Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 Viðhorf í orkumálum og verkefni Orkustofn- unar í næstu framtíð eftir Jakob Björnsson 1. Inngangxir I þessari grein verður fyrst fjall- að um horfur í alþjóðlegum orku- málum, sérstaklega varðandi olíu- verð, og í framhaldi af því rætt um stöðu og horfur í íslenskum orku- málum, sem eru vissulega tengd hinum alþjóðlegu. í ljósi þessara viðhorfa verður því næst fjallað um helstu rannsóknarverkefni sem bíða úrlausnar hjá Orkustofnun í næstu framtíð, og að endingu vikið að stöðu stofnunarinnar til að takast á við þessi viðfangsefni. 2. Breytt viðhorf í orkumálum 2.1 Viðhorf í alþjóðlegum orku- málum. Ástand og horfur í alþjóðlegum orkumálum hafa breyst verulega á undanförnum árum. Um og upp úr 1980 var olíuverð hátt. Skráð verð var um og yfír 40 USD á tunnu á verðlagi 1987. Flestir áttu þá von á að þetta verð yrði varanlegt, jafn- vel að það hækkaði enn meir. Meg- inþátturinn í orkumálastefnu flestra vestrænna iðnríkja var þá að draga sem mest úr notkun olíu. Það var einnig stefna íslenskra stjómvalda. Það er m.a. þessi stefna sem hefur leitt til þess að jarðhiti sér nú fyrir 85% af húshitunarþörf landsmanna, og að hitun með olíu er nær horfín. Hún hefur einnig stuðlað að olíu- spamaði þar sem aðrir orkugjafar urðu ekki með góðu móti nýttir, eins og í fiskiskipaflotanum. (Sjá 1. mynd). Allt er þetta nú breytt. Olíuverð hefur stórlækkað. Það komst niður fyrir 10 USD á tunnu á miðju ári 1986 á uppboðsmarkaðinum í Rott- erdam, en var 51 USD á tunnu þegar það var hæst, í janúar 1981, reiknað á sama verðlagi. Sem stendur er verðið á uppboðsmarkað- inum um 14 USD á tunnu. Nú búast flestir við að olíuverðið haldist svipað og nú í megindráttum fram um miðjan næsta áratug eða svo, en hugsanlega með miklum skammtímasveiflum (innan ársins eða frá einu ári til hins næsta). 2.2 Viðhorf í íslenskum orkumál- um. Breytt samkeppnisstaða inn- lendrar orku gagnvart innfluttri. Þessi þróun olíuverðsins hefur gerbreyttt samkeppnisstöðu raf- orku og jarðhita gagnvart olíunni á sviðum þar sem um samkeppni er að ræða, eins og t.d. í húshitun- inni. Frá árinu 1983, þegar olíuverð var hæst hér á landi, og niður í áætlað meðalverð ársins í ár, hefur verð á gasolíu lækkað um 65% að raunvirði. Verð á heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur hefur á sama tíma hækkað um 18% að raunvirði; verð á óniðurgreiddri raforku frá Rafmagnsveitum ríkisins til hús- hitunar lækkað um 26%, og á niður- greiddri raforku um 23%. (Sjá 2. mynd). Samkeppnisstaða innlendrar orku á húshitunarmarkaðnum hefur þannig stórversnað síðan 1983, og við lesum nú í blöðum að margir hafi hug á að taka upp olíukynd- ingu að nýju, og jafnvel að ódýrara sé að framleiða sjálfur rafmagn með olíu í dísilstöð en að kaupa það í smásölu af rafveitu. Þetta er raun- ar ekki séríslenskt viðfangsefni. Um þessar mundir dregur víða um heim úr þeirri viðleitni til olíuspam- aðar sem ríkt hefur frá fyrstu orku- kreppunni og olíunotkun vex. Skattlagning orku Mörg ríki, eins og t.d. Danmörk og Svíþjóð, hafa brugðist við olíu- verðslækkunum síðustu tveggja ára með breytilegri skattlagningu á olíuvörur þannig að neytandinn verður aðeins að takmörkuðu leyti var við lækkunina. Hvað gerum við í skattlagningu á orku? Við skatt- leggjum raforku til allra annarra nota en húshitunar og stóriðju, en hvorki jarðvarma né olíu. Jarðvarm- ann ekki vegna þess að hann er fýrst og fremst notaður til hús- hitunar; olíuna ekki af tillitssemi við útgerðina. Við skattleggjum heldur ekki eigin vinnslu á raforku. Notandi, t.d. frystihús, sem kýs að vinna eigin raforku í dísilstöð, borg- ar engan skatt af þeirri vinnslu, en söluskattur er lagður á ef hann kaupir orkuna af rafveitunni