Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 59 idámJi* dl^vájh VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 _ FRÁ MÁNUDEGI R TIL FÖSTUDAGS 9__mr ijyym u~\ nvtw 'L Þessir hringdu . . Bílnúmer misritaðist Erling Edwald hringdi, en hann sendi fyrir skömmu pistil í Velvakanda þar sem hann greindi frá dónaskap sem hann hafði orð- ið fyrir á bílaþvottaplani BP í Álfheimum, en greiðabíll þvingaði hann frá þvottaslöngu sem hann ætlaði að nota. Sagði Erling að númer bílsins hefði misritast í Velvakanda og vildi leiðrétta það. Númerið var ekki R-71279 held- ur R-71249. Er eigandi fyrr- nefnda númersins beðinn vel- virðingar á misrituninni. „Að setjast upp við dogg“ Hulda Runólfsdóttir hringdi og var ósátt við bréf það sem Gunnlaugur Sveinsson sendi og fékk birt í þætti „Víkveija". þar er uppi kenning um að orðatækið að setjast upp við dogg eigi rætur að rekja til þess tíma er erlendum skipbrotsmönnum var bjargað í land og þeir vöknuðu við hundsgá og höfðu orð á því. „Þetta er út í hött,“ sagði Hulda og sagði að hver sem vildi gæti flett upp á orðinu dogg í orðabókum Blön- dals og Menningarsjóðs, þar kæmi fram að dogg væri lóðrétt stoð eða brík. Hvar er kisa? Þessi 2 ára gamla læða hvarf frá Melgerði 23, Reykjavík. Hún er hvít, gul og svört. Ef einhver hefur orðið hennar var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 39377. „Nýtísku tíðarandi“ Að vera maki í dag er ekkert grín. Oft er komið fram við mann eins og holdsveikisjúklingur væri. Því er nefnilega þannig varið að maki er óæskilegur í ansi mörgum tilvikum. Þ.e.a.s. í vinnustaðapart- íum, bekkjarpartíum og hjá alls kon- ar félagasamtökum og þannig mætti lengi telja. Það sem vekur mesta furðu mína að þið konur, kynsystur mínar, sem ég hélt að stæðuð vörð um fjölskylduna, þið eruð alltaf áhugasamastar í því að hafa þetta eða hitt makalaust. Hvað er það sem skeður og er spjallað á slíkum samkomum að eig- inkonur og eiginmenn þoli það ekki? Þið nefnilega gleymið því að okkur kemur þetta við. Nú gæti einhver sagt sem svo, ja, þið makarnir hafið ekkert gaman af að hlusta á okkur tala um vinnuna, skólann eða hvað það nú er sem þjappar fólki svona Þjáning- ar mígren- sjúklinga Kæri Velvakandi. í tilefni af 10 ára afmæli Mígren- samtakanna lýsi ég yfír furðu minni að heilbrigðisyfírvöld skuli lítið sem ekkert aðhafast í málefni mýgren- sjúklinga. í hálfa öld hef ég þurft að horfa upp á þjáningar fyrst mömmu minnar og svo síðast eigin- konu minnar. Ég skora á Guðmund Bjamason heilbrigðisráðherra að láta til skar- ar skríða í þessum brýnu málum. Virðingarfyllst, Vilhjálmur Alfreðsson vel saman. En ég vil fá að dæma um það sjálf, takk fyrir. Við ykkur kynsystur, giftar sem ógiftar, vil ég segja þetta: Þessar elskur. þ.e.a.s. eiginmennimir, eru flestir svona hressir, sætir og snyrtilegir vegna þess að þeir eiga konur sem nenna að hugsa vel um þá, þvo og strauja skyrtur og slíkt. Síðast en ekki síst eru þeir vel nærðir á allan hátt. Við eiginkonumar eigum nefnilega sum- ar þátt í því hversu aðlaðandi þeir eru. En hver eru launin? Þetta með Til Velvakanda. Ég get ekki á mér setið nú þegar ég í annað sinn á nokkrum vikum les í Velvakanda hugleiðingar Þor- leifs Kr. Guðlaugssonar um skatta- mál. Sú niðurstaða hans, að fólk með 70.000.- króna mánaðartekjur hafi ekki meiri rauntekjur en þeir sem hafa 40—45.000.- á mánuði er auðvitað hrein fjarstæða og nenni ég ekki að rekja nákvæmlega þær reikningsaðferðir sem hann notaði í fyrri grein sinni til þess að ná þess- ari furðulegu útkomu. Það var þó e-ð á þá leið að hann bætti 35,2% við lægri tekjumar (kr. 40 þús.) en dró þær frá hærri tekjunum og náði þá fram þessari snarvitlausu út- komu. Ég skil dæmið á þann hátt, að sá sem hefur t.d. 42.000.