Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988
23
Hlut-
fal 1
Hlutfa1lslegar breytingar á orkuverði
til liitunar í búðarJiúsnæð is
1978-1987 (1983=1,0)
1978 1979 1980 1981 1982 198.1 198-1 1985 1986 1987 Spá
0.
0,
0,
0,
1988
Z Mynd
I Gasolía
E9 Hitun Rarik
með niðurgr.
D Hitaveita Rvk.
Þessi hugmynd er síður en svo ný;
þannig flutti Jakob Gíslason, raf-
orkumálastjóri, erindi um slíkan
útflutning á ráðstefnu Verkfræð-
ingafélags Islands um orkulindir og
iðnað 1962. Orkustofnun hefur
nokkrum sinnum látið kanna hag-
kvæmni slíks útflutnings, 1975,
1980 og enn lauslega 1986. í öllum
tilvikum var niðurstaðan sú, að verð
á raforku frá Islandi, kominni til
Bretlands, yrði svipað og það kostar
að framleiða hana þar í kola- og
kjarnorkustöðvum. Við þessa reikn-
inga var miðað við mismunandi
vexti af stofnkostnaði, frá 4 og upp
í 10% á ári. Þetta dæmi má að sjálf-
sögðu einnig skoða með því að at-
huga hvaða arðsemi fengist af ijár-
magni því sem lagt er í strenginn
og þær virkjanir, sem eiga að vinna
raforkuna til útflutnings, ef raf-
magnið er selt á „markaðsverði" í
Bretlandi, sem er raunar ekki til
sem stendur; öll raforkuvinnlan er
í höndum þriggja ríkisfyrirtækja.
En ef við tökum kostnaðarverð raf-
orku frá nýjum kjamorku- eða kola-
orkuverum sem slíkt „markaðs-
verð“ þá kemur út, að þessi arð-
semi, eða innri vextir, eru á bilinu
5,6 til 7,6% á ári. Það er svo matsat-
riði hvort slík arðsemi þykir viðun-
andi miðað við áhættu og borið
saman við aðra fjárfestingarkosti.
Hvort íslendingar hefðu viðskipta-
legan ábata af útflutningnum, þ.e.
tekjur umfram tilkostnað, ræðst af
því, hvort fáanlegt er ódýrara fjár-
magn til þessara mannvirkja en sem
nemur þessum afkastavöxtum.
Landsvirkjun tók þetta mál til
sérstakrar athugunar á síðasta ári.
Niðurstaðan varð enn sú, að kostn-
aður útfluttrar íslenskrar raforku
yrði svipaður og vinnslukostnaður
raforku í Bretlandi. Ef ofangreind-
um arðsemisreikningum er beitt á
tölur í skýrslu Landsvirkjunar um
þessa athugun frá því í janúar sl.
kemur út, að innri vextir af fjárfest-
ingunni yrðu 5,4—7,8% á ári.
Ýmsir hópar manna í Bretlandi
hafa að undanfömu haft uppi and-
stöðu við kola- og kjamorkustöðvar
og vilja „öðmvísi" aðferðir til að
framleiða rafmagn. Það vill hins-
vegar vefjast fyrir slíkum hópum,
bæði þar og annars staðar, að benda
á raunhæfar „öðmvísi" aðferðir.
Sumir þessara bresku hópa hafa
bent á innflutning raforku frá ís-
landi sem eina slíka „öðmvísi" að-
ferð til að afla raforku, og fulltrúar
eins þeirra heimsóttu Landsvirkjun
og fleiri seint á síðasta ári. Það
ýtir undir svona hugmyndir nú að
bresk stjómvöld undirbúa nú af-
þjóðnýtingu, eða einkavæðingu,
raforkuiðnaðarins í Bretlandi.