í stað- inn. Að auki á notandinn kost á skattlausri olíu að heita má til vinnslunnar. það ekki eins ljóst hvað er til ráða. Ein hugsanleg ráðstöfun er sú, að hvetja alla rafhitanotendur, sem eiga nothæfar olíumiðstöðvar, til að setja þær í gott stand, koma fyrir í þeim hitöldum og gefa þeim kost á ótryggu rafmagni á lágu verði á hitöldin. Þegar nóg er til af rafmagni í landinu, eins og nú, fengju þeir rafmagnið það ódýrt að það ryður braut olíunni; í annan tíma, þegar minna er um rafmagn, væri olía notuð, og rafmagnið gæti þá farið til verðmætari nota. Stýr- ingin á notkuninni færi þannig fram í gegnum rafmagnsverðið, sem væri breytilegt eftir stöðunni í raf- orkumálum hveiju sinni. Þetta hef- ur þann kost að skapa sveigjanleika á rafhitunarmarkaðinum, sem er mikilvægt þegar óvissa ríkir um þróun olíuverðs og búast má við miklum sveiflum. Jafnframt myndi þetta stækka markaðinn fyrir ótryggt rafmagn hér á landi, en á því er mikil nauðsyn, eins og oft Jakob Björnsson * „A Orkustofnun er saman komin mikil þekking og reynsla, sem orðið hefur til í áranna rás, og er þjóð- félaginu verðmæt eign. Samdrátturinn má ekki ganga svo langt að þessari eign verði á glæ kastað, uppbygging undanf arandi ára gerð að engu, þannig að byggja þurfi nánast frá grunni að nýju ef við- horf breytast og verk- efni aukast aftur.“ USD/fat SkráÖ verö á hráolíu, (ftrabiau Light), 1. janúar ár hvert. A verðlagi ársins 1987. 45 40 35 30 25 20 15 10 m O R K USTO F N U N 1. Mynd ■iii. II111 RR " I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I II I R R R R I I '73 '74 '75 ' 7G '77 '78 '79 '80 '81 '82 '83 '84 '85 '86 '87 Vilji stjómvöld halda fast við að takmarka innflutning á olíuvörum sem mest er ástæða til að endur- skoða þessa skattlagningu. Koma þar ýmsir kostir .til álita. en einnig er ástæða til að taka til endurskoð- unar sjálfa stefnuna, að draga sem mest úr olíuinnflutningi. Eru sömu rök fyrir henni og áður? Árið 1979 kostaði þessi innflutningur okkur 19,4% af útflutningstekjum okkar; 1987 7,6%. Vesturlönd eru ekki í neitt svipuðum mæli og áður háð olíunni frá Mið-Austurlöndum. Viðbrögð orkufyrirtækja Orkufyrirtækin þurfa að hugsa sinn gang ef þau ætla ekki að verð- leggja sig út af húshitunarmark- aðnum. Fyrir hitaveitur kæmi þar einkum til álita að hækka verulega fastagjald en lækka orkugjald sam- svarandi, þannig að orkugjaldið verði samkeppnisfært við olíuna. Margir eiga enn nothæfar olíukynt- ar miðstöðvar í húsum sínum en myndu líklega fæstir vilja aftengj- ast hitaveitunni til að losna við fastagjaldið. Þessi gjaldskrárbygg- ing, með tiltölulega háu fasta- gjaldi, en lægra orkugjaldi, er líka í samræmi við samsetningu kostn- aðarins hjá hitaveitum. Til lengri tíma litið kunna menn að byggja hús með olíukyndingu, í stað þess að tengjast dýrri hitaveitu, ef olíu- verðið helst lágt til langframa. Fyrir rafhitunarmarkaðinn er hefur verið rætt um, vegna vatns- rennslissveiflna milli ára og til að brúa bil milli virkjana. Sama hátt mætti hafa á í nýbyggðum húsurtl með olíukyndingu. Fyrir notendur með beina rafhitun kemur þessi leið ekki að haldi. Gagnvart þeim virð- ist helst koma til álita svipuð leið og minnst var á fyrir hitaveiturnar, þ.e. hærra fastagjald með svo lágu orkuverði að það keppi auðveldlega við olíuna.