Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 Áætlun um haf- og fiskirannsóknir Sameinast Alþingi um auknar fjárveitingar næstu 5 árin? eftir Hjörleif Guttormsson íslendingar verja aðeins sem nemur um hálfu prósenti af verð- mæti útfluttra sjávarafurða til haf- og fiskirannsókna. Það er miklu lægra hlutfall en gerist hjá nágrannaþjóðum, sem eru þó langt frá því að eiga jafn mikið og við undir sjávarfangi. Fjár- veitingar til hafrannsókna hafa staðið nánast í stað að raungildi seinustu 10 ár. Á sama tíma hafa verið gerðar mjög auknar kröfur til Hafrannsóknastofnunar um rannsóknir og ráðgjöf. Sá stakk- ur sem vísindastarfsemi á stofn- uninni er sniðinn er orðinn alltof þröngur og mun það að óbreyttu m.a. bitna á grundvallarrann- sóknum á vistfræði hafsins. Tiliaga þingmanna úr 6 flokkum Vonandi raknar úr þessum þrengingum Hafrannsóknastofnun- ar, ef samþykkt verður tillaga sem nú er í athugun hjá atvinnumála- nefnd Sameinaðs þings. Að tillög- unni standa með undirrituðum eftir- taldir þingmenn: Kristín Einars- dóttir, Kjartan Jóhannsson, Guð- mundur H. Garðarsson, Hreggviður Jónsson og Stefán Guðmundsson. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að láta gera áætiun um auknar fjárveitingar á næstu 5 árum til haf- og fiskirannsókna á vegum Hafrannsóknastofnunar. Áætlun þessi taki mið af langtíma- áætlun stofnunarinnar, ekki síst þörfinni á stórauknum umhverfis- rannsóknum og að því er varðar vistkerfi íslenska hafsvæðisins svo og eidi sjávarlífvera. Áætlun þessi verði lögð fyrir Alþingi í byijun þings haustið 1988.“ Vel unnin langtímaáætlun Vorið 1984 samþykkti alþingi ný lög fyrir Hafrannsóknastofnun. Þar var m.a. kveðið á um starfsmark- mið stofnunarinnar og breytingar á stjóm hennar og innra skipulagi. í framhaldi af þessari lagasetn- ingu var í samvinnu við Rannsókna- ráð ríkisins unnið að nýrri langtímaáætlun um haf- og fiski- rannsóknir. Slík áætlun lá fyrir full- búin á síðasta ári fyrir tímabilið 1988—1992. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir yfirstandandi ár var því miður ekki tekið mið af þessari áætlun og breytingartillaga sem ég flutti við fjárlagaafgreiðsluna um hækk- un á framlögum til rannsókna á vegum stofnunarinnar var felld. Þeim mun brýnna er að Alþingi taki á þessu máli í tæka tíð fyrir næsta fjárlagaár og þá með langtímastefnu fyrir augun. Þyrfti hún að fela í sér a.m.k. 50% raun- aukningu á Qárframlögum til stofn- unarinnar og yrði því markmiði náð í áföngum með árlegri viðbót næstu 5 árin. Væntanlaga geta fleiri en ríkissjóður komið þar við sögu og þá fyrst og fremst hagsmunasam- tök í sjávarútvegi og fiskeldi. Landssamband íslenskra útvegs- manna hefur nú þegar ákveðið að leggja nokkuð af mörkum þar sem það mun fjármagna næstu þijú árin stóraukna skýrslugerð um afla bátaflotans við botnfiskveiðar. Lofsvert kynningarátak I umræðum um „kvótafrumvarp" ríkisstjórnarinnar í desember sl. gagnrýndu nokkrir þingmenn til- lögur Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla og vemdun smáfisks. í framhaldi af því gekkst Hafrann- sóknastofnun fyrir sérstöku kynn- ingarátaki um vísindastarfsemi og helstu rannsóknaáherslur á vegum stofnunarinnar. Hveijum þingflokki var boðið í heimsókn á stofnunina og