Framtíðarskipan raforkuvinnslunn-
ar þar í landi mun ekki vera endan-
lega mótuð, en samkvæmt nýjustu
upplýsingum er hún einna helst
hugsuð á þann veg sem 7. mynd
sýnir. Samkvæmt þessum hug-
myndum yrði um samkeppni að
ræða í raforkuvinnslunni; megin-
flutningur í höndum eins fyrirtækis
sem dreifiveitumar stofnsettu sam-
eiginlega í því skyni, en dreifingin
í höndum eins fyrirtækis með einka-
rétti innan hvers dreifísvæðis. Gert
er ráð fyrir að dreifíveitumar „bjóði
út“ raforkuvinnsluna, eða það af
henni sem þær ekki annast sjálfar.
Sú takmörkun er þó ráðgerð á þess-
ari samkeppni í vinnslunni að dreifí-
veitumar verða skuldbundnar til að
kaupa a.m.k. 20% raforkunnar frá
kjamorkustöðvum.
Þetta er sem sagt það umhverfi
sem raforka frá íslandi kæmi inn
í samkvæmt nýjustu hugmyndum.
Á 7. mynd er þetta sýnt með því
að íslandi er bætt inn á hana, við
hliðina á Skotlandi og Frakklandi.
Meginspurningin er augljóslega:
Hvemig myndi íslensk raforka
standa sig í samkeppninni?
Ljóst er, að til frambúðar ræðst
svarið við þeirri spumingu fyrst og
fremst af því, hver verður vinnslu-
kostnaður raforku í Bretlandi í
framtíðinni, eftir að raforkuiðnað-
urinn hefur verið einkavæddur, þ.e.
af væntanlegu markaðsverði á raf-
orku. En fyrir það verð skiptir
líklega afstaða bresks almennings
í framtíðinni til kjamorkustöðvanna
og kolastöðvanna mestu máli. Verði
almenn andstaða við slíkar stöðvar
leiðir það til hærra raforkuverðs í
Bretlandi, og bætir þar með sam-
keppnisstöðu íslenskrar raforku. En
á þessa afstöðu almennings mun
það hafa sín áhrif að raforkuvinnsl-
an er langstærsti markaðurinn fyrir
kol, en kolaiðnaðurinn er víða mikil-
vægur í Bretlandi frá atvinnusjón-
armiði. Ómögulegt er að segja hvað
framtíðin ber í skauti sínu í þessum
efnum, nema hvað telja má víst að
• Hvað ætlar þú að gera yfir páskana?
• Ætlar þú að bregða þér i sumarbústaðinn?
• Eða ætlar þú að vera heima í faðmi íjölskyldunnar?
• Hvar sem þú verður munt þú örugglega slaka á og láta
þér liða vel, ekki satt?
• Væri ekki einmitt upplagt að spila Trivial Pursuit?
• ERT ÞÚ BÚINN ÐA KAUPA NÝJU AUKA-
SPURNINGARNAR?
*
Trivial Pursuit er skrásett vörumerki. Drelflng á íslandl: EskKell hfs. 36228.
Leikurfrá Hom Abbot Geflnn út með leyfl Hom Abbot Intematlonal Umited.
UNICORN
fyrir
pflukastarann
BILUARDBÚÐIN
Ármúla 15, Reykjavík, sími 33380
Eigum hinar heimsþekktu og
vönduðu UNICORN pílur og
skífur í miklu úrvali. Færustu
pílukastarar nota að sjálfsögðu
UNICORN.
Útsölustaðir:
Billiardbúðin Ármúla 15,
Sportval Hlemmi,
Sportval Kringlunni,
Bikarinn Skólavörðustíg 14,
Sportvöruverslun Kópavogs,
Sportgallerí Hafnarfirði,
Akrasport Akranesi,
Reiðhjólaverkstæði
M.J. Keflavík. 11111001*11
Þú hittir beint í mark með
UNICORN.
Tvöfaldur páskavirmingur 6-7 mjUjónir
Munið útdráttinn á laugardag.
Flestir sölustaðir opnir á skírdag.
Gleðilega páska!
Upplýsingasími: 685111