Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 33 itun í Grafarvogi III undir fjölbýlishús með samtals 246 ibúðum, þar af 60 íbúðum í háhýsi. Agúst Jónsson skrifstofustjóri borgarverkfræðings, sagði að síðar í vor eða sumar yrði úthlutað lóðum undir einbýlishús og nokkur raðhús rfnir ekkitil “æðna við PLO heldur ekki eftir þennan fund. Hún mun ekki efna til neinna form- legra viðræðna við PLO, það er ágreiningslaust. Sérhvert heimboð sem upp kann að koma verður tekið fýrir og rætt í ríkisstjórn og ekki ákveðið með öðrum hætti,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði aðspurður að út af fyrir sig væri það rétt túlkun ut- anríkisráðherra að hann réði því hvert hann færi og við hveija hann talaði. „En í þessu tilviki er um að ræða samtök sem ísland viður- kennir ekki: Þess vegna hefði slík heimsókn pólítískt gildi og er mik- ilvægt stjórnarmálefni og sam- kvæmt lögum verður að bera slíkt upp í ríkisstjórn,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Þegar Steingrímur Hermanns- son var spurður eftir ríkisstjórnar- fundinn, hvert framhaldið yrði nú með hugsanlegar viðræður hans við PLO sagði hann að mismun- andi túlkun væri á því hvort verið væri að heíja formlegar viðræður við PLO og hann hefði aldrei ætl- ast til þess. „Ég hef lýst því yfir að ef um væri að ræða slíkar við- ræður þá legg ég það fyrir ríkis- stjómina. En hinsvegar mun ég sjálfur ákveða hvort ég ræði við þá á göngum eða hótelherbergum, hjá Sameinuðu þjóðunum eða ann- arsstaðar þar sem okkar leiðir kunna að liggja saman," sagði Steingrímur. Hann sagðist þó aðspurður ef- ast um að af frekari viðræðum við PLO yrði, og þegar hann var spurður hvort hann myndi þá ekki fara til Túnis ef honum yrði sérs- taklega boðið þangað, sagðist hann ekki reikna með því. að frá upphafi hefði verið sam- staða i ríkisstjóminni um aðalat- riði í afstöðunni til þeirra deilna sem em fyrir botni Miðjarðarhafs. Ríkisstjórnin hefði mótað þá stefnu að styðja Palestínumenn til þess að stofna ríki með sjálfsá- kvörðunarrétti. „En það hefur allt- af verið ljóst að ríkisstjórnin hefur ekki viðurkennt PLO og gerir það Yehiel Yativ, sendiherra ísraels á íslandi með búsetu f Ósló. eða viðræðum um eitt eða annað. Ég vona að ekki verði ýtt undir starfsemi slíkra samtaka, vegna þess að það myndi aðeins fram- lengja þjáningar þeirra Palestínu- manna sem í raun vilja frið og vilja leggja eitthvað á sig í hans þágu.“ norðan við Foldahverfi í Fögru- brekku og einnig lóðum norð-vestan til í Hamrahverfi. Sagðist hann hafa . trú á að nægilegt framboð yrði á lóðum í Grafarvogi í ár en mikil eftir- spum var eftir lóðum á svæði C, þegar úthlutun fór þar fram. T Gorbatsjov biðlar til jafn- aðarmanna í V-Evrópu eftir Jens Erik Rasmussen í KJÖLFAR „g!asnost“-stefnunnar hafa stjórnvöld í Sovétríkjunum breitt út faðminn á móti jafnaðarmönnum í Evrópu. Gorbatsjov þarf á slökun og afvopnun að halda til að hafa efni á kostnaðar- sömum umbótum heima fyrir. En jafnaðarmenn færast undan of miklum fleðulátum og eru tortryggnir gagnvart hinni skyndilegu breytingu á viðmótinu austantjalds. Sitthvað var óvenjulegt við jafnaðarmönnum. I sovéska tíma- ritinu Moscow News haida tveir virtir sagnfræðingar, þeir Vitalij Vasin og Boris Orlov, því fram, að þær aðstæður séu í nánd að kommúnistaflokkar geti hagnýtt sér fræðilega og pólitíska land- vinninga jafnaðarmanna, einkum vestur-þýskra. Þeir nefna sem hátíðahöldin í nóvember síðastliðn- um í tilefni 