Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 48
48 8861 SflAM .08 StTOAQtJMIVGIM ,QIÖAJaHUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 UU Minning: TOmSTUnDAHUSIÐ Laugavegi164-Reykjavík-S: 21901 Sigríður Jóhanna Þórðardóttir Þú finnur ekki betri fermingargjöf, hvort heldur er handa dreng eða stúlku, en gott tjald, bakpoka eða svefnpoka. Eigum mikið úrval af hinum viðurkenndu Tjaldborgartjöldum og svefnpokum framleiddum fyrir íslenskar aðstæður. Fædd 25. júní 1909 Dáin 22. marz 1988 Ekki hvarflaði það að okkur hjón- unum þegar við fréttum að Sigríð- ur, mágkona mín og systir konu minnar, Debóru, væri komin á sjúkrahús, að hún ætti svo skammt eftir ólifað, sem raun varð á. Að vísu vissum við að hún hafði ekki gengið heil til skógar úpp á síðkas- tið, en að hún hefði verið svo langt leidd, kom manni ekki til hugar. Þar sem Sigríður fór ung 'að heiman sá ég hana ekki fyrr en hún var að koma, ásamt manni sínum, Karvel Sigurgeirssyni, í heimsóknir til foreldra sinna á Hvammstanga, frá ísafirði. En á þessum árum var hún talsímakona á umdæmisstöð- inni þar. Þá voru ekki aðrar sam- göngur en með skipum. Á þeim tíma var ég oft í uppskipunarvinnu á Hvammstanga og var mér starsýnt á þessi glæsilegu hjón þegar þau komu í land. Sigríður var fædd á ísafirði. Þá bjuggu foreldrar hennar þar,- þau Guðrún Sveinsdóttir og Þórður Sæmundsson, skósmiður, en flutt- ust ári síðar til Hvammstanga. Þar ólst hún upp hjá foreldrum sínum í systkinahópi. Þegar síminn var lagður þangað 1917 var Þórði falin starfræksla hans. Af því Sigríður var elzt af bömunum, bytjaði hún ung að af- greiða við símann. Það varð svo hennar aðalstarf fram eftir ævinni. Var hún bæði á Blönduósi og Borð- eyri áður en hún flutti til ísafjarð- ar. Einnig vann hún um tíma á símstöðinni hér í Reykjavík, eftir að _hún kom hingað. Ég kynntist Sigríði og Karvel ekki fyrr en ég fór að koma á heim- ili þeirra á Sólvallagötunni í Reykjavík, en þar bjuggu þau fyrstu árin, með konu minni Debóru, syst- ur Sigríðar. Þó húsakynni væru ekki stór, var okkur alltaf tekið fagnandi og talið sjálfsagt að búa alltaf hjá þeim, þegar við vorum á ferð í Reykjavík. Fyrir þetta allt hefí ég þeim mik- ið að þakka. Líka var það alltaf tilhlökkúnarefni þegar þau eins og annað ættar- og venzlafólk var að koma til okkar á Hvammstanga. Nokkmm ámm áður en Sigríður giftist hafði hún eignast dreng, sem er Þór Magnússon, þjóðminjavörð- ur. Hann ólst upp á Hvammstanga hjá Debóm, móðursystur sinni, og afa sínum, meðan hans naut við, og ömmu, þangað til hann fór í menntaskóla. Þá fluttist hann á heimili móður sinnar og Karvels í Reykjavík. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en tóku kjördóttur, Sigríði Ágústu, sem hefur reynzt þeim sem bezta dóttir og ómetanleg stoð í veikindum þeirra. Nú er hún farin þessi elskulega kona sem öllum vildi hjálpa og gera gott. Blessuð sé minning hennar. Við hjónin vottum eiginmanni henn- ar og bömum, ásamt fjölskyldum þeirra, innilega samúð. Ásvaldur Bjarnason I dag verður kvödd frá Dómkirkj- unni í Reykjavík tengdamóðir mín, Sigríður Þórðardóttir. Sigríður var fædd á ísafírði 25. júní 1909, elst fjögurra bama hjónanna Þórðar Sæmundssonar, skósmiðs og síðar símstöðvarstjóra á Hvammstanga, og Guðrúnar Sveinsdóttur. Á öðru ári fluttist hún með foreldrum sínum til Hvammstanga. I föður- húsum kynntist hún ung símastörf- um, og eftir að leiðin lá frá Hvammstanga starfaði hún sem talsímakona um margra ára skeið, fyrst á Blönduósi, þá á Borðeyri, á ísafírði og loks í Reykjavík. Á ísafirði kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Karvel Sigur- geirssyni, sjómanni. Þau giftu sig 1943 og fluttust ári síðar til Reykjavíkur og áttu þar heima alla tíð síðan. Karvel hélt áfram sjó- mennsku fram yfir 1960, einkum á togurum, en starfaði síðar sem verkamaður í Reykjavík. Dóttir Sigríðar og Karvels er Sigríður sjúkraliði, f. 1949, gift þeim sem þetta ritar. Sonur