Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 HANDKNATTLEIKUR Kristján leggur skóna á hilluna „Spila minn síðasta leik með Víking gegn Þór í kvöld. Gef ekki kost á mér í landsliðið fyrir Ólympíuleikana í Seoul,“ segir Kristján. KRISTJÁN Sigmundsson landsliðsmark- vörður, besti leikmaður íslandsmótsins í fyrra og margfaidur íslandsmeistari með Víkingum í handknattleik hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna að lokn- um leik Víkings og Þórs í kvöld. Hann mun heldur ekki gefa kost á sér f landslið- ið framar og ekki fara með landsliðinu á Ólympíuleikana í Seoul í haust. Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir mig og ég mun án efa sakna félaganna og þess að standa í eldlínunni með Víkingum og landsliðinu," sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það hefði vissulega verið gaman að enda ferilinn í Seoul því ég held að möguleikar íslands hafi aldrei verið meiri. En ég sé mér ekki fært að standa í undirbún- ingnum fyrir keppnina og hef lát- ið landsliðsnefnd HSÍ vita af þess- ari ákvörðun minni.“ Kristján Sigmundsson lék sinn fyrsta landsleik 1976, en þeir eru nú orðnir 150. „Ég kem til með að sakna félaganna í landsliðinu og spennunnar. Það hefur farið mikill tími í handboltann síðustu ár, en ég sé ekki eftir neinu. „Mikill missir“ „Það er að’ sjálfsögðu mjög slæmt að missa Kristján úr landsliðinu. Hann er einn af okkar sterkustu markvörðum og slæmt fyrir okkur að missa góða leikmenn með mikla reynslu, auk þess sem hann er góður félagi," sagði Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik. „Kristján er mjög yfirvegaður leikmaður með góðar staðsetning- ar og það er erfitt að leika gegn honum. Ég er sannfærður um að hann hefði getað haldið áfram í mörg ár til viðbótar og það er mikill missir fyrir landsliðið að hann skuli ætla að hætta .“ Sex sinnum íslandsmeistari Nafn: Kristján Sigmundsson Fæðingardagur: 9. júní 1959. Fyrsti leikur i meistaraflokki: Þróttur 1974. Fyrsti landsleikur: Gegn Tékkóslóvakíu 1976. Fjöldi leikja með Víkingi: Rúmlega 400. Fjöldi landsleikja: 150 Titlar með Víkingi: íslandsmeistari: 1980, 1981, 1982, 1983, 1986 og 1987. Bikarmeistari: 1978, 1979, 1983, 1984, 1985 og 1986. Reykjavíkurmeistari: 1979, 1980, 1981 og 1982. Hefur leikið 39 Evrópuleiki með Víking og m.a. komist í undanúrslit Evrópukeppni meistaraliða. Aðrir titlar: Besti leikmaður fslandsmótsins 1986-87. „Hef ekki tíma“ „Ég hefði viljað halda áfram, en nú er staðan^ sú að ég þarf að vinna mikið. Ég er framkvæmda- stjóri Listadúns sem er að hefja uppbyggingu að nýju eftir mikið áfall og ég þarf að eyða miklum tíma í vinnu. Með landsliðinu þarf ég að æfa tvisvar sinnum á dag í allt sumar og það er búið að ákveða fjórar utanlandsferðir. Þetta er því miður of mikill tími fyrir mig.