Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988
Sovésk yfirvöld hafa áhyggjur af
verkf öllum í Nagorno-Karabakh
Moskvu, Reuter.
YFIRVÖLD í sovétlýðveldinu
Grúsíu hafa bannað fyrirvara-
laus mótmæli og kröfugöngur.
Þetta eru svipaðar ráðstafanir
og gripið hefur verið til í Arm-
eníu og Azerbajdzhan þar sem
fjölmenn mótmæli hafa átt sér
stað að undanförnu gegn vilja
yfirvalda í Moskvu.
í málgagni kommúnistaflokks
Grúsíu dagsettu þann 27. mars,
segir að þeir sem brjóti nýju regl-
umar megi eiga von á allt að
þriggja ára fangelsi eða sekt upp
á 300 rúblur, 20.000 íslenskar
krónur. Samkvæmt reglunum sem
þing Grúsíu setti í síðustu viku
má reka starfsmann sem er fjar-
verandi lengur en þijá tíma vegna
þátttöku í ólöglegum mótmælum.
Að sögn háttsettra embættis-
manna í lýðveldinu er nýju reglun-
um ætlað að „fyrirbyggja and-
félagslegt athæfí“.
Þeir sem vilja safnast saman
til mótmæla verða að sækja um
leyfí með 7 daga fyrirvara.
Rannsóknamefnd á vegum sov-
éskra yfirvalda upplýsti í gær að
26 Armenar og 6 Azerbajdzhanar
hefðu látið lífíð í átökum í bænum
Sumgajt í Azerbajdzhan í síðasta
mánuði. Nefndin segir ennfremur
að manntjón hefði getað orðið
meira ef margir Azerbajdzhanar
hefðu ekki veitt Armenum skjól.
Gennadíj Gerasímov, talsmaður
sovéskra yfírvalda, sagði í gær
að verkföll stæðu enn í Stepana-
kert, höfuðborg Nagorno-Kara-
bakhs. Fjölmiðlar í Sovétríkjunum
hafa gefíð í skyn að verkföll í
héraðinu séu farin að hafa áhrif
á atvinnulíf annars staðar í Sov-
étríkjunum. Það hafí lamandi
áhrif á ýmiss konar framleiðslu
þegar vörur og hráefni berist ekki
frá héraðinu.
Dýr eðalsteinn
Reuter
Starfsmaður De Beers demantafyrirtækisins í Suður-Afríku
dáist að einum verðmætasta demanti sem fundist hefur. Hann
er 599 karöt og metinn á meira en milljarð íslenskra króna.
Mánuður síðan borgastríð Irana og Iraka hófst:
Getum brátt skotið 20 eld-
flaugiim á dag- á Bagdad
Fyrirvaralaus mót-
mæli bönnuð í Grúsíu
Noregur:
Tékknesk
andófskona
kvartarund-
an lögreglu
Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara
Morgunblaðsins.
TÉKKNESKA andófskonan
Maria Valachova segir, að hún
hafi orðið fyrir áreitni af hálfu
norsku lögreglunnar, þegar
hún kom til Fornebu-flugvallar
nýlega.
„Meðferðin, sem ég sætti, var
ekki svo ólík þeim viðtökum, sem
ég hef fengið hjá tékknesku lög-
reglunni vegna þess að ég er and-
ófskona," segir hún. Maria er gift
Jiri Hajek, sem var utanríkisráð-
herra í Dubcek-stjóminni í Tékkó-
slóvakíu á árunum 1967-68. Hún
hefur staðið í fylkingarbijósti í
mannréttindahreyfíngunni Charta
77 í heimalandi sínu. Það var fyr-
ir tilstyrk norska utanríkisráðu-
neytisins að Valachova fékk leyfi
til að ,fara til Noregs til þess að
heimsækja son sinn, Jan Hajek,
sem þar er við nám.
Uppistandið á flugvellinum
hefur vakið mikla athygli í Nor-
egi. Norska útlendingaeftirlitið
hefur fengið orð fyrir að vera
fremur harðhnjóskulegt við út-
lendinga, sem koma til landsins.
Maria Valachova segir, að lög-
reglan hafí stöðvað hana og grun-
að hana um að hafa í hyggju að
sækja um hæli í Noregi. Þá segist
hún hafa verið sökuð um að vera
með fölsuð skilríki, auk þess sem
lögreglumenn hafi ekki trúað sér,
þegar hún sagðist vera komin til
að heimsækja son sinn.
Yfírmaður útlendingaeftirlits-
ins á Fomebu, Amstein 0verkil
lögreglustjóri, sagði á sunnudag-
inn, að hann mundi ekki biðjast
afsökunar á þessum atburði, fyrr
en nánari rannsókn hefði farið
fram. Að sögn lögreglunnar neit-
aði Valachova m.a. að sýna lög-
reglunni farseðil sinn vegna heim-
ferðar, sem eftirlitsmenn eiga
heimtingu á að fá að sjá, áður en
þeir hleypa útlendingum inn í
landið.
- segir Ali Akbas Rafsanjani
Nikósíu, Reuter.
ÍRAKAR segja að orrustuþotur
sinar hafi í gær gert árásir á
írönsk olíumannvirki á Lavan-
eyju á Persaflóa. Einnig réðust
írakar á fjórar iranskar borgir.
Ekki er vitað um mannfall í árás-
unum. Mánuður er nú liðinn
siðan striðsaðiljar byijuðu að
skjóta eldflaugum hvor á annars
borgir.
