Morgunblaðið - 30.03.1988, Side 36

Morgunblaðið - 30.03.1988, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 Nýr útvarpsstjóri ráðinn á Hljóðbylgjuna: Dagskrárgerðarmenn segja upp í kjölfarið Pálmi Guðmundsson hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Hljóð- bylgjunnar frá og með 1. apríl nk. Hann tekur við af Ómari Péturssyni, sem hyggst fara út í sjálfstæðan atvinnurekstur. Ekki hefur þó ráðning Pálma mælst vel fyrir hjá öllum starfs- mönnum fyrirtækisins því í kjöl- far ráðningarinnar sögðu fjórir af dagskrárgerðarmönnum stöðvarinnar upp störfum og hætta nú um mánaðamótin. Þeir dagskrárgerðarmenn, sem sagt hafa störfum sínum lausum, eru: Olga Björg Örvarsdóttir, Þrá- inn Bijánsson, Marinó V. Marinós- son og Unnur Stefánsdóttir. „Upp- sagnirnar koma fyrst og fremst til vegna óánægju með að þurfa að vinna undir stjóm nýja útvarps- stjórans. Hinsvegar voru þetta ekki samantekin ráð. Hvert okkar ákvað þetta af sjálfsdáðum, en þó öll út af sömu ástæðunni," sagði Olga Björg í samtali við Morgunblaðið í gær. Hún sagðist vera að leita sér að annarri vinnu, en hin væru öll við önnur störf, Marinó við kennslu, Þráinn við afgreiðslu og Unnur í skóla. Hún sagði að eigandi Hljóð- bylgjunnar hefði ekki leitað sam- ráðs við starfsfólkið áður en nýr útvarpsstjóri var valinn. „Ég hafði svo sem engan ákveðinn mann í huga í útvarpsstjórastólinn. Hins- vegar finnst mér það skilyrði að sá sé hæfur í starfið og helst þyrfti hann að vera utanaðkomandi," sagði Olga Björg. Nýi útvarpsstjórinn vildi ekki tjá sig um uppsagnir starfsfólksins enda væm þessi mál á mjög við- kvæmu stigi innanhúss. Pálmi sagði að fastmótaðar hugmyndir um dag- skrá hefðu ekki verið mótaðar end- anlega, en meiningin væri að sinna svæðinu meira en gert hefði verið til þessa. Auk þess yrði stöðin stíluð inn á heldur eldra fólk en hingað til hefði verið gert, eða öllu heldur fólk sem kæmi til með að auglýsa hjá stöðinni. Oddur Thorarensen eigandi Hljóðbylgjunnar sagði að lenging útsendingar væri ekki á döfínni að svo stöddu. Ljóst væri að ráða þyrfti dagskrárgerðarfólk í stað þeirra sem nú em að hætta og mikill áhugi væri nú fyrir því að ráða fréttamann í fast starf. Þegar Hljóðbylgjan hóf göngu sína þann 30. apríl si. var ráðinn fréttamaður sem sá um fréttir tvisvar á dag, en eftir að ákveðið hafði verið að stokka fyrirtækið upp, var honum sagt upp störfum.,, Reksturinn gekk mjög illa þá, en nú sýnist mér horfa heldur bjartara fram á við,“ sagði Oddur. Morgunblaðið/RÞB' Selirá Pollinum Selir eru nú farnir að spóka sig á Pollinum á Akureyri, eins og þeir gjarnan gera er nær dregur vori. Þeir hafa verið nær árlegir gestir Akureyringa og má jafnframt sjá þá stund- um liggja meðfram fjörum Strandgötunnar þar sem þeir fylgjast með umferðinni og telja bíla. Á sunnudaginn mátti sjá sex seli við Leimbrúna, baðandi sig í sólinni á ísnum sem liggur á Pollinum og vom mannaferðir því tíðar út á brúna. Dæmi em einnig fyrir