Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 Fjögur kammerverk Atla Heimis - flutt á tónleikum á Kjarvalsstöðum 5. apríl nk. Tónlistarunnendum gefst kostur á að kynnast fjölbreytt- um ferli Atla Heimis Sveinsson- ar tónskálds á tónleikum sem haldnir verða á Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 5. apríl næstkom- andi. Þar verða flutt fjögur kammerverk Atla, sem hann hefur samið á síðustu tíu árum. Þijú þessara verka verða flutt á tónlistarhátíðinni „Pro Musica Nova“, sem helguð er samtímatónlist og haldin er á vegum ríkisútvarpsins í Brem- en um miðjan maí í vor. Verkin sem flutt verða í Brem- en eru á fyrri hluta tónleikanna. Þau eru Plutot blanche qu’az- urréé eða Fremur hvítt en himin- blátt, Fantastic rondos eða Sér- stæðir hringdansar og Tuttugu og ein tónamínúta. Á síðari hluta tónleikanna verður fluttur blásar- akvintettinn Fimm hjóladrif. Flytjendur tveggja fyrstnefndu verkanna verða þeir sömu á þess- um tónleikum og í Brernen. Þau eru Amþór Jónsson, selló; Guðný Anna Guðmundsdóttir, píanó; Oddur Bjömsson, básúna og Sig- urður I. Snorrason, klarinett. Þau leika öll Fantastic rondos, en Arn- þór, Guðný Anna og Sigurður leika Plutot blanche qu’azuréé. Tuttugu og ein tónamínúta er verk fyrir einleiksflautu og mun Martial Nardeau leika það á Kjarvalsstöðum. I Bremen mun Carin Levine flytja það verk. Fimmhjóladrif verður flutt af Blásarakvintetti Reykjavíkur. Kvintettinn skipa Bernhard St. Wilkinson, flauta; Daði Kolbeins- son, óbó; Einar Jóhannesson, klarinett; Hafsteinn Guðmunds- son, fagott og Joseph Ognibene, horn. Fyrri verkin þijú hafa öll verið flutt erlendis. Elsta verkið er Plu- tot blanche qu’azuréé og var pant- að af NOMUS-nefndinni fyrir Fjónska tríóið. Það var frumflutt í Egeskov höllinni á Fjóni árið 1977. Það hefur verið gefið út hjá músíkforlagi Wilhelm Hansen í Danmörku og hefur einnig kom- ið út á hljómplötu þar í landi. Tuttugu og ein tónamínúta var samið að beiðni Ríkiskonserta í Stokkhólmi árið 1981 fyrir Manu- elu Wiesler og frumflutti hún verkið í Svíþjóð á sama ári. Verk- ið mun koma út á nótum hjá Wilhelm Hansen á' næstunni. Atli Heimir Sveinsson tóuskáld. Fantastic Rondos var samið fyrir MW 1 (Musical workshop), kam- merhóp Zygmundt Krauze í Var- sjá árið 1980 og frumflutt sama ár á tónlistarhétíðinni Haust í Varsjá. 011 hafa þessi verk verið flutt víða um heim síðan þau voru samin. Seinasta verkið á efnisskránni er Fimmhjóladrif og er það jafn- framt lengst, tekur um 50 mínút- ur í flutningi. Það verk var samið að tilhlutan Musica nova fyrir Blásarakvintett Reykjavíkur árið 1987. Verkið er tileinkað Jóni Nordal. Þetta verk hefur verið flutt að hluta í Svíþjóð, en var í fyrsta sinn flutt í heild sinni á tónleikum Musica Nova í febrúar síðastliðnum. Tónleikarnir á Kjarvalsstöðum hefjast klukkan 20:30 þriðjudags- kvöldið 5. apríl. Byggðastofnun; 20 millj.kr. hlutafjár- lán til fóðurstöðva Eitt verka Henry Heerup, „Maður finnur hjarta (Öskukarl)“, frá 1950. Norræna húsið: Sýning á verkum Henry Heerups Blue Coral Super Waxer sannkallað ofurbón. Bónið er boriö á og síöan þurrkaö yfir meö hreinum klúi. Ekkert nudd, ekkert puð, tekur enga stund. Samt er árangurinn jafnvel betri en meö venjulegu puðbóni. Sljórn Byggðastofnunar heimilaði á mánudag að allt að 20 milljónir króna yrðu lánaðar til þeirra aðila sem vilja gerast hluthafar að fóð- urstöðvum, en alls eru það 11 fóð- urstöðvar i landinu sem sinna loð- dýrabúunum. Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofnunar sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi afgreiðsla miðaði að því að styrkja fóðurstöðv- amar og endurskipuleggja rekstur þeirra til þess að hjálpa upp á loð- VÖRUMST SLYSIN SPENNUM BELTIN KVEIKJUM AGFA»3 Alltaf Gæðamyndir dýraræktina meðal annars með því að ná fóðurverðinu niður. Eins og stendur er fóðurverðið lægst á Hólmavík og Isafírði. Þessi samþykkt Byggðastofnunar var gerð í kjölfar umræðu í stjóm Byggðastofnunar um samþykkt ríkisstjómarinnar frá 15. marz s.l. um athugun á fjárhagslegri og tæknilegri stöðu fóðurstöðva. A fundinum var ekki tekin ákvörð- un um um að breyta áhvílandi lánum til fóðurstöðva í hlutafé, en alls hef- ur Byggðastofnun lánað til 9 stöðva. Utanríkisráðu- neyti taka þátt í stefnumörkun SAMÞYKKT var á fundi utanrík- isráðherra Norðurlandanna í Tromsö í síðustu viku að utanríkis- ráðuneyti viðkomandi landa muni taka þátt ( stefnumörkun land- anna hjá Alþjóða hvalveiðiráðinu. Ákveðið var að tilnefna einn emb- ættismann úr hverju ráðuneyti sem tengilið og segist Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra vona að fyrsti fundir þeirra geti orðið fyrir næsta ársfund hval- veiðiráðsins. Steingrímur Hermannsson sagði að íslensk stjómvöld hafl verið mjög óánægð með afstöðu hinna Norður- landanna nema Noregs í Alþjóða- hvalveiðiráðinu, en þau hafa tekið þar harða afstöðu gegn hvalveiðum. Hann sagði að íslendingar hefðu ekki einu sinni fengið að ræða við fulltrúa þessara landa hjá hvalveiðir- áðinu. Nú hefði hann fengið loforð fyurir því að þessi mál yrðu tekin upp í viðkomandi löndum. Helgi Ágústsson skrifstofustjóri utanríkissráðuneytins, sem var til- nefndur af íslands hálfu sem tengi- liður, sagði að fram að þessu hefðu umhverfismálaráðuneyti viðkomandi landa farið alfarið með stennumörk- un innan Alþjóðahvalveriðiráðsins. Því skipti verulegu máli að utanríkis- ráðherra hefði tekist að koma þessu inn í umræðuna hjá utanríkisráð- herrum landanna og að þeir taki því þátt í stefnumörkun í sínum heimal- öndum. NÚ stendur yfir sýning í Norr- æna húsinu á verkum danska myndlistarmannsins Henry He- erup. Sýningin var opnuð þann 19. mars og stendur hún til 3. apríl. Yfirskrift hennar er „Trú, von og kærleikur.” Henry Heerup fæddist þann 4. nóvember 1907. Hann stundaði nám við málaraskóla Listaaka- demíunnar og um tíma við mynd- höggvaraskólann. Hann kom fyrst fram sem myndlistarmaður Tjörn- lunds Kunsthandel árið 1927 og tók þátt í haustsýningu listamann- anna árið 1933. Henry Heerup hefur haldið fjölda sýninga, bæði í Danmörku og erlendis og hlotið margar viðurkenningar fyrir list sína. í formála Knut 0degaárd, for- stjóra Norræna hússins, að sýn- ingarskrá, segir að Henry Heerup sé einn af frægustu myndlistar- mönnum Dana og einn marg- breytilegasti listamaður á Norðurl- öndum og skipi háan sess í málara- list, grafík og höggmyndalist. „Primitívismi Heerups sameinast Qörugu ímyndunarafli og smitandi glettni í hugmyndaríkri og lit- sterkri tjáningu sem oft er mótuð af súrrealisma, oft stórskorin,” segir í formála forstjórans. Sýningin á verkum Henry Heer- ups stendur sem fyrr segir til 3. apríl. Umsjón með gerð sýningar- innar hafði dr. Ólafur Kvaran, list- fræðilegur ráðunautur Norræna hússins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.