Morgunblaðið - 30.03.1988, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAJIZ 1988
eða mannskap og varla hægt að
gera ráð fyrir viðskiptavinum
heldur. En frekari samvinna við
erlend flugfélög væri ekki útilok-
uð.
Að loknum blaðamannafundin-
um var gengið til afmælisveislu
sem er með þeim glæsilegri sem
fréttaritari Morgunblaðsins hefur
verið í. Haldnar voru ræður um
ágæti afmælisbamsins og skálað
í gríð og erg. Á einhveiju stigi
málsins fékk Jón Páll nóg af
ræðuhöldum og snaraði Emil Guð-
mundssyni upp á öxl sér og bar
hann út við áköf fagnaðarlæti
viðstaddra. Hann lét sig heldur
ekki muna um að halda á Önnu
Margréti á öðrum handleggnum
og lyfta 200 kílóa lóði með hinni
hendinni. Sannleikans vegna
verður að geta þess að lóðið var
búið til úr ljósgeislum og var hluti
af glæsilegri sýningu um þróun
flugs á Islandi. Allt var búið til
úr ljósi og myndum og var svo
fallega gert að gestir báðu um
endurtekningu.
Eftir sýningu á ullarvörum,
mokkakápum og jökkum var
gengið til borðs, þar sem ekkert
var til sparað að sannfæra Dani
um að íslenskt lambakjöt og fisk-
ur væri besti matur í heimi. Dana-
greyin eru auðveld bráð, með síhá-
værari umræðu um mengun í
haflnu og lyfjagjöf til kvikfénaðar
er líklega hægt að selja þeim
hvaða mat sem er, ef það er gert
undir því yfirskyni að hann sé
ómengaður. Það reyndi að
minnsta kosti Lýsi hf. sem nýfar-
ið er að selja íslenskt lýsi hér í
búðum, okkur löndunum til mikill-
ar gleði og við aukna eftirspurn
Dana.
Eftir að allir voru búnir að
borða eins og þeir gátu af hinum
ljúffenga mat var svo dregið í
happdrætti. Veislugestir fóru
heim saddir og sælir og munu
ugglaust gera sitt til að selja fleiri
ferðir til Islands.
- Dóra St.
Morgunblaðið/Nanna Biichert
Glæsilegar mokkaflíkur vöktu mikla at-
hygli Dana.
Nærfatnaður úr kanínuhári, nýjasta nýtt í
íslenskri fataframleiðslu. Eftir óvenju mildan
vetur í Danmörku er kannski ekki von um
mikla sölu núna á næstunni, en ef aftur kemur
vetur eins og sá þarsíðasti ætti að vera hægt
að selja mörg „föðurlönd" og ullarboli.
Fimmtugsafmæli Flugleiða:
Islensk fegurð og kraft-
ar í Kaupmannahöfn
Morgunblaðið/Nanna Biichert
Vörumerki Flugleiða, peysan fræga fyrir þijá.
Kaupmannahöf n.
EKKERT var til sparað þegar
Flugleiðir í Kaupmannahöfn
héldu upp á fimmtugsafmæli
sitt á dögunum. Afmælið var
reyndar í fyrra en veisluhöld-
um var frestað til að sameina
þau ferðastefnu sem haldin var
í Beallacenter nú í mars.
Dönsku ferðaskrifstofufólki,
fyrirmönnum í dönsku þjóð-
félagi og blaðamönnum var
boðið til mikillar veislu þar sem
kynnt var náttúrufegurð ís-
lands, gæði íslenskra matvæla,
glæsileiki íslenskra ullarfata
og mokkavara, fegurð
íslenskra kvenna og líkams-
burðir íslenskra karla. Danir
skreyttu svo veisluna með
geislasýningu og hljóðfæraleik.
Vel var við hæfl að veislan var
haldin í veitingahúsinu Nimb við
Tívolí, þar sem fólk á aldur við
Flugleiðir sjálfar hefur á orði að
eitt sinn hafl verið „staðurinn“ í
Kaupmannahöfn þar sem ungar
stúlkur sátu með stjömur í augun-
um og biðu þess að vera boðið
upp í dans af smókingklæddum
heldri mönnum.
Áður en veisluhöldin hófust var
blaðamönnum boðið að spyija for-
ráðamenn Flugleiða, Ferðamála-
ráðs, Utflutningsmiðstöðvar og
íslenska sendiráðsins spjörunum
úr. Heiðursgestir kvöldsins komu
líka, þau Jón Páll Sigmarsson,
sterkasti maður heims, og Anna
Margrét Jónsdóttir, fegurst
íslenskra kvenna og þriðja fegurst
Morgunblaðið/Nanna Biichert
Frá blaðamannafundi Flugleiða. Frá vinstri: Emil Guðmundsson forstjóri Flugleiða í Kaupmanna-
höfn, Birgir Þorgilsson forstjóri Ferðamálaráðs, Hörður Helgason sendiherra, Anna Margrét Jóns-
dóttir fegurðardrottning, Jón Páll Sigmarsson sterkasti maður heims og Sigurður Skagfjörð Sig-
urðsson sölu- og markaðsstjóri Flugleiða.
á þessari jörð. Þar fengu blaða-
menn að vita að Flugleiðir he'fðu
á síðasta ári flutt alls 880 þúsund
farþega. Flestir þeirra voru
Bandaríkjamenn en Danir eru nú
búnir að ná öðru sætinu af Þjóð-
veijum, sem héldu því lengi.
