Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988
Áætlun um haf- og
fiskirannsóknir
Sameinast Alþingi um auknar fjárveitingar næstu 5 árin?
eftir Hjörleif
Guttormsson
íslendingar verja aðeins sem
nemur um hálfu prósenti af verð-
mæti útfluttra sjávarafurða til
haf- og fiskirannsókna. Það er
miklu lægra hlutfall en gerist
hjá nágrannaþjóðum, sem eru þó
langt frá því að eiga jafn mikið
og við undir sjávarfangi. Fjár-
veitingar til hafrannsókna hafa
staðið nánast í stað að raungildi
seinustu 10 ár. Á sama tíma hafa
verið gerðar mjög auknar kröfur
til Hafrannsóknastofnunar um
rannsóknir og ráðgjöf. Sá stakk-
ur sem vísindastarfsemi á stofn-
uninni er sniðinn er orðinn alltof
þröngur og mun það að óbreyttu
m.a. bitna á grundvallarrann-
sóknum á vistfræði hafsins.
Tiliaga þingmanna
úr 6 flokkum
Vonandi raknar úr þessum
þrengingum Hafrannsóknastofnun-
ar, ef samþykkt verður tillaga sem
nú er í athugun hjá atvinnumála-
nefnd Sameinaðs þings. Að tillög-
unni standa með undirrituðum eftir-
taldir þingmenn: Kristín Einars-
dóttir, Kjartan Jóhannsson, Guð-
mundur H. Garðarsson, Hreggviður
Jónsson og Stefán Guðmundsson.
Tillagan er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjóminni að láta gera áætiun um
auknar fjárveitingar á næstu 5
árum til haf- og fiskirannsókna á
vegum Hafrannsóknastofnunar.
Áætlun þessi taki mið af langtíma-
áætlun stofnunarinnar, ekki síst
þörfinni á stórauknum umhverfis-
rannsóknum og að því er varðar
vistkerfi íslenska hafsvæðisins svo
og eidi sjávarlífvera.
Áætlun þessi verði lögð fyrir
Alþingi í byijun þings haustið
1988.“
Vel unnin langtímaáætlun
Vorið 1984 samþykkti alþingi ný
lög fyrir Hafrannsóknastofnun. Þar
var m.a. kveðið á um starfsmark-
mið stofnunarinnar og breytingar á
stjóm hennar og innra skipulagi.
í framhaldi af þessari lagasetn-
ingu var í samvinnu við Rannsókna-
ráð ríkisins unnið að nýrri
langtímaáætlun um haf- og fiski-
rannsóknir. Slík áætlun lá fyrir full-
búin á síðasta ári fyrir tímabilið
1988—1992. Við afgreiðslu fjárlaga
fyrir yfirstandandi ár var því miður
ekki tekið mið af þessari áætlun
og breytingartillaga sem ég flutti
við fjárlagaafgreiðsluna um hækk-
un á framlögum til rannsókna á
vegum stofnunarinnar var felld.
Þeim mun brýnna er að Alþingi
taki á þessu máli í tæka tíð fyrir
næsta fjárlagaár og þá með
langtímastefnu fyrir augun. Þyrfti
hún að fela í sér a.m.k. 50% raun-
aukningu á Qárframlögum til stofn-
unarinnar og yrði því markmiði náð
í áföngum með árlegri viðbót næstu
5 árin. Væntanlaga geta fleiri en
ríkissjóður komið þar við sögu og
þá fyrst og fremst hagsmunasam-
tök í sjávarútvegi og fiskeldi.
Landssamband íslenskra útvegs-
manna hefur nú þegar ákveðið að
leggja nokkuð af mörkum þar sem
það mun fjármagna næstu þijú árin
stóraukna skýrslugerð um afla
bátaflotans við botnfiskveiðar.
Lofsvert kynningarátak
I umræðum um „kvótafrumvarp"
ríkisstjórnarinnar í desember sl.
gagnrýndu nokkrir þingmenn til-
lögur Hafrannsóknastofnunar um
hámarksafla og vemdun smáfisks.
