaskrifstofan Atlantik hóf starfsemi sína í janúar 1978 og í upphafi voru þrír starfsmenn á skrifstofunni í 70 fermetra hús- næði. Nú eru starfsmenn skrifstof- unnar tíu og stærð húsnæðisins hefur þrefaldsast. Rekstur Atlantik byggist á þjónustu við ferðamenn á leið til landsins og frá og sagði Böðvar að frá upphafi hefði verið lögð höfuðáhersla á góða þjónustu og ferðir í háum gæðaflokki. Hann sagði að Atlantik væri aðili að al- þjóðlegu sambandi ferðaskrifstofa, væri löggiltur IATA söluaðili og hefði haft einkaumboð fyrir greiðslukortafyrirtækið Diners Club í nokkur ár. Auk þess væri Atlant- ik þjónustuaðili fyrir nokkrar stórar erlendar ferðaskrifstofur og annað- ist fyrir þær skipulagningu ferða um ísland. Árið 1986 hefði Atlantik svo gerst stofnaðili að fyrirtækinu „Island Tours“ í Hamborg, fyrstu íslensku ferðaskrifstofunni á er- lendri grund. Um sumarferðir Atlantik á þessu tíunda starfsári fyrirtækisins sagði Böðvar að eftirspumin væri mest eftir sólarlandaferðum, einkum til Mallorca. „Þar bjóðum við upp á dvöl á fjórum ströndum, í Santa Ponsa, á Magaluf, Playa de Palma og Cala Millor ströndinni, en sú síðastnefnda er nýr áfangastaður í sumaráætlun Atlantik." Böðvar sagði að þessar strendur væru að mörgu leyti ólíkar, enda mismjafnt hvað fólk leitaði eftir í sumarleyf- inu. Á þessum fjórum ströndum ættu hins vegar allir að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi. Hinn nýi áfangastaður Atlantik á Mallorca, Cala Millor ströndin, er á eyjunni austanverðri rétt norð- an við Porto Cristo og Drekahell- ana. Hótelið sem Atlantik býður gestum sínum á þessum stað heitir Marina Park, sem að sögn Böðvars er glæsileg nýbygging við strönd- ina. Hann sagði að hótelið væri í rólegu umhverfi, en aðeins 400 metra frá miðbæ Cala Millor. Öll aðstaða til útivistar væri einstök, til dæmis hvað varðar gönguferðir, skógarferðir, sund og fleira. íbúð- imar væru rúmgóðar, allar með setustofu, tveim svefnherbergjum, baðherbergi og eldhúskrók með öll- um nauðsynlegustu áhöldum. Á hótelinu er veitingasalur, kaffi- teríka og skyndibitastaður. Þar er einnig sjónvarpsherbergi, hár- snyrtistofa, minjagripaverslun, matvörubúð og þvottahús. Að sögn Böðvars er glæsileg sundlaug við hótelið og góð sólbaðsaðstaða. Dansleikir væru haldnir á hótelinu tvisvar í viku. Böðvar sagði að þessi lýsing ætti raunar við flest hótelin sem Atlantik byði upp á á Mall- orca, enda væri lögð áhersla á bestu fáanlegu aðstöðu sem völ væri á. í flestum tilfellum væri um að ræða sömu hótelin og Atlantik hefði skipt við frá því ferðaskrifstofan hóf ferð- ir til Mallorca árið 1981. Auk Mallorcaferðanna býður Atl- antik upp á beint flug til Orlando í Florida í Bandaríkjunum og sagði Böðvar að þessar ferðir nytu vax- andi vinsælda, enda væri nú tiltölu- lega ódýrara að ferðast til Banda- ríkjanna en undanfarin ár vegna stöðu dollarans. Auk þess býður Atlantik upp á ferðamátann „flug og bíl“ og sumarhús í nágrenni við margar helstu borgir Evrópu. Böðvar sagði að eitt af því sem greindi Atlantik frá öðrum íslensk- um ferðaskrifstofum væru sigling- ar, en skrifstofan væri stærsti um- boðsaðili erlendra skemmtiferða- skipa hérlendis og hefði umboð fyr- ir skipafélagið Royal Caribbean. Það gerði Atlantik kleift að bjóða Islendingum ferðir með glæsilegum skipum, m.a. um Karíbahafið, þar sem finna mætti flest það er hugur- inn gimtist, hvort heldur sem væri í fjölbreyttu samkvæmislífi, íþrótta- iðkun eða slökun og hvíld. Atlantik skipuleggur einstaklings- og hóp- ferðir með skipum skipafélagsins allt árið og sagði Böðvar að það færðist sífellt í vöxt að íslendingar notfærðu sér þessa þjónustu. I / -A I J I /$ HINNSTERKI HÖRPUTÓNN á eldhúsið, baðið, forstofuna og ganginn.. • lyktarlaus • auðþrífanleg • slitsterk ..með gljáa sem helst. GLJÁSTIG 25% < cn I HARPA lífinu lit. t I t I - ÍÉi AUK hf. 3.216/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.