Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
MatthíasJohannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst IngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðálstræti. 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Viðkvæm
kennaradeila
Atkvæði hafa nú verið
talin bæði í Kennara-
sambandi íslands og í Hinu
íslenska kennarafélagi um
boðun verkfalla. Fulltrúar
ríkissjóðs telja, að í báðum
tilvikum sé málum þannig
háttað að ástæða sé til að
vefengja niðurstöðuna. Hafa
aðilar ákveðið að fá úrskurð
Félagsdóms um þetta ágrein-
ingsefni.
Félagar í Kennarasam-
bandi Islands (KI) gengu til
atkvæða um það, hvort veita
ætti fulltrúaráði KÍ umboð til
að boða til verkfalls. Féllu
atkvæði þannig að afdráttar-
laus meirihluti samþykkti að
veita slíkt umboð. Er ekki
deilt um þá niðurstöðu. Á
hinn bóginn hefur Indriði H.
Þorláksson, formaður samn-
inganefndar ríkisins, gengið
fram fyrir skjöldu og lýst
yfir því, að ekki hafí verið
greidd atkvæði um rétta
ákvörðun hjá Kennarasam-
bandinu. Samkvæmt lögum
um kjarasamning opinberra
starfsmanna eigi að leggja
verkfallsboðunina sjálfa und-
ir atkvæði félagsmanna en
ekki það, hvort einhveiju ráði
eða stofnun sé veitt heimild
til að boða til verkfalls, heim-
ild, sem sá sem umboðið fær,
beitir að eigin mati. Vill stjórn
KÍ fá úr því skorið hjá Félags-
dómi, hvort þessi skoðun
samninganefndar ríkisins á
við rök að styðjast.
í Hinu íslenska kennarafé-
lagi (HÍK) var efnt til al-
mennrar atkvæðagreiðslu um
boðun verkfalls 13. apríl nk.
Þar var ekki um það að ræða
að einum eða öðrum væri
veitt heimild til að boða verk-
fallið heldur tóku félagsmenn
sjálfir af skarið í því efni.
Voru þeir sem vildu verkfall
aðeins tveimur fleiri en hinir,
sem höfnuðu tillögu stjórnar
HÍK um verkfall (já sögðu
464, en nei 462), atkvæði
greiddu 986 eða 85,22% og
voru 60 seðlar auðir. Formað-
ur samninganefndar ríkisins
segir, að lögum samkvæmt
þurfí meirihluti þeirra, sem
taka þátt í atkvæðagreiðslu,
að samþykkja verkfall og.
þeir sem skili auðu taki jafnt
þátt í atkvæðagreiðslu og
aðrir. Þeir 60 sem skiluðu
auðu hafí hins vegar ekki
greitt atkvæði með verkfalli
og þess vegna hafi ekki kom-
ið fram meirihluti fyrir verk-
fallsboðun. Hafa aðilar orðið
sammála um að vísa þessum
ágreiningi til dómstóla.
Oft hefur verið minnst á
það áður hér á þessum stað,
hve mikið sé í húfi vegna
launadeilna kennara fyrir
marga, sem ekki eiga aðild
að viðræðum kennara við
ríkissjóð. Tugir þúsunda
nemenda um land allt bíða
með öndina í hálsinum, ef
þannig má að orði kveða, eft-
ir því hver verði niðurstaðan
við samningaborðið. Þar
greinir menn á um atriði, sem
þó ættu að liggja tölulega ljós
fyrir, ef til dæmis er litið til
bréfs frá Jóni Baldvin
Hannibalssyni, fjármálaráð-
herra, til Bjama.Olafssonar
hér í blaðinu í gær. En það
er jafnvel harkalegar tekist á
um þessar tölur en lagalegu
hlið málsins, sem nú hefur
verið vísað til dómstólanna.
Nauðsynlegt er að leiða
hinn lögfræðilega ágreining
til lykta sem fyrst, svo að
óvissa um lögmæti atkvæða-
greiðslunnar í kennarafélög-
unum verði ekki til þess að
auka á áhyggjur og kvíða
margra yfír því, hvernig þetta
skólaár endar. Deilumar um
lagalega hlið málsins eru enn
til stuðnings þeirri skoðun,
að það sé ekki beinlínis mikil
tillitssemi við nemendur hjá
kennurum að boða til verk-
fallsaðgerða á þessum við-
kvæma tíma skólaársins,
þegar menn ættu að vera að
skipuleggja markvissan próf-
lestur.