^ Orkuspár Orkuspámefnd sendi frá sér raf- orkuspá á árinu 1985 sem ætlað var að ná fram til 2015. Reynslan af þeirri spá til þessa er sú, að árið 1985 var notkunin (leiðrétt fyrir útihitastigi, en spáin miðast ávallt við meðalhitastig) 26 GWh lægri en spáin, 1986 41 GWh lægri, en 1987 20 GWh hærri. Spáin hefur nú verið endurreiknuð á grundvelli þessara reynslutalna, en með öllum forsendum óbreyttum að undanskil- inni mannflöldaspánni, sem nú er lægri en áður. Niðurstöðumar sjást á 3. mynd. Endurreiknaða spáin er lægri en hin fyrri. Orkuspárnefnd sendi á síðasta ári frá sér spá um notkun jarðhita fram til 2015. Sést hún á 4. mynd. Báðar þessar spár taka einungis mið af almennri notkun raforku og jarðvarma og núverandi orkufrek- um iðnaði en ekki af nýrri stóriðju. Vöxtur almennrar raforkunotkunar yfir þetta tímabil er um 2,5% á ári að meðaltali borið saman við ná- lægt 10% á ári um miðbik aldarinn- ar og um 5,5% á ári upp úr 1980. Vöxtur jarðvarmanotkunar er áætl- aður á sama tímabili 1,2% á ári að meðaltali borið saman við 7,5% árin 1973—1986, á árunum sem ég vil kalla hitaveitutímabilið mikla. Þessi samanburður sýnir vel hversu mjög dregur úr vexti raforku- og jarð- varmanotkunar hér á landi ef þess- ar spár ganga eftir. Ný not fyrir jarðvarma hér á landi Enda þótt jarðvarmaspáin feli ekki í sér nýja jarðvarmafreka stór- iðju þá felur hún í sér ýmiskonar notkun jarðvarma sem hefur verið lítil eða engin til þessa, svo sem til fiskeldis og snjóbræðslu. 5. og 6. mynd sýnir notkun til þessa tvenns samkvæmt spánni. Notkun til fisk- eldis er talin munu 15-faldast og 7,4-faldast til snjóbræðslu fram til 2015. Ný stóriðja Það hefur gengið mun verr að selja orku til nýrrar stóriðju á und- anfömum árum en menn gerðu sér vonir um í byijun þessa áratugar. Á síðasta ári fékkst sú niðurstaða, að sem stendur væri ekki grundvöll- ur undir kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði, hvað sem síðar verður. Þessi verksmiðja hefði orðið fremur lítill stóriðjunotandi; með um 350 GWh fastaorkunotkun á árin. Á síðasta ári varð einnig ljóst að Alusuisse hafði ekki áhuga á að standa að stækkun álversins í Straumsvík. Tóku þá íslensk stjóm- völd fmmkvæðið að frekari upp- byggingu áliðnaðar á íslandi. Starfshópur um stækkun álvers hóf þá, samkvæmt rendumýjuðu um- boði Friðriks Sophussonar, iðnaðar- ráðherra, fmmathugun á hag- kvæmni nýrrar álbræðslu í Straumsvík, sem byggð yrði í áföngum og hefði 180.000 tonna afkastagetu á ári. Fóm fram óform- legar viðræður milli starfshópsins og nokkurra álframleiðenda í Evr- ópu um myndun samsteypu til að eiga og reka slíkt álver. Þessar fmmathuganir leiddu til jákvæðrar niðurstöðu um hugsanlega hag- kvæmni slíks álvers, en mun ítar- legri athuganir þurfa þó að fara fram á henni áður en til nokkurra ákvarðana kemur. Er hugmyndin að sérstakt undirbúningsfélag ann- ist þær athuganir, og er nú verið að kanna hvort þessir álframleið- endur hafa áhuga á að standa sam- an að því. Fæst væntanlega úr því skorið næsta sumar. Slíkt álver notar um 2.400 GWh/a af fastaorku, auk nokkurrar ótryggrar orku. Þegar haft er í huga að vinnsla á fastaorku nam 3.656 GWh árið 1987 sést vel, að um mjög stóran orkunotanda er að ræða.Gert er ráð fyrir að álverið gæti verið komið að fullu í gagnið 1994. Ef ákveðið verður að reisa slíkt álver hefur sú ákvörðun áhrif á verkefni Orkustofnunar á næstu ámm. Nú em fimm vatnsaflsvirkj- anir á svonefndu verkhönnunarstigi til að mæta þessari auknu raforku- þörf, auk Blönduvirkjunar, sem er í byggingu, og þijár jarðgufuvirkj- anir koma einnig til álita í því sam- bandi. Reisa þarf 2—4 vatnsafls- virkjanir fyrir 1995 til að mæta þörfinni, eftir því hvaða virkjunar- staðir em valdir og því, hve margar þessara jarðgufuvirkjana yrðu reistar. Þótt virkjanir þessar séu á verkhönnunarstigi er samt eftir við þær ýmsar rannsóknir sem tengjast lokahönnun og útboði. Að auki þarf rannsóknir vegna jarðgufuvirkjan- anna. Er nú verið að fara yfír það hve mörg rannsóknarársverk hér er um að ræða. Útflutningur á raforku Nú að undanfömu hefur mikið verið rætt um útflutning á raforku um sæstreng til Bretlandseyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.