Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 25 ræða ár fyrir ár fram til 1995, og hvað það kostar á verðlagi í dag. Staða Orkustofnunar til að ljúka ofangreindum verkefnum Á síðasta ári, 1987, var gerð áætlun um starfsemi Orkustofnun- ar næstu fimm árin 1988—1992. Hér er um að ræða samskonar áætlun og gerð hefur verið á fimm ára fresti um mörg undanfarin ár; síðast 1982. Áætlunin var gerð á tvennskonar grunni: (ii) Ut frá rannsóknarþörf vegna opinberrar stjórnsýslu í orku- málum og orkuiðnaðarins í landinu nú og í framtíðinni. Þama voru meðtalin framan- greind viðfangsefni, önnur en rannsóknir vegna nýs álvers og útflutnings á raforku. (ii) Út frá því sjónarmiði að halda nauðsynlegu lágmarksumfangi í starfsemi Orkustofnunar til að tryggja að á hveiju fræða- sviði orkurannsókna sé ávallt fyrir hendi nægjanleg þekking og nægjanlega stór kjamahóp- ur til þess að unnt sé fyrirvara- lítið að auka rannsóknir í það sem þörf er á vegna breyttra viðhorfa í orkumálum, þ.e. til að tryggja viðbragðsgetu stofn- unarinnar við breyttum aðstæð- um. Ástæðan til þess að bæði þessi sjónamúð voru uppi höfð við gerð áætlunarinnar var sú, að framund- an var — og er — mikil óvissa í íslenskum orkumálum; sérstaklega að því er varðar nýjan orkufrekan iðnað. Orkustofnun hefur ávallt leit- ast við að laga sig að þeim verkefn- um á sínu sviði sem kölluðu að hveiju sinni. Það er ekki nýtt. Hið nýja er aftur á móti að nú táknar aðlögunin samdrátt í stað þess að framundir þetta hefur hún leitt til þenslu í stærð og umfangi stofnun- arinnar. En muna verður eftir óvissunni um framtíðina þegar dregið er sam- an. Á Orkustofnun er saman komin mikil þekking og reynsla, sem orðið hefur til í áranna rás, og er þjóð- félaginu verðmæt eign. Samdrátt- urinn má ekki ganga svo langt að þessari eign verði á glæ kastað, uppbygging undanfarandi ára gerð að engu, þannig að byggja þurfi nánast frá grunni að nýju ef við- horf breytast og verkefni aukast aftur. Niðurstaða þessarar áætlunar er sú, að rannsóknarþörfin er talin munu dragast saman úr 120 árs- verkum 1987 í 99 ársverk 1992, en lágmarksumfangið, sem er í eðli sínu óháð tíma, er metið á 96 árs- verk. Samdráttur hefur verið í starfsemi Orkustofnunar undanfar- in ár, úr 150 ársverkum 1982 í 120 1987, þannig að áætlunin sýnir framhald þessa samdráttar á næstu árum, meðan verið er að ljúka að- kallandi verkefnum. Við mat á rannsóknarþörfinni var tekið mið af þeim spám um notkun raforku og jarðvarma sem ég minntist á áðan, en hvorki reiknað með nýjum orkufrekum iðnaði né heldur útflutningi á raforku. Eftir þær uppsaganir starfg- manna, sem fram fóru í lok síðasta árs, eru ársverk á Orkustofnun komin niður í 102, sem er svipað og áætlunin gerir ráð fyrir árið 1991. Þetta þýðir að erfitt getur reynst að ljúka á næstu fimm árum öllum þeim verkum sem áætlunin gerir ráð fyrir að ljúka á þeim tíma. Með hliðsjón af þeim verkefnum, sem ég hef gert að umtalsefni hér að framan, þ.e. lúkningu fiskeldis- rannsóknanna, eflingu forðafræð- innar, gagnabönkunum, eflingu orkubúskaparrannsókna, lúkningu rannsókna fyrir útboð á virkjunum sem gera þarf ef nýtt álver verður reist, og forrannsóknum vegna hugsanlegs útflutnings, tel ég, að nú sé rétt að staldra við og draga stofnunina ekki frekar saman næstu árin, meðan lokið er þessum verkefnum, og meðan línur skýrast í orkumálum. Höfundur er orkumálastjóri. Greinin er byggð á erindi, sem höfundur flutti á ársfundi Orku■ stofnunar 22. mars sl. NYNAMSKEH) Aí) HEFJAST Viö bjóðum bæöi upp á eróbikk (þolfimi) og frúarleikfimi. Eróbikk er hröö músíkleikfimi, góðar þolæfingar án mikilla hoppa. Frúarleikfimi er hressileg músíkleikfimi fyrir konur á öllum aldri. Nám- skeiöiö er í 1 klst. tvisvar í viku + aukatími á laugardögum og stendur yfir einn mánuö í senn. Aö gefnu tilefni viljum viö taka fram aö eróbikk er ekki einungis ætluö „fallegum kroppum" og glansgallar eru ekkert skilyrði. Eftir eróbikið er tilvaliö aö skella sér í Ijós eöa nudd og svo slaka á í hressilega heitri vatns- gufu og/eða þægilega heitum nuddpotti. Endum svo feröina á nýlöguðu kaffi eða köld- um svaladrykk. AilU HAMRABORG 20 A 200 KOPAVOGI SIMI 46191 renna bifreið og náttúra n í eina listræna heild. anleg orka sem aldrei bregst. gilt útlit. Fullbúinn m. sjálfsk.: Verð kr. 2.168.000. Fullbúinn m. beinsk.: Verð kr. 2.049.000. HEKLAHF Laugavegi 170 172 Simi 695500 '•i\ ■ví'-slt' AUGIÝSINGASTOFAN FJÓRAR HENDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.