Kjaradeilumar undanfarið
hafa verið leystar með frið-
samlegri hætti en margir
töldu líklegt í upphafi. Auð-
vitað ættu kennarar og við-
semjendur þeirra að feta í
fótspor annarra í þessu efni
og komast að niðurstöðu nú
um páskahelgina. í kennara-
deilunni verður samið að lok-
um og skynsamlegast er auð-
vitað að gera það án þess að
valda nemendum tjóni og inn-
an sömu marka og aðilar hins
almenna vinnumarkaðar.
Ný skýrsla um þjóðarbúskapinn:
Hagvöxtur hefur
sexfaldast frá 1945
Þjóðhagsstofnun hefur gefið út nýja skýrslu í ritröðinni
um þjóðarbúskapinn. Skýrslunni er ætlað að gefa sögulegt
yfirlit i tölum yfir hagþróun síðustu fjögurra áratuga, eða
yfir tímabilið 1945 til 1986. Talnaefnið er svipað og venju-
lega hefur fylgt yfirlitsskýrslum Þjóðhagsstofnunar um þjóð-
arbúskapinn. Hér er þó tekið fyrir mun lengra tímabil en
venja hefur verið í þessum skýrslum. f skýrslunni kemur
meðal annars fram að hagvöxtur hefur sexfaldast frá árinu
1945.
Áhersla er lögð á, að skýrslan
gefi greinargott almennt yfirlit
yfir árferði og afkomu þjóðarbús-
ins á þessu tímabili. Efni er því
víða dregið að og má í því sam-
bandi nefna Hagstofuna og Seðla-
Flugleiðir;
66 auka-
flugferðir
umpáskana
FLUGLEIÐIR verða með 450
flugferðir til og frá Reykjavík
dagana 24. mars til 5. apríl
nk., þar af eru 66 aukaflug-
ferðir. Flugleiðir fljúga ekki
innanlands á föstudaginn
langa og páskadag. Helgar-
pakkar Flugleiða og 18 sam-
starfshótela þeirra gilda um
páskana.
Helgarferðir Flugleiða og hótel-
anna gilda frá Reykjavík til ísa-
fjarðar, Akureyrar, Húsavíkur,
Egilsstaða, Hornafjarðar og Vest-
mannaeyja. Fólki á landsbyggð-
inni stendur einnig til boða að
dvelja á hóteli í Reykjavík um
páskana með sömu kjörum og
gilda um helgarferðir. Samstarfs-
hótel Flugleiða í Reykjavík eru
Hótel Borg, Esja, Lind, Loftleiðir,
Óðinsvé, Saga og Holiday Inn.
Flugleiðir bjóða einnig t.d. upp
á páskadvöl á Hótel Reynihlíð við
Mývatn en þar verður m.a. skíða-
ganga, dorgveiði og útsýnisferðir
á bifreiðum og snjósleðum á dag-
skrá. Vanir menn verða við stjórn-
völinn. Flogið verður til Húsavík-
urflugvallar og ekið þaðan að
Hótel Reynihlíð.
bankann. Þetta er gert til að fá
sem gleggsta yfirlitsmynd af þeim
þáttum sem mótað hafa hagþróun-
ina undanfama áratugi.
Skýrslan skiptist í átta kafla.
Fyrsti kafli fjallar um landsfram-
leiðslu, þjóðarframleiðslu og þjóð-
arauð. Þar kemur m.a. fram að
undanfarna fjóra áratugi hefur
árlegur meðalvöxtur landsfram-
leiðslunnar (hagvöxtur) verið 4,4%
og landsframleiðsla hefur sexfald-
ast frá 1945. Þessi hagvöxtur er
þó ekki jafn, heldur sveiflast tals-
vert milli ára.
Annar kafli skýrslunnar sýnir
þjóðarútgjöldin og innbyrðis skipt-
ingu þeirra. Þriðji kafli sýnir at-
vinnuþróun og atvinnuskiptingu.
