Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 47 Morgunblaðið/Sverrir Einarsson Þrír hestanna f luttir inn í flugvélina á Kef lavíkurf lugvelli um helgina. 7 0 hestar flug- leiðis til Belgíu UM 70 hestar voru fluttir flug- leiðis með Fisk-cargo til Belgiu siðastliðinn laugardag. Herbert Ólason sem rekur íslands- hestabúgarðinn Hrafnsholt i Þýskalandi flutti flesta hestana út. Með hestaflugvélinni komu 37 tonn af ávöxtum og grænmeti til Hagkaups og voru flutningsgjöld mun lægri en við almennan inn- flutning, samkvæmt upplýsing- um frá Fisk-cargo. Herbert Ólason hefur flutt marga hesta til Þýskalands undanfarin þrjú ár, eða nærri 400 samtals. Samkvæmt upplýsingum frá honum var útflutningur áður að mestur lagður af, en með kynningu og auglýsingum á íslenska hestinum í Þýskalandi hefði tekist að snúa þróuninni við. Akranes: 43. ársþing ÍA haldið 43. ársþing íþróttabandalags Akraness var haldið fyrir skömmu og voru gestir þingsins Ingibjörg Pálma'dóttir forseti bæjarstjórnar Akraness _ og Sveinn Björnsson forseti ISI, Sig- urður Magnússon framkvæmda- stjóri ÍSÍ og Friðjón Friðjónsson gjaldkeri ÍSÍ. Þau Ingibjörg og Sveinn fluttu ávörp til þingfull- trúa og fóru viðurkenningarorð- um um störf og árangur íþrótta- fólks á Akranesi. í máli Magnúsar.Oddssonar for- manns íþróttabandalags Akraness kom fram að síðasta ár hafi verið farsælt fyrir íþróttafólk á Akranesi. Góður árangur hefði náðst í knatt- spyrnu, sundi og badminton. Stærsta verkefni ÍA um þessar mundir er bygging hins nýja íþróttahúss og eins hefði mikið verk verið unnið við gerð grasvalla og félagsheimilis við íþróttavöllinn og áframhaldandi upp- byggingu golfvallarins. Eins hefði verið gerður samningur milli Akra- neskaupstaðar og knattspyrnufélags IA um rekstur félagsins á íþrótta- vellinum og hefði það gefið góða raun. Framkvæmdum við nýja íþrótta- húsið miðaði vel áfram og nam bygg- ingarkostnaður á sl. ári 16,5 milljón- um króna. Þá er það mikið fagnaðar- efni fyrir íþróttafólk á Akranesi að nú hillir undir að tekin verði í notk- un hin nýja sundlaug á Akranesi og mun það hafa verulegar breytingar í för með sér fyrir sundáhugamenn. 1 máli Magnúsar kom fram að þó unnið væri á mörgum vígstöðvum Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Magnús Oddsson formaður IA í ræðustól á ársþingi ÍA. við gerð íþróttamannvirkja á Akra- nesi yrði ekki látið staðar numið því margt væri enn ógert, og hét hann á þingfulltrúa að standa vel saman sem fyrr. Magnús þakkaði bæjar- yfirvöldum á Akranesi fyrir ómetan- legan stuðning og jafnframt færði hann Sveini Björnssyni þakkir fyrir mikinn stuðning við hið nýja íþrótta- hús. Rekstur íþróttabandalagsins er ekki mikill í raun. En eignir þess aukast nú stig af stigi. Tekjur bygg- ingarsjóð ÍA námu á árinu 1987 röskum 8,6 milljónum króna. Fram- Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Ingibjörg Pálmadóttir forseti bæjarstjórnar Akraness flytur ávarp á ársþingi IA. kvæmdir á árinu námu röskum 16 milljónum króna. íþróttahúsið nýja er nú metið á 34 milljónir og óhætt er að segja að íþróttabandalag Akra- ness hafi á skömmum tíma breyst ' úr fátæku bandalagi í eitt hið ríkasta. Magnús Oddsson var endur- kosinn formaður ÍA og með honum í framkvæmdastjórn voru kosnir Sigurður Sigurðsson, Skúli Garðars- son, Gunnar Gislason og ,Ión Run- ólfsson, en hann kom nú inn í stjórn- ina í stað Gísla Gíslasonar sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi setu. - JG Áríðandi skilaböð til korthafa VISA: LOKAÐU EKKI AUGUNUM FYRIR ÖRYGGINU HRINGDU í SÍMA 29011 ÖRYGGISEININGU! Nú á VISA-korthöfum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu að hafa borist í hendur upplýsingabækl- ingur um ÖRYGGISEININGUNA, nýju slysatrygginguna frá Reykvískri Endurtryggingu. Við vekjum sérstaka athygli á kynningartilboðinu: Þeir sem panta ÖRYGGISEININGU fyrir páska fá iðgjaldið frítt fram tii 1. maí. Það er gert með einu símtali eða með því að senda okkur svarseðilinn úr bæklingnum. Mundu að þú getur látið deila iðgjaldinu jafnt niður á allt árið og fengið það skuldfert mánaðarlega með VISA-uppgjörinu þínu. Einfalt en öruggt. fc < Q Q >- HAFÐU AUGUN OPIN FYRIR ÖRYGGI FJÖLSKYLDUNNAR. KYNNTU ÞÉR BÆKLINGINN UM ÖRYGGISEIN INGUNA VEL OG LÁTTU SVO HEYRA í ÞÉR. REYKVÍSK ENDURTRYGGING HF - til öryggis! Sóleyjargötu 1, sími 29011 Hryggis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.