Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 49 Ásgeir Ó. Matthías- son - Kveðjuorð Fæddur 9. febrúar 1904 Dáinn 17. mars 1988 Mánudaginn 28. mars fór fram útför Asgeirs Oskars Matthíassonar frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Ekki skal hér rakinn æviferill Ásgeirs heldur skrifuð örfá þakk- lætisorð til látins vinar. Sem ungur maður var ég svo lánsamur að kynnast Ásgeir en það var þegar ég hóf nám í Nýju blikk- smiðjunni. Þar starfaði Ásgeir og seinna sem verkstjóri hjá því fyrir- tæki. Það var eitthvað í fari þessa ró- lynda og hógværa manns, sem heill- aði mig strax við fyrstu kynni og varð okkur fljótt vel til vina. Hann var lítið gefinn fyrir mas og því síður þras og ekki var hann allra eins og stundum er sagt, en næðu menn einu sinni vinskap hans var hann svo sannarlega vinur vina sinna. Á þessum árum fór lítið fyrir verklegri kennslu í fyrirtækjum fyr- ir nemendur og var það oft komið undir velvild sveina, hvort eitthvað lærðist eða ekki. Það var því ekki amalegt að eiga slíkan að sem Ás- geir, en hann var sérlega hagur og mikill völundarsmiður og var oft hrein unun að sjá hann vinna, allt virtist svo auðvelt í höndum hans. Það er óhætt að segja, að Ásgeir hafi verið minn lærifaðir á þessum árum svo og síðar. Um tíma skildust leiðir okkar, þegar ég fór til náms erlendis. Skömmu eftir heimkomu mína, var Blikksmiðjan Glófaxi stofnsett. Ég gleymi seint þeim degi, er Ásgeir birtist í dyrum fyrirtækis okkar og spurði hvort við hefðum nokkur not fyrir starfskrafta sína, sem væru nú skertir um tíma vegna van- heilsu. En hann hafði hætt fyrra starfi vegna þessa. Það var mikið lán fyrir fyrirtæki okkar að fá slíkan sem Ásgeir til starfa. Ekki leið lang- ur tími uns hann náði fullri starfs- orku á ný. Fyrir örfáum árum hætti Ásgeir störfuni hjá Glófaxa og var mikil eftirsjá að honum. Hann kom þó oft í heimsókn og var þá stundum að lagfæra eitthvað fyrir fjölskyldu sína og vini. Ásgeir var kvæntur Þorgerði Magnúsdóttur, góðri konu og mik- illi húsmóður og eignuðust þau fjór- ar dætur. Þorgerður lést fyrir þrem- ur arum. Við hjónin vottum dætrum hans og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúð og megi minning um góðan mann lifa. Benedikt Olafsson DRI KKIST KAI.'I ÚÍÖHÓLINNfHALO 22b' Rli'M"! í dag miðvikudag verða verslanir HAGKAUPS í Kringlunni, Skeifunni, á AkureyTÍ og í Njarðvík opnar til kl. 22. Á Skírdag og Föstudaginn langa verða allar verslanir HAGKAUPS lokaðar Á laugardaginn verða allar verslanir opnar frá kl. 10 —16. 9-Cittumst í fiátíðarskapi í HAGKAUP RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.