Sigríðar er Þór Magnússon þjóðminjavörður, f. 1937, kvæntur Maríu Heiðdal hjúk- runarfræðingi. Faðir Þórs var Magnús Richardsson. Barnabörnin eru fimm talsins. Á kveðjustund er margs að minn- ast frá þeim rösklega tuttugu árum sem liðin eru síðan leiðir okkar Sigríðar lágu fyrst saman, og margt að þakka, því að ég naut í ríkum mæli þeirrar alúðar og umhyggju- semi sem Sigríður auðsýndi alla tíð fjölskyldu sinni og þeim sem næst henni stóðu. Sigríður lét sér ákaf- lega annt um velferð bama sinna og fjölskyldna þeirra og hafði jafn- an vakandi áhuga á öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Síðustu árin nutu bömin okkar tvö ástríkis hennar og umhvggju. Sigríður vakti einnig yfir velferð systkina sinna og var þeim sannkölluð stoð og stytta þegar veikindi og erfiðleikar steðjuðu að. Ég vil sérstaklega minnast á þá umhyggjusemi sem hún sýndi Þuríði systur sinni í lang- varandi veikindum hennar. Síðast en ekki síst ber að nefna traust og gott samband þeirra hjóna, Karvels og Sigríðar, en þau reyndust jafnan hvort öðru sterkur bakhjall. Síðasta mánuðinn, svo lengi sem kraftar entust og þar til sjúkrahúsvist reyndist óumflýjanleg, studdi Sigríður eiginmann sinn og vitjaði hans daglega á sjúkrahús þar sem hann hafði gengist undir erfíðan uppskurð. Samvemstundimar á heimili þeirra Sigríðar og Karvels á Bám- götunni urðu margar, og oft var til þeirra leitað af margháttuðu til- efni. Aldrei var öðm að mæta en velvild og skilningi og takmarka- lausum áhuga á öllu því er að okk- ur hjónunum sneri og þeim við- fangsefnum sem um var að ræða hverju sinni. Og vel var fylgst með okkur úr fjarlægð þau ár sem við dvöldum erlendis og ekki látið und- ir höfuð leggjast að heimsækja okk- ur eins oft og við var komið, og mikil veisla haldin þegar týndu sauðirnir komu heim. Sigríður var ákaflega félagslynd að eðlisfari og hafði yndi af að umgangast fólk. Ég minnist þess hve hún naut þess að sjá fjölskyldu sína, vini og vandamenn, saman komna á heimili þeirra hjóna á Bámgötu af ýmsu tilefni, og við slík tækifæri stóð húsfreyjan jafnan á miðju sviði og tók á móti gestum sínum af mikilli gestrisni og mynd- arskap. Þótt mörgu væri að sinna við slík tækifæri sátu samræður við gestina alltaf í fyrirrúmi, enda hafði Sigríður sérstakt lag á að nálgast fólk á einlægan og hispurslausan hátt. Vinahópurinn var líka stór, og alla tíð hélt Sigríður góðu og traustu sambandi við margt það fólk sem hún kynntist á sínum yngri ámm. Eftir að Karvel og Sigríður flutt- ust til Reykjavíkur starfaði Sigríður um árabil sem talsímakona, en vann jafnframt að framreiðslustörfum sem síðar urðu hennar aðalstarf utan heimilis. Oft var vinnutíminn langur og starfíð erfítt og erilsamt, en aldrei heyrðist Sigríður kvarta. Hitt var sönnu nær að hún nyti vinnunnar og aldrei leið henni betur en þegar viðfangsefnin vom næg og kallað var á hana úr öllum áttum til starfa. Ég veit að Sigríður kveið því að verða dæmd úr leik á þessum vettvangi þegar ellin næði yfírtök- unum eða heilsan bilaði. En sá kvíði reyndist ástæðulaus, því þótt árin færðust yfir og komið væri langt fram yfir þau aldursmörk sem flest- um em sett á vinnumarkaði var Sigríður jafn ómissandi og fyrr. Og gleðin af vinnunni og sú ábyrgðar- tilfinning sem henni var bundin átti vafalaust sinn þátt í því að bægja huganum frá hrakandi heilsu síðustu mánuðina. Nú er rödd Sigríðar hljóðnuð og ekki lengur hringt að morgni til að líta eftir högum bama og bama- bama. Og sætið við hliðina á Karv- el stendur autt. En ég veit að minn- ingin um góða konu mun styrkja hann á erfíðri stundu. Blessuð sé minning Sigríðar Þórðardóttur. Jón Hilmar Jónsson Minning: SystirRosa Sterck F.M.M. — minning Fædd 18. nóvember 1908 Dáin 24. mars 1988 Kvöldið fyrir boðunardag Maríu, 24. þ.m., andaðist í St. Francisk- usspítala í Stykkishólmi systir Rósa Sterck, fædd í Belgíu 18. nóvember 1908. Rósa gekk í klaustur St. Franc- iskussystra (Franciscan