í marsbyijun var haldinn sameig- inlegur fundur fyrir þingmenn. Þar voru flutt fræðileg erindi og svarað fyrirspurnum. Ég hygg að eftir þessa kynningu séu aiþingismenn margs vísari um verkefni Hafrann- sóknastofnunar og betri jarðvegur ætti að vera en áður fyrir því að stutt verði við bakið á haf- og fiski- rannsóknum. Nýjar áherslur í langtímaáætlun Hafrannsókna- stofnunar er gert ráð fyrir að fjölga starfsmönnum um 33 á 5 ára tíma- bili, bæði sérfræðingum og rann- sóknamönnum. Þau svið þar sem Hjörleifur Guttormsson „ Athygli vekur hversu litlu hefur verið til kost- að hérlendis til rann- sókna í eldi sjávardýra. Er það í engu samræmi við það mikla fjármagri sem nú er bundið í fyr- irtækjum í fiskeldi.“ einkum er gert ráð fyrir vexti og auknum umsvifum eru vistfræði- rannsóknir og rannsóknir sem tengjast eldi sjávardýra. Vistfræðirannsóknirnar eru sér- staklega mikilvægar til að leiða betur í.ljós tengslin milli nýliðunar og afrakstursgetu nytjastofnanna og breytinga á svifdýra- og plöntu- samfélögum hafsins. Inn í það sam- hengi fléttast ástand sjávar á hveij- um tíma. Með slíkum rannsóknum á samkvæmt langtímaáætluninni að vera unnt að tengja mun betur saman en hingað til upplýsingar um neðstu hlekki fæðukeðjunnar, ólífræna umhverfisþætti og fiski- fræðileg gögn. Áhætta í eldi sjávardýra Athygli vekur hversu litlu hefur verið til kostað hérlendis til rann- sókna í eldi sjávardýra. Er það í engu samræmi við það mikla fjár- magn sem nú er bundið í fyrirtækj- um í fiskeldi. Strax á árinu 1983 flutti ég ásamt fleiri þingmönnum Alþýðubandalagsins tillögu um stefnumörkun varðandi rannsóknir á þessu sviði, uppbyggingu nauð- synlegrar aðstöðu til rannsókna og ákvörðun um forystu varðandi fisk- eldi innan stjórnkerfisins. Þessari tillögn var vísað til ríkisstjórnarinn- ar vorið 1984. Segja má að lítillega hafi rofað til í þessum efnum, þar eð senn verður tekin í gagnið aðstaða í Grindavík á vegum Hafrannsókna- stofnunar, þar sem unnt verður að stunda ýmiss konar tilraunastarf- semi á eldi sjávardýra. Aðeins einn sérfræðingur hefur getað helgað sig þessu sviði innan stofnunarinnar undanfarin ár. Hér þarf að verða breyting á hið fyrsta með auknu fjármagni og mannafla. Enn er um það rifist innan ríkis- stjórnar og milli hagsmunaaðila, hvaða ráðuneyti eigi að hafa for- ystu um fiskeldismál. Hefur sá reip- dráttur verið mjög til trafala og er vonandi að linni. Lcggjmnst saman á árar íslendingar þurfa á því að halda að hér eflist til muna rannsóknir sem tengjast atvinnulífi og náttúru- auðlindum. Þar eigum við mest undir hafinu komið og ræktunarbú- skap til sjós og lands. Hófleg nýting náttúruauðlindanna er boðorð dags- ins og vemdun gegn hvers kyns mengun sem raskað geti lífríki og orðstír okkar sem matvælaframleið- enda. Flutningsmenn tillögunnar um eflingu haf- og fiskirannsókna von- ast til að hún fái góðan byr hjá þingi og þjóð. Þar er á ferðinni mál sem snertir líftaug landsmanna. Höfundur er þingmuður Alþýðu- bandaíagsins í Austuríandskjör- dæmi. H1 j ómtækj askápar kr. 25.285 tvö stk. sbr. mynd Hátalarafótur kr. 890 Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík, Sími 686650 OPIÐ I DAG FRÁ 10 - 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.