“ Kristján hefur leikið með Víking- um í 12 ár og á þeim tíma unnið flesta titla sem hægt er að vinna. Margfaldur íslands- og bikar- meistari með Víking og hefur leik- ið alla Evrópuleiki liðsins að þrem- ur undanskildum. Kristján Sigmundsson Kristján hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir frábæran feril sem landsliðsmaður og leikmaður Víkings. Hann var m.a. valinn besti leikmaður íslandsmótsins í fyrra af félögum sínum í 1. deild. „Þetta er gífurlega erfið ákvörðun sem ég tek eftir góða umhugsun. Þetta hefur verið frábær tími og og ég sé ekki eftir einni einustu mínútu," sagði Kristján Sig- mundsson að lokum. „Frábær leikmaður" „Ég tel það hafa verið mikið lán fyrir mig að leika með Kristjáni. Hann er frábær leikmaður og mjög góður félagi,“ sagði Guð- mundur Guðmundsson, fyrirliði Víkings. „Hann er ótrúlega mikill keppnismaður og hefur verið lið- inu mikill styrkur. Hann hefur mikla reynslu og mikið innsæi í leikinn. Ég tel hann einn albesta mark- vörð sem hefur leikið með íslensku liði og það verður erfítt að byrja næsta keppnistímabil án hans.“ GETRAUNIR Bikarkeppni getrauna Á sunnudaginn var dregið í bikarkeppni íslenskra get- rauna 1988. Þátttökurétt hafa 64 efstu hóparnir f hópleik getrauna og má hver hópur nota 96 raðir og heldur sá áfram sem er með fleiri leiki rétta, en hinn fellur út. Eftir- taldir hópar drógust saman. Tólf réttir - Sleipnir Hönnun - Gamma-5 , V.A.G. - 5 á flugi Gulli - Rolm Tipp topp - Abba H.E.B. - Álfar Seggur - Pensill Fylkisvinir - Sæ-2 Portsmouth - Frost og frestanir Fjarkamir - Örin Devon - Gljánar Maddi - Hópur 5 Nágrannar - Elías G. R.M. - 1. deild Stáltipp - Kári Hinir örlátu - Kiddi BJ Gróm 57 - Trompásinn BIS - Guðjón JHPH 29 - Ricki 2001 Júmbó - Valli Tenglar - Sörli Rökvís - 4002 Anfíeld - Fálkar H. G.A. - BAÞ 31 Ragnar - TVB 16 Fákur - Wembley Dagsskokk - GH Box 258 Axel II - MK 5 Lenín 7 nóv. - GESS * Einar Ó. - Ágúst Vonin - Babú C 12 - Freyja Þrefaldur pottur á laugardaginn Ísíðustu leikviku íslenskra get- rauna tókst engum að hafa 12 rétta aðra vikuna í röð. Sex raðir komu fram með 11 rétta og hlaut hver röð kr. 63.426. Það má því búast við risapotti í páskavikunni, en nú þegar er komin rúm ein og hálf milljón í pottinn. Tipparar eru beðnir að athuga vel að á Skírdag og föstudaginn langa eru höfuðstöðvar getrauna lokaðar en að sjálfsögðu er opið á laugar- daginn. Vegna risapottsins verður símaþjónustan opin alla vikuna. Síminn er 688322. Hópleikurinn Hópunum gekk illa um síðustu helgi, nema SVEFN-hópnum sem var með 2 raðir með 11 réttum. Aðrir hópar bættu sig lítið og staða efstu hópa breytist því ekki mikið. ÁGÚST lyfti sér upp í 3. til 4. 1X2 e 3 r s > o Timlnn c c a 1 1 i c j N S V) c É 1 SAMTALS 1 X 2 Chalsoa — Arsenal 2 2 2 2 2 1 2 1 2 2 0 7 Coventry — Oxford 1 1 1 1 1 1 1 1 1 9 0 0 Newcastle — Luton 1 1 1 X X 1 1 1 X 6 3 0 Norwich — Charfton X 1 1 1 1 1 1 1 2 7 1 1 Nott. Foreat — Uverpool 1 X 2 2 2 1 1 1 2 4 1 4 Sheff. Wed. - West Ham 1 1 1 2 1 1 1 1 1 8 0 1 Southampton — Wlmbledor 2 1 2 1 X 1 1 1 1 6 1 2 Tottenham — Portsmouth 1 1 1 1 1 1 1 1 1 9 0 0 Mlllwall — Aston Vllla 1 X 2 X 1 1 1 X 2 4 3 2 Shrewabury — Leeds 2 2 2 2 1 2 2 1 X 2 1 6 Swindon — Leiceater X 1 1 X X 1 1 2 X 4 4 1 W.B.A. - Stoke X X 2 1 2 1 1 1 2 4 2 3 sæti ásamt SÖRLA og GH Box258 | með 162 stig en SÆ-2 næstur með með 158 stig. BIS er enn efstur I 159 stig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.