Missionaries of Mary) 14. mars 1933, sem um- sækjandi um klausturvist hjá regl- unni. Um haustið tók hún upp búning systranna sem merkti að reynslutími hennar væri hafmn. Fyrstu klaustur- heit sín vann hún síðan 17. september 1935 og lokaheitin réttum þrem árum síðar. Hún hafði því ver- ið í félagsskap systra sinna 55 ár þegar hún kvaddi þennan heim. Faðir Rósu, Jozef Octaaf Sterck, var prentari og lærði hún prentiðn af honum. Var sú kunnátta hennar orsök þess að hún að hún kom hing- að til lands 18. júní 1952. Þá bar hún klausturheitið Hippolytus en á 7. áratugnum var þeirri venju breytt að systumar legðu niður skírnarnöfn sín og tækju sér klausturheiti og þá tók systir Hippolytus upp á ný skímamafn sitt, Rósa. Árið 1952 hafði kaþólska kirkjan hér á landi eignast prentvélar og önnur tæki sem þeim fylgdu og voru þær settar upp í spítalahúsinu. Þegar systir Rósa kom, tók hún að prenta fyrir kirkjuna. Stjórnaði hún prent- smiðjunni síðan meðan henni entist aldur og heilsa og allan þann tíma var hún aðalstarfsmaður hennar. Fyrstu árin var allt sem prentað var hjá systrunum handsett, t.d. Merki krossins (tímarit kaþólsku kirkjunnar) frá 1953, en fyrsta bokin sem systir Rosa prentaði var „Breytni eftir Kristi" sem kom út í fjórum hlutum á árunum 1955—62. Þá prentaði systir Rósa messubókina gömlu, fyrst „Dymbilvikuna" sem kom út 1958 og síðan messubókina sjálfa í þrem hlutum 1959. Var það verk svo vel af hendi leyst að Snæ- bjöm heitinn Jónsson bóksali skrifaði um þá bók og sagði hana svo fallega gerða að hann óskaði þess að klaust- ur væm komin í hveija sveit á ís- landi til að gefa út svona vel gerðar bækur. En handsetningin, sem bar svo mjög af vélsetningunni, var brátt úr sögunni, systir Rósa fékk Lino- type-setningarvél og gamla hand- verkið var ekki lengur til nema á síðum gamalla bóka. Kristin trú og guðrækni skipaði vitanlega fyrsta sætið í lífí systur Rósu en þar næst kom prentsmiðjan. Aðrar systur unnu með henni eftir því sem þeim gafst tími til en systir Rósa var fagmaðurinn, sú sem kunni prentverk og vissi hvemig setja átti upp bækur og blöð. Og prentsmiðj- an, eftirlætið hennar, átti líka að líta vel út og vera hrein hvert sem litið var. ■ Gestir úr prentarastétt sem þangað komu og voru öllu vanir á vinnustöðum sínum, áttu ekki til orð þegar þeir sáu þessa hreinlegu prent- stofu þar sem ganga hefði mátt á hvítum sokkum út í hvert horn án þess að á þeim sæi. Systir Petra hafði lengi verið sam- starfsmanneskja systur Rósu í prent- smiðjunni, ágætur setjari og öllum störfum þar vön, og þegar systur Rósu var ráðlagt fyrir fáeinum árum að draga sig í hlé frá vinnu, vegna sjúkdóms þess sem að lokum varð henni að aldurtila, tók systir Petra við rekstrinum og hefur annast hann síðan. Systir Rósa tók þessum um- skiptum með þeirri þolgæði sem henni var svo eiginleg, enda vissi hún að prentsmiðjan var í góðum hönd- um. Henni var ljóst að hveiju fór og hún beygði sig í auðmýkt undir vilja Guðs. Hún hafði unnið af stakri trú- mennsku meðan heilsan entist, glað- leg, æðrulaus og þolinmóð og meira verður ekki af neinum krafíst. Mér hefur orðið tíðrætt um systur Rósu í sambandi við prentsmiðjuna hennar enda var það á því sviði sem leiðir okkar lágu saman. Ég fékk tækifæri til að spreyta mig á hand- setningu undir handaijaðri hennar í fáeina daga meðan ég var í sumar- leyfí í Stykkishólmi og þá kynntist ég best vandvirkni hennar og nostur- semi. Og nú, þegar leið hennar í okkar hópi er gengin til enda, þakka ég Guði fyrir að fá að kynnast henni og starfa með henni. Systrum henn- ar, sem önnuðust hana af natni og kærleika þegar hún gat ekki lengur séð um sig sjálf, flyt ég einlægar samúðarkveðjur, ekki aðeins frá mér heldur öllum þeim mörgu, utan og innan kaþólska safnaðarins, sem kynntust henni og þótti vænt um hana. Hún hvíli í friði og hið eilífa ljós lýsi henni. Torfi Ólafsson -4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.