Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988
Morgunblaðið/Sverrir
Frá fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vilhjálmur
Þ. Vilhjábnsson í ræðustól en við hlið hans silja Magnús Guðjónsson
framk væmdastj óri og Sigurgeir Sigurðsson formaður sambandsins.
Krafíst hækkunar á fram-
lagi til Jöfnunarsjóðs
FULLTRÚARÁÐ Sambands
íslenskra sveitarfélaga samþykkti
á fundi sínum i Reykjavík nýlega
ályktun þar sem þess er krafist
að framlag til Jöfnunarsjóða sveit-
arfélaga verði hækkað um 60-80
milljónir á þessu ári, vegna erfiðr-
ar stöðu margra sveitarfélaga.
Fé þetta verði notað til að greiða
aukaframlag til þeirra sem hafa tekj-
ur undir meðaltali sambærilegra
sveitarfélaga. Fyrrgreindar fjár-
hæðir geti bætt allt að 80% af vanda
þeirra sveitarstjóma sem nú séu
verst á vegi staddar og hafi fullnýtt
tekjustofna sína.
Hljóti þessi tillaga ekki náð fyrir
augum stjómvalda telur fulltrúaráðið
nauðsynlegt að endurskoða öll sam-
skipti ríkis og sveitarfélag og vill að
í því skyni verði boðað til aukafund-
ar ráðsins fyrir lok næstkomandi
maímánaðar.
PÁSKASPIL
í fótspor Phileas Fogg,
umhverfis jörðina á 80 dögum.
BARNAVINAFÉLAGIÐ SUMARGJDF
VÖLUSKRÍN
KLAPPARSTÍG 26
ULTRA
GLOSS
Ekkert venjulegt bílabón
heldur glerhörð lakkbrynja!
VEIST
ÞÚ
MUNINN? .
ULTRA GLOSS er eini bón-
gljáinn, fáanlegur á islenskum
bensinsölum, sem þolir þvott
með tjörueyði. Þar með rætist
draumur bónara, um að glans og
glæsilegt útlit geti enst mánuð-
um saman.
Utsölustaðlr
Cssoj stöðvarnar.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ÓLA BJÖRN KÁRASON
HÆTTULEGUR EN
NAUÐSYNLEGUR
Jesse Jackson skapar mikil vandamál fyrir demókrata
HANN getur verið hættulegur en er þó nauðsynlegur fyr-
ir Demókrataflokkinn í forsetakosningunum á komandi
hausti. Maðurinn sem hrósaði Kastró, einræðisherra
Kúbu, er stuðningsmaður PLO og vilhallur undir stjórn sandin-
ista í Nicaragua, hefur meiri persónuleika en aðrir frambjóðend-
ur demókrata. Frammistaða hans í forkosningunum gerir það
að verkum að það kann að verða erfitt að ganga fram hjá honum
á landsfundi flokksins í júlí næstkomandi.
leika að bera en aðrir frambjóð-
endur. Þegar Jesse Jackson talar
leggja áheyrendur við hlustir og
hann á auðveldara með að hrífa
þá með sér en flestir aðrir ræðu-
menn. Jesse Jackson er litríkur
stjómmálamaður — litríkari en
keppinautar hans. Og hann hefur
Reutcr
Jesse Jackson var brosandi á sunnudaginn, þegar hann var á kosn-
ingaferðalagi í Connecticut.
Eftir sannfærandi sigur í Mich-
igan á Jesse Jackson góða mögu-
leika á því að koma til lands-
fundarins með fleiri fulltrúa en
aðrir frambjóðendur. í viðtali í
morgunþætti ABC-sjónvarps-
stöðvarinnar á mánudag sagði
Jackson að færi svo gætu demó-
kratar ekki gengið fram hjá sér
— hann yrði forsetaefni þeirra.
Jackson hlaut 55% atkvæða í Mic-
higan, en Michael Dukakis, fylkis-
stjóri í Massachusetts, 28% og
Richard Gephardt 13%. Dukakis
hefur tryggt sér 604 landsfundar-
fulltrúa, Jackson 598, Albert Gore
363 og Gephardt 167, en á mánu-
dag lýsti Gephardt yfir því, að
hann væri hættur í kosninga-
slagnum. Þrátt fyrir að Jackson
hafí ekki flesta fulltrúa hefur
hann hlotið fleiri atkvæði samtals
í þeim kosningum sem farið hafa
fram en nokkur annar frambjóð-
andi.
