Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988
61
Geirog félagargegn „Mulningsyélinni11:
voru f)á með 14 stig, en áttu leik
gegn ÍR til góða.
FH-sigur hékk á Máþræði
FH-ingar náðu að leggja ÍR-inga
að velli, 21:20, í enn einum spennu-
leiknum og þar með að tryggja sér
aukaleik gegn Valsmönnum - um
meistaratitilinn. Áður en leikur FH
og ÍR hófst, var Birgir Björnsson,
fyrirliði FH, sérstaklega heiðraður.
Hann lék þá sinn 400. leik - og fór
á kostum. Hann skoraði níu mörk
og var öðrum leikmönnum fremur,
sem færði FH sigur í þessum þýð-
ingamikla leik.
Leikmenn Vals voru á áhorfenda-
bekkjum og um tíma leit allt út
fyrir að ÍR myndi færa þeim ís-
landsmeistaratitilinn. Taugaspenn-
an var mikil undir lok leiksins.
FH-ingar voru yfir, 20:17. Þá tóku
ÍR-ingar góðan sprett og jöfnuðu,
20:20. Ólafur Einarsson skorar,
21:20, fyrir FH úr þröngri stöðu.
Þegar örfáar sek. voru til leiksloka,
áttu ÍR-ingar að fá vítakast. Þá var
brotið á Ólafi Tómassyni, þegar
hann stökk inn á línu og ætlaði að
skjóta. Áhorfendur reiknuðu með
að dómarar leiksins myndu dæma
vítakast, en svo var ekki. ÍR-ingar
fengu aukakast, en náðu ekki að
jafna metin úr því.
Þá var ljóst að Valsmenn og FH-
ingar þurftu að kljást í aukaleik
um meistaratitilinn. Spurningin var
þá hvort að „Mulingsvélin" eða
Geir Hallsteinsson, markakóngur
1. deildar (61. mark í tíu leikjum),
og félagar hans, færu með sigur
af hólmi?
„Litli vísir“ var
stericari heldur en
„Mulningsvélinn“
ÞEGAR Valsliðið og FH-liðið
mættu til leiks, veðjuðu flestir
á Valsmenn. Þeir voru með
þáverandi landsliðsmenn í
hverju rúmi - leikmenn sem
léku stuttu áður hinn sögulega
jafnteflisleik, 14:14, gegn Rúm-
enum. FH-liðið var blandað.
Skipað reyndum leikmönnum -
samhliða ungum leikmönnum.
Þar var fremstur í flokki Geir
Hallsteinsson og landsliðs--
markverðirnir Birgir Finnboga-
son og Hjalti Einarsson, hetja
íslands gegn Rúmenum. Hjalti
lokaði markinu síðustu 18. mín.
leiksins gegn Rúmönum og ís-
lendingar náðu að vinna upp
fimm marka forskot (9:14) og
jafna, 14:14. Hjalti lék sinn 50.
landsleik og varði glæsilega
fyrir aftan íslensku vörnina,
sem var eins og járnþil.
Landsliðsmenn Vals voru Ólafur
H. Jónsson, Bjarni Jónsson,
Hermann Gunnarsson, Stefán
Gunnarsson, Gunnsteinn Skúlason
°S Ágúst Ögmunds-
SigmundurÚ. son. FH-ingar höfðu
Steinarsson gamla refi í liði sínu,
skrifar ejns 0g Rirgir
Björnsson, Óm
Hallsteinsson, Auðunn Óskarsson
og Kristján Stefánsson.
Hundruðir manna urðu að snúa frá
Laugardalshöllinni, þar sem uppselt
var á leikinn - strax kl. 17, þriðju-
daginn 24. mars.
Reynslan réðl úrslitum
„FH-ingar urðu íslandsmeistarar
eftir einn skemmtilegasta og mest
spennandi leik, sem leikinn hefur
verið í Laugardalshöllinni, 12:10.
Leikurinn var frá byijun til enda
eins jafn og hann gat orðið. En
þegar mest reyndi kom reynslan
FH-ingum til góða - taugasprenn-
an var ekki eins mikil hjá þeim og
Valsmönnum, sem gerðu nokkrai-
afdrifaríkar skyssur, í sóknarleik
sínum, sem færði FH-ingum knött-
inn,“ mátti lesa í Morgvnblaðinu
eftir leikinn.
Vamarleikur beggja liða var frábær
og höfðu menn það á orði að senni-
lega hafa FH-ingar aldrei náð að
leika svo þétta og örugga vörn, en
vamarleikur var og hefur aldrei
verið sterkasta hlið Hafnarfjarðar-
liðsins. Aftur á móti hefur sóknar-
leikurinn alltaf verið aðall FH. Þá
voru markverðir liðanna - Birgir
Finnbogason og Ólafur Benedikts-
son stórkostlegir. Þeir sem sáu leik-
inn - gleyma aldrei þvi, þegar Geir
Hallsteinsson komst inn í sendingu
og brunaði fram völlinn. Hann stökk
næstum inn í mark Valsmanna. Þar
var Ólafur vel á verði - reiknaði
skot Geir út og varði.