70 ára afmælis rússn- esku byltingarinnar. Við svignandi borð í rúmgóðum sölum sátu full- trúar flokka í Alþjóðasambandi jafnaðarmanna við hlið kommún- ista úr öllum heimshornum. Brotin var sú rótgróna hefð í Sovétríkjun- um að einungis forystumenn bræðraflokkanna væru viðstaddir slík hátíðahöld. Að sjálfsögðu var það engin til- viljun að boðslistinn hafði verið lengdur og að gestirnir nýju fengu tækifæri til að halda ræður og hitta þátttakendur frá kommúnist- aríkjum. Gestrisnin var skýrt dæmi um það sem margir nefna „blíðuat- lögu“ við jafnaðarmannaflokka í Vestur-Evrópu. Boðið kom nefnilega í kjölfar alls kyns vísbending^ og frum- kvæðis frá Sovétmönnum. Frá því Míkhaíl Gorbatsjov komst tii valda hafa fundir sendinefnda frá Al- þjóðasambandi jafnaðarmanna og kommúnistaflokki Sovétríkjanna ágerst. Í sovéskum blöðum má lesa greinar eftir stjómmálamenn úr röðum jafnaðarmanna. Einnig má merkja aukin tengsl milli komm- únistaflokka í Austur-Evrópu og jafnaðarmannaflokka í Norður- Evrópu. Hvað Norðurlöndin varðar þá var það fyrst og fremst tíma- mótaræða Gorbatsjovs í Múr- mansk sem hleypti lífi í samskiptin. Hin skyndilega vinsemd í garð jafnaðarmanna er einungis eitt af mörgum dæmum um víðtæk um- skipti í sovéskri utanríkis- og ör- yggispólitík. Þau umskipti eiga sér stað samtímis hinni metnaðarfullu viðleitni Gorbatsjovs að umbylta sovésku efnahags- og menning- arlífi og breyta sovésku samfélagi í lýðræðisátt. Sameiginlegl mark- mið Það má finna margar ástæður fyrir þessum blíðuhótum Gorb- atsjovs. Hann hefur gert sér grein fyrir því að kommúnistaflokkar í Vestur-Evrópu eru búnir að syngja sitt síðasta. Þeir njóta lítils stuðn- ings og eru stakt peð í hinu pólitíska valdatafli. Einnig virðist svo sem Sovétrík- in og jafnaðarmenn hafí að ein- hveiju leyti sama markmið í örygg- is- og afvopnunarmálum. Með eigin hag að leiðarljósi hafa Gorbatsjov og stuðningsmenn hans nefnilega kastað fyrir róða mörg- um viðteknum viðhorfum til þess að ryðja aukinni slökun og af- vopnun braut í Vestur-Evrópu. Sovétríkin eru reiðubúin að greiða hátt verð fyrir afvopnun vegna þess hve neyðin er stór í efnahagsmálunum innanlands. Umbætur Gorbatsjovs eru dýr- keyptar og þær standa og falla með því að takist að draga úr út- gjöldum til hermála. Fyrst Sovét- menn vilja slökun og afvopnun þá er upplagt fyrir þá að leita til sósí- aldemókrataflokka. Þar fyrir utan gæti kommúni- staflokkur Sovétríkjanna þegar til lengri tíma er litið þurft á inn- blæstri að halda til þess að skil- greina nýja stefnu sem þörf er á ef umbætumar heiipa fyrir ná fram að ganga. Efnahagsumbæ- tumar geta til dæmis leitt til þess að leyfílegt verður að reka menn úr starfi og slíkt ástand krefst nýrrar stefnu í félags- og atvinnu- málum. Að þessu leyti gæti reynsla sósíaldemókrata komið sér vel. Sovétmenn hafa sjálfir bent á þann möguleika að læra megi af Einnig er vert að bíða og sjá til vegna þess að menn em almennt ráðvilltir yfír því að skyndilega eiga Sovétménn fmmkvæðið í ör- yggismálum og því að þeir láta af gömlum kreddum hverri á fætur annarri. Ekki er furða að menn vilji staldra við og meta hversu djúpar rætur þessa nýja fmm- kvæðis em í raun. \ Augljós munur Jafnaðarmenn í Danmörku hafa heldur ekki farið varhluta af þíðum austanvindinum. I fyrra kom sendinefnd frá sovéska kommúni- Gorbatsjov sækist nú eftir auknu samstarfi við jafnaðarmenn í Vestur-Evrópu. dæmi aukið atvinnulýðræði og hugmyndir jafnaðarmanna um að taka