Greinilegur áhugi var meðal
blaðamanna á auknu Grænlands-
flugi Flugleiða. Hinn stolti svæðis-
stjóri, Emil Guðmundsson, gat
upplýst þá um að allt væri þetta
á réttri leið, flugferðum myndi
§ölga að mun í sumar, enda væri
eftirspumin nóg. Samvinna við
Mærsk-air um Færeyjaflug geng-
ur hins vegar tregar. Ferð frá
Danmörku til ísalnds, um Færeyj-
ar, er mun dýrari en ef flogið er
fyrst til Færeyja og til baka aftur
og síðan til Islands. Ástæðuna
kvað Emil liggja í því að Danir
litu á Færeyjaflug sem innan-
landsflug sem illa væri samræ-
manlegt millilandaflugi.
Sigurður Skagfjörð Sigurðsson,
sölu- og markaðsstjóri, sagði að-
spurður að ekki stæði til í bráð
að útvíkka flugnet Flugleiða. Til
þess væri ekki nóg af flugvélum
Enskar bókmenntir
og samheitaorðabók
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
The Concise Oxford Companion to English
Literature. Edited by Margaret Drabble and
Jenny Stringer. Oxford University Press 1987.
The Penguin Modern Guide to Synonyms
and Related Words. Edited by S.I. Hayakawa.
Revised by PJ. Fletcher. Penguin Books 1987.
Fimmta útgáfa Concise Oxford
Companion to English Literature
kóm út 1985. Sú útgáfa varð mjög
vinsæl og þessi útgáfa er unnin upp
úr henni, með vissum styttingum og
viðbótum. f þessari útgáfu er sleppt
umfjöllun um listir og músík, sem
var talað um í tengslum við bók-
menntir í fimmtu útgáfunni. Einnig
er umfjöllun um erlenda höfunda
mjög dregin saman. Þrátt fyrir sam-
dráttinn er leitast við að gera erlend-
um bókmenntaáhrifum á enskar bók-
menntir fyllileg skil.
Aðaláherslan er lögð á upplýsingar
um höfundinn fremur en gagnrýnar
umsagnir um verk hans. Höfundum
er lýst og verkum þeirra, en enginn
dómur lagður á stöðu þeirra og áhrif.
Fyrsta útgáfa þessa rits kom út
undir ritstjóm sir Paul Harveys 1932.
Hliðstæðar útgáfur hafa verið gefnar
út um bandarískar, þýskar og fran-
skar bókmenntir.
Bók þessi spannar enskar bók-
menntir allt frá engil-söxum og fram
á vora daga, höfunda, verk og stefn-
ur. Einnig er, eins og áður segir,
skrifað um erlendar bókmenntir, sem
Margaret Drabble
tengjast enskum og enskri sögu. Þvi
er hér að flnna höfunda eins og
Snorra Sturluson og Saxo Gram-
maticus. Snorri tengist eðlilega ensk-
um menningarheimi með sagnfræði-
ritum sínum og Eddu. Sama er að
segja um Saxo. Miðaldahöfunda
meginlands Evrópu er einnig að finna
hér, eða þá sem þýðingarmestir eru
fyrir enskar bókmenntir. Þetta er
handhægt uppflettirit.
Samheitaorðabókin sem hér birtist
var upphaflega unnin í Bandaríkjun-
um, síðan aðlöguð enskum notendum
og gefin út af Cassell 1971. Hér er
að finna um sex þúsund orð og sam-
heiti og andheiti, orð sem talin eru
í svonefndri almennri notkun og
brýnt er að menn kunni skil á, til
þess að geta komið hugsunum og
skoðunum á framfæri, á skýran og
helst ótvíræðan hátt.
í fyrstu gerð ritsins er inngangur
eftir höfundinn, þar segir: „Ekkert
er eins nauðsynlegt til þess að tján-
ing í orðum verði skýr og vel skiljan-
leg, en að menn viti mismun orða
svipaðrar merkingar, en sem eru þó
ekki nákvæmlega sömu merkingar.
Það orkar tvímælis hvaða orð eigi
að nota við hinar og þessar aðstæð-
ur, efni og samband við önnur orð í
merkingu setningarinnar getur rask-
að merkingunni, ef rétt orð er ekki
valið. Rangt orðaval gerir merking-
una óljósa og oft villandi. Því er at-
hugun samheita nauðsynleg til þess
að menn segi það sem þeir ætla sér
að segja, þannig að ótvíræð merking
komist til skila."
Höfundar hafa valið lykilorð sam-
heitanna, síðan koma orð svipaðrar
merkingar og sýnd eru dæmi um
rétta notkun orðanna, lykilorðsins
og samheita og andheita. Orðskýr-
ingar eru skýrar og notkunarskýr-
ingar hvers orðs ítarlegar. Lengd
hverrar útskýringargreinar er milli
tuttugu og þijátíu línur, prentaðar
með smáu letri. Bókin losar um 700
blaðsíður.
Þetta eru ítarlegri orðaskilgrein-
ingar en gerist í sæmilegustu orða-
bókum og veitir þessi bók skilmerki-
legri skilgreiningar á merkingarmun
þeirra orða, sem hér er fjallað um.
Þetta er þörf bók fyrir þá sem
þurfa að skrifa eða nota ensku þann-
ig að merkingin fari ekki milli mála.