í framhaldi af því gekkst Hafrann-
sóknastofnun fyrir sérstöku kynn-
ingarátaki um vísindastarfsemi og
helstu rannsóknaáherslur á vegum
stofnunarinnar. Hveijum þingflokki
var boðið í heimsókn á stofnunina
og í marsbyijun var haldinn sameig-
inlegur fundur fyrir þingmenn. Þar
voru flutt fræðileg erindi og svarað
fyrirspurnum. Ég hygg að eftir
þessa kynningu séu aiþingismenn
margs vísari um verkefni Hafrann-
sóknastofnunar og betri jarðvegur
ætti að vera en áður fyrir því að
stutt verði við bakið á haf- og fiski-
rannsóknum.
Nýjar áherslur
í langtímaáætlun Hafrannsókna-
stofnunar er gert ráð fyrir að fjölga
starfsmönnum um 33 á 5 ára tíma-
bili, bæði sérfræðingum og rann-
sóknamönnum. Þau svið þar sem
Hjörleifur Guttormsson
„ Athygli vekur hversu
litlu hefur verið til kost-
að hérlendis til rann-
sókna í eldi sjávardýra.
Er það í engu samræmi
við það mikla fjármagri
sem nú er bundið í fyr-
irtækjum í fiskeldi.“
einkum er gert ráð fyrir vexti og
auknum umsvifum eru vistfræði-
rannsóknir og rannsóknir sem
tengjast eldi sjávardýra.
Vistfræðirannsóknirnar eru sér-
staklega mikilvægar til að leiða
betur í.ljós tengslin milli nýliðunar
og afrakstursgetu nytjastofnanna
og breytinga á svifdýra- og plöntu-
samfélögum hafsins. Inn í það sam-
hengi fléttast ástand sjávar á hveij-
um tíma. Með slíkum rannsóknum
á samkvæmt langtímaáætluninni
að vera unnt að tengja mun betur
saman en hingað til upplýsingar
um neðstu hlekki fæðukeðjunnar,
ólífræna umhverfisþætti og fiski-
fræðileg gögn.
Áhætta í eldi sjávardýra
Athygli vekur hversu litlu hefur
verið til kostað hérlendis til rann-
sókna í eldi sjávardýra. Er það í
engu samræmi við það mikla fjár-
magn sem nú er bundið í fyrirtækj-
um í fiskeldi. Strax á árinu 1983
flutti ég ásamt fleiri þingmönnum
Alþýðubandalagsins tillögu um
stefnumörkun varðandi rannsóknir
á þessu sviði, uppbyggingu nauð-
synlegrar aðstöðu til rannsókna og
ákvörðun um forystu varðandi fisk-
eldi innan stjórnkerfisins. Þessari
tillögn var vísað til ríkisstjórnarinn-
ar vorið 1984.
Segja má að lítillega hafi rofað
til í þessum efnum, þar eð senn
verður tekin í gagnið aðstaða í
Grindavík á vegum Hafrannsókna-
stofnunar, þar sem unnt verður að
stunda ýmiss konar tilraunastarf-
semi á eldi sjávardýra. Aðeins einn
sérfræðingur hefur getað helgað sig
þessu sviði innan stofnunarinnar
undanfarin ár. Hér þarf að verða
breyting á hið fyrsta með auknu
fjármagni og mannafla.
Enn er um það rifist innan ríkis-
stjórnar og milli hagsmunaaðila,
hvaða ráðuneyti eigi að hafa for-
ystu um fiskeldismál. Hefur sá reip-
dráttur verið mjög til trafala og er
vonandi að linni.
Lcggjmnst saman á árar
íslendingar þurfa á því að halda
að hér eflist til muna rannsóknir
sem tengjast atvinnulífi og náttúru-
auðlindum. Þar eigum við mest
undir hafinu komið og ræktunarbú-
skap til sjós og lands. Hófleg nýting
náttúruauðlindanna er boðorð dags-
ins og vemdun gegn hvers kyns
mengun sem raskað geti lífríki og
orðstír okkar sem matvælaframleið-
enda.
Flutningsmenn tillögunnar um
eflingu haf- og fiskirannsókna von-
ast til að hún fái góðan byr hjá
þingi og þjóð. Þar er á ferðinni mál
sem snertir líftaug landsmanna.
Höfundur er þingmuður Alþýðu-
bandaíagsins í Austuríandskjör-
dæmi.
H1 j ómtækj askápar kr. 25.285
tvö stk. sbr. mynd
Hátalarafótur kr. 890
Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7,
103 Reykjavík, Sími 686650
OPIÐ I DAG FRÁ 10 - 20