tillit til vistkerfisins þegar efnahagsleg vandamál em leyst. Varlegar undirtektir Sem stendur er það þó fyrst og fremst á sviði hinna viðkvæmu öryggismála sem gætir sameigin- legra hugmynda. En jafnaðarmenn í Vestur-Evrópu hafa tekið með ' varúð í útrétta hönd Sovétmanna. Menn vilja íhuga breytinguna á framkomu Sovétmanna en hún hefur átt sér stað miklu hraðar en menn eiga að venjast úr þeirri átt- inni. „Við höfum orðið varir við að Sovétmenn em sveigjanlegri og fúsari til viðræðna við okkur síðan Gorbatsjov tók við völdum," segir Pentti Váánánen, aðalritari Al- þjóðasambands * jafnaðarmanna. „Við emm móttækilegir fyrir fmmkvæði þeirra en tökum þó eitt skref í einu. Það liggur ekkert á.“ Pentti Váánánen bætir því við að hver flokkur í Alþjóðasamband- inu ákveði náttúrlega sjálfstætt hvemig hann bregðist við blíðuhót- um Kremlveija. „Mér sýnist að áhuginn fyrir viðræðum við Sovétmenn hafi vax- ið síðan „ný hugsun" Gorbatsjovs kom fram. En hver flokkur verður að taka tillit til aðstæðna í eigin landi. Finnland er nágranni Sov- étríkjanna, Svíþjóð er hlutlaust ríki, Noregur og Danmörk em í Atlantshafsbandalaginu og Vest- ur-Þýskaland nágranni Austur- Þýskalands,“ segir Pentti Váánán- en. Flokkarnir bíða átekta og það má rekja til þess að þeir vilja ekki eiga á hættu að „drukkna" í blíðu- hótum Sovétmanna. Flokkarnir þurfa að þræða vandrataða slóð því ekki þarf lengi að bíða þess að ásakanir komi frá hægri um að þeir láti „nota sig“ í þágu sové- skra hagsmuna. Og reikna verður með slíkum ásökunum ef Gor- batsjov verður að drága umbótatil- raunir sínar til baka og ef hann missir völdin eins og kom fyrir annan sovéskan leiðtoga, Níkíta Khrústsjov, á 7. áratugnum. staflokknum í fyrsta skipti í heim- sókn. Talsmenn flokksins í örygg- ismálum, þeir Lasse Budtz og Ste- en Christensen ritari flokksins, vom viðstaddir hátíðahöldin vegna byltingarafmælisins. Um miðjan mars fóm Svend Auken, formaður jafnaðarmanna, og Steen Christensen til Moskvu til að ræða öryggismál í norðri. Sá fundur átti sér stað að ósk danskra jafnaðarmanna sem vildu fylgja ræðu Gorbatsjovs í Múr- mansk eftir en hún var að hluta til stíluð á Norðurlönd. „Fyrir okkur er mikilverðast að á ýmsum afmörkuðum sviðum em viðræður hafnar. Við verðum varir við að sjónarmið okkar nálgast hvert annað að mörgu leyti. Það á fyrst og fremst við um kjamorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum. Almennt séð em Sovétrhenn sveigjanlegri og hlusta betur á okkar viðhorf. Um er að ræða til- hneigingu sem nú þarf að sann- reyna, en langur vegur er enn framundan," segir Steen Christ- ensen. „Enn sem fyrr er mikill og aug- ljós skoðanaágreiningur og við veigrum okkur ekki við að benda á hann í viðræðunum við Sovét- menn. Það á við um Afganistan, mannréttindi og grundvallar- hugmyndafræði. Við getum til dæmis ekki fallist á einsflokks- kerfí.“ Steen Christensen er þeirrar skoðunar að vitanlega hafi Sov- étríkin eins og öll önnur stórveldi sínar ástæður fyrir því að vilja meiri samskipti. „En við göngum til viðræðnanna með opnum og gagnrýnum huga og hyggjum fremur að útkomunni en tildrögunum," segir Steen Christensen og bætir við að við- ræðumar séu að miklu leyti óform- legar. Penttii Váánánen leggur líka áherslu á að ekki standi til að gefa út sameiginlegar yfirlýsingar, ályktanir eða komast að bindandi samkomulagi. Höfundur er blaðamaður l\já Reportage-Gruppen ÍÁrósum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.