því að selirnir fari inn fyrir brúna og upp í mynni Eyjafjarðarár á vordögum. Sex ára börn settu á svið brúðuleikhús. Vorskeimntun Grenivíkurskóla Grenivík. Nemendur Grenivíkurskóla héldu sína árlegu vorskemmtun sl. föstudag. Allir nemendur skólans, 80 tals- ins, koma fram í hinum ýmsu skemmtiatriðum. Vorskemmtanir hafa verið fastir liðir mörg undanfarin ár í Grenivíkur- skóla og er allur ágóði af þeim notað- ur í ferðalag fyrir 7., 8. og 9. bekk skólans að vori þriðja hvert ár. Vigdís. Morgunblaðið/Vigdís Nemendur 7. bekkjar sýna dans. Úr nýrri útgáfu leikritsins um Mjallhvíti og dvergana sjö. Nem- endur 8. bekkjar sýna. „Rokkskór og bítlahár“ frumflutt í Sjallanum Ný rokk- og danssýning, sem hlotið hefur heitið „Rokkskór og bítlahár" verður frumsýnd i Sjallanum á Akureyri þann 8. apríl nk. Sýningin spannar frá árinu 1955 þegar rokkið sló í gegn til ársins 1970 þegar rokk- ararnir fóru að týna tölunni. Handrit skrifaði Þorsteinn Egg- ertsson og er hann jafnframt leikstjóri, sögumaður og söngv- ari þegar á þarf að halda. Þor- steinn er staddur á Akureyri þessa dagana við æfingar, sem hófust fyrir um það bil viku síðan. „Eg hugsa mér að setja sýninguna upp í smámyndum frekar en samfelldri sögu,“ sagði Þorsteinn i samtali við Morgun- blaðið. Rúmlega tuttugu listamenn taka þátt í sýningunni, allir akureyrskir nema Þorsteinn sem er aðeins að fjórða hluta til Eyfirðingur. Hljóm- sveitin Pass kemur fram í sýning- unni ásamt tveimur aukahljóð- færaleikurum. Þá koma eftirtaldir söngvarar fram: Ragnar Gunnars- son í Skriðjöklum, Karl Orvarsson í Stuðkompaníinu, Erna Gunnars- dóttir, Júlíus Konráðsson í Pass, Ólöf Sigríður Valsdóttir, Ingvar Grétarsson og Sóley Birgisdóttir auk sex dansara frá dansskóla Sig- valda. Þorsteinn sagði að helstu rokkarar heimssögunnar kæmu þarna frarn svo sem Elvis Presley, Bítlamir, Bill Hailey, Janis Joplin, Ungmenna- félag Akur- eyrar stofnað Stofnfundur Ungmennafélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 5. apríl nk. kl. 20.30. í félagsmiðstöð Lundar- skóla. Eftir að félagið hefur verið form- lega stofnað fer fram skrásetning félaga, lög félagsins kynnt auk þess sem kosning stjórnar fer fram að lokum. Allt áhugafólk er velkomið. Rolling Stones og fullt af öðru góðu fólki. Tónlistin verður öll flutt lif- andi og æfingum ekki linnt fyrr en menn hafa náð nákvæmlega sömu hljóðunum út úr hljóðfærunum sínum og gömlu meistararnir, að sögn Þorsteins. Aðalsteinn Vestmann. Gamli Lundur Aðalsteinn V estmann sýnir Aðalsteinn Vestmann opn- ar sýningu á verkum sínum í Gamla Lundi á morgun, skírdag. Þetta er fjórða einkasýning Aðalsteins, en hann hefur einn- ig átt verk á mörgum samsýn- ingum, meðal annars unnið með Myndhópnum, sem er félag áhugafólks um myndlist, í ára- raðir. Á sýningunni eru 35 verk unnin með olíu, vatnslitum, akrýl og blandaðri tækni. Þetta er sölusýning og lýkur henni annan dag páska.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.