- í mán- aðartekjur sé reiknaður þannig til skatts: Mánaðarlaun kr. 42.000,- mínus skattur 35,2% kr. 14.784.- plús persónuafsl. kr. 14.797.- að hver uppsker eins og hann sáir, hvað varð um það? Og hvað um allt sem manni var kennt í uppeldinu að væru góðir mannkostir? Ég bara spyr, því frekari sem þú ert og sjálfs- elskari sem þú ert, þeim mun vin- sælli ertu. Hvað er eiginlega að fólki? Hvert er gildismat okkaur í dag? Að lokum smá orðsending til 4.A, KÍ. Ég vona að ég hafi ekki eyðilagt allt kvöldið fyrir ykkur fyrir tveimur ámm þegar ég vogaði mér að mæta. Jórunn Rauntekjur verða því kr. 42.000.- því persónuafsl. dekkar skattinn. Ef við tökum svo 70.000.- mánaðar- tekjurnar: Mánaðarlaun kr. 70.000.- mínus skattur 35,2% kr. 24.640.- plús persónuafsl. kr. 14.797.- Rauntekjur eru því kr. 60.157.- og borgar þessi þá kr. 9.843.- í skatt. Það vakti undrun mína að enginn skyldi svara Þorleifi þegar fyrri grein hans birtist en sennilega hefur enginn gefið sér tíma til að skrifa Velvakanda. Af þessum sést einnig að af tekj- um umfram kr. 42.000.- á mán. getum við reiknað okkur 64,8% því skatturinn fær af þeim 35,2%. Þegar við svo spáum í hvort borgi sig að vinna aukavinnu verðum við að reikna í okkar vasa kr. 64,80 af hverjum hundraðkalli sem við vinn- um okkur inn umfram áðumefndar 42.000,- krónur. 8482-7797 „Snarvitlaus“ útkoma Þorleifs Um heilagleiki barna Ég má til með að svara konu sem skrifaði í Velvakanda 26. mars síðastliðinn og segist hafa orðið einstæð móðir 17 ára. Ég lýsi hér með undrun minni á kald- lyndi hennar. Það er engu líkara en að það sé henni mesta kvalræði að hafa átt þetta bam. En eitt vil ég benda þér á kona góð, að þú ert ekki sú eina sem stendur ein. Það eru margar konur sem eru eflaust verr staddur en þú og með fleiri böm. Þú talar um að líf í móðurkviði sé heilagt. Heilagt segi ég kannski ekki, en með fyrsta rétt eins og þú til að fá að lifa. Ekki er það barninu að kenna að það kom undir og það óskilgetið. Það er þitt að stjóma því. Svo tal- ar þú um að bömnin séu ekki hei- lög eftir að þau séu fædd. Hvað meinar þú? Það hefur enginn rétt til að binda enda á líf hvort sem það er í móðurkviði eða fætt,-at- hugaðu það, þannig að þau hljóta að vera jafn heilög bæði eftir og fyrir fæðingu. Nú tala ég ekki út í bláinn, heldur af eigin reynslu. í dag er ég 27 ára, eignaðist mitt fyrsta barn 16 ára og varð einstæð 18 ára. Fóstureyðingu hefði eflaust verið hægt að fá, en hún kom ekki til greina frá minni hálfu. Oft var erfítt og oft var þröngt í búi, en okkur tókst það samt, mínu barni og mér. Svo þetta með feðurna. Það fer algerlega eftir áhuga og þroska föðursins hvort hann tekur þátt í umönnun bamsins. Ég vona að þetta fái þig til að hugsa aðeins og líta á fóstureyðingu aðeins al- varlegri augum. Konur sem ganga með heilbrigð börn og fara í slíka aðgerð stíga mjög stórt og alvar- legt skref í mínum augum. Með viljanum er hægt að kljúfa næstum hvað sem er. Ég gat bara ekki orða bundist. Virðingarfyllst. Kona sem varð einstæð móðir 18 ára I hótelinu ersundlaug, gufuböð, hvíldar- herbergi, tækjasalur og nuddaðstaöa \M útvegum hand- klæói og sundföt fyrir þá, er þess óska, og viö viljum benda á skokk- brautimarum Öskjuhlið. \ • i HOTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA „Heimurútaf ■bSm—11 HOTEL rsig BOGASKEMMUR STÓRAR OG SMÁAR Fyrir alls konar starfsemi. Gott verð. Auðveld uppsetning. Sterk stálgrind og veðurþolinn dúkur. Leitið upplýsinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.