Valsmenn voru yfir, 6:5, í leikhléi
og Bergur Guðnason bytjaði seinni
hálfleikinn með því að skora, 7:5,
úr vítakasti. FH-ingar jöfnuðu og
komust yfir, 9:7. Það var ekki fyrr
en á 18. mín. að Bergur skoraði
fyrir Val, 9:8, úr vítakasti. Birgir
Finnbogason varði svo vítakast frá
Bergi. Hermann Gunnarsson jafnar
svo, 9:9, úr vítakasti. FH-ingar,
Birgir Bjömsson (vítakast) og
Kristján Stefánsson, svörðu fyrir
FH, 11:9. Þegar fjóra mín. voru til
leiksloka svarar Óli H. Jónsson fyr-
ir Val, 11:10, eftir misheppnað
hraðaupphlaup FH.
Marglr þoldu ekkl spennuna
Spennan var orðin slík ( Laugar-
dalshöllinni, að mestu aðdáendur
liðanna þoldu varla að fylgjast með
leiknum. Gangurinn fyrir framan
búningsklefanna í Laugardalshöll-
inni var fullur af ráfandi stuðnings-
mönnum, sem þorðu ekki að vera
inn í sal.
Þegar rúmar tvær mín. voru eftir
af leik kom markið sem tryggði
FH-ingum íslandsmeistaratitilinn.
Þar var Jónas Magnússon „litli sek-
únduvísirinn" - eins og hann var
kallaður, að verki. Hann smeygði
sér inn í örlitla glufu í Valsvörninni
og skoraði, 12:10. Valsmenn gerðu
síðan örvæntingarfulla tilraun til
þess að skora, en FH-vörnin stóðst
öll áhlaup og sekúndumar liðu.
Þegar leikurinn var flautaður af,
þustu aðdáendur FH-liðsins inn á
völlinn og dönsuðu sannkallaðan
stríðsdans með leikmönnum FH.
Mililli baráttu um íslandsmeistara-
titilinn var þá lokið.
Það er mál manna að aldrei hefur
spennan verið eins mikil í lokabar-
áttu, sem náði hámarki þegar Valur
og FH mættust. Þess má geta til
gamans að þrátt fyrir mikla baráttu
í úrslitaleiknum, var aðeins einum
leikmanni vísað af leikvelli.
Framför - afturför
í kvöld mætast Valur og FH aftur.
Leikurinn verður án efa mjög
spennandi, en spennan verður þó
ekki eins mikil og í Laugardals-
höllinni 1971. Þá mættu 3.600
áhorfendur í Laugardalshöllina og
hundruðir fengu ekki miða. í kvöld
verða aðeins um 1000 áhorfendur
sem fá að sjá leik liðanna. Mikil
framför hefur orðið ( handknattleik
á íslandi síðan 1971, en aftur á
móti er það afturför að nú, sautján
árum seinna, gefst aðeins um 1000
handknattleiksunnendum kostur á
að sjá úrslitaleik. Leik sem margir
hafa viljað sjá.
Valgeir Ársælsson, formaður Handknattleikssambands fslands (1971),
sést hér afhenta Birgi Bjömssyni, fyrirliða FH, íslandsbikarinn. Aðrir á mynd-
inni eru Kristján Stefánsson, Birgir Finnbogason og Hjalti Einarsson.
- “
„ Eins og
hlaupa
á vegg“
Það var mjög erfítt að eiga
við „Mulningsvélia“ - eins
og að hlaupa á vegg að glíma
við leikmenn eins og Gunnstein -
Skúlason, Ólaf H. Jónsson, Stef-
án Gunnarsson og Ágúst Ög-
mundsson. Þá var Ólafur Bene-
diktsson sterkur í markinu,"
sagði Geir Hallsteinsson.
Geir sagði að liðin sem léku þá,
væru eins og nú - á uppleið.
Um leikinn í kvöld að
Hlíðarenda, sagði Geir: „Ég tel
að möguleikar liðanna sé jafnir.
Heimavöllur hefur ekkert að
segja, heldur er um að ræða
sálrænt stríð og það lið sem nær
að halda yfirvegun, stendur uppi
sem sigurvegari. Mér hefur
fundist að Valsliðið sé á niður-
leið. Ég spái FH-liðinu sigur,“4 ^
sagði Geir. ~
Morgunblaðið/Sveinn Þormóðsson
Varnarlelkur beggja liðanna var nokkuð átakamikill, en þó aldrei grófur.
Hér er Ólafur H. Jónsson að reyna að fínna sér skotfæri, en FH-ingamir
Krístján og Jónas Magnússon eru til varnar.
Alvöru firmakeppni!
íþróttafélag Kópavogs heldur sína árlegu firma-
keppni i innanhússknattspyrnu dagana 4. og 6. april.
Leikiö erá stór mörk, 2 x 5 m. ihverju liöi eru fimm
leikmenn, þarafeinn markvöröur.
Þátttaka tilkynnist fyrir 1. apríl i sima 19088
(Logi) og 75209 og 622645 (Vifiir).
\
Á / HH^ ÍSLENSKAR GETRAUNIR
V fþróltamióátööinniv/Sigfún-104 Reykjavik island • Simi84590
GETRAUNAVIIMIMIIMGAR!
30. leikvika - 26. mars
1988
Vinningsröð: X2X-1 X2-2X2-1 X1
1. vinnlngur kr. 1.506.822.24 flyst yflr 6 31. leikviku þar sem
engin röð kom fram meö 12 rétta.
2. vinningur 11 réttir, kr. 63.426.00,*
1528+ 7772+ 44347 46456 238013+ 244020+
Kærufrestur er til mánudagsins 18. aprfl 1988 kl. 12.00 á hádegl.