Enginn fær tilskilinn
meirihluta
Það er nær útilokað að nokkr-
um frambjóðanda takist að ná til-
skildum meirihluta fyrir lands-
fundinn og spumingin er fremur
hvort og þá hvetjum tekst að
tryggja sér um eða yfir 40% full-
trúanna. Dukakis gerir sér vonir
um að ná 40%-markinu og hljóta
útnefningu flokksins með stuðn-
ingi óháðra og 642 sjálfkjörinna
landsfundarfulltrúa. Eftir að hafa
beðið 2:l-ósigur fyrir Jackson í
Michigan hefur róðurinn fyrir
fylkisstjórann þyngst verulega.
Og líkumar á því að einhver sem
ekki er í framboði verði valinn
frambjóðandi demókrata hafa
aukist. Forustumenn Demókrata-
flokksins neita því að svo kunni
að fara og segja að forsetaefni
flokksins verði einhver þeirra sem
nú sækjast eftir útnefningu.
Mario Cuomo, fylkisstjóri í New
York og einn vinsælasti forustu-
maður demókrata, hefur verið
nefndur sem einn þeirra sem
hugsanlega gæti leitt flokkinn í
forsetakosningunum í nóvember
næstkomandi. Hann tekur hins
vegar í sama streng og aðrir forr-
áðamenn flokksins. Ef Jesse Jack-
son mætir á landsfundinn með
fleiri fulltrúa en aðrir kann við-
horf forustumanna demókrata
hins vegar að breytast. Margir
demókratar geta ekki hugsað sér
að Jackson verði varaforsetaefni
flokksins, hvað þá forsetaefni.
Þeir telja með réttu eða röngu að
þar með væri verið að færa repú-
blikönum forsetaembættið á silf-
urfati.
Ekki sami maður
Það hefur margt breyst frá því
að Jesse Jackson keppti við Walt-
er Mondale og Gary Hart um útn-
efningu demókrata árið 1984.
Vegna róttækni höfðaði Jackson
aðeins til iítils hluta kjósenda og
alls ekki allra blökkumanna. Hann
hefur reyndar alltaf verið um-
deildur og margir frammámenn
meðal blökkumanna geta ekki
fyrirgefið honum framgöngu hans
eftir að Martin Luther King var
myrtur. Jaekson hefur alltaf hald-
ið því fram að hann hafi staðið
við hlið Kings og á eftir kom hann
fram í skyrtu sem ötuð var blóði,
— sem Jackson hélt fram að væri
blóð Kings. Margir forustumenn
blökkumanna segja Jackson ljúga
og að hann hafi ekki staðið við
hlið Kings þegar hann var myrtur.
Þrátt fyrir andstöðu þessara
manna hefur Jackson tekist það,
sem honum reyndist um megn
fyrir fjórum árum, að ná fylgi
blökkumanna. Og það sem meira
er, honum hefur tekist að höfða
til annarra minnihlutahópa og
einnig hvítra. Geraldine Ferraro,
varaforsetaefni demókrata 1984,
hefur sagt að skýringar á vel-
gengni Jacksons séu þær sömu
og leiddu til þess að hún var val-
in frambjóðandi fyrir fjórum
árum. Hún sé kona og Jackson
blökkumaður.
Ástæður þess að Jackson hefur
auðnast að ná eyrum manna eru
margar en kannski fyrst og fremst
þær að hann hefur breytt um
áherslur og hefur meiri persónu-
meiri og sterkari boðskap. Annað
sem skiptir máli er að á sama tíma
og Dukakis, Gore, Gephart og
Simon hafa verið önnum kafnir
við að hnýta hver í annan hefur
Jackson haft frítt spil og getað
komið boðskap sínum gagnrýnis-
laust til skila. Aðrir frambjóðend-
ur höfðu hreinlega ekki búist við
að Jackson yrði eins sigursæll og
raun ber vitni og forðast að gagn-
rýna hann í von um að hljóta
stuðning hans á landsfundinum.
Ótti demókrata
Demókratar óttast neikvæð
áhrif þess ef Jackson verður í
framboði fyrir flokkinn í nóvemb-
er, annað hvort til forseta- eða
varaforsetaembættisins. Þeir telja
að margir hvítir menn muni
hverfa frá demókrötum og kjósa
repúblikana. Kannanir benda til
að stór hluti hvítra kjósi hvíta og
stór hluti blökkumanna styðji
blökkumenn, ef þeir eru í fram-
boði. í forkosningunum í Suð-
urríkjunum studdu 96% blökku-
manna Jackson.
Árið 1984 kusu yfír 60% hvítra
Ronald Reagan en 90% blökku-
manna studdu Walter Mondale. í
nokkrum Suðurríkjum greiddu
yfir 90% hvítra Reagan atkvæði.
Samkvæmt nýlegum skoðana-
könnunum nýtur Reagan yfír 50%
fylgis bandarísku þjóðarinnar og