Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 52 fclk f fréttum Morgunblaðið/Bjami Signrveeg’aramir I Elite fyrsætukeppninni 1988, frá vinstri: Unnur Kristjánsdóttir, Svava Rán Guð- mundsdóttir, Agla Egilsdóttir og María Helga Einarsdóttir. ELITEKEPPNIN ’88: Forsmekkur að fyrirsætustörfum að ríkti mikil eftirvænting í Súlnasal Hótel Sögu síðast- Iiðið föstudagskvöld þegar Trudy Tapscott, framkvæmda- stjóri hjá Elite umboðsskrifstof- unni í New York, tilkynnti nafn sigurvegarans í fyrirsætukeppni Elite og tímaritsins Nýs lífs. Það er líka talsvert í húfi þar sem sigur í þessari keppni getur opn- að dyrnar að frægð og frama í heimi tiskunnar. Þetta er í fimmta sinn sem Nytt líf og Elite standa fyrir slíkri keppni hér á landi og sigurvegarinn að þessu sinni var Unnur Kristjánsdóttir, en hún verður sextán ára i ágúst næstkomandi. í öðm sæti var Svava Rán Guðmundsdóttir, sem verður átján ára í september næstkomandi og í þriðja sæti urðu Agla Egilsdóttir, sem verð- ur sextán ára i mai og María Helga Einarsdóttir, sem verður nitján ára i desember næstkom- andi. ’ Unnar býður nú ferð til Atami í Japan í haust þar sem hún mun taka þátt í lokakeppninni um ,'Útlit ársins“ (The look of the year ’88), en stúlkumar sem taka þátt í henni eru um 60 talsins og koma frá um það bil 30 löndum. Verðlaunin eru 200 þúsund dollara samningur til tveggja ára hjá Elite umboðsskrif- stofunni fyrir stúlkuna sem lendir í fyrsta sæti, önnur verðlaun eru 125 þúsund dollarar og þriðju verð- laun 75 þúsund dollarar. Auk þess fá stúlkumar sem lenda í 4. og 5. sæti 50 þúsund dollara samning. I forkeppninni hér heima fengu stúlkumar forsmekkinn af fyrir- sætustörfum, þar sem þær tóku þátt í tískusýningu og voru flestar þeirra að þreyta frumraun sína á því sviði. A meðfylgjandi myndum má sjá brot af því sem fram fór í Elitekeppninni á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. Forsmekkur að fyrirsætu- störfum. Stúlkurnar komu meðal annars fram í pelsum frá Eggert feld- skera. Sigurður Demetz Fransson söng „O sole mio“ og „Toma a Sori- ento“ fyrir gesti á Týrólakvöldinu. Kátir kokkar. Hjörtur Frímanns- son, Sigurður Demetz Fransson og Ingvar Guðmundsson, yfir- kokkur í Staðarskála. STAÐARSKÁLI Með Sigurði Demetz á Týrólakvöldi Italskt andrúmsloft ríkti í Staðar- skála í Hrútafirði fyrir skömmu. Sigurður Demetz Fransson söng- kennari var fenginn til að setja sam- an ítalskan matseðil og segja frá heimalandi sínu. Á annað hundrað manns snæddi fjórréttaða máltíð, hlýddi á Sigurð syngja tvö lög og dansaði fram eftir nóttu við undirleik hljómsveitar Grettis Bjömssonar. Að sögn Magnúsar Gíslasonar í Staðar- skála fór fólk afar ánægt heim. Sigurður Demetz var leiðsögu- maður um árabil og kveðst hafa gert mikið af að stoppa með farþega í Staðarskála. „Magnús hefur oft spurt mig síðustu árin hvort ég vildi ekki skipuleggja ítalskt kvöld í Stað- arskála og nú létum við verða af því. Stemmningin var alveg uppi í „háa c“ og hver veit nema ég geri þetta aftur að ári.“ Kvöldið var nefnt Týrólakvöld, en Sigurður er frá Suður-Týról sem varð hluti ítaliu eftir fyrri heimsstyrj- öld, 1918. „Nei, réttirnir voru ekkert sérstaklega ættaðir frá mínu heima- héraði," segir Sigurður aðspurður. „Ég valdi mat sem etinn er um gerv- alla Ítalíu. Þegar konumar höfðu fengið nellikku var boðið upp á for- drykk sem kallaður er ^1,2,3“. í honum er hvítvín, Campari og sítrónusafi." „Þá kom að fyrri forréttinum, þremur tegundum skinku með mel- guónu og súru grænmeti. Síðan var borið fram lasagna og því næst nautakjötssneið og grænmeti í ijóma- og ostasósu. Einn gestanna hafði orð á því að ég hefði gleymt kartöflunum með kjötinu. Ég sagði við hann að vera alveg rólegur, hann fengi þær heima hjá sér daginn eft- ir. Italir borða nefnilega ekki kartöfl- ur með svona mat. Eftirrétturinn var ávaxtasalat í sérríi og í lokin var sterkt kaffi, kennt við Róm, og kon- íak á boðstólum. A annað hundrað manns snæddi ítalskan mat í Staðarskála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.