Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988
31
Spantax hættir starfsemi
Palma, Reuter.
SPÆNSKA flugfélagið Spantax
lagði fyrirvaralaust niður starf-
semi sína í gær vegna fjárhags-
örðugleika. Spantax hefur aðal-
lega stundað margs konar leigu-
flug og kemur þessi ráðstöfun
sér mjög illa fyrir þá 20.000
ferðamenn sem ætluðu sér að
ferðast með félaginu yfir pásk-
ana.
Hundruð starfsmanna fyrirtæk-
isins lokuðu í gær aðkeyrslunni að
flugvellinum í Palma á Mallorka,
þar sem Spantax hefur höfuðstöðv-
ar sínar, í mótmælaskyni við þá
ákvörðun stjómar fyrirtækisins að
laun fyrir marsmánuð yrðu ekki
greidd út. Á myndinni másjá hluta
þess mikla fjölda farþega er teppt-
ust í flugstöðinni í Las Palmas á
Kanaríeyjum og lögðust til svefns
á meðan reynt var að finna ein-
hverja lausn á vandanum.
Islamabad, Moskvu, Reuter.
FIMM manns létust og nokkrir
særðust þegar jeppabifreið full
af sprengiefni sprakk á sunnudag
í verslunargötu í Kabúl, höfuð-
borg Afganistans. Að sögn vest-
rænna stjómarerindreka voru
fjórir hinna látnu sovéskir ráð-
gjafar. Gennadíj Gerasímov, tals-
maður sovéska utanríkisráðuneyt-
isins, neitar því hins vegar að ein-
hveijir hinna látnu hafi verið so-
véskir.
Sprengingin átti sér stað í Shahr
Nau verslunarhverfínu en þar eru
jafnan margir sovéskir embættis-
menn og fjölskyldur þeirra á ferli.
Að minnsta kosti fimm aðrar
sprengjur hafa sprungið í Kabúl und-
anfarna daga og orðið þremur mönn-
um að bana. Vestrænu sendimenn-
irnir segja að sprengjuárásir og
skæruhemaður hafi færst í aukana
upp á síðkastið eftir nokkurt hlé.
Þeir segja að ekki sé vitað hvort
skæruliðar sem beijast gegn lepp-
stjóm Sovétmanna í Afganistan hafi
komið sprengjunum fyrir eða hvort
þar séu stríðandi fylkingar innan
Kabúlstjómarinnar að verki.
Gennadíj Gerasímov sagðist í gær
hafa talað í síma við sendiherra Sov-
étríkjanna í Kabúl. „Hann sagði mér
að ekkert hefði gerst og að allir so-
vésku ráðgjafamir væru vel á sig
komnir,“ sagði Gerasímov. „Sam-
kvæmt frásögn sendiherrans hafa
einungis tvær sprengjur sprungið í
Kabúl að undanfömu. Friðsamlegt
er í borginni og vor í lofti."
PASKATILBOO
FRA
LUXEMBORG
Við erum með eftirfarandi bíia til leigu:
Ford Fiesta, Escort, Sierra, Scorpio Luxus, Transit, Toyota, Mitshubishi.
Allir okkar bílar eru nýlegir og flestir hlaðnir aukahlutum.
Œ7S2
ÍSLENSKA BÍLALEIGAN
Kabúl:
Fimm manns far-
ast í sprengjuárás
Talið að sovéskir ráðgjafar hafi látist
Lux Viking bílaleigan er eins og allt-
af í hátíðaskapi. Þess vegna bjóðum
viðöllum íslendingum páskatilboð.
Kynnið ykkur okkar frábæra bílaúr-
val og hið frábæra verð á næstu
ferðaskrifstofu.
Ath.: Allar bestu ferðaskrifstofur
landsins eru með Lux Viking bíla.
PACIT
rITVÉL-AR
REIKNIVÉLAR
préntarar
tölvuhúsgogn
Forkosningar Demókrataflokksins:
Jackson sæk-
ir á Dukakis
New York, Washingfton, Reuter.
SPENNAN var mikil í gær fyr-
ir forkosningar Demókrata-
flokksins í Connecticut í gær.
Búist var við því að Michael
Dukakis, fylkissljóri í ná-
grannafylkinu Massachussets,
myndi vinna sigur yfir Jesse
Jackson en hann hefur þó verið
í mikilli vörn eftir stórsigur
blökkumannaleiðtogans í Mic-
higan síðastliðinn sunnudag.
Jackson hláut 55% atkvæða í
Michigan, þar sem einungis 13%
íbúa em svartir, en Dukakis 28%
og standa þeir nú nær jafnir í
baráttunní um að verða forseta-
efni Demókrataflokksins. Þeir
hafa þó hvomgur náð þriðjungi
þeirra 2082 kjörfulltrúa sem þarf
til þess að vera ömggur um útn-
efningu. Jackson hefur sótt mjög
í sig veðrið eftir sigurinn í Mic-
.higan og yrði það talinn sigur
fyrir hann þó hann næði ekki
nema öðm sæti í Connecticut.
Dukakis þyrfti að vinna mikinn
yfirburðarsigur til þess að endur-
vinna sess sinn sem sigurstrang-
Iegasti frambjóðandi demókrata.
Margir innan raða Demókrata-
flokksins óttast að Jackson myndi
ekki takast að vinna frambjóð-
anda repúblikana, ef hann hlyti
útnefningu, þar sem stór hluti
bandarísku þjóðarinnar sé ekki
reiðubúinn að kjósa svertingja í
hvíta húsið. Þeir em þó. enn
hræddari um að herferð gegn
Jackson myndi kljúfa flokkinn og
hræða frá honum svarta kjósend-
ur.
Gephardt úr leik
Fulltrúadeildarþingmaðurinn
Richard Gephardt dró sig á mánu-
daginn út úr baráttunni um útn-
efningu Demókrataflokksins eftir
að hafa lent í þriðja sæti í Mic-
higan um helgina. Gephardt vann
fyrstu forkosningar demókrata í
Iowa, lenti í öðm sæti í New
Hampshire og vann sigur í Suð-
ur-Dakóta. Vonir hans um útnefn-
ingu urðu þó að engu þegar hann
lenti í fjórða sæti í flestum þeim
20 suðurríkjum sem kosið var í
8. mars síðastliðinn. Stefna Gep-
hardts hefur aðallega byggst á
kröfum um auknar innflutnings-
hömlu og verndarstefnu.
MICROSOFT
HUGBÚNAÐUR