íranir sögðu í gær að bráðlega
myndu þeir framleiða nóg af eld-
flaugum til að skjóta tuttugu
stykkjum á dag á Bagdad, höfuð-
borg íraks. íranska fréttastofan
IRNA vitnaði í þau orð Alis Akbas
Rafsanjanis, talsmanns íranska
þingsins að elflaugamar sem um
væri að ræða drægju allt að 130
km og gætu hæft flest mikilvæg
skotmörk í Irak.
Skæruliðar í Iran sem beijast
gegn kle'rkastjóm Ayatollahs
Khomeinis segja að þeir hafi um
Þijár blöðrur í stað tveggja
Bandaríkjamennimir tveir, Rowland Smith og John Petrehn, sem
ætla sér að verða þeir fyrstu að fljúga í loftbelg kringum jörðina,
tilkynntu í gær að þeir ætli sér að notast við þijár blöðrur í stað
tveggja í ioftferðinni. Yst verður helíumblaðra, þar undir aukablaðra
sem kemur ekki að notum fyrr en í háloftunum er helíumið þenst út,
og neðst er blaðra með heitu lofti. Upphaflega ætluðu Bandaríkja-
mennimir að leggja af stað á laugardag en þurftu að fresta förinni
vegna veðurs. Þeir stefna nú að því að leggja af stað í dag. Ferðin
hefst í bænum Mendoza í vestanverðri Argentínu en búist er við að
hún muni taka 9-14 daga.
helgina unnið sinn stærsta sigur á
herliði stjómarinnar. Stjórnin segir
hins vegar að sókn skæruliðanna
hafí verið hrundið og stór skörð
höggvin í raðir skæruliða.
Irakar hafa- skrifað Perez de
Cuel'ar, framkvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna, bréf og gagnrýnt
ummæli hans um notkun íraka á
efnavopnum í stríðinu við Irani. De
Cuellar hefyr ákveðið að verða við
tilmælum írana og láta rannsaka
hvort írakar hafí í raun beitt efna-
vopnum. Tariq Aziz, utanríkisráð-
herra íraks, segir að framkvæmda-
stjórinn sveiflist eins og lauf í vindi
og hann hafi aldrei kannað hvort
ásakanir íraka um að íranir notuðu
efnavopn væru réttmætar.
Hollenskur læknir sem kominn
er til Amsterdam eftir að hafa ferð-
ast um Kúrdistan segir íraka aug-
ljóslega hafa beitt efnavopnum í
stríðinu við írani. Hann segist hafa
séð mörg illa leikin fómarlömb ár-
ása íraka í bænum Halabja í Kúrd-
istan.
Bretland:
Fimm vikna verkfalli
lokið hjá Landrover
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
BIRTAR voru á laugardag niður-
stöður úr atkvæðagreiðslu starfs-
Svíþjóð:
Einkaaðilar
rannsaka
Palme-morðið
Stokkhólmi, frá Clfis von Hofsten, frétta-
ritara Morgunblaðsins.
SVENSKA Dagbladet greindi frá
því í gær að einkaaðilar í Lundi
hafi um nokkurt skeið rannsakað
morðið á Olof Palme.
Blaðið segir frá því að 25 manna
hópur hafi safnað upplýsingum um
morðið frá því Palme var myrtur á
tölvu. Gerir hópurinn ráð fyrir að
með aðstoð upplýsingabankans geti
það fundið morðingja Palmes. Forsp-
rakkinn í hópnum er tölvufræðingur-
inn Ulf Lindgárde, en með honum
starfar fólk úr ólíkum stéttum og
með ólíkar pólitískar skoðanir.
Við rannsóknina hefur hópurinn
komist í kast við marga öfgahópa í
Svíþjóð, sem hefur orðið til þess að
þeir haífa fengið líflátshótanir.
Óstaðfestar heimildir herma að
hópurinn hafí verið í nánu samstarfi
við Sósíaldemókrataflokkinn, en
Palme var formaður hans.
manna Landrover-bílaverksmiðj-
anna um það, hvort samþykkja
ætti nýjan samning við vinnuveit-
endur. Samningurinn var sam-
þykktur með yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða. Breska sjómanna-
sambandið efnir til atkvæða-
greiðslu i vikunni um boðun alls-
heijarverkfalls.
Eftir fímm vikna verkfall sam-
þykktu um 80% starfsmanna Landro-
ver að hefla vinnu á ný á mánudag.
Fyrirtækið lagði fram nýjan samning
í siðustu viku, þar sem boðin var
sama hækkun og í upphafí áta-
kanna, eða 14%, sem dreifíst á tvö ár.
Fyrirtækið tapaði sem svarar fjór-
um og hálfum milljarði íslenskra
króna í þessu verkfalli og hver starfs-
maður að jafnaði ríflega 70 þúsund
krónum.
Breska sjómannasambandið hefur
ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu
nú í vikunni um allsheijarverkfall. í
siðustu viku komst dómari að þeirri
niðurstöðu, að atkvæðagreiðslan
væri ekki lögleg og gera mætti eigur
sambandsins upptækar, ef hún færi
fram. Ástæðan til þess var sú, að
dómarinn féllst ekki á, að hér væri
verið að boða til allsheijarverkfalls,
heldur samúðarverkfalls með starfs-
mönnum á feijum T&O-fyrirtækisins
í Dover. Samúðarverkföll eru bönnuð
með lögum.