Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 öa 29 Glettinn o g glaðbeittur Það fer ekki á milli mála, að gór- illuunganum Matibi, sem hér sést kjá framan í fóstru sína Julíu Black, þykir gaman að vera til. Matibi fæddist fyrir tæplega hálf- um mánuði í dýragarðinum í Canterbury á Suður-Englandi og dafnar vel. Tyrkland: Istanbúl. Reuter. LEITIN að 29 vinstrisinnuðum öfgamönnum, sem grófu sér leið út úr Metris-herfangelsinu í Ist- anbúl í síðustu viku, hefur engan árangur borið. Atján fanganna voru félagar í TIKKO, frelsisher tyrkneskra verkamanna og bænda. Talsmaður TIKKO sagði í gær að samtökin hygðust hrinda af stað hryðjuverkum um land allt í framhaldi af flóttan- Leyfi lögreglumanna voru aftur- kölluð og gífurleg gæzla var um helgina við opinberar byggingar í Istanbúl og sendiráð erlendra ríkja. Varzla var stórefld á flugvöllum, í höfnum og á landamærum landsins til þess að koma í veg fyrir að fang- arnir kæmust úr landi. Sérstakar ráðstafanir voru gerð- ar til að gæta Turguts Ozals, for- sætisráðherra, sem dvelst sér til hressingar í ferðamannabænum Abat í norðvesturhluta landsins. í ársbytjun lét Ozal slaka á agaregl- um í fangelsum í framhaldi af hung- urverkföllum. Talsmaður varnar- málaráðuneytisins fullyrti að þær breytingar hefðu á engan hátt auð- veldað eða flýtt fyrir flóttanum. Mustafa Kalemli, innanríkisráð- herra, batt enda á heimsókn sína til Vestur-Þýzkalands og sneri heim til þess að hafa yfirumsjón með leit að föngunum. Að sögn blaðsins Tercuman hefur verið talsvert um handtökur í framhaldi af flóttanum en ekki hefur verið frá því skýrt hvort einhver fanganna hefur náðst. Skömmu eftir að flóttinn uppgötv- aðist fundust tveir sovézkir Kalas- hnikov-rifflar, skammbyssa og handsprengja í kjallara byggingar, sem er í smíðum skammt frá fang- elsinu. Meðal fanganna voru 11 menn, sem dæmdir höfðu verið til dauða fyrir þátttöku í pólitískum ofbeldis- ERLENT Nýstárleg fermingargjöf Billiardborð og billiardvörur í úrvali / Mikið úrval vandaðra billiardborða á góðu verði. ^ Borðin eru frá 6 til 12 fet að stærð, fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Eigum kjuða, töskur og allt það sem góður billiardleikari þarfnast. Einkaumboð á hinum heimsþekktu merkjum RILEY og BCE. YfRIILBY Hóta hryðjuverkum í kjölfar faugelsisflótta verkum fyrir valdatöku hersins, sem var við völd í Tyrklandi á árun- um 1980 til 1983. Atta höfðu verið dæmdir til lífstíðar fangelsisvistar. Talið er líklegt að fangarnir hafi fengið aðstoð innan fangelsis- múranna og hafa allir starfsmenn fangelsisins, þar á meðal liðsforingi í hernum, verið yfirheyrðir. Hið víðlesna blað Hurriyet sagði í gær að síðla árs í fyrra hefðu fangamir fengið að sjá kvikmynd- ina „Escape from Alcatraz", eða Flóttann frá Alcatraz, og hugsan- lega hefði sýningin fyllt þá hug- móði og örvað þá til flóttans. Osló: Skutu fanga leið út af sjúkrahúsi Osló. Reuter. TVEIR vopnaðlr menn réðust inn í sjúkrahús í Osló í fyrrakvöld og hjálpuðu fanga, sem þar var gætt, að flýja. Fanginn, Mohammed Aslam, var dæmdur fyrir heróínsmygl á sínum tíma og afplánaði dóm í rammgirtu fangelsi. Hann var hins vegar flutt- ur á sjúkrahúsið til læknismeðferð- ar. Mennirnir réðust inn í sjúkrastof- una, þar sem tveir fangaverðir gættu Aslams, sem er 33 ára. Ann- ar árásarmannanna skaut við- vörunarskoti af byssu sinni og hinn sló annann fangavörðinn niður er hann reyndi að koma í veg fyrir að Aslam kæmist út úr herberginu. Mennirnir skutu sér síðan leið út úr sjúkrahúsinu. Fanginn og félagar hans tveir komust undan, að sögn lögreglu, og er þeirra nú ákaft leitað. Aslam er Pakistani en með norskt ríkis- fang. Hann var dæmdur í 16 ára fangelsi í hitteðfyrra vegna heróín- smygls. Fyrir nákvæmlega tveimur árum komst hann út um glugga á fangelsi utan við Osló meðan hann sat í varðhaldi og beið dóms. Hann náðist skömmu síðar. Billiardbúðin er sérverslun með góðar billiardvörur. BILLIARDBÚÐIN Ármúla 15, Reykjavík, sími 33380 LAMPAR ^ FRA leOanphm --*■ FRANCE HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD : Laugavegi 170 -172 Simi 695500 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.