Fjórði kafli sýnir utanríkisvið-
skiptin síðasta aldarfjórðung.
Fimmti kafli lýsir verðlagi, tekjum
og vinnutíma. í sjötta kafla eru
birtar ýmsar tölur um búskap hins
opinbera. Sjöundi og áttundi kafli
fjalla um erlend lán og peninga-
og gengismál.
STEINGRÍMUR Hermannsson
utanrikisráðherra sagði eftir
ríkisstjórnarfund í gær að hann
myndi leggja það fyrir ríkis-
stjórnina ef til kæmi að hann
fengi boð um formlegar viðræð-
ur við PLO. Þorsteinn Pálsson
forsætisráðherra sagði að það
væri ágreiningslaust að ríkis-
sljórnin myndi ekki efna til
LÓÐAÚTHLUT
í GRAFARVOC
FOLDAHt
O
/*
ÁRTÚNSHÖFÐI
D
I EINBÝLI KEOJlí-OG RAOH.I
Reykjavík;
Lóðaúthli
ÚTHLUTUN á byggingalóðum í
Grafarvogi III, á svæði B og D
fer fram á næstu tveimur mánuð-
um en úthlutun á svæði C er þeg-
ar lokið. Úthlutað verður lóðum
undir 33 einbýlishús, 20 parhús
og 44 raðhús. Ennfremur lóðum
formlegra viðræðna við PLO,
þar sem ísland viðurkenndi ekki
samtökin og ríkisstjórninni
bæri því samkvæmt lögum að
ræða hugsanlegt heimboð sam-
takanna.
Að afloknum ríkisstjórnarfund-
inum sagði Þorsteinn Pálsson for-
sætisráðherra við Morgunblaðið
Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra:
Ríkisstj órnin <
fomilegra viðr
Sendiherra ísraels:
Viðræður við PLO
leysa engar deilur
STEINGRÍMUR Hermannsson utanrikisráðherra skýrði frá þvi á
blaðamannafundi um ferðalag sitt til Norðurlanda og viðræður við
fulltrúa PLO, að hann hefði rætt við Yehiel Yativ, sendiherra ísra-
els á íslandi, sem er búsettur í Ósló. Morgunblaðið sneri sér til
sendiherrans og spurðist fyrir um afstöðu ísraelsstjórnar til við-
ræðna við PLO. í svarskeyti sendiherrans segir meðal annars að
viðræður við PLO, hvort heldur formlegar eða óformlegar, séu
ekki til þess fallnar að leysa úr deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs.
Hér birtist í heild svar sendiherra
ísraels á íslandi við spumingu
Morgunblaðsins:
„Sem svar við spumingu yðar í
síma vil ég skýra frá því, að fundir
með fulltrúum PLO, hvort heldur
þeir eru formlegir eða óformlegir,
em ekki til stuðnings neinni friðar-
viðleitni til að leysa deiluna [milli
'ísraela og araba]. Eins og kunnugt
er hefur PLO hvorki breytt um eðli
né hugmyndafræði, samtökin em
bæði í orði og á borði hryðjuverka-
samtök, sem beita ofbeldi.
Fyrir skömmu unnu hryðjuverka-
menri samtakanna grimmdarlegt
voðaverk, þegar þeir réðust á al-
menningsvagn í ísrael og drápu
þijá ísraela en tveir hinna látnu
vom ungar mæður. PLO hefur opin-
berlega gengist við þessu hryllings-
verki og ég átta mig ekki á því
hvaða góðan og jákvæðan tilgang
fundur með slíku fólki, einkum ef
hánn sitja háttsettir menn, getur
haft. Mér er ekki kunnugt um að
utan Svíþjóðar hafi í norrænu landi,
þar sem PLO hefur fulltrúa, verið
tekið á móti þeim af háttsettum
mönnum — og þess vegna er enginn
vafí á að slíkur fundur vekti óhjá-
kvæmilega undmn í ísrael.
Eins og kunnugt er neitar PLO
að fallast á ályktanir Sameinuðu
þjóðanna nr. 242 og 338 en á þeim
byggist öll friðarviðleitni, og þannig
hafa samtökin tilvist ísraels að
engu og ekki er unnt að líta á þau
sem aðila að friðargerð fyrir svæðið